Morgunblaðið - 22.05.2003, Side 25
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 25
GJÖLD Háskóla Íslands umfram
tekjur á árinu 2002 voru 293,5 millj-
ónir króna og versnaði greiðslu-
staða skólans við ríkissjóð um 328
milljónir króna, var í árslok neikvæð
um 301 milljón króna. Ingjaldur
Hannibalsson, formaður fjár-
laganefndar háskólaráðs, kynnti
fjárhagsstöðu Háskóla Íslands á árs-
fundinum og greindi frá því að meg-
inorsök þessarar neikvæðu stöðu
væri sú að vöxtur háskólans hefði
orðið umfram markmið kennslu-
samnings. „Síðastliðin tvö ár hafa
300 virkir nemendur stundað nám
við skólann án þess að greiðslur hafi
fengist fyrir þá,“ sagði hann.
Ingjaldur hóf erindi sitt á því að
greina frá atriðum í kennslusamn-
ingi fyrir árin 2000–2002 sem und-
irritaður var 5. október 1999. Í
samningnum segir að skólinn skuli
senda menntamálaráðuneytinu
áætlun um fjölda nemendaígilda á
næsta skólaári og ráðuneytið til-
kynni síðan um hvaða forsendur það
leggi til grundvallar fjármálagerðar
næsta almanaksárs. Að hans sögn
hefur áætlun um fjölda virkra nem-
enda verið send til mennta-
málaráðuneytisins síðustu þrjú ár en
háskólanum hafi aldrei verið til-
kynnt um hvaða forsendur yrðu
lagðar til grundvallar fjár-
lagagerðar næsta árs. „Í júní 2001
var ljóst að fjöldi virkra nemenda
færi væntanlega yfir hámark skóla-
árið 2000–2001 og myndi örugglega
gera það á skólaárinu 2001–2002,“
sagði Ingjaldur og rakti ástæður
þess að yfir 300 nemendur hefðu
stundað nám við skólann án þess að
greitt hefði verið fyrir þá.
Með viðauka undirrituðum 3.
mars 2003 var kennslusamning-
urinn framlengdur um eitt ár og í
fjárlagafrumvarpi hafa hámörk ver-
ið hækkuð fyrir skólaárið 2002–
2003 í samræmi við það sem fram
kemur í viðaukanum. „Háskóli Ís-
lands hafði óskað eftir að þessi
aukning tæki til skólaársins 2001–
2002,“ benti Ingjaldur á.
Heildarútgjöld Háskóla Íslands á
árinu voru 5,8 milljarðar króna. 79%
fóru til kennslu og rannsókna, 14% í
rekstur og framkvæmdir og 7%
stóðu straum af sameiginlegri
stjórnsýslu.
Ekki greitt
fyrir 300 virka
nemendur
SKRÁÐUM nemendum í Há-skóla Íslands hefur fjölgaðum 44% frá árinu 1997, enskráðir nemendur voru
8.027 á 45 fræðasviðum í 11 deildum
árið 2002. Þetta kom fram í erindi
Páls Skúlasonar, rektors Háskóla Ís-
lands, á ársfundi háskólans sem
haldinn var í gær. Páll fór yfir starf-
semi síðasta árs, auk þess sem hann
ræddi brýnustu verkefni skólans. Þá
fór Ingjaldur Hannibalsson, formað-
ur fjárlaganefndar háskólaráðs, yfir
fjármál og ársreikning Háskóla Ís-
lands fyrir árið 2002.
Páll skýrði frá því að flestir hefðu
stundað nám í félagsvísindadeild á
nýliðnum vetri, en flestir kennarar
og námsleiðir væru í heimspekideild
og raunvísindadeild. „Skráðum nem-
endum hefur fjölgað verulega frá því
fyrir 6 árum, en brautskráðum nem-
endum hefur ekki fjölgað eins á
sama tíma, eða um 30%. Það er
stundum sagt að hagkvæmni stærð-
arinnar sé aðalkostur Háskóla Ís-
lands miðað við aðra skóla. Þetta er
ekki rétt því Háskóli Íslands er að
mörgu leyti óhagstæð rekstrarein-
ing,“ sagði hann og benti á að ef vel
ætti að vera þyrfti meðalfjöldi nem-
enda að vera í kringum 30 í hópi. Í
Háskóla Íslands er meðalfjöldinn 22
nemendur og er það mjög óhag-
kvæm stærð að mati Páls. Á sama
tíma hefur fjöldi framhaldsnema
fimmfaldast og farið langt fram úr
áætlunum.
