Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAGUR Arngrímsson sigraði í eldri flokki og Svanberg Pálsson í yngri flokki á Landsmótinu í skóla- skák sem háð var í Vestmannaeyj- um um síðustu helgi. Keppnin í eldri flokki, fyrir 8.–10. bekk, var afar hörð. Hjörtur Jóhannsson náði forystunni strax í upphafi og eftir sjö umferðir var hann með fullt hús og hálfum vinningi meira en þeir Dagur Arngrímsson og Guðmund- ur Kjartansson. Þá þegar var orðið ljóst að þessir þrír skákmenn mundu berjast um sigurinn á mótinu, enda með tveggja vinninga forystu á næstu menn. Eftir tap Hjartar í áttundu umferð náðu þeir Dagur og Guðmundur hálfs vinn- ings forystu, en Hjörtur var áfram í þriðja sæti. Þessi röð hélst síðan til loka mótsins: 1.-2. Dagur Arngrímsson (Haga- skóla) og Guðmundur Kjartansson (Árbæjarskóla) 10½ v. 3. Hjörtur Ingvi Jóhannsson (Ölduselsskóla) 8½ v. 4. Ágúst Bragi Björnsson (Brekkuskóla, Akureyri) 8 v. 5.–6. Atli Freyr Kristjánsson (Hjallaskóla, Kópavogi) og Hilmar Þorsteinsson (Hagaskóla) 6 v. o.s.frv. Þeir Dagur og Guðmundur tefldu síðan bráðabana og þar tryggði Dagur sér meistaratitilinn með tveimur vinningum gegn einum. Keppnin í yngri flokki var ekki síður spennandi. Helgi Brynjarsson var með forystu eftir fimm umferð- ir, en missti hana til Hjörvars Steins Grétarssonar í sjöundu um- ferð. Spennan var mikil og eftir níu umferðir hafði Svanberg Pálsson náð hálfs vinnings forystu á Hjörv- ar Stein, en Helgi var í þriðja sæti, hálfum vinningi á eftir honum. Úr- slitin réðust loks í tíundu umferð þegar Hjörvar Steinn tapaði sinni skák og Svanberg náði þannig 1½ vinnings forystu. Lokastaða efstu manna í yngri flokki (1.–7. bekkur): 1. Svanberg Már Pálsson (Hval- eyrarskóla, Hafnarfirði) 10 v. 2. Hjörvar Steinn Grétarsson (Rimaskóla) 8½ v. (41 st.) 3. Helgi Brynjarsson (Hlíða- skóla) 8½ v. (35,5 st.) 4.–5. Hjörtur Halldórsson (Sala- skóla) og Gylfi Davíðsson (Breiða- gerðisskóla) 7 v. 6. Ingvar Ásbjörnsson (Rima- skóla) 6½ v. o.s.frv. Sigurvegarinn, Svanberg Páls- son, er aðeins 10 ára og einn sá yngsti sem hreppt hefur þennan tit- il. Hann er fyrsti Hafnfirðingurinn og jafnframt fyrsti félagsmaður Taflfélags Garðabæjar sem það gerir. Landsmótið fór fram í Ásgarði í Vestmannaeyjum, en þar var Ís- landsmótið í skák haldið árið 1994. Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands ásamt Skákfélagi Vest- mannaeyja stóðu sameiginlega að mótinu. Úrslitakeppni Landsmótsins er lokahnykkurinn á mjög umfangs- miklu skákmótahaldi í skólum landsins og í Vestmannaeyjum mættust þeir sem best höfðu staðið sig af þeim þúsundum sem þátt tóku í undankeppninni. Fyrst var keppt í einstökum skólum, síðan á sýslumótum og þá taka við lands- hlutamót. Meistari hvers lands- hluta fær þátttökurétt í úrslita- keppninni, en að auki gefa þrjú efstu sæti hvors flokks (1.–7. bekkj- ar og 8.