Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARIEL Sharon hefur um margra áratuga skeið verið hetja í hugum ísr- aelskra harðlínumanna, enda hefur hann jafnan þrýst á um landnám gyð- inga á Vesturbakkanum og á Gaza- ströndinni og barist gegn því að Pal- estínumenn fengju aukið landsvæði. Sú staðreynd að ísraelski forsætis- ráðherrann hefur nú samþykkt Veg- vísinn svonefnda, fjölþjóðlega frið- aráætlun sem gerir ráð fyrir að deilur Ísraela og Palestínumanna verði settar niður í áföngum og sjálf- stætt palestínskt ríki stofnað árið 2005, hefur hins vegar vakið undrun meðal Ísraela; ekki síður en sú yf- irlýsing hans að „hernámi“ Ísraela á heimastjórnarsvæðum Palest- ínumanna verði að ljúka, en þetta orð hefur Sharon aldrei áður tekið sér í munn. Velta margir fyrir sér hvort Sharon hafi raunverulega tekið sinnaskiptum, eða hvort einfaldlega sé um pólitískt herbragð að ræða. „Besta leikritið á fjölunum“ Margar skýringar hafa heyrst á stefnubreytingu Sharons. Sumir segja að hann sé að reyna að tryggja sér sess í sögunni sem maðurinn sem tryggði frið í Mið-Austurlöndum. Aðrir að hann sé einfaldlega að bregðast við þrýstingi Bandaríkja- stjórnar. Enn aðrir telja að hann sé aðeins að búa svo um hnútana að hon- um verði ekki kennt um þegar allt rennur út í sandinn; byggist sú kenn- ing á því að Palestínumenn muni valda því að friðaráætlunin fari út um þúfur með því að ná ekki að ráða nið- urlögum hryðjuverkahópa. „Kannski veit hann ekki einu sinni sjálfur hvort honum hefur snúist hugur eða ekki,“ segir Yossi Beilin, sem í gegnum tíðina hefur komið að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum. Fréttaskýrandinn Hemi Shalev kall- ar hamskipti Sharons hins vegar „besta leikritið á fjölunum nú um stundir“. „Enginn veit fyrir víst hvort Shar- on hefur sannarlega verið end- urfæddur sem unnandi friðar, eða hvort hann er áfram sami gamli úlf- urinn í sauðargæru,“ sagði Shalev í grein í dagblaðinu Maariv. Aldrei stutt friðarsamninga Sharon fékk ríkisstjórn sína til að leggja blessun sína yfir Vegvísinn sl. sunnudag. Daginn eftir varði hann þá afstöðu fyrir harðlínumönnum í eigin flokki, Likud, og kom þá öllum í opna skjöldu með ummælum sínum. „Ég tel að hugmyndin um að halda þrem- ur og hálfri milljón Palestínumanna undir hernámsstjórn sé slæm fyrir Ísrael, fyrir Palestínumenn og ekki síður fyrir ísraelskt efnahagslíf,“ sagði Sharon. Segja fréttaskýrendur að það sé eins og nýr maður hafi stigið fram á sviðið. Ummælin minni helst á ræður hans allra hörðustu andstæðinga í stjórnmálum, vinstrimannanna sem um áraraðir hafa talið 36 ára langt hernám Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza mikil mistök. Sharon reyndi að vísu á þriðjudag að gera lítið úr ummælunum sem hann lét falla á mánudag. Engu að síður eru Ísraelar furðu lostnir. „Mér þóttu ummæli forsætisráð- herrans heimskuleg,“ sagði Shaul Yahalom, liðsmaður Trúarflokksins, en hann á aðild að ríkisstjórn Shar- ons og styður landnámið á svæðum Palestínumanna. Sharon hefur í þingmannstíð sinni aldrei nokkurn tíma greitt atkvæði með þeim friðarsamningum sem gerðir hafa verið við arabaríkin, sem landamæri eiga að Ísrael, eða við Pal- estínumenn. Oftast nær hefur hann gagnrýnt