Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FLEST verkefni sumarsinseru framhaldsverkefnifrá því í fyrra en þá varóvenju mikið um forn- leifauppgröft og fóru meðal annars af stað svokölluð Kristnihátíðar- verkefni, sjö að tölu, sem styrkt eru af Kristnihátíðarsjóði. Sjóður- inn var stofnaður á Alþingi í tilefni af þúsund ára afmæli kristins siðar á Íslandi og er meðal annars ætl- aður til að kosta fornleifarann- sóknir á helstu sögustöðum þjóð- arinnar. Í fyrra var byrjað að grafa á biskupssetrunum á Hólum í Hjaltadal og í Skálholti; á Þingvöll- um, í Reykholti, á Skriðuklaustri og Kirkjubæjarklaustri og á Gás- um í Hörgárdal. Kristnihátíðar- verkefnin hafa öll hlotið áfram- haldandi styrk úr sjóðnum í ár en auk þeirra verður grafið á fornum söguslóðum víða um land. Neðansjávarrann- sóknir við Kolkuós Uppgröfturinn á Hólum í Hjalta- dal er undir stjórn Ragnheiðar Traustadóttur en auk þess sem biskupsstóllinn sjálfur er til athug- unar er tilgangurinn að rannsaka lífskjör og þróun búsetu á Hólum í aldanna rás. Í sumar verður meðal annars farið í neðansjávarrann- sóknir við Kolkuós í Skagafirði, sem þjónaði sem höfn Hólastóls á miðöldum. Auk þess heldur upp- gröftur við forna öskuhauga áfram og kannaðar verða prentsmiðjur- ústir frá 17. og 18. öld sem fundust í fyrra. Að verkefninu standa Þjóð- minjasafn Íslands, Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Auk þess að vera styrkt af Kristnihátíðarsjóði hefur rann- sóknin hlotið styrk hjá RANNÍS og hjá Fornleifasjóði. Meðfram rannsókninni á Hólum verður einn- ig grafið í kirkjugarð í Keldudal en hann fannst að sögn Ragnheiðar í fyrrasumar þegar grafa átti fyrir húsgrunni. Garðurinn verður at- hugaður nánar í sumar en þar hafa fundist sem telja allt aftur til 12. aldar. Klaustur frá miðöldum rannsökuð Á Skriðuklaustri er meðal ann- ars verið að rannsaka klaustur sem starfrækt var á Skriðu á miðöldum en að sögn Steinunnar Kristjáns- dóttur verkefnisstjóra hefur tekist að staðsetja klausturbyggingarnar og hafa margar vísbendingar um útlit og gerð klausturhúsanna komið í ljós. Í sumar verður haldið áfram að grafa í klausturrústirnar en undir hluta þeirra liggur meðal annars bæjarstæði frá landnáms- öld sem rannsóknarhópurinn hefur enn ekki komið niður á. Að upp- greftrinum standa Skriðuklaust- ursrannsóknir, félag á vegum Minjasafns Austurlands og Gunn- arsstofu auk Þjóðminjasafns Ís- lands. Rannsóknin á Kirkjubæjar- klaustri er unnin af Fornleifa- fræðistofunni í samvinnu við Kirkjubæjarstofu og Háskóla Ís- lands og er einnig styrkt af Skaft- Að rannsókninni standa Fo stofnun Íslands, Skálholts Þjóðminjasafn Íslands, Hás Árósum og Háskólinn í Stir verkefnisstjórar eru Mjöll dóttir og Gavin Lucas. Vonast eftir að finna e kirkjuna í Reykhol Í Reykholti verður graf gömlum kirkjurústum en a sókninni standa Fornleifa Íslands og Þjóðminjasafni árhreppi. Bjarni F. Einarsson stjórnar uppgreftrinum en hann segir að í sumar verði leifar sem fundust í fyrra og eru taldar vera af klaustrinu sjálfu rannsakaðar nánar en klaustur var reist á Síðu rétt fyrir árið tólfhundruð og stóð þar allt til siðaskipta. Bjarni og starfsbræður hans munu í sumar einnig frumsýna kvikmynd sem þeir hafa sjálfir gert um framvindu rannsóknarinnar. Grafið í forna þingstaði Á Þingvöllum verður að meðal annars grafið upp á svæðinu aust- an megin Öxarár og hjá Biskups- hólum þar sem í fyrra komu í ljós vel