Morgunblaðið - 22.05.2003, Side 56

Morgunblaðið - 22.05.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga www.isb.is flaki›? rennurnar? málninguna? gluggana? klæ›ninguna? hur›irnar? Er kominn tími á ... NÚORÐIÐ tíðkast að fyrirtæki selji fasteignir sínar sérstökum eignar- haldsfélögum og leigi síðan eignirnar af þeim aftur. Fasteignafélög lands- ins, þ.e. félög sem kaupa og reka at- vinnuhúsnæði til útleigu, hafa yfir að ráða hundruðum þúsunda fermetra atvinnuhúsnæðis að flatarmáli. Verðmæti eignasafna nokkurra af stærstu félögunum hleypur á millj- örðum króna. Stærst félaganna er Fasteigna- félagið Stoðir, sem er í meirihluta- eigu Baugs og Kaupþings, en eigna- safn þess félags nemur röskum 25 milljörðum króna. Einnig má nefna Landsafl, sem er í eigu ÍAV, Lands- bankans og Framtaks (áður EFA), og nemur eignasafn þess félags um 7 milljörðum króna. Þá mun eignasafn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, sem er í eigu nokkurra banka og sveitarfélaga, nema um 8 milljörðum króna. Stoðir eiga um 170 þúsund fer- metra húsnæðis að flatarmáli, Landsafl á ríflega 90 þúsund fer- metra og gert er ráð fyrir að Fast- eign muni eiga um 100 þúsund fer- metra í lok sumars, en félagið er nýtt og enn verið að vinna að undirbún- ingi þess. Auk þessara félaga eru fjölmörg minni starfandi. Fasteignafélög eru fremur ný af nálinni hérlendis en slík félög eru vel þekkt í nágrannalöndum okkar. Þar þykir jafnvel fráleitt að fyrirtæki bindi fjármuni sína í fasteignum eða noti til þess lánafyrirgreiðslur sem það gæti annars notað til uppbygg- ingar í fyrirtækinu. Skóla- og spítalahúsnæði leigt Opinberi geirinn er líka að færast í átt til þessa fyrirkomulags, að leigja hvers kyns mannvirki, s.s. íþrótta- hús og skóla, af einkahlutafélögum. Þannig var sveitarfélögum gert skylt um síðustu áramót að skilja rekstur fasteigna frá öðrum rekstri. Land- spítali - háskólasjúkrahús hefur enn- fremur sýnt slíku fyrirkomulagi áhuga. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri tækni og eigna LSH, segir að fjármögnun húsnæðis gæti með þessu orðið með þeim hætti sem gerist í einkafyrirtækjum. Spítala- deildir myndu þá greiða fyrir leigu húsnæðis eins og annan rekstrar- kostnað. Það gæti aukið kostnaðar- vitund varðandi húsnæði sem ætti að skila sér í betri nýtingu þess. Hundruð þúsunda fermetra í útleigu hjá fasteignafélögum          7" -)' '*+-D /E0000 F0000 /00000 G+  (H'-1"'I ** J E K *"1 5--$# (H'-1" D 7.'$  ".  ".  ".  Oft/B6 ÆFINGAR standa nú yfir hjá ís- lenska Evróvisjón-hópnum, en keppnin fer fram í Skontó- tónleikahöllinni í Ríga á laug- ardagskvöld. Blaðamaður náði tali af Birgittu Haukdal þar sem hún var að gæða sér á pitsu eftir langan dag: „Ég er orðin rosalega spennt. Við höfum æft tvisvar á stóra svið- inu, sem er alveg hreint æðislegt. Ég hef aldrei á ævi minni farið á jafn fallegt svið. Æfingarnar hafa gengið mjög vel svo við hlökkum til, frekar en að kvíða fyrir.“ Birgitta segir bæði bæinn og aðdáendurna hafa komið sér á óvart, Ríga sé fallegri en hún hafi gert sér í hugarlund og ágangur aðdáenda komi henni á óvart: „Það er mjög skrýtið að hitta útlenska aðdáendur sem biðja um eiginhand- aráritun og vita nákvæmlega hver maður er og eru hlaupandi á eftir manni. Ef manni fannst þetta skrýt- ið á Íslandi, þá er þetta stór- furðulegt hérna!“ segir Birgitta og hlær. Segir samkeppnina harða Birgitta segir samkeppnina harða og segir sex lög öll geta hæg- lega náð fyrsta sæti, en hún hefur ekki hitt marga af hinum keppend- unum. „Ég hef ekki enn hitt hinar umtöluðu Tatu-stelpur, en hef heyrt að þær séu með svolitla stæla. Þær eru kannski að geyma það besta þangað til á laugardag. Aust- urríski gæinn er stórfurðulegur og hálfgerður gjörningamaður – virð- ist eiginlega eiga betur heima í sirkus en Evróvisjón. En það er auðvitað bara gaman að þessu og sýnir fjölbreytnina í keppninni.