Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu er í 70. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Íslendingar falla niður um tvö sæti frá því í síðasta mánuði og hafa alls fallið niður um tólf sæti frá áramótun en þá voru þeir í 58. sæti á listan- um. Heimsmeistarar Brasilíumanna eru sem fyrr í toppsætinu, Frakk- ar og Spánverjar eru jafnir í öðru til þriðja sæti, Þjóðverjar eru í fjórða, Argentínumenn í fimtta, Hollendingar í sjötta, Englendingar í sjöunda, Tyrkir í áttunda, Mexíkóbúar í níunda og Bandaríkjamenn ásamt Dönum er í tíunda sæti. Færeyingar, sem leika við Ís- lendinga á Laugardalsvellinum 7. júní, eru í 113. sæti og Litháar, sem taka á móti Íslendingum hinn 11. júní, eru í 99. sæti. Svíar eru í 20. sæti, Norðmenn í 24. sæti og Finnar sem lögðu Ís- lendinga fyrir skömmu eru í 45. sæti. Georgíumenn eru „hástökkv- arar“ á listanum en eftir 1:0 sig- ur þeirra á Rússum í und- ankeppni EM fara þeir upp um 9 sæti og skipa 84. sæti listans. Ísland í 70. sæti á FIFA-listanum  NORSKU landsliðsmennirnir í knattspyrnu fá góðan bónus takist þeim að tryggja Norðmönnum sæti í úrslitakeppni EM í Portúgal á næsta ári. Hver leikmaður landsliðsins fær í sinn hlut 270.000 norskar krónur sem er jafnvirði tæpra 3 milljóna íslenskra króna og fari Norðmenn alla leið og hampi Evrópumeistaratitlinum fá leikmenn 8,2 milljónir króna.  BAYERN München hefur áhuga á að fá Frakkann Sylvain Wiltord frá Arsenal í sínar raðir en Wiltord, sem keyptur var til Lundúnaliðsins á 11 milljónir punda fyrir þremur árum, hefur ekki léð máls á því að endurnýja samninginn við Arsenal sem rennur út á næsta ári.  ARSENAL hefur boðið Wiltord nýjan samning sem Frakkinn er ekki sáttur við og fari samningaviðræð- urnar út um þúfur er líklegt að Wilt- ord verði settur á sölulista. Wiltord hefur leikið 94 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim 28 mörk.  LANCE Armstrong, hjólreiða- kappi frá Bandaríkjunum, og banda- ríska tenniskonan Serena Williams hafa verið kjörin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2002 og fá svo köll- uð Laureus-verðlaun. Íþróttafrétta- menn víðs vegar um veröldina standa að kjörinu og sérstök nefnd sem í sitja Pelé, John McEnroe, Franz Klam- mer, Franz Beckenbauer, Miguel Indurain, Katarina Witt og Mark Spitz leggja blessun sína yfir kjörið.  RONALDO fékk sérstaka viður- kenningu fyrir endurkomu ársins en þessi snjalli framherji vann bug á meiðslum og varð markakóngur HM og var kjörinn besti leikmaður keppn- innar. Heimsmeistarar Brasilíu- manna voru útnefndir lið ársins.  REDBERGSLID hefur unnið tvo fyrstu úrslitaleikina gegn Drott um sænska meistaratitilinn í handknatt- leik og með sigri í þriðja leiknum á heimavelli í kvöld tryggir liðið sér tit- ilinn. Redbergslid vann fyrsta leik- inn, 31:24, og annan leikinn, 32:25. Með Redbergslid leikur Magnus Wislander en hann skoraði 5 mörk í fyrrakvöld.  GIANFRANCO Zola, Ítalinn knái hjá Chelsea, gæti fetað í fótspor ann- arra knattspyrnumanna, sem eru komnir af léttasta skeiði og eru á leið til Katar en meistaraliðið þar í landi, A-Katar, ku hafa mikinn áhuga á að fá Zola til liðs við sig. Á undanförnum vikum hafa tveir frægir gert samning við félög í Katar, Frakkinn Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea, og Þjóðverjinn Stefan Eff- enberg, sem gerði garðinn frægan með Bayern München.  