varðveittar minjar frá upphafi þinghaldsins. Rannsóknarhópur- inn, sem Adolf Friðriksson stýrir, hefur einnig verið að kortleggja forna héraðsþingstaði og verður grafið á einum þessara staða í sum- ar, Hegranesi í Skagafirði. Að upp- greftrinum standa Fornleifastofn- un Íslands í samstarfi við Þingvallanefnd og Þjóðminjasafn Íslands. Skólahúsið í Skálholti rannsakað Uppgraftarsvæði í Skálholti verður tvöfaldað í sumar og haldið verður áfram að grafa ofan af byggingum sem fundust í fyrra, meðal annars skólahús frá 18. öld og svefnskála skólapilta. Að sögn Orra Vésteinssonar hjá Fornleifa- stofnun Íslands eru rústirnar sem fundust í fyrra flestar af bygging- um sem hrundu í jarðskjálftanum 1874 og eru mjög vel varðveittar. Fjölmörg verkefni eru áformuð við fornle Grafið á sögufræg- um stöðum Í sumar verða fornleifarannsóknir á Ís- landi með blómlegra móti og verður graf- ið í fornar rústir vítt og breitt um landið. Morgunblaðið kynnti sér hver verða helstu verkefni fornleifafræðinga í sumar. Fornleifafræðingar unnu a          )! ! )  &   * NEMENDUM í fornleifafræði við Háskóla Íslands gefst kostur á vettvangsnámi í tengslum við forn- leifarannsóknina á Hólum í Hjaltadal í sumar en samstarfssamningur þar að lútandi var undirrit- aður milli Háskóla Íslands og Hólaskóla sl. þriðjudag. Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, mun hafa umsjón með vettvangsskólanum en ásamt henni munu innlendir og erlendir sérfræð- ingar sjá um kennslu. Markmiðið með skólanum er að mi leifarann spreyta inu verð starfshæ leifaupp argagna arminja. námskei fjórar vi Nemendur við HÍ taka þátt í Hólaran NÝ KYNSLÓÐ SETUR SVIP Á ALÞINGI Vonandi á það eftir að setjasvip sinn á þingstörfin aðaldrei hafa komið inn jafn margir jafn ungir þingmenn og nú. Eflaust láta sumir sér fátt um finn- ast og halda því fram að árin færi þekkingu og reynslu, sem eftir- sóknarverð sé við stjórn landsmál- anna. En aðrir munu benda á að nauðsynlegt sé að þingið á hverjum tíma endurspegli samfélagið og að allir aldurshópar eigi þar sína full- trúa. Ef unga fólkið í landinu upplifir umræðurnar á þingi þannig að það eigi sér enga málsvara er það lík- legra til þess að fjarlægjast og missa áhugann á þjóðmálaumræð- unni. Það yrði óheillavænlegt fyrir lýðræðisþróunina, ekki síst með til- liti til þess að kosningaþátttaka er dræmust hjá yngstu kjósendunum. Víst er að sum mál brenna heitar á ungu fólki en þeim sem eldri eru. Á því æviskeiði er skuldabyrðin alla jafna þyngst vegna þess að ungt fólk er að sækja sér menntun og koma þaki yfir höfuðið. Það er því engin tilviljun að kjör húsnæðislána og námslána voru áberandi í um- ræðunni hjá ungum frambjóðendum í kosningabaráttunni. Þá er ungt fólk yfirleitt ekki með eins góð launakjör á vinnumarkaðn- um og það á eftir að ná síðar á starfsævinni. Það þarf því að leggja hart að sér til þess að endar nái saman og ekki má mikið út af bregða. Þess vegna skiptir miklu að ungt fólk hafi aðgang að hagstæð- um lánum á viðráðanlegum vöxtum, búi við stöðugleika í efnahagsmál- um og að atvinnuleysi haldist niðri. Þetta vita ungu þingmennirnir, því þeir eru sprottnir úr þessum veruleika. En þeir eru líklegir til þess að láta til sín taka á fleiri svið- um. Ungt fólk er alið upp við meira frjálsræði en áður og vill meiri fjöl- breytni og val í þjóðfélaginu. Það er ekki fast í fjötrum vanans og hefð- arinnar. Og það er líklegra til að finna agnúa á kerfinu