Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES MÁLVERKASÝNINGIN Maður og haf sem er úrval sjávarmynda frá Listasafni Íslands verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duushúsum í Keflavík næstkomandi laugardag. Ýmsir af helstu listmálurum þjóðarinnar eiga myndir á sýningunni. Listasafn Reykjanesbæjar opn- aði sinn fyrsta sýningarsal í Duus- húsum á síðasta ári. Þar hafa tveir listmálarar verið með sýningar og Valgerður Guðmundsdóttir menn- ingarfulltrúi segir að nú hafi verið ákveðið að fá sýningu frá Lista- safni Íslands. „Við erum hér við höfnina og í sambýli við sýningu á Bátaflota Gríms Karlssonar og í ljósi þess og sjómannadagsins sem er á sunnudaginn óskuðum við eftir að fá sýningu með sjávarmyndum.“ Harpa Þórsdóttir kom með til- lögu að myndum til að setja upp og niðurstaðan var að fimmtán verk eftir fjórtán listmálara verða á sýn- ingunni. „Það kom okkur á óvart og einn- ig Hörpu hversu rýr hlutur sjáv- armynda er í listasögu þjóð- arinnar. Listamennirnir voru meira að mála landslag upp til sveita en hafið og sjómennina. Ég vildi frekar fá myndir eftir yngri listamenn en þá eldri en þegar far- ið var í gegn um listaverkaeign Listasafns Íslands kom í ljós að þetta myndefni hefur ekki höfðað til þeirra með þeim hætti sem mað- ur hefði reiknað með,“ segir Val- gerður. Varð því að leita meira í smiðju eldri listamannanna og spannar sýningin mest alla tutt- ugustu öldina. Elsta myndin er frá 1914, Fiskverkun við Eyjafjörð eft- ir Kristínu Jónsdóttur og sú yngsta er frá 1994, Þrír títaníkar eftir Eyj- ólf Einarsson. Menningarfulltrúinn hefur leitað til fyrirtækja og félagasamtaka um styrki til að geta staðið vel að sýn- ingarhaldi í Listasafni Reykjanes- bæjar. Hún segir að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafi styrkt þessa sýningu sérstaklega. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra opnar sýninguna næst- komandi laugardag, klukkan 15, og verður hún opin alla daga frá klukkan 12.30 til 19 til 13. júlí. Frítt verður inn á sýninguna á sjó- mannadaginn. Maður og haf er þriðja sýningin sem haldin er í sýningarsal Lista- safns Reykjanesbæjar. Fyrstu tvær sýningarnar voru með yngri lista- mönnum og segir Valgerður að sú stefna taki aftur við að sjáv- armyndasýningunni lokinni. Hún segir að salurinn hafi mælst vel fyrir meðal listamanna og gesta. Þannig hafi komið á þriðja þúsund gestir í salinn á meðan Sigurbjörn Jónsson sýndi þar. Er það fólk sem kom gagngert til að skoða mynd- irnar en einnig tónleikagestir, því vinsælt er orðið að halda tónleika í salnum eftir að Reykjanesbær eignaðist flygil sem þar er stað- settur. „Það er markmið okkar með rekstri salarins að höfða ekki einungis til heimafólks heldur einnig listunnenda á höfuðborg- arsvæðinu og víðar að. Mér sýnist að byrjunin lofi góðu,“ segir Val- gerður. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Unnið er að uppsetningu sjávarmyndasýningarinnar. Hér er Valgerður Guðmundsdóttir við Rauðkembing, mynd Finns Jónssonar, sem vísar til þjóðsögunnar af Rauðhöfða sem gerðist að hluta í næsta nágrenni sýningarsalarins. Verk eftir marga af helstu listmálurum þjóðarinnar á sýningu Reykjanesbær Úrval sjávarmynda frá Listasafni Íslands í Duushúsum FULLT hús var á lokatónleikum Tónlistar- skóla Sandgerðis sem haldnir voru í Safn- aðarheimilinu síðastliðinn laugardag. Ríflega fimmtíu nemendur fluttu tónlist úr ýmsum áttum, allt frá íslenskum þjóðlögum til meistaraverka Bach. Á tónleikunum mátti sjá marga unga og efnilega nemendur, og ekki leyndi sér áhugi og metnaður hjá yngstu börnunum sem geisluðu af leikgleði við tón- listarflutninginn. Tónlistarskóli Sandgerðis er til húsa í byggingu Grunnskóla Sandgerðis og er mikið og gott samstarf milli þessara skóla. Fyrstu fjórir árgangar Grunnskólans eru í skyldu- námi í Tónlistarskólanum. Sjö kennarar starfa við Tónlistarskóla Sandgerðis og skólastjóri Lilja Hafsteins- dóttir. Leikgleðin geislar Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Leikið á klarinett á tónleikunum, f.v. Brynja Dögg Jónsdóttir, Elsa Marta Ægisdóttir, Svanbjörg Júlíusdóttir og Fanney Þórhallsdóttir. VALUR Knútsson formaður stjórn- ar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð- ar sagði á aðlfundi félagsins að mik- ilvægi stefnumótunar í atvinnu- og byggðamálum væri öllum ljóst. „Gildir það ekki síst fyrir Eyjafjarð- arsvæðið sem er hið eina á lands- byggðinni sem er í sókn og vexti. Mjög er horft til þess varðandi möguleika á uppbyggingu byggða- kjarna á landsbyggðinni sem setja má fram sem raunhæfan valkost við höfuðborgarsvæðið, varðandi búsetu og fyrirtækjarekstur.