Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 43

Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 43
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 43 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp- ur undir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir vel- komnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls- verður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 sam- vera í Setrinu (brids aðstoð). Landspítali – háskólasjúkrahús, Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Langholtskirkja. Kl. 10–12 foreldra- og ungbarnamorgunn. Brynja Örlygsdóttir hjúkrunarfræðingur, fjallar um vellíðan mæðra í nútímaþjóðfélagi. Söngstund og kaffisopi. Síðasta samvera á þessu vori. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgeltónlist, hugvekja, altaris- ganga og bænastund. Léttur málsverð- ur í safnaðarheimili að samveru lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14. Systurnar Guðlaug og Svana Hróbjartsdætur skemmta ásamt sínum vinkonum. Kaffi- veitingar og stjórnun í umsjá þjónustu- hóps kirkjunnar, kirkjuvarðar og sóknar- prests. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Nedó, unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Aðalfundur Safnaðarfélags Digra- neskirkju verður haldinn í fræðslusal kirkjunnar kl. 20.30. Venjuleg aðalfund- arstörf. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrirlestr- ar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og ber þar fram áhuggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skrá í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Op- ið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Fíladelfía. Eldur unga fólksins kl. 21. All- ir velkomnir. Safnaðarstarf Rímur af Þorsteini uxafæti Þrjátigi mönnum safnar sönnum seima geymir næsta dag, en gjarða glæstir ganga fílar þreyttir, svangir. Báru hjálma, hreina málma og Herjans serki; skildir blika, brátt til hildar búnir voru, ekki lúnir. Riðu án þrauta rétt til Gauta- ríkis -víkur. Senn má vara sig brynþvara sekur Týr á Ránar dýri. Kippti bryggjum álma yggur, atker skatnar draga upp og dúkum haga; dynur í seglum elda vinur. Leikur stýri um laxa mýri liðugt viður, blóðughadda, böndin hljóða, beljar dröfn á fróni skelja. – – – Árni Böðvarsson LJÓÐABROT 50 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 24. maí verður Ragnheiður Sigurð- ardóttir fimmtug. Af því til- efni tekur hún á móti vinum og vandamönnum í Euro- visiongleði í Haukahúsinu á Ásvöllum frá 21. Blóm vin- samlega afþökkuð, en ferða- baukurinn góði verður á staðnum. DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 22. maí, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Áslaug Jónína Einarsdóttir og Haraldur Helgason Goðabyggð 2, 600 Akureyri. Þau eru að heiman. ALLTAF sér maður eitthvað nýtt. Ítalirnir ungu, Fulvio Fantoni og Claudio Nunes, eru rís- andi stjörnur á brids- himninum, en þeir vöktu fyrst verulega athygli þegar þeir urðu heims- meistarar í tvímenningi á HM í Montreal í haust. Þeir voru meðal þátttak- enda í Cavendish- keppninni í Las Vegas og urðu í fjórða sæti í tví- menningnum. En hvað er nýtt á nálinni? Það er tveggja tígla opnun Ítal- anna: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ KDG43 ♥ G2 ♦ 8 ♣D10832 Vestur Austur ♠ 1097 ♠ Á82 ♥ D1087 ♥ Á9543 ♦ KG2 ♦ ÁD75 ♣G6 ♣9 Suður ♠ 65 ♥ K ♦ 109643 ♣ÁK754 Í kerfi Ítalanna sýnir opnun á tveimur tíglum 9-13 punkta og a.m.k. fimmlit í tígli. Ekkert stórfenglegt, svo sem, en óvenjulegt. Sjáum hvern- ig þetta kemur út í reynd: Vestur Norður Austur Suður Stansby Nunes Martel Fantoni -- -- -- 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass Pass Pass Þetta spil er úr sveita- keppninni. Opnunin er eins og fyrr segir, og svarið á tveimur spöðum er eðileg sögn, en ekki krafa. Suður segir frá lauflitnum í næsta hring og þar deyja sagnir út: 130 í NS þegar fjögur hjörtu vinnast í AV. Spilið sýnir að fæling- armáttur opnunarinnar er allnokkur, en fleira hangir sjálfsagt á spýt- unni. Augljóslega verður opnun á einum tígli veigameiri þegar um ekta lit er að ræða og það létt- ir allt framhald í þeirri stöðu. Og annað sem virkar vel er svarið á tveimur í hálit við tveim- ur tíglum – eðlilegt, en ekki krafa. Þetta er skemmtileg hugmynd, sem áhugamenn um kerfi ættu að velta fyrir sér. BRIDS Guðmundur Páll Arnarsson 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O-O 5. Bg5 d6 6. e3 Rbd7 7. Be2 c6 8. h3 a6 9. O-O Dc7 10. Hc1 e5 11. He1 h6 12. Bh4 g5 13. Bg3 Re8 14. e4 Da5 15. d5 c5 16. Rd2 Rdf6 17. Ha1 Dd8 18. Rf1 Kh7 19. Re3 Hh8 20. a3 Kg8 21. b4 b6 22. Hb1 h5 23. Hb3 Bd7 24. bxc5 bxc5 25. Dd3 Bh6 26. Heb1 Kh7 27. Hb7 Bc8 28. H7b6 Hg8 29. Ra4 g4 30. h4 Bd7 Staðan kom upp í bresku deilda- keppninni sem lauk nýverið. Gamla kempan, Jonathan Speelman (2578), hafði hvítt gegn Andrew Bigg (2292). 