Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 9 Kringlunni, sími 581 2300 L Í F S T Í L L F Y R I R K R Ö F U H A R Ð A Laugavegi 56, sími 552 2201 ÚTSÖLU- FORSKOT 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Laugavegi 84, sími 551 0756 Glæsilegur hörfatnaður www.casa.is Er brúðkaup í vændum Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3, s. 552 0775. Síðan 1924 • www.erna.is Fallega íslenska silfrið Landsins mesta úrval Munið brúðargjafalistana 20-50% afsláttur Stúdenta- og útskriftargjafir í miklu úrvali Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Sumartilboð Lokasala kvenfataverslun, Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Nú á allt að seljast Verslunin hættir Bæjarlind 1-3, Kópavogi, sími 544 40 44, www.kristallogpostulin.is opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. GOLDEN SHELL SEINASTI SÉNS FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ SAFNA! STELLIÐ ER NÚ HÆTT Í FRAMLEIÐSLU. 30% AFSLÁ TTUR 50% AFSLÁ TTUR PEARL RIDGE LÍTIÐ ÚTLITSGALLAÐ. FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST GLÆSILEGT MATAR- OG KAFFISTELL. Freistandi TILBOÐ Beygt til hægri rétt áður en komið er að Langá á vesturleið. Frábært fyrir þá sem vilja búa til sitt eigið landnám. Verð á hektara aðeins kr. 190.000 með vegi að lóðamörkum. Verðum með opið hús eftir hádegi laugardag og sunnudag með kaffi á könnunni. Frístundaspildur í Stangarholti á Mýrum 3-5 hektarar á deiliskipulögðu svæði Ermalausir bolir Stærðir 36—56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—16. ÞÓTT sitkalúsin hafi leikið marga garðeigendur grátt í vetur hafa sum- ir sloppið betur en aðrir. Rögnvaldur Finnbogason á einstaklega fallegan og ræktarlegan garð í Garðabænum þar sem grenitrén eru gróskumikil og koma vel undan vetri. Rögnvaldur segir að fyrir nokkrum árum hafi orðið vart við sitkalús hjá honum en síðan hafi hann látið eitra árlega og hefur alveg sloppið við þennan leið- inlega vágest. „Til margra ára hefur einn og sami maðurinn hugsað um þessa hlið garðsins. Hann hefur komið hér, skoðað og sprautað ef honum hefur fundist ástæða til. Þetta er nú eini garðyrkjumaðurinn sem hefur kom- ið nærri hér því hitt er nú bara svona baks eftir sjálfan mig,“ segir Rögn- valdur hógvær en garðurinn er ein- staklega skemmtilegur og það vekur athygli hversu þétt og falleg trén eru þótt þau séu ekkert sérstaklega há- vaxin. Rögnvaldur segist klippa þau reglulega til þess að fá meiri rækt í þau. „Trén þéttast mjög ört eftir að maður fer að klippa þau. Maður er að leita eftir skjóli og þegar það er kom- ið hefur maður ekkert með það að gera að vera að teygja þetta til him- ins,“ segir hann. Reyndar eru þrjú talsvert hávaxin grenitré í garðinum sem Rögnvaldur segist hafa hlíft að mestu við klippunum. „Ég er Aust- firðingur og trén eru frá Hallorms- stað. Ég tímdi bara ekki að klippa þau fyrr en ég sá að þau ætluðu gjör- samlega að yfirkeyra mig, en þá tók ég aðeins ofan af þeim,“ segir hann. Rögnvaldur segist hafa mikla ánægju af garðyrkjunni. „En þetta er alveg rosaleg vinna. Ég segi að ef menn ekki hafa áhuga á þessu eigi þeir ekki að vera að þessu, en þetta er það skemmtilegasta sem maður kemst í og hreinlega mannbætandi,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Rögnvaldur Finnbogason ásamt langafabarni sínu, Kolfinnu Helgadóttur, við grenitrén í garðinum. Gróskumikil greni- tré í Garðabæ TVEGGJA manna fjallgönguleið- angur frá Íslandi stefnir nú á tind Denali, hæsta fjalls Norður- Ameríku og gera þau ráð fyrir að ná tindinum 6. júní. Leiðang- ursmenn eru þau Elvar Örn Kjart- ansson, 30 ára véliðnfræðinemi og björgunarsveitarmaður, og Kirsty Langley, 26 ára starfsmaður Raun- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Denali er einn hátindinna sjö (6.194 m), en í ferðinni ætla leiðang- ursmenn einnig að reyna við næst- hæsta fjall N-Ameríku, Mt. For- aker (5.303 m). Ekki er vitað til þess að íslenskur leiðangur hafi klifið það fjall. Þá hefur íslenskur leiðangur ekki klifið Denali síðan Haraldur Örn Ólafsson gekk á tind- inn árið 2001 í sjötindaröð sinni. Stefna á tvö hæstu fjöll N-Ameríku UNDIRBÚNINGUR viðræðna fyr- ir komandi kjarasamninga er víða hafinn hjá stóru stéttarfélögunum en fer þó ekki af fullum krafti í gang fyrr en síðar í sumar. Samningar á almennum markaði og hjá ríkinu renna út um áramót og á næsta ári. Hjá Kennarasambandi Íslands og Samiðn fengust t.d. þær upplýsingar að gagnaöflun hefði átt sér stað varð- andi reynslu af síðustu kjarasamn- ingum. Þorbjörn Guðmundsson hjá Samiðn, sem jafnframt er formaður velferðarnefndar ASÍ, sagði að í lok ágúst yrði markvisst farið af stað í samningavinnunni. Viðræðuáætlun ætti að vera tilbúin um mánaðamótin október/nóvember en fyrstu samn- ingar Samiðnar renna út 31. janúar árið 2004. Hann sagði að hluti af und- irbúningnum þessa dagana væri að rýna í stjórnarsáttmála nýrrar rík- isstjórnar og myndi velferðarnefnd- in hittast í næstu viku af þeim sök- um. „Við sjáum orðalag sumsstaðar í sáttmálanum sem við könnumst við en viljum fá að vita meira,“ sagði Þorbjörn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er skammt á veg komið í sínum undirbúningi, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, formanns fé- lagsins. Hann sagði óformlegar þreifingar vera í gangi og fundi haldna reglulega með félagsmönnum til að fara yfir stöðuna. KÍ og Samiðn afla gagna fyrir kjara- viðræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.