Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 51
FÓLK 52 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RICHARD Thompson er með merkustu tónlistarmönnum sem Bretland hefur átt, allt frá því hann tók þátt í að stofna Fairport Convent- ion fyrir nærfellt fjörutíu árum. Hann sagði skilið við Fairport eftir fimm frábærar plötur og hefur verið iðinn við upptökur og tónleikahald síðan; The Old Kit Bag er 25. breiðskífan sem hann hefur sent frá sér ef tónleikaplöt- ur eru taldar með. Á ferlinum hefur Thompson tekið upp fyrir ýmis fyrirtæki en síðustu ár var hann á mála hjá Capitol útgáfunni sem sagði upp samningi við hann fyrir þremur árum. Á The Old Kit Bag má heyra að Thompson hafði gott af að skipta um útgáfu, því þó síðasta hljóð- versplata hans, Mock Tudor, hafi ver- ið mun hrárri og einfaldari en megnið af því sem hann tók upp fyrir Capitol gengur hann enn lengra á The Old Kit Bag – undirleikur er allur í höndum Thompsons, bassaleikarans Dannys Thompsons og trymbilsins Michaels Jeromes, en Judith Owen raddar í nokkrum lögum. Richard Thompson er framúrskar- andi gítarleikari og það má heyra að segja í hverju lagi, smekkleg snar- stefjun skreytir hvert lag og sérstak- lega er gaman að heyra er hann leikur á fleiri en einn gítar sem hljóma mjög ólíkt í sama laginu, spjallar við sjálfan sig ef svo má segja, og skiptist á frös- um; frábær spilamennska. Hann er líka góður söngvari, snilldar laga- smiður og prýðilegur textasmiður. Reyndar er með ólíkindum að hann skuli ekki hafa náð lengra á tónlist- arbrautinni eins snjall og hann er.  Tónlist Konungur gítarleik- aranna Richard Thompson The Old Kit Bag Cooking Vinyl Tuttugasta og fimmta breiðskífa gamla gítarleikara Fairport Convention. Árni Matthíasson Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á hinni geysivinsælu afmælissýningu Halla og Ladda Lau. 31. maí kl. 20 Lengi lifir í gömlum bræðrum! Miðasala opin frá kl. 15-18. Símsvari allan sólarhringinn loftkastalinn@simnet.is lau 31. maí, ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15, júní kl. 21, Hótel Borgarnes Forsala á Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorg. Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 31/5 kl. 20. ALLRA SÍÐASTA SÝNING Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SÝNING 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN Lau 31/5 kl 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við HUGLEIK Lau 31/5 kl 20:00 - Lokasýning SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Í kvöld kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Lau 7/6 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Su 1/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Í kvöld kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM. MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 30/5 kl 20, SÍÐASTA SÝNING FIMMTUDAGURINN 29. MAÍ 11.00 Setningarathöfn Kirkjulistahátíðar 2003 Hátíðarmessa með listflutningi á uppstigningardag. Schola cantorum frumflytur guðspjallsmótettu fyrir uppstigningardag eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og nýtt sálmalag eftir Jón Hlöðver Áskelsson undir stjórn Harðar Áskelssonar. Ólöf Ingólfsdóttir frumsýnir frumsamið dansverk við Adagio (1996) eftir Tryggva M. Baldvinsson, sem Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni, sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Orgelleikarar í messunni eru Hörður Áskelsson og Guðmundur Sigurðsson. Sýning á myndverki Guðjóns Ketilssonar opnuð. FÖSTUDAGURINN 30. MAÍ 13.30-15.30 Meistaranámskeið fyrir organista (fyrri hluti) Jon Laukvik, sérfræðingur á sviði orgeltónlistar barokktímabilsins, veitir íslenskum orgelleikurum tilsögn í barokktúlkun. Samstarfsaðilar: Tónskóli Þjóðkirkjunnar og Félag íslenskra organleikara. Staður: Langholtskirkja. Öllum heimill aðgangur. 16.00 Barokkfyrirlestur: Frá Frescobaldi til Bachs - tokkatan í orgeltónlist Jon Laukvik heldur fyrirlestur með tóndæmum við barokkorgel Langholtskirkju. Miðaverð: 500 kr. 20.00 Óratórían Elía, op. 70, eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy Eitt af stórverkum kirkjutónbókmenntanna flutt á 20 ára afmælistónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju. Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Alina Dubik alt, Anthony Rolfe Johnson tenór og Andreas Schmidt bassi. Afmæliskór Mótettukórs Hallgrímskirkju. