Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 25 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396 EINBÝLISHÚS - HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ1. Ég hef verið beðinn um að leita eftir einbýlishúsi á einni hæð með jeppabílskúr. Æskilegt að aðgengi sé gott fyrir hjólastól. Verðhugmynd 23-24 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! 07 16:00JÚN Í Laugardaginn 7. júní kl. 16:00 mæta Íslendingar Færeyingum í undan- keppni EM í knattspyrnu. Nú skiptir hvert stig máli og því mikilvægt að styðja vel við bakið á „Strákunum okkar“ á Laugardalsvellinum. Eingöngu er selt í númeruð sæti og nú er hægt að fá barnamiða í hvaða sæti sem er með 50% afslætti. Á síðasta ári seldi KSÍ þúsundir miða á Netinu og voru miðarnir afhentir á þjónustustöðvum ESSO. Einfalt fyrirkomulag sem allir geta nýtt sér. F í t o n / S Í A F I 0 0 7 1 4 8FÆREYJAR Forsala á ksi.is og esso.is 23. maí –1. júní Hólf Gamla stúkan B, C, G og H Gamla stúkan A og I Nýja stúkan L, M, N, O og P Nýja stúkan R, S og T Forsala á netinu 23. maí - 1. júní Forsala ESSO 3. - 6. júní Sala á leikdag 7. júní 2.500 kr. 2.500 kr. 3.000 kr. 2.500 kr.2.000 kr. 2.000 kr. 1.500 kr.1.000 kr. 1.000 kr. Ávallt gildir 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri í hvaða sæti sem er ALÞJÓÐLEGT málþing um fagur- fræði verður sett í Snorrastofu í Reykholti kl. 20.15 í kvöld og stendur fram á sunnudag. Þar ætla myndlist- armenn, safnamenn, gagnrýnendur, heimspekingar, fagurfræðingar og skáld að koma saman og velta fyrir sér fagurfræði í sögulegu ljósi. Hug- myndin er að skapa samræðu um efn- ið og gefa spurningunni um fagur- fræði lista rými. Samræðan verður í formi erinda annars vegar og gjörn- inga/myndlistar hins vegar. Eftirfar- andi efni verða höfð til hliðsjónar: Maðurinn í samtímamyndlist, sið- fræði fagurfræðinnar, Snorri Sturlu- son, ættfræði fagurfræðinnar, afdrif fagurfræði á tímum tölfræði og mark- aðshyggju, rafræn fagurfræði, að við- halda löngun sinni til mannsins, möguleikar ábyrgðar, að kasta sér á bálið, samband sköpunar og dauða í vestrænni fagurfræði. Þátttakendur eru um 40 talsins og koma frá Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Skotlandi, Bandaríkjun- um, Sviss og Íslandi. Íslensku þátt- takendurnir hafa flestir skapað sér nafn á sínu sviði. Í þeirra hópi eru einnig ungir myndlistar- og fræði- menn. Þar að auki munu nemendur úr Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands sækja þingið. Framarlega á sínu sviði Erlendir boðsgestir eru allir fram- arlega á sínu sviði, hvort sem um ræð- ir myndlistarmenn, fagurfræðinga, safnamenn, skáld og/eða heimspek- inga. Af þeim má nefna svissneska myndlistarmanninn Thomas Hirsch- horn, en hann hlaut nýverið Du- champ-verðlaunin og er af mörgum álitinn einn af áhugaverðustu mynd- listarmönnum samtímans. Myndlist- arkonan Susan Hiller er sömuleiðis mjög vel þekkt í heimi myndlistarinn- ar, en hún er bandarísk og býr í Bret- landi. Breski heimspekingurinn Sim- on Critchley er mikilhæfur túlkandi, en hann hefur m. a. skrifað um list. Ennfremur má nefna frönsku skáld- konuna og Íslandsvininn Marie Darr- ieussecq. Skáldsagan sem gerði hana fræga, Truismes, kom út í íslenskri þýðingu (Gylting) árið 1998. Höfuðmarkmið málþingsins er að skapa alþjóðlega samræðu um fagur- fræði lista og sögu hennar. Stefnt er að útgáfu bókar með erindum þings- ins. Henni mun fylgja CD-diskur sem inniheldur myndlistarverk, gjörninga og brot úr umræðum þingsins. Málþing um fagur- fræði í sögu- legu ljósi ÉG ER meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur var frum- sýnt í fyrrakvöld í Teotro Filo Drammatici í Mílanó á Ítalíu. Höf- undurinn var viðstaddur frumsýn- inguna og lét vel af henni í samtali við Morgunblaðið og sagði und- irtektir hafa verið mjög góðar. Það er leikhópurinn Teatro Della Tosse frá Genúa sem sviðsett hefur Meistarann og er Mílanó fjórða borgin sem þau sýna í en áður hafa þau sýnt í Bologna og Napólí auk Genúa. Ég er meistarinn hefur verið gefið út af Iperborea-forlaginu í Mílanó sem hefur einnig gefið út skáldsögur Thors Vilhjálmssonar og Einars Más Guðmundssonar. Í tengslum við frumsýninguna skipulagði útgefandi viðamikla kynningu á íslensku höf- undunum þremur sem stendur yfir þessa viku. Hrafnhildur kvaðst ánægð með sýninguna og leik- ararnir hefðu gert hlutverkunum góð skil. „Í hlutverki meistarans er Paolo Braziosi, sem er greinilega vel þekktur leikari hér á Ítalíu.“ Þýðandi Ég er meistarinn er Christina Maifredi og leikstjóri sýn- ingarinnar er eiginmaður hennar Sergio Maifredi. Ég er meistarinn var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 1991 og árið eftir hlaut Hrafnhildur leikskáldaverðlaun Norðurlanda fyrir verkið. Það hefur verið þýtt á um tíu tungumál og uppfærslur eru orðnar á annan tug í níu löndum. Hrafnhildur segir alltaf ánægju- legt að sjá þetta verk í nýrri túlkun en fyrir sig sé verkið löngu liðin tíð. „Það er mjög langt frá því sem ég er að skrifa og velta fyrir mér núna “ Hrafnhildur segist hafa tvö leikrit í smíðum fyrir bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið. „Þau eru bæði á frekar góðu róli og langt komin. Ég þori samt ekki að segja til um hve- nær þau verða frumsýnd en það verður vonandi fyrr en seinna.“ Meistarinn frum- sýndur í Mílanó Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.