Háskóli Íslands verði enn
öflugri rannsóknarháskóli
Páll kom inn á það stefnumótunar-
starf sem farið hefur fram á árinu.
Meðal annars var innleitt gæðakerfi
háskólans og nýtt skipurit sameig-
inlegrar stjórnsýslu tók gildi. Hann
rakti nokkur helstu markmiða gæða-
kerfisins, en þau eru meðal annars
að kennsla og rannsóknir standist al-
þjóðlegar kröfur, að prófgráður séu
viðurkenndar og nemendur og kenn-
arar eftirsóttir, að háskólinn svari sí-
breytilegum kröfum samfélagsins og
að stjórnsýslan sé sveigjanleg og
skilvirk. Hann benti enn fremur á að
allt þetta starf væri í nánum
tengslum við það sem væri að gerast
í Evrópu. „Þar hefur heilmikið starf
átt sér stað í gæðamótun, en síaukn-
ar kröfur eru gerðar til háskóla,“
sagði Páll og bætti því við að við vær-
um að upplifa mjög spennandi tíma í
gæðamálum.
Að sögn Páls hefur Háskóli Ís-
lands sett sér þrjú meginmarkmið
sem stefnt er að í öllu starfi hans á
næstu þremur árum. Í fyrsta lagi að
gera Háskóla Íslands að enn öflugri
rannsóknarháskóla. „Því fer víðs-
fjarri að Háskóli Íslands sé orðinn
fullburða rannsóknarháskóli. Það er
markmið á næstu árum fyrir Há-
skóla Íslands og þá sem að honum
standa að sjá til þess að hann verði
fullburða rannsóknarháskóli. Þetta
er okkar vilji og á að vera. Þjóðir
heimsins þarfnast skóla af þessu
tagi.“ Í öðru lagi er ætlunin að auka
fjölbreytni námsins og efla alþjóða-
samskipti og í þriðja lagi að bæta
starfsskilyrði háskólans í háskóla-
samfélaginu.
Rannsóknarvirkni kennara við
Háskóla Íslands hefur aukist um
14%, en í háskólanum hefur hvatn-
ingarkerfi til rannsókna virkað mjög
vel. Páll benti á að kennarar hefðu
stóraukið rannsóknir sínar á síðustu
árum. „Þetta tengist að sjálfsögðu
því að laun kennara tengjast því að
þeir séu virkir í rannsóknum. Það er
einmitt eitt af markmiðum háskólans
að auka virkni í rannsóknum,“ sagði
hann. Fastráðnir kennarar við Há-
skóla Íslands eru nú 438 og fjölgaði
þeim um 15 á árinu. Stundakennarar
eru um 1.800 sem jafngildir 184
kennurum í fullu starfi. 67% kennara
hafa doktorsgráðu en 33% eru með
meistarapróf. Fastráðnir starfs-
menn eru alls 889, 54% þeirra eru
karlar og 46% konur. Laun og launa-
tengd gjöld námu 3.846 milljónum
króna árið 2002, en það svarar til
66,5% af útgjöldum háskólans.
570 erlendir stúdentar af 63 þjóð-
ernum stunduðu nám við Háskóla Ís-
lands síðasta vetur og sagði Páll al-
þjóðasamskiptin farsæl. Um 200
stúdentar Háskóla Íslands fara utan
sem skiptinemar árlega, en háskól-
inn hefur á þriðja hundrað samninga
við erlenda háskóla.
Bráðaþörf fyrir húsnæði er
11.600 fermetrar
Páll ræddi húsnæðismál Háskóla
Íslands á fundinum og benti á að
bráðaþörf fyrir húsnæði væri 11.600
fermetrar umfram það sem verið
væri að taka í notkun árið 2003.
„Þær deildir sem hve verst eru sett-
ar eru félagsvísindadeild og við-
skipta- og hagfræðideild. Oddi er
sprunginn og það er brýnt að koma
með lausn á því,“ sagði hann. Hinn
23. ágúst næstkomandi verður Nátt-
úrufræðihús tekið í notkun og er þá
gert ráð fyrir að öll starfsemi verði
komin í byggingar háskólans á há-
skólasvæðinu, sem nær frá Haga að
Skógarhlíð. Fest var kaup á fyrstu
hæð Haga á árinu fyrir starfsemi
lyfjafræði læknadeildar.
