Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 45 Opna Lancome kvennamótið hjá Golfklúbbi Hellu laugardaginn 24. maí Glæsileg verðlaun frá Sýning á fatnaði frá Galvin Green og Backtee. Siggi Hafsteins, golfkennari, kynnir kvenkylfur og konur geta kynnst því nýjasta í Ræsum út á öllum teigum kl. 11.00 1. fl. forgj. 24,0 2. fl. forgj. 24,1-30,0 3. fl. forgj. 30,1-36,0 Skráning í síma 487 8208 netfang: ghr@simnet.is Opna-Nike/Top-Flite mótið Laugardaginn 24. maí Ræst út kl. 8-15. Skráning fer fram á www.golf.is og í síma 421 4100. Höggleikur með og án forgjafar. Hámarksforgj. karlar 24, konur 28. Mjög góð verðlaun fyrir: Sæti 1-3 án/forgj. Sæti 1-3 m/forgj. Nándarverðl. á 3. og 16. braut. Heildarverðmæti vinninga 170 þús. Keppnisgjald kr. 2.500. FÓLK  BENEDIKT Sigurðarson var end- urkjörinn formaður Sundsambands Íslands á 51. ársþingi sambandsins í Hafnarfirði um sl. helgi. Á þinginu kom fram að fjárhagsstaða sam- bandsins er mjög góð, en á árinu 2002 var það rekið með hagnaði upp á 1,8 millj. kr. Mest munar um að hagn- aður af lottó var mjög mikill á árinu en hann jókst um 2 millj. króna, úr 3,2 millj. í 5,2 millj. króna.  Á þinginu var samþykkt tillaga um að fjölga aðalmönnum í stjórn sam- bandsins úr 5 í 9, en samhliða því var ákveðið að hætta að kjósa varamenn. Stjórn SSÍ sem kosin var á þinginu er skipuð eftirfarandi: Benedikt Sig- urðarson, Ásdís Vatnsdal, Elías Atlason, Hlín Ástþórsdóttir, Hörður Oddfríðarson, Jóhannes Benedikts- son, Aðalsteinn Ómarsson, Elsie G. Einarsdóttir og Þórunn Guðmunds- dóttir, sem er ný í stjórninni.  DOUG Ellis, stjórnarformaður Aston Villa, segist mjög ánægður með að vera búinn að fá David O’Leary í starf knattspyrnustjóra hjá liðinu. Ellis segir að O’Leary hafi alltaf verið efstur á óskalista sínum en 35 knattspyrnustjórar lögðu form- lega inn umsókn um starfið og var Guðjón Þórðarson einn þeirra.  ÞÝSKA knattspyrnuliðið Schalke er með Norðmanninn Trond Sollied undir smásjánni sem næsta þjálfara félagsins, en árangur Sollied með belgíska liðið Club Brügge hefur vak- ið mikla athygli. Sollied hefur ekki framlengt samning sinn við belgísku meistarana og eftir því sem fram kemur í belgíska blaðinu Het Niuws- blad hafa forvígismenn Schalke sýnt áhuga á að fá hann til starfa. Ekki vantaði spennuna í leikinnþví leikmenn Detroit Pistons voru með knöttinn á lokasekúndun- um – líkt og í fyrsta leik liðsins. Í þetta sinn brást þriggja stiga skot Chaunceys Billups, sem var mjög óánægður að leik loknum. Hann hann taldi Jason Kidd hafa brotið á sér þegar hann tók skotið, en ekkert var dæmt. Grunnurinn að góðum sigri New Jersey var góður varnarleikur liðs- ins og stórleikur Kenyons Martins í lokafjórðungnum, þá gerði hann 16 af 25 stigum sínum í leiknum. Einn- ig var Jason Kidd sterkur, skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og átti 5 stoð- sendingar. Hjá Detroit skoraði Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 15 og þá tók Ben Wallace 19 fráköst og kom engum á óvart. Fyrrverandi bakvörður Los Ang- eles Lakers, Byron Scott, sem nú þjálfar New Jersey Nets, var sáttur að leik loknum; „Við sýndum það hversu hugaðir við erum í lokafjórð- ungnum og strákarnir gáfust aldrei upp. Nú eru afstaðnir tveir há- spennuleikir á útivelli. Ég er viss um að þessi spenna verður ekki síðri heima í New Jersey.