harkalega þá stjórn- málaleiðtoga sem reynt hafa að semja um frið við Palestínumenn. Jafnframt hefur hann jafnan notað tækifærið, er hann hefur átt sæti í ríkisstjórn, til að stuðla að landnámi gyðinga á Vesturbakkanum og á Gaza-ströndinni. Leikur í pólitískri refskák? Því verður reyndar ekki á móti mælt að stjórnmálaskoðanir Sharons hafa tekið breytingum í gegnum tíð- ina. Um miðjan níunda áratuginn hélt hann því t.d. staðfastlega fram að Palestínumenn ættu þegar sitt eigið ríki, þ.e. Jórdaníu, og þyrftu ekki annað. Á síðasta áratug við- urkenndi hann hins vegar að atburðir hefðu gert það að verkum að þessi skoðun ætti ekki lengur við. Gerði hann að vísu ráð fyrir því að Ísraelar réðu áfram Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. Í ræðu sem hann flutti í september 2001 sagðist Shar- on í fyrsta skipti telja að Palest- ínumenn ættu skilið að fá að stofna sitt eigið ríki. Hefur hann síðan gefið í skyn að hann gæti sætt sig við pal- estínskt ríki á þeim svæðum sem Pal- estínumenn ráða nú þegar (a.m.k. í orði); þ.e. 42% af Vesturbakkanum og tveimur þriðju af Gaza-ströndinni. Slíkt myndu Palestínumenn þó aldrei sætta sig við, þeir vilja fá allan Vesturbakkann og alla Gaza- ströndina undir ríki sitt, auk þess sem þeir vilja að arabahluti Jerúsal- em-borgar verði höfuðstaður sjálf- stæðrar Palestínu. Ýmsir fréttaskýrendur segja reyndar að ekkert komi sér á óvart þegar Sharon er annars vegar. Hann hafi aldrei verið sannur hug- sjónamaður, heldur fyrst og fremst þátttakandi í hinni pólitísku refskák. „Hann er fær um allt, hvort heldur sem er málamiðlun eða stríð,“ segir stjórnmálaskýrandinn Hanan Crys- tal. „Hugsjónin sem stýrir ferðinni er sú hvað sé gott fyrir Sharon á hverj- um tíma, hvað tryggi að hann verði áfram forsætisráðherra.“ Tíminn mun leiða hið rétta í ljós Ehud Barak, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ísraels, segir hugsanlegt að Sharon hafi einfaldlega samþykkt Vegvísinn til að kaupa sér velvild ráðamanna í Washington, vitandi vel að þegar George W. Bush Banda- ríkjaforseti byrjar baráttu sína vegna endurkjörs muni allar friðaráætlanir mæta afgangi. „Sumir í Ísrael telja að Sharon vilji hugsanlega bara tryggja sér þetta eina og hálfa ár í viðbót og búa þann- ig um hnútana að ekki verði hægt að kenna honum um að hafa skaðað við- leitni forsetans [til að stuðla að friði]. Aðrir telja enn að innst inni vilji hann gjarnan breytast úr hauk í dúfu og leggja sig allan fram um að ná friði,“ sagði Barak. „Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort er hið rétta.“ Ísraelar velta vöngum yfir „hinum nýja“ Sharon Jerúsalem. AP. ’ Kannski veit hannekki einu sinni sjálf- ur hvort honum hef- ur snúist hugur eða ekki. ‘ ReutersAriel Sharon TVEIR fórust og sjö slösuðust í þyrluslysi sem varð í grunnbúðum Everest-fjalls í gær. Fjall- göngumenn urðu vitni að slysinu sem varð að- eins örskammt frá tjaldbúðum þeirra. Slysið varpar skugga á hátíðarstemmninguna á fjallinu en í dag eru 50 ár liðin frá því Nýsjálendingurinn Sir Edmund Hillary og nepalski sherpinn Tenz- ing Norgay urðu fyrstu mennirnir til að komast á tind Everest þann 29. maí 1953. Reuters Mannskætt þyrluslys á Everest-fjalli STRÍÐIÐ gegn