Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 31 verslunarstað frá miðöldum á Gás- um við Hörgárósa í samstarfi við Minjasafn Akureyrar. „Þarna hef- ur verið árstíðabundin búseta og því ekki miklar eða skýrar bygg- ingaleifar en hins vegar mjög mikl- ar mannvistarleifar. Menn hafa komið þarna á hverju sumri og tjaldað og grafið sig niður,“ segir Orri. Verkefnisstjóri er Howell M. Roberts. Sögustaðir í Mývatnssveit Í sumar verður unnið að upp- greftri víðsvegar í Suður-Þingeyj- arsýslu, einkum í kringum Mývatn. Fornleifastofnun Íslands hefur staðið fyrir uppgreftri á hinu forna stórbýli Hofsstöðum í meira en áratug og hefur nú fengið öndveg- isstyrk frá RANNÍS sem gerir áframhaldandi rannsóknir mögu- legar. „Við munum halda áfram upp- greftri á bænahúsi og grafreit í kringum það,“ segir Orri. Hann segir að einnig verði grafið í ná- grenni Hofsstaða, við Sveigakot sem var í byggð frá upphafi land- námsaldar og fram á 12. öld. „Síðan munum við grafa við Hrísheima í Mývatnssveitinni þar sem senni- lega er bæjarstæði frá Víkingaöld og miðöldum. Annað slíkt bæjar- stæði er niður í Höfðagerði í landi Núpa. Þar var gerð forkönnun í fyrra og verður byrjað á stærri uppgreftri í sumar,“ segir Orri. Kanna grafir heiðinna manna Rannsókn Adolfs Friðrikssonar á kumlum hlaut í ár styrk frá Kristnihátíðarsjóði. „Við höfum verið að fara á þekkta kumlstaði og átta okkur á þeim. Síðan reynum við að finna önnur kuml út frá upp- lýsingum sem við öflum, svo sem út frá því hvar þau eru staðsett með tilliti til landamerkja og bæjar- stæða,“ segir Adolf. Kuml verða rannsökuð víðar því á Bjarneyjum í Breiðafirði hafa komið í ljós kuml sem verða rann- sökuð nánar í sumar og mun Bjarni Edvardsson stýra rannsókninni. Verkið verður unnið af Fornleifa- stofnun Íslands og er styrkt af Norræna vísindasjóðnum. Bjarni mun einnig vinna að uppgreftri við Bolungarvík í tengslum við snjó- flóðagarða sem þar stendur til að reisa. Þá mun hann rannsaka verminj- ar í Sauratúni í Strandasýslu og í Skálavík í Bolungarvíkurkaupstað. Er það liður í doktorsverefni hans frá City University of New York og mun skólinn styrkja hann til verks- ins. Að sögn Bjarna hefur aldrei verið grafið í verstöðvar á Íslandi og segir hann að slíkar rannsóknir geti meðal annars gefið mynd af fiskveiðum til forna sem litlar heimildir séu til um. segir að vonir séu bundnar við að finna elstu kirkjuna í Reykholti en kirkja hefur verið á staðnum frá því í öndverðri kristni. „Það er ekki alveg víst að það náist. Þarna hefur hver kirkjan verið byggð á fætu rannarri á sama staðnum og líkleg- ast að þær elstu séu verst farnar,“ segir Orri. Verkefnisstjórar eru Guðrún Sveinbjarnardóttir, Hildur Gestsdóttir og Oscar Aldred. Fornleifastofnun Íslands mun í sumar halda áfram að rannsaka ornleifa- sstaður, skólinn í rling en l Snæs- elstu lti fið eftir að rann- astofnun ið. Orri eifauppgröft víða um land í sumar Morgunblaðið/Steinunn Kristjánsdóttir að viðamiklum uppgreftri og rannsóknum á Skriðuklaustri í fyrrasumar.          ! "#!    $ % %        & & '(  MENNINGARSETRIÐNorðurbryggja verðuropnað í nóvember næst-komandi. Á „Grøn- landske Handels Plads“, þar sem menningarsetrið stendur, var áður miðstöð verslunar við nýlendur og hjálendur Dana í Norður-Atlantshafi og Finnmörku. Það var því lengi fyrsti viðkomustaður Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga sem komu til Danmerkur, jafnt háskóla- nemenda sem refsifanga. „Pakkhús C“, sem verður miðstöð menningarsetursins, er fimm hæða hús frá síðari hluta 18. aldar. Þangað til fyrir 25 árum voru þar geymdar ýmsar verslunarvörur frá Grænlandi. Tollyfirvöld fengu síðan húsið til um- ráða, og var það einkum notað sem skjalageymsla. Árið 1992 fékk Danska heim- skautastofnunin, Dansk Polarcenter, og fleiri skyldar stofnanir, til umráða húsnæði í grennd við pakkhúsið. Þá- verandi forstöðumaður heimskauta- stofnunarinnar, Morten Melgaard, og fyrrum forstöðumaður dönsku tolla- og skattayfirvaldanna, Kaj Elkrog, tóku þá að ræða um hvort ekki mætti með einhverjum hætti helga allt svæðið norðurslóðum og gömlum ný- lendum Dana í Norður-Atlantshafi. Árið 1997 fengu Danirnir tveir Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, í til liðs við sig, og hugmyndirnar um sameiginlegt menningarsetur Ís- lands, Færeyja og Danmerkur tóku að skýrast. Morten Melgaard er nú framkvæmdastjóri Norðurbryggju. Vigdís sagði í ræðu sinni á kynning- arfundinum sl. laugardag að þeir Kaj Elkrog hefðu sýnt mikla framsýni á sínum tíma og þakkaði þeim fyrir gott starf að endurbótum á húsinu. Fjölbreytt starfsemi á fimm hæðum Vigdís horfði bæði til fortíðar og framtíðar í ræðu sinni. Hún minnti á sögulegt gildi hússins fyrir Íslend- inga, Færeyinga og Grænlendinga. „Við viljum þó jafnframt skýra það fyrir Dönum að við erum ekki komin til höfuðborgarinnar við Eyrarsund af þeirri ástæðu einni að við erum hluti af sögu Danaveldis. Þvert á móti erum við komin til að sýna með stolti að við erum miklu meira en það. Að við eigum okkar eigin rætur. Að við erum hluti af norðurheimskauts- svæðinu, af Norðurlöndum, af Vest- urlöndum og af alþjóðasamfélaginu. Okkur langar til að sýna Dönum og öllum þeim sem heimsækja Dan- mörku að við erum sjálfstæðir þátt- takendur í margbreytileika heims- ins.“ Gestur Guðmundsson félagsfræð- ingur, sem einnig var ræðumaður á fundinum, kallaði eftir endurskoðun á hefðbundinni mynd okkar af söguleg- um tengslum Danmerkur við eyjarn- ar í Norður-Atlantshafi, og sagðist vonast til þess að Norðurbryggja gæti ýtt því starfi úr vör. Hann sagði jafnframt að Danir þyrftu að veita þessum tengslum meiri athygli. Pakkhús C er 6.792 fermetrar að stærð. Í suðurenda þess verður sendiráð Íslands til húsa, alls um 600 fermetrar á tveimur hæðum. Íslend- ingar hafa því til viðbótar 250 fer- metra til ráðstöfunar, og þar mun Ferðamálaráð meðal annars reka skrifstofu. Í húsinu verða Kaupmannahafnar- skrifstofur færeysku og grænlensku landsstjórnanna. Fyrirtæki, stofnan- ir og fræðimenn sem tengjast Norð- ur-Atlantshafinu með einhverjum hætti munu einnig hafa aðstöðu þar. Í húsinu verða einnig samkomusalir sem hægt verður að leigja, og sameig- inleg upplýsingamiðstöð landanna. Veitingastaður verður á fyrstu hæð hússins. Hann verður rekinn af mat- reiðslumeistaranum og