Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 15 PETER Struck, varnarmálaráð- herra Þýzkalands, kynnti í gær ný áform um skipulagsbreytingar á þýzka hernum, Bundeswehr. Þau marka tíma- mót að því leyti að með þeim er snúið baki við því skipulagi sem miðað var við að- stæður kalda stríðsins. Mark- miðið er að gera herinn „straum- línulagaðri“ og hæfan til að takast á við hryðjuverkaógnina og til að verða sendur í verkefni erlendis með skömmum fyrirvara. Skipulagsbreytingunum er ætlað að gera herinn hæfan til að „vernda öryggi okkar hvar sem því kann að verða ógnað,“ eftir því sem Struck sagði, þar á meðal í hryðjuverka- vörnum innan Þýzkalands. Slík inn- anríkisverkefni hafa að öllu leyti verið á höndum annarra aðila en hersins, allt frá því þýzka Sam- bandslýðveldið var stofnað eftir síð- ari heimsstyrjöld. Samkvæmt áætluninni, sem þýzka ríkisstjórnin samþykkti í gær, stendur til að spara um einn milljarð evra, andvirði 85 milljarða króna, með því að loka nokkrum her- stöðvum og taka allt að 90 orr- ustuþotur og 10 herbáta úr umferð. En jafnvel þótt breytingarnar geri ráð fyrir fækkun hermanna er ekki sagt skilið við herskylduna eða að hún verði stytt til muna, eins og sumir gagnrýnendur – þ. á m. græn- ingjar, sem aðild eiga að stjórninni – hafa lagt til. Allt frá því Bundeswehr var kom- ið á laggirnar á sjötta áratugnum hefur skipulag hans byggzt upp á herskyldu og þröngt skilgreindu landvarnahlutverki, sem miðaðist við ógnina úr austri. Frá því kalda stríðinu lauk fyrir rúmum áratug hefur þetta skipulag verið að mjak- ast frá þessu þrönga varn- arhlutverki í áttina að því að gera hann hæfan til að takast á við „ósamhverfar ógnir“ 21. aldarinnar. Breytingarnar sem voru ákveðnar í gær eru áfangi í þessa átt og taka mið af hinu breytta landslagi örygg- ismála eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Stjórnarskrárbreyting nauðsynleg Þar sem enn er haldið í herskyld- una (Frakkar ákváðu fyrir nokkru að breyta alveg yfir í atvinnu- mannaher og mörg ár eru síðan Bretar gerðu það) felst veigamesta breytingin í nýja skipulaginu í því að beita má hernum ásamt lögregl- unni gegn hvers konar hryðjuverka- ógnum sem upp kunna að koma í Þýzkalandi. Þessi breyting útheimt- ir breytingu á stjórnarskrá Sam- bandslýðveldisins frá 1949, þar sem skýrt var kveðið á um að óheimilt væriað beita hernum í öryggis- málum innanlands. Skipulag Bundeswehr stokkað upp Berlín. AFP. Peter Struck HREYFING sjálfstæðissinna í Aceh-héraði í Indónesíu, GAM, hvatti í gær til þess að Sameinuðu þjóðirnar hæfu afskipti af átökunum í héraðinu. Indónesíski herinn hóf í vikunni umfangsmiklar aðgerðir gegn einum 5.000 skæruliðum GAM en hreyfingin vill að stofnað verði sjálfstætt, íslamskt ríki í Aceh. Íbúarnir eru aðallega múslímar og þar er mikil olía. „Við hvetjum Sameinuðu þjóðirnar til að hefja taf- arlaust tilraunir til að reyna að finna lausn á Aceh-deil- unni,“ sagði í yfirlýsingu Malik Mahmoods, sem segist vera forsætisráðherra útlagastjórnar Aceh. Yfirlýsing hans barst AFP-fréttastofunni frá Svíþjóð. Malik hvatti til þess að send yrði rannsóknarnefnd á vettvang til að kanna mannréttindabrot sem framin hefðu verið gegn íbúum héraðsins en átök hafa verið þar með hléum í nær þrjá áratugi. Indónesíuher hefur verið sakaður um að beita mikilli hörku í baráttunni við skæruliða. Friðarviðræður milli deiluaðila fóru nýlega út um þúf- ur og sögðu forystumenn GAM að þeir gætu ekki sam- þykkt kröfur Indónesíustjórnar um að hreyfingin drægi endanlega til baka kröfur um sjálfstæði og legði niður vopn. Hart var barist í Aceh í gær og fyrradag og fullyrti GAM að 13 manns, þar af 10 óbreyttir borgarar, hefðu fallið við borgina Bireuen. Talsmenn stjórnarhersins sökuðu skæruliða um að brenna fjölda barnaskóla til að reyna þannig að fá nær 30.000 manna lið stjórnarhersins til að dreifa kröftunum við að verja skólana. Indónesíustjórn ákvað í gær að setja hömlur á frétta- flutning af átökunum. Á þriðjudag hvatti yfirmaður Indónesíuhers, Endriartono Sutarto hershöfðingi, liðs- menn sína til að drepa skæruliða sem ekki vildu gefast upp. „Eltið þá uppi. Látið ekki nægja að tala um það, ger- ið einfaldlega út af við þá,“ sagði hann. SÞ miðli málum í Aceh Jakarta. AFP. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju Hákon, sími 898 9396 HÚSEIGENDUR VESTAN ELLIÐAÁA Ég hef verið beðinn um að leita eftir einbýl- ishúsi miðsvæðis í Reykjavík eða á Seltjarn- arnesi. Æskilegt að húsið sé með fjórum svefnherbergjum, helst á einni hæð, þó ekki skilyrði en með bílskúr. Um er að ræða sendiráðsstarfsmann og fjölsk. hans. Verð- hugmynd er frá 25-30 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.