en hinir sem hafa vaxið með því. Þannig hefur þróunin verið í aldanna rás. Stöðug endurnýjun á þingi er því mikilvæg til þess að fá inn fordómalaus við- horf þegar tekist er á við verkefni landsmálanna, t.d. ógnarlanga bið- lista í heilbrigðiskerfinu, sem helst virðast réttlætast af því að hafa verið lengi til staðar. Miklar vonir eru bundnar við ungu þingmennina og eiga sumir þeirra vafalaust eftir að láta að sér kveða síðar meir. En vitaskuld er það ekki svo að öll reynsla sé horfin út af þingi. Meðalaldur þingmanna er 48 ár eftir síðustu kosningar og var lægri eftir kosningarnar 1991 og 1995. En þegar hinir eldri og yngri leggjast á árarnar og sameina afl kynslóðanna miðar okkur von- andi fram á við. RADDIR HLUTHAFANNA Ýmislegt bendir til þess, að hlut-hafar í félögum á Vesturlöndum láti nú meira til sín heyra en áður, hafi gagnrýnni afstöðu til ákvarðana stjórnenda fyrirtækjanna og fylgi þeirri gagnrýni eftir. Fyrir skömmu gerðist það, að hlut- hafar í stóru brezku hlutafélagi felldu í atkvæðagreiðslu svonefndan starfslokasamning fráfarandi for- stjóra viðkomandi félags. Sú at- kvæðagreiðsla var til marks um að hluthöfum var nóg boðið. Í Morgunblaðinu í fyrradag var frá því skýrt, að óánægju gætti meðal hluthafa í fyrirtæki, sem nefnist Hollinger International og er aðal- lega þekkt, sem útgefandi brezku blaðanna The Daily Telegraph og The Sunday Telegraph. Stjórnarfor- maður fyrirtækisins, blaðakóngur- inn Conrad Black, liggur undir ámæli fyrir að hagnast af rekstrinum umfram aðra hluthafa. Einn hluthafanna, bandarískt fyr- irtæki, sem á 18% hlut í Hollinger, hefur fylgt þessari óánægju eftir með hótun um að lögsækja Holling- er, ef ekki verði endurgreiddar 73 milljónir dollara, sem greiddar hafi verið til einkafyrirtækis í eigu Con- rads Blacks og nokkurra samstarfs- manna hans. Líklegt má telja, að þessi þróun haldi áfram og að hluthafar láti til sín heyra í auknum mæli, krefjist skýr- inga og setji stjórnendum stólinn fyrir dyrnar, ekki sízt þegar um er að ræða háar greiðslur, sem ívilni æðstu stjórnendum og helztu eigendum. Hér á Íslandi hefur það sjaldan gerzt að hluthafar hafi uppi gagnrýni á aðalfundum félaga, sem skráð eru á Kauphöll Íslands. Þrátt fyrir það verður að teljast líklegt að sú þróun, sem hafin er erlendis, nái hingað og að hluthafar byrji að spyrja spurn- inga á aðalfundi opinna félaga. Eftir því, sem einhvers konar bón- us-samningar við æðstu stjórnendur verða algengari, sem tryggi þeim launakjör langt umfram það, sem hingað til hefur þekkzt í íslenzku þjóðfélagi, aukast líkur á því að spurningar komi fram og athuga- semdum fjölgi við kjarasamninga við æðstu stjórnendur. Þá má telja líklegt að spurningar og athugasemdir komi fram vegna hlunninda, sem stjórnendur kunna að njóta, en algengt er að þessi at- riði, launakjör, hlunnindi og starfs- lokasamningar, kalli yfir fyrirtæki reiði hluthafa í öðrum löndum. Hið sama á við ef stjórnendur eru staðnir að því að hygla fyrirtækjum í eigin eigu í viðskiptum við viðkomandi fyr- irtæki. Hér á Íslandi hefur stundum verið litið svo á, að þeir, sem standi upp á hluthafafundum eða aðalfundum og spyrji slíkra spurninga, séu einhvers konar atvinnu-nöldrarar. Þetta við- horf á áreiðanlega eftir að breytast og að því mun koma að það þyki sjálf- sagt að meiri umræður fari fram á fundum félaga en tíðkazt hefur fram að þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.