Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 51 Aðalfundur Áður auglýstum aðalfundi Knattspyrnufélags Víkings er frestað til miðvikudagsins 4. júní nk. kl. 20 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. MÓNAKÓ leikur í 2. deild frönsku knattspyrnunnar á næstu leiktíð þrátt fyrir að það hafi hafnað í öðru sæti 1. deildar á nýafstöðnu keppnistímabili. Þetta var tilkynnt að loknum fundi stjórnar frönsku deildarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Ástæðan fyrir því að Mónakó verður fellt niður um deild er sú að það er svo skuldum vafið að við liggur að það sé gjaldþrota. For- svarsmenn Mónakó hafa sex daga til að ákveða hvort þeir áfrýi mál- inu en til þess að áfrýjunin verði tekin gild og ákvörðunin endur- skoðuð þurfa þeir að tryggja sér tekjur til að mæta skuldunum, sem nema hátt í fimm milljörðum króna. Þá verður Mónakó að sætta sig við að mega ekki kaupa leikmenn á meðan fjárhagsstaðan er svona veik sem raun ber vitni um, þvert á móti er ljóst að félagið neyðist til að selja flesta af bestu leikmönnum sínum til að bæta stöðuna. Undanfarið hálft ár hafa for- svarsmenn Mónakó leitað að fjár- festum en ekki haft erindi sem erf- iði. Íþróttadagblaðið L’Equipe segir í dag að Albert Mónakóprins hafi látið hafa eftir sér hann væri tilbúinn að leggja sitt af mörkum til þess að bjarga félaginu. Henri Biancheri, talsmaður Mónakó- liðsins, segir að hann telji að þrátt fyrir hlýjan hug þá sjái hann ekki að Albert geti einn og sér bjargað félaginu frá gjaldþroti, miklu meira þurfi að koma til. Mónakó dæmt niður um deild vegna skulda „TILFINNINGUM mínum verður ekki lýst með orðum,“ sagði Clar- ence Seedorf, leikmaður AC Milan, eftir að sigurinn á Juventus í Meist- aradeild Evrópu var í höfn. Seedorf átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar, gleðitárin féllu og hann hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðj- ast því þetta var í þriðja sinn sem hann leikur með sigurliði í Meist- aradeildinni eftir að hún tók við af Evrópukeppni meistaraliða fyrir tæpum áratug. Seedorf vann í keppninni með Ajax 1995, þremur árum síðar með Real Madrid og nú með AC Milan. „Við vorum betri í leiknum og verðskulduðum sig- urinn,“ sagði Seedorf ennfremur. „Þetta er frábært og vart hægt að lýsa því með orðum hvernig mér líður á þessari stundu,“ sagði Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, en hann var einnig í liði félagsins sem vann í keppninni 1990 og 1994 en þá hét hún Evrópukeppni meistaraliða. Rétt 40 ár eru síðan að faðir Mal- dinis stóð í sömu sporum og tók við bikarnum sem fyrirliði sigurliðs AC Milans. „Þessi staðreynd gerir stundina enn tilfinningaríkari fyrir mig,“ sagði Maldini. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Mil- ans, brosti út að eyrum og sagði sama og flestir sinna. „Tilfinningin er ótrúleg, henni verður ekki lýst með orðum.“ „Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis í þessum leik,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juventus. „Eftir allt erfiðið sem við höfum lagt að baki til þess að komast í úr- slitin er þetta dapurleg niðurstaða. Við fengum færi til að skora og vinna, en því miður skorti okkur orku og kraft til þess að reka smiðs- höggið á sóknirnar,“ sagði Lippi og lærisveinn hans, Lilian Turan, tók í sama streng og bætti því við að Dida, markvörður AC Milans, hefði verið óyfirstíganleg hindrun þegar komið var út í vítaspyrnukeppni. „Við vissum að hann [Dida] væri af- ar erfiður þegar út í vítaspyrnu- keppni væri komið.