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Miðaverð: 3.000 kr. LAUGARDAGURINN 31. MAÍ 12.00 Barokkorgeltónleikar: Jon Laukvik Heimsþekktur túlkandi barokktónlistar flytur verk eftir Froberger, Buxtehude, J.S. Bach, C.P.E. Bach o.fl. á barokkorgel Langholtskirkju. Miðaverð: 1.500 kr. 13.30-15.30 Meistaranámskeið fyrir organista (seinni hluti) 18.00-23.00 Listavaka unga fólksins Sköpunargleði ungra listamanna í tónlist, leiklist, dansi og spuna fyllir kirkjuna. Umsjón: Guðjón Davíð Karlsson, Guðmundur Vignir Karlsson og Margrét Rós Harðardóttir. 23.00 Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson (frumflutningur) Flytjendur: Caput hópurinn, Skúli Sverrisson, Matthías M.D. Hemstock, Guðmundur Sigurðsson, Hörður Bragason og Jóhann Jóhannsson. Stjórnandi: Guðni Franzson. SUNNUDAGURINN 1. JÚNÍ 11.00 Hátíðarmessa Sérstök áhersla er lögð á trú, list og börn í messunni. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barna- og unglingakórar Hallgrímskirkju, Grafarvogs- kirkju og Hafnarfjarðarkirkju syngja. Stjórnendur: Bjarney I. Gunnlaugsdóttir, Oddný Þórhallsdóttir og Helga Loftsdóttir. Fiðlusveit Allegro Suzukitónlistarskólans leikur undir stjórn Lilju Hjaltadóttur. Leikbrúðuland sýnir Fjöðrina sem varð að fimm hæn- um og Ævintýrið um Stein Bollason í leikstjórn Arnar Árnasonar. Á eftir messu verður útihátíð á Hallgrímstorgi. 20.00 Ljóðatónleikar: Trúarlegir ljóða- söngvar með Andreas Schmidt Heimssöngvarinn Andreas Schmidt og píanóleikarinn Helmut Deutsch flytja Gellert-ljóð eftir Beethoven, Vier ernste Gesänge eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorák og Michelangelo-ljóð eftir Wolf. Staður: Salurinn í Kópavogi. Miðaverð: 2.500 kr. MÁNUDAGURINN 2. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson spinna á saxófón og orgel. 20.00 Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður Kvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi og Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar flytja verk eftir Perotinus, Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgisson og Stabat mater dolorosa fyrir karlakvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjell Habbestad. Ennfremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. Miðaverð: 2.000 kr. ÞRIÐJUDAGURINN 3. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Sigurður Árni Þórðarson. Elísabet Waage hörpuleikari leikur tónlist eftir Paul Hindemith o.fl. Trúlega Bergman (I) 20.00 Smultronstället (Sælureiturinn) 22.30 Det sjunde inseglet (Sjöunda innsiglið) Tvær klassískar kvikmyndir eftir Ingmar Bergman. Stuttar innlýsingar fyrir sýningarnar. Kvikmyndirnar eru með enskum texta. Staður: Bæjarbíó í Hafnarfirði. Miðaverð: 1.000 kr. (ein sýning), 1.500 kr. (báðar sýningarnar). Sýningarnar eru upphaf þrískiptrar dagskrár um trúarstef í kvikmyndum Bergmans. Málþing verður haldið tvö næstu kvöld í Hallgrímskirkju. Samstarfsaðilar: Deus ex cinema og Kvikmyndasafn Íslands MIÐVIKUDAGURINN 4. JÚNÍ 8.00 Morgunmessa Prestar: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson. 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. María Ágústsdóttir. Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari og Árni Arinbjarnarson organisti leika verk eftir Corelli og Bach. 20.00 Trúlega Bergman (II) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (fyrri hluti). Fyrirlesarar: Árni Svanur Daníelsson: Bílferð með Bergman og Allen. Halldór Hauksson: Bach og Bergman - um tónlist i kvikmyndum Ingmars Bergmans. Pétur Pétursson: Þáttur kristinnar trúar í listsköpun Ingmars Bergmans. Þorkell Ágúst Óttarsson: Sjöunda innsiglið sem dómsdagsmynd meðal dómsdagsmynda. Miðaverð: 500 kr. 22.30 Completorium - Náttsöngur Umsjón: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. FIMMTUDAGURINN 5. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Sigurður Pálsson. Dagný Björgvinsdóttir og Sigrún Magna Þórsteins- dóttir leika verk eftir Bach og Mendelssohn á Klais-orgel Hallgrímskirkju. 20.00 Trúlega Bergman (III) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (seinni hluti). Maaret Koskinen, einn fremsti Bergmanfræðingur heims, flytur fyrirlesturinn In the Beginning was the Word: From the Private Archive of Ingmar Bergman. Að loknum fyrirlestrinum verða almennar umræður. Miðaverð: 500 kr. FÖSTUDAGURINN 6. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Magnea Tómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson orgel flytja íslensk þjóðlög við Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar í útsetningum Smára Ólasonar og orgelforleiki eftir Bach. 21.00 Passíusálma+ 15 íslensk ljóðskáld flytja ljóð í anda Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Skáldin eru Andri Snær Magnason, Baldur Óskarsson, Hjörtur Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ísak Harðarson, Jón Bjarman, Kristján Þórður Hrafnsson, Kristján Valur Ingólfsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Matthías Johannessen, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Tónlist: Matthías M.D. Hemstock. Umsjón: Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Miðaverð: 500 kr. LAUGARDAGURINN 7. JÚNÍ 18.00 Hátíð heilags anda hringd inn Leikið á klukkuspil Hallgrímskirkju. 18.15 Barokktónleikar Antonio Vivaldi: Gloria f. einsöngvara, kór og hljómsveit. Johann Sebastian Bach: Hvítasunnukantatan. Erschallet, ihr Lieder, BWV 172, f. einsöngvara, kór og hljómsveit. Einsöngvarar: Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Kammerkórinn Schola cantorum. Barokkhljómsveitin Das Neue Orchester frá Köln. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Miðaverð: 2.000 kr. SUNNUDAGURINN 8. JÚNÍ 11.00 Hátíðarmessa á hvítasunnudag - útvarpsmessa Biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Sigurður Pálsson þjóna fyrir altari. Schola cantorum og Das Neue Orchester frá Köln flytja hvítasunnukantötuna Erschallet, ihr Lieder, BWV 172, eftir Bach. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Organistar í messunni eru Hörður Áskelsson og Olivier Latry. 20.00 Orgeltónleikar: Olivier Latry frá Notre Dame í París Einn frægasti organisti heims leikur tónlist eftir Johann Sebastian Bach, César Franck, Louis Vierne, Marcel Dupré o.fl. auk þess að spinna á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Miðaverð: 2.000 kr. MÁNUDAGURINN 9. JÚNÍ 11.00 Hátíðarmessa á annan dag hvítasunnu Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Dómkórinn og Marteinn H. Friðriksson flytja hvítasunnutónlist. 20.00 Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar: Mótettur meistara Bachs Komm, Jesu, komm, BWV 229 Lobet den Herrn, alle Heiden, BWV 230 Fürchte dich nicht, BWV 228 Der Geist hilft unsrer Schwachheit auf, BWV 226 Jesu, meine Freude, BWV 227 Singet dem Herrn ein neues Lied, BWV 225 Einar Jóhannesson klarinettuleikari frumflytur Bachbrýr eftir Atla Heimi Sveinsson á milli mótettanna. Mótettukór Hallgrímskirkju. Das Neue Orchester frá Köln. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Miðaverð: 2.500 kr. Allir dagskrárliðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram Kirkjulistahátíð 2003 29. maí - 9. júní TVÖ HÚS eftir Lorca í kvöld fim. 29. maí kl. 20 fös. 30. maí kl. 20 sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is VÖLUSPÁ eftir Þórarin Eldjárn 150. sýning sunnudag 1. júní kl. 20. Einstakt tækifæri til að sjá þessa rómuðu sýningu. 10. júní hefst 3ja vikna leikhúsnám- skeið fyrir 9-12 ára börn. Enn eru nokkur pláss laus. Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml PLACEBO – SLEEPING WITH GHOSTS ÞAÐ er alveg óhætt að segja að Brian Molko og félagar séu við sama heygarðshornið á fjórðu plötu sinni. Vissulega er hún skref upp á við frá hinni lömuðu Black Market Mu- sic en hæðum fyrstu tveggja platnanna nær hún aldrei. Eftir stendur þó fremur til- þrifalítil plata með miðaldra sveit í tilvistarkreppu, sem enn skortir djörfung og dug til að sleppa takinu af gelgjurokkinu sem skóp þeim nafn og horfa fremur fram á veginn.  ATHLETE – VEHICLES & ANIMALS Það er varla hægt að segja að mikið hafi gerst í bresku nýbylgju- poppi það sem af er ári. Þó má tína til einstaka athygli- verðar plötur, eins og þessa frumraun Lundúnarsveitar- innar Athlete. Tón- listin er reyndar svolítið skrítin. Ekki langsótt, sannarlega ekki þungmelt, heldur bara skrítin, því á stundum sver hún sig í ætt við gáfu- mannapopp frá níunda áratugnum, sem sveitir á borð við Prefab Spro- ut, China Crisis og Microdisney nostruðu við. Þetta er samt engin nostalklígja í sjálfu sér, ekkert gam- aldags, heldur bara áheyrilegt og þaulhugsað popp, stundum reyndar heldur of þaulhugsað.  Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.