Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 25 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396 EINBÝLISHÚS - HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ1. Ég hef verið beðinn um að leita eftir einbýlishúsi á einni hæð með jeppabílskúr. Æskilegt að aðgengi sé gott fyrir hjólastól. Verðhugmynd 23-24 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! 07 16:00JÚN Í Laugardaginn 7. júní kl. 16:00 mæta Íslendingar Færeyingum í undan- keppni EM í knattspyrnu. Nú skiptir hvert stig máli og því mikilvægt að styðja vel við bakið á „Strákunum okkar“ á Laugardalsvellinum. Eingöngu er selt í númeruð sæti og nú er hægt að fá barnamiða í hvaða sæti sem er með 50% afslætti. Á síðasta ári seldi KSÍ þúsundir miða á Netinu og voru miðarnir afhentir á þjónustustöðvum ESSO. Einfalt fyrirkomulag sem allir geta nýtt sér. F í t o n / S Í A F I 0 0 7 1 4 8FÆREYJAR Forsala á ksi.is og esso.is 23. maí –1. júní Hólf Gamla stúkan B, C, G og H Gamla stúkan A og I Nýja stúkan L, M, N, O og P Nýja stúkan R, S og T Forsala á netinu 23. maí - 1. júní Forsala ESSO 3. - 6. júní Sala á leikdag 7. júní 2.500 kr. 2.500 kr. 3.000 kr. 2.500 kr.2.000 kr. 2.000 kr. 1.500 kr.1.000 kr. 1.000 kr. Ávallt gildir 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri í hvaða sæti sem er ALÞJÓÐLEGT málþing um fagur- fræði verður sett í Snorrastofu í Reykholti kl. 20.15 í kvöld og stendur fram á sunnudag. Þar ætla myndlist- armenn, safnamenn, gagnrýnendur, heimspekingar, fagurfræðingar og skáld að koma saman og velta fyrir sér fagurfræði í sögulegu ljósi. Hug- myndin er að skapa samræðu um efn- ið og gefa spurningunni um fagur- fræði lista rými. Samræðan verður í formi erinda annars vegar og gjörn- inga/myndlistar hins vegar. Eftirfar- andi efni verða höfð til hliðsjónar: Maðurinn í samtímamyndlist, sið- fræði fagurfræðinnar, Snorri Sturlu- son, ættfræði fagurfræðinnar, afdrif fagurfræði á tímum tölfræði og mark- aðshyggju, rafræn fagurfræði, að við- halda löngun sinni til mannsins, möguleikar ábyrgðar, að kasta sér á bálið, samband sköpunar og dauða í vestrænni fagurfræði. Þátttakendur eru um 40 talsins og koma frá Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Skotlandi, Bandaríkjun- um, Sviss og Íslandi. Íslensku þátt- takendurnir hafa flestir skapað sér nafn á sínu sviði. Í þeirra hópi eru einnig ungir myndlistar- og fræði- menn. Þar að auki munu nemendur úr Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands sækja þingið. Framarlega á sínu sviði Erlendir boðsgestir eru allir fram- arlega á sínu sviði, hvort sem um ræð- ir myndlistarmenn, fagurfræðinga, safnamenn, skáld og/eða heimspek- inga. Af þeim má nefna svissneska myndlistarmanninn Thomas Hirsch- horn, en hann hlaut nýverið Du- champ-verðlaunin og er af mörgum álitinn einn af áhugaverðustu mynd- listarmönnum samtímans. Myndlist- arkonan Susan Hiller er sömuleiðis mjög vel þekkt í heimi myndlistarinn- ar, en hún er bandarísk og býr í Bret- landi. Breski heimspekingurinn Sim- on Critchley er mikilhæfur túlkandi, en hann hefur m. a. skrifað um list. Ennfremur má nefna frönsku skáld- konuna og Íslandsvininn Marie Darr- ieussecq. Skáldsagan sem gerði hana fræga, Truismes, kom út í íslenskri þýðingu (Gylting) árið 1998. Höfuðmarkmið málþingsins er að skapa alþjóðlega samræðu um fagur- fræði lista og sögu hennar. Stefnt er að útgáfu bókar með erindum þings- ins. Henni mun fylgja CD-diskur sem inniheldur myndlistarverk, gjörninga og brot úr umræðum þingsins. Málþing um fagur- fræði í sögu- legu ljósi ÉG ER meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur var frum- sýnt í fyrrakvöld í Teotro Filo Drammatici í Mílanó á Ítalíu. Höf- undurinn var viðstaddur frumsýn- inguna og lét vel af henni í samtali við Morgunblaðið og sagði und- irtektir hafa verið mjög góðar. Það er leikhópurinn Teatro Della Tosse frá Genúa sem sviðsett hefur Meistarann og er Mílanó fjórða borgin sem þau sýna í en áður hafa þau sýnt í Bologna og Napólí auk Genúa. Ég er meistarinn hefur verið gefið út af Iperborea-forlaginu í Mílanó sem hefur einnig gefið út skáldsögur Thors Vilhjálmssonar og Einars Más Guðmundssonar. Í tengslum við frumsýninguna skipulagði útgefandi viðamikla kynningu á íslensku höf- undunum þremur sem stendur yfir þessa viku. Hrafnhildur kvaðst ánægð með sýninguna og leik- ararnir hefðu gert hlutverkunum góð skil. „Í hlutverki meistarans er Paolo Braziosi, sem er greinilega vel þekktur leikari hér á Ítalíu.“ Þýðandi Ég er meistarinn er Christina Maifredi og leikstjóri sýn- ingarinnar er eiginmaður hennar Sergio Maifredi. Ég er meistarinn var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 1991 og árið eftir hlaut Hrafnhildur leikskáldaverðlaun Norðurlanda fyrir verkið. Það hefur verið þýtt á um tíu tungumál og uppfærslur eru orðnar á annan tug í níu löndum. Hrafnhildur segir alltaf ánægju- legt að sjá þetta verk í nýrri túlkun en fyrir sig sé verkið löngu liðin tíð. „Það er mjög langt frá því sem ég er að skrifa og velta fyrir mér núna “ Hrafnhildur segist hafa tvö leikrit í smíðum fyrir bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið. „Þau eru bæði á frekar góðu róli og langt komin. Ég þori samt ekki að segja til um hve- nær þau verða frumsýnd en það verður vonandi fyrr en seinna.“ Meistarinn frum- sýndur í Mílanó Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.