athafna- manninum Claus Meyer. Meyer sá um árabil um matreiðsluþætti í danska sjónvarpinu, en hann hefur jafnframt gefið út matreiðslubækur, rekið ýmsa veitingastaði og á annan hátt verið í fararbroddi í danskri mat- argerðarlist. Meyer vill að veitingastaðurinn á Norðurbryggju verði í fremstu röð í Kaupmannahöfn. Hann hyggst leggja áherslu á hráefni frá Norður- Atlantshafi. Á veitingastaðnum verða sæti fyrir sextíu manns. Í nýju hjarta Kaupmannahafnar Anna María Bogadóttir, kynning- arfulltrúi Norðurbryggju, segir að staðsetning menningarmiðstöðvar- innar sé ákaflega heppileg. Fyrir fáum árum hafi Kristjánshöfn og nærliggjandi svæði verið í niðurníðslu og þótt lítt eftirsóknarverð. „Það hef- ur gjörbreyst á skömmum tíma,“ seg- ir Anna María. „Nú er þetta að verða nýtt hjarta Kaupmannahafnar.“ Mikið endurnýjunarstarf hefur verið unnið á gamla hafnarsvæðinu í Kaupmannahöfn á undanförnum ár- um, og fleira er í bígerð. Frá Norðurbryggju er gott útsýni til nýs óperuhúss Kaupmannahafnar, sem nú er í byggingu á Dokøen. Óp- eruhúsið, sem kostar um 17 milljarða íslenskra króna, er gjöf auðmannsins Mærsk McKinney Møller til Kaup- mannahafnar. Møller, sem er ríkasti maður Danmerkur, lagði einnig meira en 220 milljónir íslenskra króna af mörkum til Norðurbryggju. Vigdís Finnbogadóttir segir að styrk- urinn hafi skipt sköpum, því hann hafi sannfært aðra styrktaraðila um að hægt væri að hrinda verkefninu í framkvæmd. Viðgerðirnar á pakkhúsinu kosta alls um 900 milljónir íslenskra króna. Þær eru kostaðar af Íslendingum, Færeyingum, Grænlendingum og með styrknum frá Mærsk McKinney Møller. Danska ríkisstjórnin gaf hús- ið sjálft, sem metið var á rúmar 500 milljónir íslenskra króna. Norðurbryggja er sjálfseignar- stofnun. Rekstur hússins á einkum að kosta með leigutekjum og framlögum frá styrktaraðilum. Á kynningarfund- inum sl. laugardag var jafnframt stofnað vinafélag Norðurbryggju. Ljósmynd/Helgi Thorsteinsson Innviðir hússins eru að miklu leyti upprunalegir og það hefur verið friðað. Menning og matargerð- arlist á Norðurbryggju Fjölmenni var á kynn- ingarfundi um Norður- bryggju, sameiginlegt menningar- og rann- sóknarsetur Íslendinga, Færeyinga og Græn- lendinga í Kaupmanna- höfn, sem haldinn var sl. laugardag. Helgi Þor- steinsson sat fundinn, þar sem Claus Meyer, einn af þekktustu mat- reiðslumeisturum Dana, kynnti metnaðarfullar hugmyndir um rekstur veitingastaðar þar sem kynna á matargerðarlist og hráefni frá eyjunum í Norður-Atlantshafi. Ljósmynd/Helgi Thorsteinsson Menningarsetrið Norðurbryggja verður í 5 hæða pakkhúsi frá 18. öld. Endurbætur hafa kostað um 900 milljónir. TENGLAR ..................................................... www.bryggen.dk ðla þekkingu á sem flestum sviðum forn- nsókna og gefa þeim tækifæri til þess að sig á ýmsum þáttum hennar. Á námskeið- ur lögð áhersla á að kynna nemendum ætti fornleifafræðinga, aðferðir við forn- gröft, söfnun og úrvinnslu rannsókn- a, forvörslu og skráningu menning- . Átta nemendur munu taka þátt í ðinu sem hefst í júní en það mun standa í ikur og gefa fimm háskólaeiningar. nnsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.