hryðjuverkum undir forystu Bandaríkjamanna hefur leitt til þess að mannréttindi eru í aukn- um mæli virt að vettugi í heiminum og óöryggi borgara hefur aukist, að mati Amnesty International en sam- tökin birtu ársskýrslu sína í gær. Irene Khan, aðalritari mannrétt- indasamtakanna, segir að andrúm- loftið sé þrungið óöryggi sem hafi ekki verið meira síðan í kalda stríð- inu. Bent er á hertar reglur í Bret- landi um landvist flóttafólks og hæl- isleitenda í því sambandi og lög sem sett voru í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin 11. september sem leyfa að menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum séu í haldi án ákæru. Þá er hart deilt á Banda- ríkjamenn fyrir að halda enn 600 stríðsföngum frá Afganistan í Guantanamo-flóa á Kúbu. „Hlutir sem hefðu verið óhugsandi 10. september 2001 eru nú taldir eðlilegir,“ segir Khan og bætir við að stórþjóðir eins og Bretar og Banda- ríkjamenn séu svo uppteknar af stríðinu gegn hryðjuverkum að þær hafi kosið að virða mannréttindi að vettugi. Þá gagnrýna samtökin rík- isstjórnir fyrir að eyða milljörðum dollara í stríð á meðan milljónir manna, sem búa við fátækt og eyði- leggingu, fái ekki meðferð við sjúk- dómum á borð við alnæmi. Deilt á Mið-Austurlönd Í skýrslunni er bent á að í Evrópu hafi aðgerðir til að koma í veg fyrir hryðjuverk leitt til aukins kynþátta- haturs og þess að gyðingar, arabar og sígaunar séu beittir auknu mis- rétti. Þá hafi stríðið leitt til þess að málfrelsi hafi víða verið takmarkað, t.d. í löndum á borð við Egyptaland, Jórdaníu og Jemen. Hryðjuverka- ógnin sé einnig notuð til að réttlæta gróf mannréttindabrot, t.d. sé gagn- rýni á framgöngu Rússa í Tétsníu þögguð niður undir því yfirskyni að þar sé á ferðinni einn þáttur stríðsins gegn hryðjuverkum. Í skýrslunni er bæði deilt á Ísraela og Palestínumenn fyrir mannrétt- indabrot. „Þeir sem sprengja stræt- isvagna í loft upp í Tel Aviv eiga að svara til saka rétt eins og menn sem sprengja skemmtistað á Bali. En það sama á líka að gilda um ísraelska hermenn sem drepa Palestínumenn á hernumdu svæðunum,“ segir Kahn. Þá segir í skýrslunni að þótt mikið sé fjallað um deilurnar á milli þjóðanna tveggja geri alþjóðasam- félagið lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir mannréttindabrot þar. Amnesty International Gagnrýna stríð gegn hryðju- verkum Lundúnum. AP, AFP. EFRI deild rússneska þingsins stað- festi í gær samkomulag við Banda- ríkjamenn um fækkun kjarnorku- vopna. Staðfesting efri deildarinnar, Sam- bandsráðsins, var talin formsatriði þar eð neðri deildin, Dúman, hafði áð- ur lagt blessun sína yfir gjörninginn. Samkomulagið felur í sér um 60% fækkun langdrægra gjöreyðingar- vopna. Mun hvort ríki um sig ráða yfir 1.700 til 2.200 kjarnaoddum árið 2012. Samkomulagið, sem oftast er nefnt Moskvu-sáttmálinn, kveður ekki á um upprætingu þessara vopnakerfa. Þess í stað verða kjarnaoddarnir teknir úr notkun. Gert er ráð fyrir að þeir George W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, skiptist á staðfestingarskjölum vegna sáttmál- ans í Sankti Pétursborg á sunnudag. Öðlast sáttmálinn þá þegar gildi. Afvopnun staðfest í Rússlandi Moskvu. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.