Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Norma Mary og Sylvia koma í dag. Langvin kom í gær og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss fór frá Straums- vík til Reykjavíkur í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5, fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Sumarorlof eldri borg- ara í Skálholti. Boðið er upp á fjóra dvalarhópa á tímabilinu 18. júní til 14. júlí. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæma í síma 557 1666 og á www. gamlinoi.is. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag lagt af stað í ferð til Keflavíkur frá Fella- og Hólakirkju kl. 12.45. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Dags- ferð um Reykjanes. Skoðað safn Hitaveitu Suðurnesja og Salt- fisksafn Íslands í Grindavík. Veitingar í sjómannastofunni Vör. Áhugaverðir staðir skoðaðir í Sandgerði, kaffi í Vitanum. Brott- för kl. 10 frá Hraunseli. Miðar seldir föstudag- inn 13. júní kl. 13–15. Skráning og allar upp- lýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krumma- kaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis. Fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / matarfíkn / ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóverslun Axel Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826; Mosfell sf., Þrúð- vangi 6, Hellu, s. 487 5828; Sólveig Ólafs- dóttir, Versluninni Grund, Flúðum, s. 486 6633; Sjúkrahús Suður- lands og Heilsugæslu- stöð, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300; Verslunin Ír- is, Austurvegi 4, Sel- fossi, s. 482 1468; Blómabúðin hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, Grinda- vík, s. 426 8787; Penn- inn – Bókabúð Kefla- víkur, Sólvallagötu 2, Keflavík, s. 421 1102; Íslandspóstur hf., Hafnargötu 89, Kefla- vík, s. 421 5000; Ís- landspóstur hf., c/o Kristjana Vilhjálms- dóttir, Garðbraut 69, Garði, s. 422 7000; Dag- mar Árnadóttir, Skip- hóli, Skagabraut 64, Garði, s. 422 7059. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást í Reykjavík, Hafnarfirði og Sel- tjarnarnesi á skrifstofu LHS, Síðumúla 6, Reykjavík, s. 552-5744, fax 562-5744; Hjá Hirti, Bónushúsinu, Suður- strönd 2, Seltjarn- arnesi, s. 561 4256; Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, s. 565 1630. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555-0383 eða 899-1161. Í dag er fimmtudagur 29. maí, 149. dagur ársins 2003. Uppstigningardagur. Orð dags- ins: Guð vonarinnar fylli yður öll- um fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Rómv. 15, 13.)     Á vefritinu Kreml.isveltir Ingólfur Mar- geirsson úrslitum kosn- inga og stöðu kvenna fyrir sér. Hann vill ekki meina að minnkandi hlutur kvenna í stjórn- málum sé til marks um aukið ójafnrétti kynjanna í íslensku sam- félagi.     Ingólfur segir: „Eitt afþví sem einkennt hef- ur pólítíska umræðu að loknum kosningum eru stunur femínista í öllum flokkum yfir því hve fá- ar konur komust á þig og hve veikum fótum jafnréttið og jafnvel lýð- ræðið standi.     Þessi hugsun hefur náðþeim kórréttu hæð- um að enginn er lengur maður með mönnum eða kvenmaður með kven- mönnum nema að halda þessari skoðun fram. Þessi upphrópun er helsti pólítíski sinueldur dagsins í dag. Í ótal út- varpsþáttum og sjón- varpsþáttum kveða þess- ar grátklökku raddir við. Og tárin þekja dálk- sentímetra dagblaðanna.     