–10. bekkjar) rétt til þátt- töku árið eftir. Landsmótin eru fjölmennasta skákkeppni hvers árs og mikil bar- átta um efstu sæti. Að þessu sinni tóku 24 skákmenn af öllu landinu þátt í úrslitakeppninni. Stigamót Hellis Taflfélagið Hellir fyrirhugar að halda Stigamót félagsins í annað sinn, dagana 29. maí–1. júní. Móts- haldið er þó með þeim fyrirvara að þátttaka verði næg, en markið er sett við 25 keppendur. Mótið er op- ið fyrir alla skákmenn með a.m.k. 1.800 alþjóðleg eða íslensk skák- stig. Þátttökugjald er kr. 3.000 og rennur óskipt í verðlaunasjóð mótsins. Auk þess verða veitt veg- leg fegurðarverðlaun. Umferða- tafla: 1. fimmtud. 29. maí kl. 13–17 2. fimmtud. 29. maí kl. 19–23 3. föstud. 30. maí kl. 19–23 4. laugard. 31. maí kl. 11–15 5. laugard. 31. maí kl. 17–21 6. sunnud. 1. júní kl. 11–15 7. sunnud. 1. júní kl. 17–21 Eins og áður segir er stigalág- mark 1.800 stig, en mögulegt er að veittar verði 1–3 undanþágur frá þeirri reglu verði sótt um það. Verðlaun: 1. vl. 50%, 2. vl. 30% og 3. vl. 20% af þátttökugjöldum. Taki 25 skákmenn þátt í mótinu verða verðlaunin: 1. vl. 37.500, 2. vl. 22.500 og 3. vl. 15.000. Aukaverðlaunin eru Chess Ass- istant 7.0 í fegurðarverðlaun. Hver skákmaður getur tilnefnt eina af sínum skákum. Chess Assistant er skákgagnagrunnur með á þriðju milljón skáka, en auk þess fylgja kerfinu sterk skákforrit. Skákgagnagrunnurinn uppfær- ist sjálfkrafa yfir Netið á vikufresti með nokkur þúsund skákum. Tekið er við skráningu í tölvu- pósti (hellir@hellir.is). Skráning- arform er einnig á www.hellir.is þar sem hægt verður að fylgjast með skráningu. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst, en endanleg ákvörðun um mótshaldið verður tekin eigi síðar en 23. maí. Dagur Arngríms- son og Svanberg Pálsson landsmeist- arar í skólaskák SKÁK Skáksamband Íslands 25. LANDSMÓTIÐ Í SKÓLASKÁK 15.–18. maí 2003 Aftari röð: Hjörtur Jóhannsson, Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjartansson. Fremri röð: Helgi Brynjarsson, Svanberg Pálsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bikarkeppni BSÍ 2003 Bikarkeppnin verður með hefð- bundnum hætti í ár. Hægt er að skrá sig í bikarinn til sunnudagsins 25. maí kl. 14 og dregið verður í 1. umferð sama dag. Fyrirliðum er bent á að við skráningu verður að tilkynna sér- staklega ef sveit á rétt á að sitja yfir í 1. um- ferð. Keppnisgjald er kr. 4.000 fyrir hverja umferð. Skráning www.bridge.is eða s. 587 9360. Síðasti spiladagur hverrar umferðar: 1. umf. sunnudagur 22. júní 2. umf. sunnudagur 20. júlí 3. umf. sunnudagur 17. ágúst 4. umf. sunnudagur 14. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð 27. og 28. september. Tveir spiladagar eftir í Gullsmára Tveir spiladagar eru eftir hjá Bridsdeild FEBK Gullsmára fyrir sumarhlé: 22. og 26. maí. Síðari dag- inn verður hefðbundið sumarkaffi. Mánudaginn 19. maí var spilaður tví- menningur á 9 borðum. Beztum ár- angri náðu: NS Ari Þórðarson – Guðmundur Guðv. 202 Kristinn Guðm. – Jóhann Ólafsson 200 Helga Helgad. – Þórhildur Magnússon 181 Hlaðgerður Snæbj. – Halldóra Thoro. 171 AV Sigurjón H. Sigurj. og Þórhalldur Árnas. 205 Unnur Jónsdóttir og Jónas Jónsson 200 Bragi Salomonsson og Haukur Ísaksson 196 Ernst Backman og Karl Gunnarsson 176 Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Spilaður var Mitchel tvímenningur hinn 16. maí 2003. Úrslit urðu þessi: Norður/suður riðill Sigurður Hallgrímss. – Ólafur Gíslason 118 Ásgeir Sölvason – Friðrik Hermannss. 