“ AP Kenyom Martin, sem skoraði 25 stig fyrir New Jersey, er hér búinn að troða knettinum í körfu Detroit án þess að Clifford Robinson komi vörnum við. New Jersey með vænlega stöðu NEW Jersey Nets sigraði Detr- oit Pistons á útivelli í annarri viðureign liðanna sem fram fór í Auburn Hills höllinni í Detroit aðfaranótt miðvikudags, 88:86. Leikmenn Nets halda nú heim til New Jersey með 2:0 forystu í einvígi liðanna í úr- slitum austurdeildar NBA- deildarinnar. Óhætt er að segja að hefðin sé með New Jersey, því aðeins tvisvar í sögu NBA hefur lið sem hefur unnið fyrstu tvo leikina á útivelli í sjö leikja seríu dottið úr keppni. JÓN Arnór Stefánsson, körfu- knattleiksmaður með Trier í Þýskalandi, er sagður undir smásjá hjá NBA-liðinu Dallas Mavericks. Jón Arnór, sem er aðeins 20 ára, ákvað fyrir skömmu að gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Dallas hefur á undanförnum árum leitað í auknum mæli til Evrópu að leikmönnum. Nægir í því sambandi að benda á Þjóðverjann Dirk No- witzki, sem lék í þýsku annarri deildinni áður en hann gekk til liðs við Dallas Mavericks. Það er annars að frétta af Jóni Arnóri að hann er meiddur og tek- ur hvorki þátt í landsleikjunum við Noreg um helgina né Smáþjóða- leikunum sem fram fara í Möltu í byrjun júní. Aðeins einn Íslend- ingur hefur leikið í NBA-deildinni. Pétur Guðmundsson lék 68 leiki með Portland keppnistímabilið 1981–1982 og átta leiki með Los Angeles Lakers keppnistímabilið 1985–1986, en í herbúðum liðsins voru þá leikmenn eins og Kareem Abdul-Jabbar, James Worthy, Ma- gic Johnson og Byron Scott, undir stjórn þjálfarans Pat Railey. Pétur fékk að spreyta sig í 128 mín. í leikjunum átta og skoraði 37 stig í þeim. Pétur lék síðan tvö tímabil með San Antonio Spurs, fyrra tímabilið var 1987 til 1988 og lék hann þá 69 leiki og á næstu leiktíð þar á eftir spilaði Pétur fimm leiki. Jón Arnór til Dallas Mavericks? Jón Arnór Stef- ánsson í landsleik. GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem leikur með norska liðinu Lille- ström var í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna óprúðmannlegarar framkomu í leik með varaliði Lilleström á mánudagskvöldið. Gylfi missti stjórn á skapi sínu í leiknum og lét dómara leiksins, stúlkuna Bente Skogvang, heyra það með miður fögrum orðum. Skogv- ang, sem er í miklum metum sem dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik Bandaríkjanna og Kína í kvennaflokki á Ólympíuleikunum árið 1996, rak Íslendinginn umsvifalaust af leikvelli undir lok leiksins sem Lilleström tapaði, 5:0. „Ég sé mjög eftir því sem ég gerði og ég hef beðiðdómarann og félag mitt afsökunar á fram- ferði mínu. Svona lagað á ekki að gerast hjá at- vinnumanni,“ segir Gylfi við norska Dagbladet. Gylfi tók út fyrsta leikinn í banni í gær þegar Lilleström lék við Mercantile í þriðju umferð bikarkeppninnar. Gylfi í fjögurra leikja bann RÍKHARÐUR Daðason, leikmað- ur Lilleström í Noregi, er allur að koma til eftir meiðsli. Hins vegar getur verið að stjórnarmenn fé- lagsins sjái til þess að hann spili ekki með aðalliðinu á næstunni, ekki fyrr en hann hefur náð sér fullkomlega. Ástæðan er sú, að þegar Rík- harður var keyptur frá Stoke var samningurinn þannig að Lille- ström greiddi ekkert fyrir hann og fyrsta greiðsla átti að koma þegar hann hefði leikið tíu leiki. Rík- harður er búinn að leika níu leiki fyrir Lilleström og þegar hann verður settur inn á næst þarf fé- lagið að greiða um fjórar milljónir íslenskra króna til Stoke. „Ég skil vel sjónarmið stjórn- armanna, þeir vilja ekki eiga það á hættu að ég meiðist aftur, en það er auðvitað meiri hætta á því þeg- ar maður er ekki kominn í al- mennilegt stand. Hins vegar er þetta dálítið súrt fyrir mig því núna er einmitt sá tími sem maður þyrfti að fá að koma inn á, við og við, til að ná fullum styrk,“ sagði Ríkhaður í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að þetta hefði þegar snert sig nokkuð. „Það hafa verið mikil meiðsli hjá framlínumönnum okkar og þjálfararnir spurðu mig um daginn hvort ég væri tilbúinn að vera á bekknum. Þeir sögðust vera að vinna að því að fá mig á bekkinn, en úr því varð ekki og það er vegna afstöðu stjórnarinn- ar. Þetta ákvæði um greiðslu nær hins vegar ekki til leika B-liðsins hjá okkur, sem leikur í þriðju deildinni, þannig að ég má spila þar,“ sagði Ríkharður. Stjórnin heldur Ríkharði frá liðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.