En skoðum þessa stað-hæfingu betur. For- ystuliði flokkanna, ekki síst formönnum, er kennt um að beina ekki fleiri kvenmönnum á þing. Davíð og Halldór eru skammaðir mest. Hvað er fólk að biðja um? Er það virkilega flokksforystu um að kenna að fleiri konur komist ekki á þing? Ég hélt að menn þyrftu fyrst að bjóða sig fram áður en þeir yrðu kosnir á þing?     Er það ekki konunumsjálfum að kenna að þær eru ekki duglegri að bjóða sig fram? Á undan kosningum fer fram prófkjör. Prófkjör allra flokka ákveða röð fram- bjóðenda. Ekki veit ég til þess að formenn flokka hafi hent réttkjörnum konum í prófkjöri niður þrepin.     Eru menn virkilega aðbiðja um að prófkjör verði lögð niður og flokksforystan ráði nið- urröðun frambjóðenda? Að uppstillingarnefndir verði endurreistar með alls kyns kvótum? Vilja menn snúa hjóli tímans og hverfa frá lýðræði að einræði flokksforystu?     Vilja menn troða fleirikonum á þing með því að henda rétt- kjörnum frambjóðendum út af listum prófkjar- anna? Eða leggja niður prófkjör? Koma konum inn á þing með flokks- ræði og bolabrögðum? Eiga uppstillinganefndir að tryggja konum þing- setu? Þeir sem nú gráta femínískum réttlæting- artárum ættu að hug- leiða þetta,“ segir Ing- ólfur á kreml.is. STAKSTEINAR Þýðir fækkun þingkvenna aukið ójafnrétti? Víkverji skrifar... KYNLÍF unglinga er umfjöll-unarefni sr. Báru Friðriks- dóttur í athyglisverðri Morgun- blaðsgrein á þriðjudag. Þar segir hún m.a. að viðhorf unglinga til kynlífs sé „afsprengi þeirrar klám- bylgju sem veður yfir landið. Það sem þau sjá á netinu, skoða í klám- blöðum og sjá á myndböndum vek- ur með þeim fyrirmyndir.“ Um leið og Víkverji las greinina varð honum hugsað til Ungfrú Ís- land keppninnar sem er nýafstaðin þetta árið. Miðað við inntak keppn- innar telur Víkverji að þar séu stúlkurnar því miður gerðar að ákveðnum kynlífsfyrirmyndum, sem ekki er víst að þær vilji neitt með hafa. Þær komu fram á sund- fatnaði eins og verið hefur í mörg ár, en það eitt og sér þykir greini- lega ekki nógu spennandi lengur, því þær komu líka fram á nærföt- unum. Ekki nóg með það heldur dönsuðu þær þannig klæddar uppi á sviði. Víkverji horfði á þetta í sjónvarpinu og sýndist stúlkunum þykja þessi nærfatadans afar óþægilegur. Brosið var á sínum stað, en líkamsbeitingin, augnaráðið og svipurinn báru ekki með sér neina gleði og lítið fór fyrir „út- geislun á sviði“. Hverjum þykir annars gaman að dansa á nærföt- unum fyrir framan fullan sal af fólki? Keppendum í Ungrú Ísland? Hafa þær stundað slíkan dans fram til þessa eða var þetta keppnisþraut sem þurfti bara að tækla og vera fegin að henni afstaðinni? Víkverji hallast að hinu síðarnefnda. x x x NÚ KEMUR samviskuspurning:ef eingöngu væri eftir einum titli að slægjast í Ungfrú Ísland, myndu þá 20 stelpur keppa í þessu ár eftir ár? Það er nefnilega þannig að allir keppendur eru leystir út úr keppninni með veglegum gjöfum frá hinum og þessum, ljósakortum, snyrtidóti og fleiru. Það þarf með öðrum orðum að tryggja að allar fái einhver laun fyrir að taka þátt, hvort sem þær vinna eður ei. Ef engar væru gjaf- irnar, engar ut- anlandsferðir, ekki neitt – nema „heið- urinn“ Ungfrú Ísland, ja hvað þá? Myndi eitt- hvað þýða fyrir útsendara keppninnar að lokka stelpurnar í