Páll nefndi að það sem hann teldi
hafa verið mikilvægast í samskiptum
Háskóla Íslands og stjórnvalda hin
síðari ár væri kennslusamningurinn
sem undirritaður var 5. október 1999
fyrir árin 2000–2002. „Þar með var
samskiptum háskólans við stjórn-
völd komið í miklu fastara, skilvirk-
ara og rökvísara form en verið
hafði,“ lagði hann áherslu á og sagði
að samningurinn hefði skilað háskól-
anum umtalsverðum ávinningi.
Hann lýsti þó yfir áhyggjum sínum
yfir því hversu lítið hefði gerst í end-
urskoðun hans, en 3. mars 2003 var
undirritaður viðauki við kennslu-
samning fyrir árið 2003. 22. desem-
ber 2001 var undirritaður rannsókn-
arsamningur fyrir árin 2001–2003 en
ekki hefur verið lokið við líkan til
þess að meta fjárþörf rannsókna fyr-
ir mitt ár 2002 eins og kveðið var á
um í samningum.
Á að takmarka aðgang
að Háskóla Íslands?
Páll sagði að hin gífurlega aðsókn í
háskólanám af öllu tagi væri alvar-
legur vandi sem Háskóli Íslands,
stjórnvöld og þjóðin öll stæðu
frammi fyrir.
„Þetta er aukning umfram það
sem áætlaðar spár gerðu ráð fyrir.
Meðalaukningin á síðustu 20 árum
hefur verið um 7% á ári og ef eitt-
hvað er þá fer hún heldur vaxandi.
Aukning hjá okkur á síðasta ári var
10%. Það segir sig sjálft að þetta
kallar á verulega aukna fjármuni frá
ríkinu inn í háskólastarfsemina,“
hélt hann áfram. Hann benti á að
vandi Háskóla Íslands stafaði af því
að kennslusamningurinn um fjölgun
nemenda fyrir árið 2002 hefði ekki
verið endurskoðaður og því hefði
ekki fengist greitt fyrir alla virka
nemendur á árinu 2002. Páll velti því
upp þeirri spurningu hvort tak-
marka ætti aðgang að Háskóla Ís-
lands, þar sem útilokað væri fyrir
skólann að halda uppi gæðum
kennslu ef fram heldur sem horfir.
Að sögn Páls verða nemendur
33.700 á háskólastigi eftir tíu ár ef
árlegur vöxtur verður sami og með-
altal síðustu fimm ára, þar af 19.200 í
Háskóla Íslands. Fjöldi háskóla-
menntaðra á vinnumarkaðnum verð-
ur 41.300 eftir tíu ár. Hann sagði
vöxt háskólakerfisins eðlilegan og
nauðsynlegan og að meginverkefni
næstu ára væri að tryggja atvinnu
fyrir æ betur menntað vinnuafl, svo
Ísland yrði ekki eftirbátur annarra
landa. Þetta væri forsenda uppbygg-
ingar þekkingarþjóðfélags á Íslandi
og Vísindagarðar í Vatnsmýrinni
væru mikilvægir í því skyni. „Alþingi
hefur samþykkt heimild til fjármála-
ráðherra um að heimila Háskóla Ís-
lands að stofna einkahlutafélag um
Vísindagarða og nú bíðum við leyfis
fjármálaráðuneytisins til að nýta
þessa heimild,“ lagði hann áherslu á.
Háskóli Íslands Flestir stunda nám í félagsvísindadeild, fjöldi framhaldsnema hefur fimm-
faldast og bráðaþörf fyrir húsnæði er 11.600 fermetrar, var meðal þess sem fram kom á árs-
fundi Háskóla Íslands í gær. Fanney Rós Þorsteinsdóttir hlýddi á ræður um starfsemi skólans.
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölmargir sóttu ársfund Háskóla Íslands í hátíðarsal skólans.
!
6
6 6 6 6 6 6! 6 6 6 6
!"
$
% # &
'(
) &
'(
#
$
%
"
& '
() *
$
%
"
+ *
$
%
"
6! 6 6 6 6
6
6! 6 6 6 6
6
57-##/
57-##/
.)'1
=1%#
.)'1
=1%#
.)'1
#%%#1
B= 7#1
fanneyros@mbl.is
Skráðum nemendum í HÍ
hefur fjölgað um 44% á 6 árum