Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKIPST Á RÁÐUNEYTUM Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, 15. september á næsta ári. Þá munu utanríkisráðuneytið og umhverfisráðuneytið flytjast til Sjálfstæðisflokksins til viðbótar fyrri ráðuneytum flokksins. Verður Sjálfstæðisflokkurinn með sjö ráðu- neyti, auk Hagstofu Íslands, en Framsóknarflokkurinn með fimm. Al-Qaeda hótar Noregi Múslímar voru hvattir til að gera sjálfsmorðsárásir á Vesturlandabúa, meðal annars Norðmenn, í yfirlýs- ingu sem birt var í gær og sögð koma frá Ayman al-Zawahiri, næst- æðsta foringja hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda. Danska ríkissjón- varpið sagði líklegt að al-Zawahiri hefði ruglast á Noregi og Danmörku í yfirlýsingunni þar sem hann skír- skotaði til hernaðarins í Írak, sem Danir tóku þátt í en ekki Norðmenn. Hæsta mögulega einkunn Íslendingur fékk hæstu mögulegu einkunn í MA-námi í rafbassa frá djassdeild tónlistarskóla í Hollandi í vikunni. Róbert Þórhallsson tók námið sem er sex ár á fimm árum og dúxaði við skólann. Styðja afnám bannsins Frakkar, Þjóðverjar og Rússar ætla að greiða atkvæði með tillögu Bandaríkjamanna um að við- skiptabanni öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á Írak verði aflétt. Utanríkisráðherra Frakklands skýrði frá þessu í gærkvöld og Bandaríkjamenn vona að tillagan verði samþykkt einróma í öryggis- ráðinu í dag. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FJÁRMÖGNUN FASTEIGNIR BÓKHALD Íslendingar hafa stofnað fyrirtækið Carta Capital sem sérhæfir sig í milli- lagsfjármögnun. Fasteignafélög verða sí- fellt meira áberandi í ís- lensku viðskiptalífi en þeirra stærst er Stoðir. Hollenska matvörufyr- irtækinu Ahold hefur verið líkt við Enron vegna bókhaldsbrellna. GLUGGI FYRIR/4 OFT HAGKVÆMARA/6 ENRON EVRÓPU/5 Í PENINGAMÁLUM, ársfjórðungsriti Seðlabanka Íslands, segir: „Í byrjun sept- ember sl. hóf Seðlabanki Íslands að kaupa gjaldeyri af viðskiptavökum á innlendum millibankamarkaði, fyrst í stað tvisvar í viku 1½ milljón Bandaríkjadala í senn, þrisvar í viku frá janúar sl. og loks daglega frá byrjun febrúar. Alls keypti bankinn gjaldeyri í þess- um viðskiptum að andvirði 12,8 ma.kr. frá byrjun september 2002 til aprílloka 2003. Í janúar sl. keypti bankinn gjaldeyri í ein- um viðskiptum af einum viðskiptavaka að andvirði tæplega 4 ma.kr. Þegar ákvörðun var tekin um regluleg gjaldeyriskaup í ágúst 2002 var kynnt að áformað væri að kaupa gjaldeyri fyrir 20 ma.kr. fyrir árslok 2003. Það var nærri stöðu erlendrar skammtíma- fjármögnunar gjaldeyrisforðans á þeim tíma. Vegna sölu gjaldeyris, m.a. til ríkissjóðs í tengslum við greiðslu vaxta af erlendum lán- um, hefur skammtímafjármögnun gjaldeyr- isforðans ekki minnkað til samræmis við keyptan gjaldeyri og nam hún um 11 ma.kr. í lok apríl. Gjaldeyrisforði Seðlabankans var í lok apríl 38,5 ma.kr. og hafði erlend staða bankans styrkst um 6,8 ma.kr. frá lokum ágúst 2002. Sala á gjaldeyri til ríkissjóðs vegna vaxta- greiðslna af erlendum lánum nemur nokkr- um milljörðum króna þessi árin. Þegar litið er til lengri framtíðar og Seðlabankinn hefur byggt upp gjaldeyrisforða sinn stefnir hann að því að afla gjaldeyris vegna þarfa ríkis- sjóðs á innlendum gjaldeyrismarkaði fremur en að ganga á gjaldeyrisforðann.