Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖLLUM starfsmönnum Jökuls ehf. á Raufarhöfn, um 50, verður sagt upp frá og með komandi mán- aðamótum en um 20 starfsmenn verða síðan end- urráðnir. Starfsemin verður tekin til gagngerrar endurskipulagningar frá og með 1. júlí og er ætl- unin að hefja starfsemi með breyttum áherslum á haustdögum, en í stað lausfrystra flakabita og blokkarvinnslu verður megináhersla lögð á fram- leiðslu léttsaltaðra þorskafurða. Jökull ehf. er hluti af Brimsamstæðunni, sem er dótturfélag Eimskipafélags Íslands. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims ehf., segir að vinnslan hafi ekki skilað nægjanlegri framlegð, en fyrirtækið hafi verið rekið með 96 milljóna króna halla í fyrra og 26 milljóna kr. halla fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi árs. Brim hafi tekið við rekstrinum haustið 2000 og þá hafi verið rúm 30 stöðugildi í landvinnslunni. Mikill kraftur hafi ver- ið settur í vinnsluna og fólki bætt við. Umsvifin hafi aukist og unnin hafi verið rúm 1.000 tonn af afurðum á ársgrundvelli. Þetta hafi gengið ágæt- lega fyrstu tvö árin en í fyrra hafi fyrirtækið fund- ið fyrir aukinni samkeppni, einkum vegna fisks frá Kína sem hafi komið inn á helstu markaðssvæðin á lægra verði. „Síðustu mánuði hefur gengi krón- unnar líka haft áhrif,“ segir hann. Guðbrandur segir að ýmsir möguleikar hafi ver- ið skoðaðir í stöðunni og síðan verið tekin sú ákvörðun að breyta vinnslunni og fara meira í hraðvinnslu, en magn hráefnis verði ekki minna en hingað til og jafnvel meira. Það sé trú manna að fyrirtækið gangi að lokinni endurskipulagning- unni, en það sé ljóst að vinnslan sem rekin hafi verið með tiltölulega háu launahlutfalli gangi ekki. Starfsfólkinu var gerð grein fyrir stöðunni í gærmorgun. Guðbrandur segir að eðlilega sé allt- af áfall þegar svona hlutir gerist. Fullur vilji sé hjá samstæðunni um að aðstoða fólkið af fremsta megni en því miður sé ekki um nein störf að ræða innan samstæðunnar til að bjóða þessum starfs- mönnum. Hins vegar verði litið til starfsaldurs starfsmanna við endurráðningarnar. Starfsemi Jökuls á Raufarhöfn endurskipulögð og fækkað um 30 stöðugildi Öllum starfsmönnum sagt upp og 20 endurráðnir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Uppsagnirnar hjá Jökli eru mikið áfall fyrir íbúa Raufarhafnar og hafa mikil og alvarleg áhrif á samfélagið. Fyrirtækið rekið með 26 milljóna kr. halla fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi árs GUÐNÝ Hrund Karlsdóttir, sveit- arstjóri á Raufarhöfn, segir að upp- sagnirnar hjá Jökli séu mikið áfall og hafi mikil áhrif á samfélagið, en hugsanlega geti aðeins varanlegur kvóti bjargað byggðinni. „Þetta er gríðarlegt áfall og við höfum ekki náð okkur,“ segir Guðný Hrund og bendir á að íbúarnir séu rétt innan við 300 og því missi stórt hlutfall af vinnufæru fólki vinnuna. Hreppurinn missi líka tekjur og út- gjöld hans aukist. Hann hafi þurft að innleysa mikið húsnæði og eigi fjölbýlishús með 11 íbúðum og sex einbýlishús. „Fólk hefur getað feng- ið vinnu í frystihúsinu en nú fer keðjuverkun af stað, keðjuverkun sem bitnar mjög hart á verslun og þjónustu. Fólk hefur þegar sagt upp húsaleigu hjá okkur, við þurfum að borga af lánum vegna þessa fé- lagslega húsnæðis og útsvarstekjur hreppsins minnka. Þar fyrir utan er ekki vænlegt ástand varðandi vinnu. Síldarvinnslan hefur þegar skorið niður hjá sér og hreppurinn einnig. Hvert áfallið rekur annað og það grefur jafn harðan undan. Við höf- um lagt mikið á okkur til að ná tök- um á fjármálunum, en staðan er þannig að við erum ekki aðeins í djúpu lauginni heldur er okkur haldið í kafi.