Morgunblaðið - 27.05.2003, Side 47

Morgunblaðið - 27.05.2003, Side 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 47 Aðalfundur Breiðabliks 2003 Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn í Smáranum þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 18.00 DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Opnun nýrrar vefsíðu félagsins Heiðursveitingar Önnur mál Stjórnin. „VIÐ mættum mjög vel stemmdir í leikinn í kvöld og það var allt annað að sjá liðið en í leiknum gegn Val. Ég er fyrst og fremst ósáttur við mörkin sem við fengum á okkur, sem voru ódýr og við hefðum hæg- lega getað komið í veg fyrir. Síðan í stöðunni 1:0 áttum við að fá víta- spyrnu og ég er mjög hissa á að Bragi Bergmann (dómari leiksins), sem var mjög vel staðsettur þegar atvikið varð, skyldi ekki dæma. Þetta sýnir okkur bara að það er ekkert að detta fyrir okkur þessa dagana. Það var hins vegar jákvætt að Fylkismenn sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þessi mörk, sem voru ódýr eins og áður sagði. Varn- arleikurinn var ágætur en það sama er ekki hægt að segja um sóknarleikinn, sem við verðum að fara að ráða bót á,“ sagði Bjarni Jó- hannsson, þjálfari Grindavíkur. Ósamræmi í dómgæslu Lee Sharpe, miðvallarleikmaður Grindavíkur, var niðurlútur að leik loknum en taldi þó betri tíð í vænd- um. „Strákarnir sýndu miklu meiri baráttu og vilja í dag en í fyrsta leik. Það var ekkert að gerast í leik þeirra og mér fannst við hafa völd- in á vellinum en þá skoruðu þeir al- gjört draumamark. Síðan færðum við okkur framar en þá skoruðu þeir úr skyndisókn.“ En fannst þér ekki að þið hefðuð átt að fá að minnsta kosti eina víta- spyrnu? „Mér fannst skorta samræmi í dómgæslunni, stundum fannst mér dómarinn vera að dæma á ein- hverjar smáýtingar en sleppa aug- ljósum brotum. Ég er ekkert að segja að það hafi hallað á annað lið- ið, en nú er ég sannfærður um að ef við mætum með sama krafti á föstu- dag og við gerðum í dag eigum við eftir að ná í sigur,“ sagði Lee Sharpe.  FINNUR Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, lék í gærkvöld sinn 200. deildaleik á ferlinum. Alla nema tvo hefur hann leikið með Fylki. Eitt sumar var Finnur í röðum Leifturs en var þá úr leik vegna meiðsla eftir aðeins tvær umferðir. Af þessum 200 leikjum hefur Finnur spilað 95 í efstu deild en 105 í næstefstu deild.  TRYGGVI Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Stabæk í gærkvöld þeg- ar liðið bar sigurorð af Bryne í norsku úrvalsdeildinni, 2:1.  HARALDUR Ingólfsson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, lék á sunnudag sinn 300. deildaleik á ferl- inum þegar lið hans, Raufoss, gerði jafntefli, 2:2, við Hönefoss í norsku 1. deildinni. Haraldur lék 191 deilda- leik með ÍA og hefur síðan spilað 109 deildaleiki með Elfsborg og Raufoss.  HARALDUR er í 3.-5. sæti yfir markahæstu menn norsku 1. deild- arinnar en hann hefur skorað 4 mörk í fyrstu 7 umferðunum. Í fyrra var hann í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með 17 mörk. Raufoss er í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliðinu, HamKam.  SCOTT Ramsay, knattspyrnu- maður, fékk í gær leikheimild með Keflvíkingum og hann verður því löglegur með Suðurnesjaliðinu á laugardaginn þegar það tekur á móti Þór í 1. deildinni.  