“ „Styrkja erlenda stöðu“ Þá segir að nú séu aðrar aðstæður á gjald- eyrismarkaði en í ágúst 2002. Innflæði gjald- eyris og hækkandi gengi gefi tækifæri á að kaupa gjaldeyri umfram þá 20 ma. sem ákveðið hafi verið að kaupa í ágúst. Því hafi bankinn ákveðið að kaupa daglega 2,5 millj- ónir Bandaríkjadala á innlendum gjaldeyr- ismarkaði. Með þessu séu hagstæðar að- stæður nýttar til að styrkja erlenda stöðu bankans. „Miklu skiptir að erlend staða bankans sé rúm, m.a. vegna erlendra skammtímaskulda innlendra aðila og í ljósi þess að erlend staða bankans skiptir tölu- verðu fyrir lánshæfi íslenska ríkisins og ann- arra innlendra aðila á erlendum mörkuðum.“ S E Ð L A B A N K I Í S L A N D S Ekki gengið á gjaldeyr- isforðann GENGI krónunnar lækkaði á mánudag og þriðjudag, um ríflega 1,6%, í kjölfar þess að Seðlabank- inn hefur ákveðið að dagleg kaup á gjaldeyri verði 2,5 milljónir Bandaríkjadala. Lækkun krón- unnar gekk til baka að hluta í gær og sérfræðingar virðast vera sam- mála um að hún haldi áfram að styrkjast vegna fyrirhugaðra stór- iðjuframkvæmda. Ólafur Frímann Gunnarsson, deildarstjóri millibankaborðs hjá Kaupþingi, segir að aukning á kaupum Seðlabankans á gjaldeyri hafi verið nokkru meiri en mark- aðurinn hafi átt von á. „Með þessu er bankinn sennilega að kaupa allt það innstreymi gjaldeyris sem von er á í ár, vegna stóriðjufram- kvæmdanna. Því veiktist krónan í kjölfarið, en er nú að styrkjast á nýjan leik. Markaðsaðilar eru aft- ur byrjaðir að kaupa krónur.“ Tilhneiging að kaupa krónur Spurður hvort inngrip Seðlabank- ans hafi áhrif til lengri tíma segir Ólafur: „Upplýsingar eins og þess- ar, um að bankinn hyggist kaupa meiri gjaldeyri í framtíðinni, eiga að hafa áhrif um leið og þær ber- ast.“ Hann segist frekar eiga von á því að krónan haldi áfram að styrkjast. „Tilhneigingin á mark- aðnum hefur verið að kaupa krón- ur og selja aðra gjaldmiðla. Sú til- hneiging er enn til staðar.“ Arnar Jónsson, sérfræðingur hjá Landsbanka, segist telja að veiking krónunnar vegna upp- kaupanna sé að mestu yfirstaðin, þótt ef til vill sé fullsnemmt að full- yrða um það. „Fyrstu áhrif upp- kaupanna eru komin fram, en síð- an þarf markaðurinn auðvitað að venjast þeirri staðreynd að keypt- ur sé gjaldeyrir fyrir 2,5 milljónir dollara á dag. Við sjáum ekki fyrir okkur að krónan þurfi að veikjast umtalsvert frá því sem nú er.“ Greining Íslandsbanka sagði á mánudaginn að þau kaup sem Seðlabankinn geri það sem eftir lifi af árinu jafngildi 25–30 millj- örðum króna og nemi því kaupin í heild um tvöfaldri þeirri upphæð sem upphaflega hafi verið áætluð. Segir að tilkynning um aukin gjaldeyriskaup hafi verið í takt við spá Greiningar, en fjárhæðin þó heldur hærri. „Að mati Greiningar ÍSB er hér einungis um tímabund- in áhrif að ræða [veiking krónunn- ar] og er spá Greiningar ÍSB um að krónan verði áfram undir þrýst- ingi til hækkunar á næstu miss- erum óbreytt.“ Sterkt gengi áfram Í Hálffimmfréttum Búnaðarbank- ans segir: „Þessi auknu gjaldeyr- iskaup Seðlabankans er varla hægt að túlka sem annað en inn- grip á gjaldeyrismarkaði, þó Seðlabankinn kjósi að tína til aðrar ástæður, svo sem styrkingu á er- lendri stöðu sinni. Kaupin verða væntanlega til þess að veikja gengi krónunnar um tíma, en krónan veiktist um 0,8% í dag [mánudag]. Greiningardeild gerir þó áfram ráð fyrir sterku gengi krónunnar á næstu misserum vegna stóriðju- framkvæmdanna.