“ Valur sagði áhuga opinberra að- ila, stjórnvalda, um eflingu lands- byggðarinnar koma æ oftar fram í málflutningi slíkra en áformin væru oft á tíðum ekki eins augljós. Frum- kvæði heimamanna væri þá oft nefnt sem nauðsynleg forsenda fyrir því að hefjast mætti handa en á það hefði stundum skort. „Mótun sér- stakar byggðaáætlunar fyrir Eyja- fjörð er eitt gott dæmi um opinbert verkefni sem unnið er að þessa dag- ana. Afrakstur þessa verkefnis mun væntanlega verða í formi tillagna og aðgerðaráætlana um átaksverkefni á svæðinu til eflingar. Árangur af slíkri vinnu mun ekki síst byggjast á möguleikum sveitarfélaganna, eða svokallaðra heimamanna, til að taka að sér umsjón með framkvæmd ein- stakra verkefna og fylgja þeim og öðrum slíkum eftir.“ Valur sagði að það hlyti því að vera forgangsverkefni sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu að vinna sam- eiginlega stefnumótun í atvinnumál- um fyrir svæðið og kynna þannig fyrir opinberum aðilum og öðrum, hvar áherslur í atvinnu- og byggð- arþróunarmálum liggja og geta þannig boðið upp á markvist sam- starf um uppbyggingu og eflingu Eyjafjarðar. Það væri ekki síst vegna þessa sem stjórn AFE legði til að áherslur í starfsemi félagsins sneru að þessum málum umfram önnur. „Með þennan vilja í verki ætti árangur að vera skammt und- an.“ Einnig kom fram í máli Vals að unnið hefði verið að undirbúningi stóriðjuframkvæmda í Eyjafirði, á vegum Stóreyjar, samstarfshóps Fjárfestingastofunnar – Orkusviðs, Akureyrarbæjar og AFE. Unnin hefur verið undirbúningsskýrsla vegna framkvæmdanna og verður hún afhent fyrir næstu mánaðamót. Þá mun jafnframt liggja fyrir verk- efnisáætlun sem tekur til næstu skrefa. Önnur verkefni hafa verið unnin með Fjárfestingastofunni, sem miða að markaðssetningu Eyja- fjarðarsvæðisins til reksturs á stórri og meðalstórri, orkufrekri starfsemi og eru þau mál í vinnslu. Í máli Vals kom fram að væntingar um árangur væru hóflegar. Formaður stjórnar AFE á aðalfundi félagsins Vinna þarf sameig- inlega stefnumótun í atvinnumálum Messutíma í Glerárkirkju í dag, uppstigningardag, hefur verið breytt og verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 11 en ekki 14 eins og áður hafði verið auglýst. Sr. Sig- urður Guðmundsson þjónandi vígslubiskup predikar. Í DAG Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Sagnfræðingafélag Íslands standa fyrir ráðstefnu á Akureyri dagana 29. til 31. maí í samvinnu við þrjár stofnanir á staðnum, Háskólann á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri og Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Átt- hagar og umhverfi. Staðarvitund í sögu(m) og sögnum“. Ráðstefnan er haldin í húsi kennaradeildar Háskól- ans á Akureyri við Þingvallastræti 23. Flutt verða rúmlega 20 erindi um sagnfræði, þjóðfræði, bókmenntir, íslensku, fornleifafræði og málfræði. Auk ráðstefnunnar verður boðið upp á skoðunarferðir um sögustaði í Eyjafirði. Hún er öllum opin og að- gangur ókeypis. MIKIÐ tjón varð í eldsvoða sem upp kom í raðhúsíbúð við Núpasíðu á Akureyri síðdegis í gær. Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var sent á staðinn en mikill reykur og hiti var þá í íbúðinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri blossaði eldurinn upp þegar sprenging varð eftir að hús- ráðandi kveikti á sjónvarpi í íbúðinni. Hann náði að forða sér út úr íbúðinni. Nágrannar hans reyndu að slökkva eldinn en urðu frá að hverfa vegna reyks og hita. Þeir voru fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar vegna gruns af reykeitrun. Íbúðin er illa farin af völd- um elds og reyks. Mikið tjón í elds- voða í íbúðarhúsi Morgunblaðið/Kristján Reykkafarar frá Slökkviliði Akureyrar rjúfa loftaklæðningu í íbúðinni í Núpasíðu. www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu SENDUM Í PÓSTKRÖFU Multi-vítamin og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.