þetta? Hefur einhver tekið saman hvað gjaf- irnar kosta einar og sér? Gæti hlaupið á milljónum. Víkverji heldur því fram að þessi keppni gangi út á að kaupa fólk. Kaupa stúlkur. Ekki þau verðmæti sem þær skapa með hæfileikum sínum eða kunnáttu, heldur þær sjálfar til að vera kynverur í klukkutíma. Dansandi á nærföt- unum. Er þetta „krafa nútímans“? Verður keppnin hallærisleg ef hún gerist ekki djarfari með hverju árinu sem líður? Hver ákveður ann- ars inntakið? Og hverjar eru það síðan sem þurfa að hlýða þeim ákvörðunum? Það á alls ekki að banna fegurðarsamkeppnir með lögum eða reglugerðum. Bara hætta að halda þær. Morgunblaðið/Jim Smart Skemmtiatriði á borð við samkvæmisdansa eiga vísan sess í fegurðarsamkeppnum. Hér er svifið um gólfið. Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum mynd- um er líklega ættað úr Dalasýslu, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557 4302 eða 866 6101. Gísli Marteinn frábær ÉG VILDI koma á fram- færi þakklæti til Gísla Marteins fyrir að vera fræðandi og skemmtilegur sem kynnir á Söngva- keppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Birgitta stóð sig vel en hann kryddaði þetta einstaklega vel með skemmtilegum innskotum og ýmsum fróðleik. Kona úr Mosfellsbæ. Tónleikar Kiri te Kanawa Á ÍSLANDI ríkir góðæri. Góðærið endurspeglast í því að fólk hefur efni á að fara á tónleika þar sem miðinn kostar frá 9 upp í 14 þúsund krónur og það selst upp á tveimur tímum. Þess ber að geta að tón- leikarnir eiga ekki að fara fram fyrr en í nóvember. Mynd sem birtist af bið- röð á tónleika Kiri te Kan- awa í Morgunblaðinu hinn 27. maí sl. sýnir að al- menningur hefur efni á þessu. Þarna voru ekki á ferðinni nokkrir útvaldir. Þessi mynd er lýsandi fyr- ir það mikla góðæri sem hér ríkir. Ellilífeyrisþegi. Tapað/fundið Pennaveski glataðist PENNAVESKI tapaðist á Hávallagötunni 12. maí sl. og í því var úr. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í 699 2322. Fund- arlaun í boði. Leðurjakki týndist STUTTUR tark-leður- jakki, hvítur að lit, týndist á Hverfisbarnum 24. maí sl. Finnandi jakkans er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 697 9975. Dýrahald Páfagaukur fannst GULUR og grænn páfa- gaukur fannst í Skerjafirði að kvöldi mánudagsins 26. maí. Upplýsingar í síma 664 4367. Týndur páfagaukur SNÚLLA er ljósblár páfa- gaukur sem flaug út í góða veðrið sl. laugardag. Snúllu er mjög sárt sakn- að af heimilismeðlimum í Dverghömrum 20 í Graf- arvogi. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 567 3420 eða 894 3137. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX LÁRÉTT 1 þó, 4 fleipur, 7 flaustr- ið, 8 væskillinn, 9 nóa, 11 hugboð, 13 kvíðinn, 14 eru í vafa, 16 boðung, 17 tréílát, 20 borða, 22 heimild, 23 árstíð, 24 bjóða, 25 ræktuð lönd. LÓÐRÉTT 1 þref, 2 klafanum, 3 starfa, 4 gaffal, 5 reiður, 6 les, 10 skraut, 12 tek, 13 títt, 15 hrings, 16 refur, 18 kveðskapur, 19 gálur, 20 skriðdýr, 21 duft. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 jötunafls, 8 líkin, 9 gaufa, 10 inn, 11 merin, 13 ausan, 15 spöng, 18 uglan, 21 lem, 22 ljóta, 23 tetur, 24 Jamtaland. Lóðrétt: 2 öskur, 3 unnin, 4 augna, 5 laufs, 6 slím, 7 hann, 12 iðn, 14 ugg, 15 síli, 16 ölóða, 17 glatt, 18 umtal, 19 látún, 20 nýra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.