“ Samtök atvinnulífsins hafa miklar áhyggjur af stöðu gengis- mála um þessar mundir. Stjórn samtakanna sendi í gær frá sér ályktun, þar sem segir að núver- andi gengi krónunnar fái ekki staðist til lengdar. „...Seðlabank- inn spáir því að raungengi hækki um 10% á þessu ári og að sam- keppnisstaðan versni sem því nemur. Til mótvægis við stóriðju- framkvæmdir er afar brýnt að skýr aðhaldsstefna í opinberum fjármálum verði mótuð og þurfa stærstu sveitarfélögin einnig að koma að þeirri stefnumótun, til þess að viðhalda stöðugleika og tryggja samkeppnisstöðu atvinnu- veganna,“ segir í ályktuninni. Gengi fær ekki staðist Þá segir að samkeppnisstaða at- vinnuveganna hafi versnað undan- farið ár vegna hækkunar gengis. „Raungengi krónunnar, sem er mælikvarði á samkeppnisstöðu at- vinnuveganna, mun hækka um rúm 10% á þessu ári að mati Seðla- bankans. Að mati bankans verður raungengið hærra á þessu ári en á árinu 2000 en þá féll gengi krón- unnar á markaði þar sem það var ekki talið fá staðist til lengdar. Núverandi gengi krónunnar fær heldur ekki staðist til lengdar þar sem það samrýmist hvorki jafnvægi í utanríkisviðskiptum né skapar útflutnings- og samkeppn- isgreinum eðlilegan rekstrar- grundvöll. Það er því brýnt að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn þeim kröftum sem ýtt hafa upp gengi krónunnar,“ að því er segir í ályktun stjórnar SA. Gengislækkun vegna dollarakaupa tímabundin Markaðsaðilar aftur byrjaðir að kaupa krónur. SA með áhyggjur af háu gengi krónunnar                                                  Miðopna: Oft hagkvæmara að leigja en eiga húsnæði Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 12/16 Minningar 32/37 Höfuðborgin 17 Skák 38 Akureyri 18 Bréf 40 Suðurnes 19 Kirkjustarf 43 Landið 20/21 Dagbók 42/43 Neytendur 22 Fólk 48/53 Listir 23/24 Bíó 50/53 Menntun 25 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir blaðið Tækniháskólinn, háskóli atvinnulífsins. Blaðinu er dreift um allt land. Júróbíll VOLVO V40 W/G 04/98. Ekinn 116 þ. km. Vél 2000 cc. Sjálfskiptur. Verð 1.250 þ. www.toyota.is „Diggi-loo diggi-ley. Alla tittar på mej.“ Kauptu Júróbíl fyrir 24. maí. Þú gætir unnið bíl til ókeypis afnota í heilt ár! RÓBERT Þórhallsson frá Húsavík lauk MA-námi í rafbassa frá djass- deild Conservatorium van Amst- erdam í Hollandi í vikunni, fékk hæstu mögulegu einkunn og dúx- aði. „Ég er fyrsti nemandinn sem út- skrifast með hæstu mögulegu ein- kunn í MA-námi frá þessum skóla,“ segir Róbert, en hann tók sex ára námið á fimm árum. „Þeir hleyptu mér yfir eitt ár í fyrri hluta námsins,“ segir dúxinn, sem er að pakka saman í Hollandi og undirbúa flutning til Íslands um helgina. „Nú langar mig til að komast í kennslu og spilamennsku heima, en er reyndar ekki með neitt fast í hendi,“ bætir hann við en unnusta hans, Sólrún Snæþórs- dóttir, vann hjá Flugleiðum í Amsterdam og hefur fengið vinnu hjá fyrirtækinu á Íslandi. Róbert, sem verður 32 ára í ár, hefur stundað tónlistarnám und- anfarin 13 ár, þar af um sjö ár hjá FÍH, og starfaði sem atvinnu- tónlistarmaður í fimm ár áður en hann fór út. Hann hefur meðal annars