STOKE hefur sett sig í samband við norska knattspyrnumanninn Jon Olav Hjelde en samningur hans við Nottingham Forest er útrunninn og verður ekki endurnýjaður. Stoke reyndi í vetur að fá leikmanninn að láni en án árangurs. FÓLK DAVÍÐ Þór Viðarsson skor- aði sitt fyrsta mark fyrir norska knattspyrnuliðið Lilleström í gærkvöld þegar það sigraði 3. deildarlið Mercantile, 7:2, í 2. umferð bikarkeppninnar. Davíð kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik og gerði sjötta mark liðsins níu mínútum fyrir leikslok. Indr- iði Sigurðsson var einnig í liði Lilleström og spilaði all- an leikinn. Fyrsta mark Davíðs Ég er mun taugaóstyrkari nú enég var þegar ég gekk upp að altarinu,“ sagði sú sænska við blaða- menn en hún er fyrsta konan sem et- ur kappi við karlmenn á atvinnu- mannamóti í 58 ár. Stuttu eftir að Sörenstam hafði yfirgefið svæðið mætti Nick Price á blaðamannafund en hann sigraði fyrir ári – og aðeins ¼ af blaðamönnunum sat fund Price. Segir ekki hvert markmiðið er Sörenstam sló á létta strengi á fundinum og virkaði örugg með sjálfa sig þrátt fyrir gríðarlegt ytra áreiti frá fjölmiðlum og áhugamönn- um um íþróttina. „Fyrir mér er þetta mót svipað verkefni og að klífa fyrsta skipti á Mount Everest. Ég tel að ég sé reiðubúin að takast á við þetta enda hef ég haft þetta sem markmið undanfarin ár. Hér er ég í dag og persónulega finnst mér að ég hafi engu að tapa. Það býst enginn við að ég geti spjarað mig á þessu móti,“ sagði Sörenstam en það er ljóst að hún þarf að leika öðruvísi golf en hún en vön að gera þar sem vegalengdirnar eru miklar frá karla- teigum. Hún náði ekki að slá inn á flötina á fjórðu brautinni sem er 225 metra löng og par fjórir. Flestir keppinautar hennar ná að slá þar inn á. Sörenstam náði ekki að slá inn á í tveimur höggum á fimmtu braut sem er par 5 og aðeins 430 metrar að lengd – á þessari braut slá nánast allir karlar inn á í öðru höggi sínu. Sörenstam vildi ekki segja hver markmið hennar væru en talaði hins vegar af sér þegar hún sagðist vilja fara frá Colonial á sunnudag vitandi það að hún hefði leikið eins vel og hugsast gæti. Nick Price og Vijay Singh eru þeir einu sem hafa gagnrýnt veru Sörenstam á mótinu opinberlega en aðrir keppendur hafa látið sér fátt um finnast eða tekið henni fagnandi. Sergio Garcia, Tim Clark og Jesper Pärnevik léku æfingahring með henni á dögunum og sýndu henni hvað bæri að varast. Sörenstam hefur ekki svarað um- mælum Singh þar sem hann sagði m.a. að Sörenstam ætti ekki heima á atvinnumannamótaröð fyrir karla. „Mér finnst það leitt að Singh sé ekki hér í dag. Að mínu mati er hann frábær kylfingur, einn af sjö bestu kylfingum heims og það er slæmt að hann hafi tekið sér frí að þessu sinni,“ sagði Sörenstam sem verður í kastljósi fjölmiðla næstu tvo dagana í það minnsta og hver veit nema dagarnir verði fjórir þegar upp verður staðið. Reuters Sænska stúlkan Annika Sörenstam horfir á eftir golfboltanum rúlla eftir flöt, eftir að hún sló hann upp úr glompu á æfingu. Þátttaka hennar í karlamóti í Texas hefur heldur betur vakið athygli. Annika baðar sig í sviðsljósinu í Texas Reuters Það var fullt út úr dyrum á blaðamannafundi sem Annika Sörenstam hélt á Colonial. Ef það var markmiðið hjá mótshöldurum Colonial- atvinnumannamótsins að fá aukna athygli með því að bjóða sænsku konunni Annika Sörenstam að taka þátt í mótinu hafa þeir sömu hitt naglann á höfuðið en mótið hefst í dag í Bandaríkjunum og verður án vafa miðdepill íþróttalífsins vestanhafs sem og annars staðar. Færri kom- ust að en vildu er Sörenstam hélt blaðamannfund í gríð- arlegum þrengslum á Colonial og varð henni að orði að svo margir hefðu ekki mætt í brúðkaupið hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.