Morgunblaðið - 27.05.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 27.05.2003, Síða 52
ÞAÐ var að vanda stemmn- ing í kringum Evróvisjón- keppnina, en hún á það til að magnast upp úr öllu valdi þegar Frónverjar eru á með- al þátttakenda. Á laugardaginn mátti líta auð stræti og torg á meðan flestir landsmenn komu sér fyrir hjá sjónvarpsskjám til að styðja við hana Birgittu okkar. Players í Kópavogi var einn þeirra veitingastaða sem settu upp sérstaka kvölddagskrá af tilefninu, en þar tróðu nokkrar Evró- visjónkempur upp og tóku lagið. Fylgst með Evróvisjón út um borg og bý Morgunblaðið/Jón Svavarsson Páll Óskar og Helga Möller sneru bökum saman og sungu Evró- visjón til dýrðar. Grétar og Sigga létu sig ekki muna um að skella sér í gamla gallann og kyrja „Eitt lag enn“. Hjörtun opnuðust 52 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8. B.i.14.Sýnd kl. 5.30. B.i.12 ára. Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.  KVIKMYNDIR.COM Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ ÁLFABAKKI / KRINGLAN kl. 5.20, 8 og 10.20. / kl. 5.20, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI kl. 4. ísl. tal. / kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 TYRKNESKU söngkonunni Sertab Erener var ákaft fagnað þegar hún kom til Istanbúl í gær en hún sigraði í Evróvisjón í Ríga í Lettlandi á laugardagskvöldið með laginu „Everyway that I Can“. Þetta er í fyrsta skipti sem Tyrkir fara með sigur af hólmi í Evróvisjón en þeir hafa verið með í keppninni frá því árið 1975. Bæði forseti landsins, Ahmet Necd- et Sezer, og forsætisráðherrann, Recep Tayyip Erdogan, hafa óskað Erener til hamingju. Þetta er enn- fremur í fyrsta skiptið sem Tyrkir flytja lag á ensku í keppninni og mæltist það misjafnlega fyrir heima fyrir. „Sertab tókst það eftir 28 ár,“ sagði á forsíðu dagblaðsins Milliyet. Á forsíðu Hurriyet stóð einfaldlega: „Þakka þér fyrir Sertab.“ Lagið stolið? Ásakanir hafa komið fram um að lagið sé stolið og líkist laginu „Simarik“, sem popparinn Tarkan gerði vinsælt og Holly Valance söng í enskum búningi undir nafninu „Kiss, Kiss“. Málið gæti farið fyrir dómstóla kæri höfundur „Simarik“ höfund- arréttarbrot en hæpið er að málið fari svo því Tarkan er góður vinur Erener, sem er poppstjarna í heima- landinu og hefur frá árinu 1992 selt ríflega fjórar milljónir platna. Hún hefur sungið með José Carreras og Ricky Martin. Erener sagðist vel geta skilið að lögin hljómuðu eins. „En svona er tyrkneskt popp, vissar tóntegundir eru gegnumgangandi,“ segir söng- konan. Erener, sem er 39 ára, fagnaði sigrinum með dönsurunum fjórum, sem dönsuðu með henni á sviðinu í Ríga. Stúlkurnar búa þó alls ekki í Tyrklandi heldur í Vín í Austurríki. „Við vorum saman í tónlistarskóla í Austurríki. Fyrrverandi kennari okkar fékk hugmyndina að því að finna nokkrar ungar stúlkur sem gætu bæði sungið og dansað,“ segir söngkonan. Sertab Erener fékk góðar móttökur í heimalandinu eftir Evróvisjónsigur AP Sertab Erener veifar til aðdáenda eftir komuna til Istanbúl frá Lettlandi eftir sigur í Evróvisjón. Ákaft fagnað í Istanbúl SARAH Jessica Parker hefur haldið áhorf- endum hugföngnum við sjónvarpsskjáinn um nokkurt skeið í þátt- unum Beðmál í borginni (Sex and the City). Í ný- legu samtali við banda- rískt tímarit talar hún á óvenju einlægan og al- þýðlegan hátt um nýaf- staðna barneign: „Ég vildi óska að þegar ein- hver hefði á orði hvað ég hef náð vaxtarlaginu fljótt í horf eftir fæð- inguna að ég geti svarað að bragði að ég búi við þau óraunhæfu fríðindi að hafa efni á að fá jóga- þjálfara heim til mín og barnfóstru sem gætir barnsins á meðan ég fer í líkamsræktina í hálfa aðra klukkustund.“ Hún segir: „Ég geri mér grein fyrir þessari menn- ingu; að stjörnur eigi að líta vel út, en kvarðinn er strengdur alltof hátt fyrir flest venjulegt fólk og í raun einnig of hár fyrir okkur stjörn- urnar.“ Sarah bætir við hvað hún sé orðin þreytt á að þurfa sífellt að hafa áhyggjur af útlitinu í hvert skipti sem hún fer út úr húsi af ótta við að fjöl- miðlar blási upp mynd sem einhver ljósmynd- arinn gæti náð af henni þar sem hún væri ekki upp á sitt besta og henni leiðist hvernig ljósmyndarar elta hana á röndum og sitja fyrir henni við heimili henn- ar. Sarah Jessica kom einnig á óvart á stjórn- arfundi með ráða- mönnum HBO-sjón- varpsstöðvarinnar þegar hún var ekki að tvínóna við að hafa ný- fæddan son sinn á brjósti: „Ég hélt að þeir myndu aldrei hætta að gapa!“ Svo nefnir hún að hana langi í stúlkubarn og segist geyma margt af dóti sínu og glingri sem hún vonast til að gefa barninu ef henni fæðist dóttir. „En ef ég eignast annan strák þá gæfi ég kær- ustunni hans þetta, það er að segja ef hann verður gagnkynhneigður.“ Þetta segir leikkonan víðsýna og gefur fordómum langt nef. Stjarnan í Beðmálum í borginni nýbökuð móðir Sarah Jessica Parker kom stjórnendum HBO á óvart með því að hafa barn sitt á brjósti á blaðamannafundi. Segir fegurðar- kröfur óraunhæfar Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.