“ Lagi Birgittu, „Open Your Heart“, er spáð góðu gengi í keppn- inni en Birgitta tekur öllum slíkum fréttum með jafnaðargeði: „Ég vona bara að við stöndum okkur vel og getum gert Íslendinga stolta hvort sem við lendum í fyrsta sæti eða ekki.“ Með þessum orðum kvaddi Birgitta og bætti við: „Ég bið að heilsa öllum heima!“ „Bið að heilsa öllum heima“ MYND Sólveigar Anspach, Stormviðri, hefur hlotið jákvæð viðbrögð eftir að hún var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þriðjudaginn. Á frum- sýningunni voru viðtökur góðar og leikurunum Diddu, Ingvari E. Sigurðssyni og Baltasar Kor- máki, sem auk þess er einn fram- leiðenda myndarinnar, klappað lof í lófa. Gagnrýnandi Screen International segir Sólveigu draga upp trúverðuga og nýstár- lega mynd af sambandi geðlækn- is og sjúklings og hrósar leikur- unum, sérstaklega Diddu í hlutverki geðsjúklingsins. Leikur Diddu rómaður  Stormurinn/52–53 FÆREYSKA rannsóknaskipið Magnus Heinason hefur fundið tölu- vert af norsk-íslenzku síldinni rétt norðan færeysku lögsögunnar og austan þeirrar íslenzku. Hólma- borgin var komin á miðin í gær og fékk 80 tonn eftir þriggja tíma prufuhal. Fleiri skip eru á leiðinni. „Þetta er stór og falleg síld og greinilega svolítið af henni hérna,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson skip- stjóri í samtali við Morgunblaðið en hann var þá að kasta trollinu í ann- að sinn og vongóður um þokkalegan afla. Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, sem gerir út Hólmaborgina auk fleiri skipa, segir þetta afar góð tíðindi: „Þetta er á svipuðum slóðum og norsk-íslenzka síldin veiddist á árunum 1995 til 1996, þegar þessar veiðar voru að hefjast. Það eru góðar fréttir að síldin skuli vera komin þetta ná- lægt. Það munar meira en sólar- hring í siglingu og styrkir auk þess stöðu okkar í baráttunni fyrir rétt- látum skerf úr þessum mikilvæga síldarstofni. Það er hins vegar ómögulegt að segja til um það hvort hún gengur í einhverjum mæli inn í íslenzku lögsöguna, enda er síldin afar styggur og dyntóttur fiskur,“ segir Elfar. Hann segir að Jón Kjartansson sé nú á landleið norðan úr Smugunni með fullfermi, en þangað sé um 600 sjómílna sigling eða 40 til 44 tíma stím. Veiðin þarna úti hafi verið gloppótt og nótaskipin séu nú á leið á hin nýju nálægu mið. „Þetta er allt mikið kapphlaup og afar mikilvægt að við náum þeim kvóta sem íslenzk stjórnvöld gáfu einhliða út í vor, en hann er um 110.000 tonn,“ segir Elf- ar Aðalsteinsson. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, tekur í sama streng og segir þetta ákaflega góðar fréttir. Síldin standi að vísu djúpt, hún sé stygg og það sé áta í henni, en engu að síður sé þetta mjög mik- ilvægt. Hugsanlega eigi hún eftir að ganga inn í lögsögu okkar en það styrki stöðu okkar gífurlega í hinum erfiðu samningum við Norðmenn um skiptingu veiða úr síldarstofn- inum. Norsk-íslenzka síldin fundin syðst í Síldarsmugunni D ! D       D D D<    &-) )   - &-)  Síldin er stór og falleg LÖGREGLAN á Akranesi hefur að undanförnu rann- sakað mál manna sem grunaðir hafa verið um dreifingu fíkniefna í bænum. Í gær var látið til skarar skríða og voru tveir menn handteknir þar sem þeir voru að stíga út úr bifreið í bænum. Við leit á öðrum þeirra fundust um 40 grömm af hassi. Einnig var ráðist í húsleit að undan- gengnum úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Í íbúð í bænum voru tveir til viðbótar handteknir. Við húsleitina fundust um 250 grömm af hassi, ofskynjunar- sveppir og neysluáhöld. Þá var gerð önnur húsleit og fannst þá dálítið af amfetamíni auk neysluáhalda. Lögreglan í Reykjavík sendi leitarhund og tvo lög- reglumenn til aðstoðar við leitina. Átti hundurinn Barth- es og þjálfari hans hvað stærstan þátt í að efnin fundust, að sögn lögreglunnar á Akranesi. Tveir menn eru enn í haldi vegna málsins sem er í rannsókn. Tveir menn í haldi vegna fíkniefnamáls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.