unnið mikið með Jóni Ólafssyni og Björgvini Halldórs- syni auk þess sem hann var lausa- maður í hljóðveri en hann hefur leikið inn á 16 geisladiska. „Ég hóf að spila á hljóðfæri þegar ég var 10 ára, byrjaði í trompetnámi og fór síðan á trommurnar en þegar ég var 16 ára keypti ég mér fyrsta bassann og hef haldið mig við hann síðan,“ segir Húsvíking- urinn, sem er sonur Þórhalls Gíslasonar og Helgu Sigurbjörns- dóttur. Hann byrjaði í náminu í Amst- erdam haustið 1998. „Það var al- gjör tilviljun. Ég las grein eftir Sigurð Flosason í skólablaði FÍH, þar sem hann sagði frá nokkrum skólum í Hollandi, og mér fannst þessi skóli einkar áhugaverður vegna þess að það er svo erfitt að komast í rafbassakennslu sem slíka. Flestallar djassdeildir eru með kontrabassakennara en mig langaði að sérhæfa mig á raf- magnsbassa.“ Fyrri hluta MA-námsins í Amst- erdam lýkur með kennaraprófi og í seinni hlutanum er farið dýpra í sérhæfinguna, að sögn Róberts. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem sérhæfir sig á rafmagnsbassa við þennan skóla, en nokkrir Íslend- ingar hafa verið í skólanum og eru þar nú. „Agnar Már Magn- ússon píanóleikari var sennilega fyrsti Íslendingurinn við skólann en hann var þar 1994 til 1998. Margir Íslendingar hafa verið í klassísku deildinni, í fiðlunámi, hörpunámi og öðru, og aðeins er farið að tínast inn í djassdeildina.“ Róbert segir að upphefðin hafi komið sér mjög á óvart, en hann hafi verið mjög virkur nemandi og stjórnendur skólans hafi ekki síð- ur verið að verðlauna sig fyrir frammistöðuna utan námsins. „Þetta er mjög mikil upphefð og ég svíf á rósrauðum skýjum.“ Róbert Þórhallsson dúx í MA-námi í rafbassa í Hollandi Fyrstur til að fá hæstu mögulegu einkunn Róbert Þórhallsson frá Húsavík er fyrsti nemandinn sem útskrifast með hæstu mögulegu einkunn í MA-námi við Conservatorium van Amsterdam. SÝSLUMAÐURINN á Ísafirði hef- ur ákært karlmann fyrir manndráp af gáleysi vegna banaslyss sem varð er kona og tvær dætur hennar létust í bílslysi í Skutulsfirði í október 2002. Ákærði var bílstjóri í umrætt sinn og er gefið að sök að hafa ekið bílnum án nægjanlegrar tillitssemi og var- úðar og of hratt miðað við aðstæður. Samkvæmt ákæruskjali missti bíl- stjórinn stjórn á bílnum þegar vind- hviða kom á hann svo hann snerist á veginum og valt út af. Ákærður fyrir manndráp af gáleysi TÖLUR um eignarhlut stærstu hluthafa í þeim 15 félögum sem mynda úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands sýna að 10–20 stærstu hluthafar geta í öllum tilfellum myndað öruggan meirihluta í fé- lögunum. Þetta kemur fram í riti Greiningar Íslandsbanka sem ber yfirskriftina „Flótti úr Kaup- höllinni?“ Þar segir einnig að 10– 20 stærstu hluthafarnir í félög- unum í úrvalsvísitölunni hafi í flestum tilvikum nægilegt afl til breytinga á samþykktum félag- anna. „Kjölfestu virðist því hvergi skorta á markaðinum og spurn- ingar vakna fremur um hvort þröngt eignarhald standi að ein- hverju leyti í vegi fyrir veltu- hraða og virkri verðmyndun,“ segir Greining ÍSB. Eignarhlutur tíu stærstu hlut- hafa í félögum í úrvalsvísitölunni er í 13 tilfellum af 15 yfir 50%. Yfirtökutilboð hafa nú þegar ver- ið gerð í Baugi og Keri. Lægstur er eignarhlutur tíu stærstu hlut- hafa í Sjóvá-Almennum trygg- ingum