31. Rxc5! dxc5 32. Bxe5 De7 33. Bxf6 Rxf6 34. e5+ Hg6 35. Hxf6 Bxe3 36. fxe3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Þekkjum við einhverja Jóhönnu sem segist vera móðir þín? ÁRLEG kirkjuferð eldri borgara frá Fella- og Hólakirkju verður að þessu sinni farin fimmtudag- inn 29. maí á uppstigningardag – kirkjudegi aldraðra – til Kefla- víkurkirkju. Lagt af stað með rútu í boði Fella- og Hólabrekku- sókna frá kirkjunni kl. 12.45. Guðsþjónusta hefst í Keflavík- urkirkju kl. 14. Heimaprestarnir sr. Ólafur Oddur Jónsson og sr. Sigfús Baldvin Ingvason þjóna ásamt Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna í Fella- og Hólakirkju og sr. Svavari Stefánssyni sókn- arpresti Fellasóknar sem predik- ar. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum og Gerðubergskór- inn syngja. Organisti Keflavík- urkirkju Hákon Leifsson leikur á orgelið. Meðhjálpari verður Björgvin Skarphéðinsson. Eldri borgarar lesa ritningarlestrana. Eftir guðsþjónustu býður sókn- arnefnd Keflavíkurkirkju til kaffidrykkju í Kirkjulundi. Um kl. 16 verður farið í skoðunarferð um Keflavík og Njarðvíkurnar undir leiðsögn heimamannsins Sturlaugs Björnssonar. Heim- koma er áætluð um kl. 18. Skrán- ing sem fyrst og eigi síðar en mánudaginn 26. maí hjá Lilju djákna í s. 557 3280 eða 862 0574. Kirkjuferð til Keflavíkurkirkju STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert til í að leggja ýmislegt á þig til að láta drauma þína rætast. Þetta vekur aðdáun annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú virðist eiga í látlausri valdabaráttu við maka eða nána vini. Þetta mun halda svona áfram langt fram á sumar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Valdabarátta við vini þína gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítils- háttar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Náinn vinur þarfnast sam- úðar þinnar svo þú skalt búa þig undir að hlusta á vand- kvæði hans en mundu bara að gera þau ekki að þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er allt í lagi að láta sig dreyma um framtíðina ef þú bara gleymir því ekki að það eru handtökin sem skipta máli en ekki hugarflugið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt samningar virðist auð- veldir er góð fyrirhyggja að lesa smáa letrið vandlega svo að ekkert komi á óvart eftirá. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er allt í lagi að taka smááhættu, þegar aðstæður eru hagstæðar. En mundu að í raun er lífið fyrst og fremst vinna og aftur vinna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það eru ýmis öfl í gangi í kringum þig í dag svo þú þarft að taka þér tak og reyna að sigla fram hjá þeim sem þú getur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vandamálin hverfa ekki þó að þú sópir þeim undir tepp- ið svo það er eins gott að ráð- ast strax á þau meðan þú hefur tækifæri til. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þú ert ósáttur við lífið og tilveruna skaltu gefa þér tíma til þess að líta í kringum þig og þá muntu vonandi sjá hversu ríkur þú ert. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þú hafir í mörg horn að líta skaltu samt gefa þér tíma til að hlusta á það sem þínir nánustu hafa fram að færa. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu ekki undan minnstu löngun til lausungar í fjár- málum því allt slíkt hefnir sín grimmilega. Taktu þér tíma til að sinna heilsurækt og íhugun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er klókt að líta vel í kringum sig áður en þú ákveður að kaupa einhverja hluti. Og í raun á þetta við um flestar hliðar mannlífs- ins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA KIRKJUSTARF Skólavörðustig 10, s. 511 2100 HÁR & HEILSA Dóróthea Magnúsdóttir, gsm 892 5941. Hugrún Stefánsdóttir, gsm 861 2100. Nýjung Handunnar hárkollur úr ekta hári. Formaðar eftir þörfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.