ARNAR Þór Viðarsson, fyrirliði Lokeren, var í gærkvöld útnefndur leikmaður ársins hjá félaginu og þá var Rúnar Kristinsson verðlaunaður fyrir fallegasta markið.  KICKER hefur valið lið ársins í þýsku Bundesligunni. Liðið er þann- ig skipað: Van Duijnhoven (Boch- um) - Lucio (Leverkusen), Rein- hardt (Bielefeld), Münch (Gladbach) - Ernst (Bremen), Ballack (Bayern), Marcelinho (Hertha), Micoud (Bremen) - Giovane Elber (Bayern), Bobic (Hannover), Ailton (Bremen). FÓLK Morgunblaðið/Árni Torfason Fylkismenn fagna í Árbænum í gær. Gunnar Þór Pétursson og Haukur Ingi Guðnason eru í „nettum“ faðmlögum fremst á myndinni en þeir skoruðu mörk Fylkismanna. Morgunblaðið/Árni Torfason Eitt sinn samherjar en nú mótherjar. Haukur Ingi Guðnason brunar í átt að marki Grindvíkinga en Eysteinn Húni Hauksson reynir að fylgja honum eftir. GUNNAR Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke City, segist bíða svara frá Brynjari Birni Gunnars- syni. Stoke er tilbúið með nýjan tveggja ára samning handa Brynj- ari, sem hefur undanfarna daga dvalið í Portúgal við æfingar hjá portúgalska fyrstudeildarliðinu Braga sem bauð honum að koma út og líta á aðstæður hjá sér. „Við höfum ekkert heyrt frá Brynjari en mér er kunnugt um að hann er í Portúgal. Við höfum gert honum tilboð sem hann á að vera búinn að fá í hendur og núna bíðum við bara eftir viðbrögðum hans,“ sagði Gunnar Þór í samtali við Morgunblaðið. Stoke gekk í gær frá kaupum á Noel-Gifton Williams, 23 ára sóknarmanni frá Watford, og seg- ir Gunnar stefnt að því að fá fjóra til fimm nýja leikmenn í sumar. Spurður hvort einhverjir ís- lenskir leikmenn séu inni í mynd- inni hjá Stoke segir Gunnar: „Það er aldrei að vita. Það eru leikmenn hér heima sem menn vilja skoða en það verður bara að koma í ljós hvað gerist í þeim efnum. Auðvit- að væri gaman að geta haft fleiri Íslendinga í okkar herbúðum,“ segir Gunnar. Varnarmaðurinn Pétur Hafliði Marteinsson á eitt ár eftir af samningi sínum við Stoke en Bjarni Guðjónsson er sem kunnugt er farinn frá félaginu og búinn að semja við þýska liðið Bochum til þriggja ára. Stoke City bíður svara frá Brynjari Birni Sverrir stóð í ströngu SVERRIR Sverrisson, miðjumaðurinn öflugi hjá Fylki, lék ekki með Árbæjarliðinu í leikn- um við Grindavík í gær en hann hafði öðrum hnöppum að hneppa að þessu sinni. Sverrir lék með í fyrsta leik Íslandsmótsins þar sem Fylkismenn lögðu Framara, 3:1, en í gær var miðvallarleikmaðurinn staddur á fæðing- ardeildinni og kom frumburðurinn, drengur, í heiminn rétt undir lok fyrri hálfleiks eins og forsvarsmenn félagsins orðuðu það, eða rétt um kl. 20. Stöðu Sverris á miðjunni tók Hrafn- kell Helgason. Sverrir Sverrisson GUNNAR Þór Pétursson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann kom Fylki í forystu gegn Grindvíkingum á Fylkisvellinum í gærkvöl. Þetta var 73. leikur Gunn- ars í efstu deild fyrir Fylkismenn og biðin eftir marki því orðin ansi löng hjá þessum sterka varnarmanni. Markinu gleymir Gunnar varla í bráð því það var stórglæsilegt – þrumufleygur efst í markhornið. Fyrsta mark Gunnars „Ódýr mörk urðu okkur að falli“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.