og Eimskipi eða 47%. Eignarhlutur 20 stærstu hluthafa er í öllum tilfellum yfir 60%, að undanskildum Íslandsbanka þar sem hann er 58%. Ekki að sjá að kjölfestu skorti á markaðinum JÓHANNA Guðrún Jónsdóttir söngkona og Hljóðsmiðjan ehf. hafa gert samning við bandaríska útgáfu- fyrirtækið The Mottola Comp- any um útgáfu á efni með Jóhönnu Guðrúnu utan Ís- lands. Jóhanna Guðrún er fyrsti íslenski listamað- urinn sem fyrir- tækið gerir samning við en það er í eigu Tommy Mottola sem lét af störfum sem forstjóri eins stærsta útgáfufyrirtækis heims, Sony Music Entertainment, um síðustu áramót. Ákveðið hefur verið að hinn þekkti upptökustjóri Ric Wake stjórni upp- tökum á plötu Jóhönnu sem vænt- anleg er fyrri hluta næsta árs. Áætl- að er að upptökur hefjist í júní og þeim ljúki fyrir árslok. María Björk Sverrisdóttir verður umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar. Jóhanna Guð- rún semur við Mottola TÍU manns var sagt upp hjá Kaup- þingi í gær og tíu hjá Búnaðar- banka. Starfsmenn Kaupþings á Ís- landi voru 186 fyrir uppsagnirnar og starfsmenn Búnaðarbanka hátt í átta hundruð. Að sögn Sólons R. Sigurðssonar, bankastjóra Búnað- arbankans, og Hreiðars Más Sig- urðssonar, forstjóra Kaupþings, er þetta liður í hagræðingu og breyt- ingum sem meðal annars tengjast samruna fyrirtækjanna. Auk þess var gerður starfsloka- samningur við fjóra starfsmenn Búnaðarbanka sem voru nálægt eftirlaunaaldri en Sólon segir að samningurinn eigi að tryggja að þeir glati ekki réttindum sínum til eftirlauna. Að sögn Sólons hefur 23 starfsmönnum Búnaðarbanka auk þess verið fundið annað starf innan bankans. „Það gátum við gert með- al annars af því að við höfum ekki ráðið í stöður sem hafa losnað í svo- lítinn tíma og vorum búnir að búa okkur undir þetta,“ segir Sólon. Starfsfólk fyrirtækjanna beggja fékk uppsagnarbréfin í gær en um er að ræða fólk úr ýmsum deildum og er misjafnt hversu langan starfs- aldur það hefur. Björk Felixdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna hjá Kaupþingi, segir að fólk þar hafi átt von á upp- sögnum í sameiningarferlinu þar sem bæði fyrirtæki hefðu lýst því yfir strax að það gæti orðið. Fólk viðbúið uppsögnum „Fólk var því búið að búa sig undir þetta. Að sjálfsögðu er þetta áfall fyrir alla eins og það er alltaf, alveg sama hversu langan undir- búning fólk fær,“ segir Björk. Hún segir að þeim sem sagt hafi verið upp verði boðin einstaklingsbundin aðstoð hjá ráðningarfyrirtæki. For- svarsmenn starfsmannafélaga Bún- aðarbanka og Kaupþings vildu ekki tjá sig um uppsagnirnar hjá bönk- unum. Uppsagnir hjá Búnaðar- banka og Kaupþingi ♦ ♦ ♦ GENGI hlutabréfa í deCODE genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 17,83% á bandaríska Nasdaq-hlutabréfa- markaðinum í gær. Lokaverð bréf- anna var 2,71 bandaríkjadalur á hlut. Alls voru viðskipti með 267 þúsund hluti í félaginu. Gengi hlutabréfa deCODE hefur ekki hækkað þetta mikið á einum degi síðan 10. janúar síðastliðinn þegar það hækkaði um rúmlega 41% og fór í 2,97 dali á hlut. Hækkunin þá kom í kjölfar þess að JP Morgan mælti með kaupum á hlutabréfum í félaginu. Gengi hlutabréfa í deCODE hefur lægst farið í 1,55 dali á hlut. Gengi de- CODE hækkar um tæp 18%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.