“ Ekkert annað til ráða en að fá kvóta Guðný Hrund segist ekki hafa neinar töfralausnir á takteinum, en þingmenn kjördæmisins hafi rætt um að halda fund um málið. „Ég sé ekkert annað til ráða en að við fáum kvóta sem ekki er hægt að braska með. Ekki það að ég sé að biðja um kvóta en það er það eina sem ég sé til bjargar þremur tímum eftir að greint var frá þessu. Uppsagnirnar kalla á frekari fólksfækkun, þótt ekki sé um auðugan garð að gresja varðandi atvinnu annars staðar.“ Fækkar um sex stöðugildi hjá Síldarvinnslunni Um mánaðamótin fækkar um sex stöðugildi hjá Síldarvinnslunni vegna skipulagsbreytinga en Guðný Hrund segir að þar sem verkstæð- isvinnan, sem hafi verið hluti af starfsemi Síldarvinnslunnar, sé komin í hendur þeirra starfsmanna sem hafi séð um hana fækki í raun aðeins um tvö stöðugildi. Til standi að fækka störfum í grunnskólanum en þar sé ekki um uppsagnir að ræða heldur verði ekki ráðið í stað- inn fyrir alla leiðbeinendur sem ætli að hætta. Í fyrra hafi rekstur hreppsins verið tekinn í gegn með því að taka á yfirvinnu og ýmsum hlunnindum, en nú blasi við að hann standi ekki undir sér. „Verðum að fá varanlegan kvóta“ Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri ÞORSTEINN Hallsson, varatrún- aðarmaður starfsfólks hjá Jökli, er ekki bjartsýnn á framhaldið á Rauf- arhöfn. „Ég held að staðurinn legg- ist af,“ segir hann og segist ekki sjá neina lausn. „Það vinnur enginn sitt dauðastríð.“ Að sögn Þorsteins var starfsfólkið orðlaust þegar því var greint frá komandi uppsögnum skömmu fyrir hádegi í gær. „Það voru í sjálfu sér lítil sem engin viðbrögð en þetta bitnar mest á útlendingum, því hér hafa verið 9 manns frá Perú, 27 Pól- verjar og 3 Rússar. Hins vegar hefur þetta mjög slæm áhrif á alla, því það verða ekki nema 20 eftir af um 50 manns. Hagkvæmni stærðarinnar skiptir víst mestu máli og því á að minnka þetta niður í 20 manna vinnustað.“ Þorsteinn segir að annar starfsmannafundur hafi verið boð- aður á morgun, föstudag, og þá verði rætt betur um málið. Hann er 62 ára, hefur unnið í 36 ár hjá fyrirtæk- inu og er með lengsta starfsald- urinn. Hann segir að allt tal um upp- byggingu hafi miðað að því að fara í eitthvað nýtt en hún hafi ekki skilað neinum árangri. Nú eigi að fara í eina kollsteypuna enn og umbreyta öllu til að fara að vinna saltfisk í frystihúsinu. „Ef þessi stóru fyrirtæki græða ekki nóg þá loka þau þessu bara. Framleiðnin er ekki nóg, segja þeir. Það er bók- haldstap á þessu en hér eru miklar eignir sem hafa verið afskrifaðar heilmikið.“ Hann er langt því frá að vera bjartsýnn varðandi framhaldið þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar. „Ég held að þetta muni aldrei ganga. Þetta er mjög viðkvæm vara, þessi saltfisksflök, og ákaflega lítill mark- aður fyrir hana.“ „Ég held að staðurinn leggist af“ Þorsteinn Hallsson „ÞETTA er hræðilegt,“ segir Pálína Auðbjörg Valsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Raufarhafnar, um uppsagnir Jökuls ehf. „Það leggjast niður 30 störf sem þýðir blóðtaka fyrir staðinn.“ Pálína Auðbjörg segir að fólks- fækkun á Raufarhöfn sé komin niður að sársaukamörkum því ekki sé auð- velt að manna stöður sem losni. „Þegar þetta fólk flytur af staðnum verður staðan enn erfiðari.“ Hún segir að hendur Verkalýðs- félagsins séu alveg bundnar og því geti það ekkert gert. Hins vegar verði haldinn stjórnarfundur í vik- unni og málin rædd, en það lagi ekki ástandið. „Þetta er beinlínis afleið- ing af því að Raufarhafnarbúar tóku þá heimskulegu ákvörðun að selja sinn hluta í útgerðarfyrirtækinu fyr- ir nokkrum árum. Þar með voru bát- arnir farnir og kvótinn farinn af staðnum og stór fyrirtæki farin að reka þetta, en þeim stendur alveg á sama um fólkið og staðinn. Þetta er það sem gerist.