“ Maldini fetar í fót- spor föður síns Morgunblaðið kannaði í gærhvernig ástandið er á leik- mönnum liðanna fyrir þriðju umferð- ina. FH Ásgeir G. Ásgeirsson og Calum Þór Bett eru frá vegna meiðsla en þeir hafa verið meiddir í töluverðan tíma. Aðrir leikmenn eru leikfærir. Hermann Albertsson er laus úr leik- banni. Valur Valsmenn verða með sitt sterk- asta lið ef undan er skilinn Kristinn Lárusson sem er frá keppni í langan tíma. KA Margir leikmenn eru fjarverandi hjá KA-mönnum. Ívar Bjarklind og Sigurður Skúli Eyjólfsson spila ekk- ert í sumar. Örn Kató Hauksson spilar ekki næstu leiki, Elmar Dan Sigþórsson er veikur og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson er meiddur. „Við vonum að Þorvaldur verði með á móti KR í fjórðu umferðinni en það er óvíst,“ sagði Þorvaldur Örlygs- son, þjálfari KA. ÍBV Það hefur komið í ljós að Páll Þor- valdur Hjarðar, varnarmaður, er með slitið krossband og verður ekki meira með. „Nokkrir leikmenn hafa verið að kvarta vegna smámeiðsla en ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að þeir spili,“ sagði Magnús Gylfa- son, þjálfari ÍBV. Bjarnólfur Lárus- son kemur úr leikbanni. KR Töluverð meiðsl eru í herbúðum KR-inga. Einar Þór Daníelsson, fyr- irliði KR, verður líklega með en hann hefur verið að kljást við nárameiðsl. Kristinn Hafliðason og Sigurvin Ólafsson eru báðir tæpir. Guðmund- ur Benediktsson og Jökull I. Elísa- betarson eru enn meiddir og verða frá í töluverðan tíma. Hilmar Björnsson er frá út leiktíðina og Sig- urður Ragnar Eyjólfsson meiddist á móti Fram og leikur ekki í dag. ÍA Allir leikmenn ÍA eru heilir, nema Hjálmur Dór Hjálmsson sem er með slitið liðband í ökkla og verður frá í allt að tvo mánuði. Þróttur Hilmar Ingi Rúnarsson er frá vegna meiðsla en aðrir leikmenn eru leikfærir. Fylkir Engin alvarleg meiðsl eru í her- búðum Fylkis. „Mínir menn eru til- búnir fyrir leikinn í Vestmannaeyj- um en hann verður mjög erfiður þar sem Eyjamenn munu mæta snældu- vitlausir til leiks,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson þjálfari Fylkis. Grindavík Tveir leikmenn Grindavíkur geta ekki spilað á móti Fram. Ray Anthony Jónsson er í leikbanni og Grétar Ólafur Hjartarson er meidd- ur og verður frá í töluverðan tíma. Fram Baldur Bjarnason meiddist í síð- asta leik og verður ekki með. Krist- inn Tómasson verður ekki með fyrr en um miðjan júní og Þorbjörn Atli Sveinsson er að stíga upp úr erfiðum meiðslum og verður ekki með í næstu umferðum. Andri Fannar Óttósson kemur úr leikbanni. Hvernig er ástand leikmanna í úrvalsdeildinni? KA í vandræðum FJÓRIR af fimm leikjum í 3. umferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu verða leiknir í dag og í kvöld. Umferðinni lýkur á morgun þegar Grindavík og Fram mætast í Grindavík. Mikið er um meiðsl í herbúðum KA – tveir leikmenn verða frá í sumar vegna meiðsla og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði Akureyrarliðsins, getur ekki leikið gegn Þrótti á Laugardalsvellinum í dag vegna meiðsla. KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Kaplakriki: FH – Valur..............................14 Laugardalur: Þróttur R. – KA..................14 Vestmannaeyjar: ÍBV – Fylkir .................14 KR-völlur: KR – ÍA...............................19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: KA-völlur: Þór/KA/KS – FH.....................16 Hlíðarendi: Valur – ÍBV ............................16 1. deild karla: Ólafsf.: Leiftur/Dalvík – Víkingur R. .......16 Varmá: Afturelding – Breiðablik..............16 2. deild karla: Húsavík: Völsungur – Léttir .....................16 Siglufjörður: KS – KFS .............................13 3. deild karla: Tungubakkavöllur: ÍH – Árborg ..............16 1. deild kvenna: ÍR-völlur: ÍR – Fjölnir...............................16 Ásvellir: Þróttur/Haukar 2 – RKV ...........17 Í DAG Reuters Hetjur AC Milan fagna að leikslokum, Andriy Shevchenko, sem innsiglaði sigurinn úr síðustu spyrnu liðsins, og markvörðurinn, Dida, en hann varði þrjár vítaspyrnur Tórínó-liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.