109 Sverrir Gunnarsson – Einar Markúss. 104 Austur/vestur riðill Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 134 Hans Linnet – Ragnar Jónasson 102 Jón Gunnarsson – Kristján Þorlákss. 91 Spilað er í Hraunseli við Flatahraun. Hús- ið er opnað klukkan 12.30 og er byrjað að spila klukkan 13. Nýir spilarar eru velkomnir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson UPPBOÐ Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi (við Lögreglustöðina), föstudaginn 30. maí 2003, kl. 10.00: BB-667 RG-647 KS-591 RY-014 LI-515 SD-364 MP-965 UB-730 MS-795 VA-641 OO-572 XD-2311 R74502 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 21. maí 2003. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hafnarskeiði 17, Þorláks- höfn, föstudaginn 30. maí 2003 kl. 14:00: Iceclean dælustöð 350-L/70-140 bar, Iceclean sápuúttaki, tvær véla- samstæður, AKVA vélar, vélar frá Vatnsfélagi Suðurnesja hf. og þvotta- byssa o.fl. skv. tilboði dags. 16. febrúar 2001. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 21. maí 2003. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi (við Lögreglustöðina), föstudaginn 30. maí 2003 kl. 9:30: Auglýsingatölva, Compressor limiter, geislaspilarar, hljóðnemar, tölvur og útsendingartölva. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 21. maí 2003. Uppboð Eftirtalinn hlutur verður boðinn upp að Bakka I, Ölfusi, (fiskeldishús), föstudaginn 30. maí 2003 kl. 13:00: Ljósavél, Perkins 50 kw. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 21. maí 2003. Uppboð Eftirtalinn hlutur verður boðinn upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi (við Lögreglustöðina), föstudaginn 30. maí 2003 kl. 10:00: JF sláttuvél (vörunr. GX 320) árg. 2000. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 21. maí 2003. VEIÐI Laxveiðileyfi Til sölu laxveiðileyfi í Álftá á Mýrum og Brennu, ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson í símum 893 5337 og 568 1200 alla virka daga frá kl. 8.00—18.00. Stýrimannskólinn í Reykjavík, sími 551 3194, fax 562 2750, netfang: styr@ismennt.is, veffang: styrimannaskoli.is Skólaslit 23. maí Stýrimannaskólanum verður slitið í hátíðarsal Sjómannaskólans á morgun, föstudaginn 23. maí, kl. 14.00. Afmælisárgangar og allir velunnarar skólans eru boðnir sérstaklega velkomnir. Kvenfélagið Aldan verður eins og venjulega með veglegar veitingar að loknum skólaslitum. Skólameistari. KENNSLA TILKYNNINGAR Fluguhátíð í Síðumúla fimmtudagskvöldið 22. maí í verslununum Útivist & Veiði og Veiðihorninu kl. 20 Kynnt verða úrslit í fluguhnýtingakeppni Landssambands Stangaveiðifélaga og verð- laun afhent í Útivist & Veiði. * Verðlaunaflugurnar til sýnis. * Kunnir hnýtarar sýna í verslununum. * Nýstárlegar silungaflugur verða hnýttar. * Fjallkonan verður hnýtt á staðnum og fleira forvitnilegt er í boði. Útivist & Veiði, Síðumúla 11, Veiðihornið, Síðumúla 8. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.