“ Að sögn Pálínu Auðbjargar má gera ráð fyrir að útlendingar sem eru ekki komnir með varanlegt at- vinnuleyfi, verði ekki endurráðnir og svo ungt fólk með minnsta starfsald- urinn. „Það má kannski segja að af tvennu illu er betra að farið sé út í öðruvísi skipulag og breyttan rekst- ur heldur en að loka alveg eins og búið var að æmta.“ „Blóðtaka fyr- ir staðinn“ Pálína Auðbjörg Valsdóttir EIGENDUR lóðar við Miðskóga í Bessastaðahreppi standa uppi með verðlausa lóð eftir að Fornleifadeild ríkisins lagði fram bréf sem segir að ekki megi hrófla við lóðinni án und- angenginna rannsókna á fornleifum. Samkvæmt mati Fornleifanefndar kostar slíkur uppgröftur 70 milljónir króna, sem eigendur lóðarinnar þurfa að standa undir. Eigendurnir vísuðu málinu til matsnefndar eignarnámsbóta sem tók undir með eigendum. Úrskurð- aði nefndin að ríkið skyldi greiða eig- endum 2,7 milljónir króna þar sem ljóst þykir að lóðin sé í raun verð- laus. Hins vegar tók matsnefndin ekki undir að greiða þyrfti bætur fyrir tvær lóðir við enda götunnar Mið- skóga. Sömu eigendur höfðu krafist bóta eftir að sala á lóðunum gekk til baka að þeirra sögn eftir að sveit- arstjórn hafði ákveðið að heimila ekki neinar framkvæmdir þar vegna fyrirmæla frá Þjóðminjasafninu. Síð- ar kom í ljós að undangenginni forn- leifakönnun að þær lóðir voru utan þess svæðis þar sem fornleifar eru. Má ekki breyta heimkeyrslu Eigandi Tjarnarlands í Bessa- staðahreppi gerði sömuleiðis kröfu um bætur þar sem honum var ekki heimilt að breyta heimkeyrslu að húsi og bílskúr á lóðinni eins og sveitarstjórn Bessastaðahrepps hafði samið um að gera vegna breyt- inga á skipulagi á svæðinu. Rann- sóknarskylda hvílir einnig á þeim eiganda vegna fornleifa á lóðinni. Taldi eigandi að eignin hefði rýrnað í verði sökum þessa. Matsnefnd eignarnámsbóta tekur undir að ekki sé unnt að breyta að- keyrslu að húsinu né legu bílskúrs svo sem skipulag gerir ráð fyrir nema gegn greiðslu mikils rann- sóknarkostnaðar. Þykir nefndinni ljóst að verðmæti Tjarnarlands rýrni lítillega vegna þess og úrskurðaði að hæfilegar bætur vegna þessa þyki ein milljón króna. Nefndin telur að ríkissjóður Ís- lands eigi að greiða matsbeiðendum öllum sameiginlega 450 þúsund krónur auk virðisaukaskatts í kostn- að vegna reksturs málsins og 480 þúsund í ríkissjóð í kostnað vegna starfa matsnefndar eignarnámsbóta í þessu máli. Matsnefnd eignarnáms- bóta úrskurðar Verðminni lóðir vegna fornleifa- fundar ♦ ♦ ♦ HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 26 ára karlmann í hálfs árs fangelsi fyr- ir kynferðisbrot gegn þá tvítugri konu sumarið 2001. Var ákærði sak- felldur fyrir að hafa samræði við konuna á meðan hún gat ekki sporn- að gegn verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Hæstiréttur réð af gögnum málsins að konan hefði gert manninum skýrlega grein fyrir því að hún vildi ekki eiga við hann mök við þær aðstæður sem voru fyrir hendi umrætt sinn. Hefði honum mátt vera ljóst, þrátt fyrir vinsamleg samskipti þeirra áður en þau lögðust til svefns, hver vilji hennar var í þessu efni. Þótti Hæstarétti sýnt að maðurinn hefði gengið lengra en hann mátti, þegar stúlkan var sof- andi og notfært sér ástand hennar. Hæstiréttur staðfesti því dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 29. janúar 2003 og sakfelldi ákærða. Auk þess hækkaði Hæstiréttur miskabætur til handa konunni úr 200 þúsund í 300 þúsund krónur. Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.