Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 11 VORHÁTÍÐ var haldin í gær á leikskólanum Öldukoti við Öldugötu í vesturbæ Reykjavíkur í aldeilis prýði- legu veðri. Farin var skrúðganga um hverfið, foreldrar litu inn í heimsókn og allir fengu súkkulaðiköku og mjólk. Í tilefni dagsins settu börnin upp höfuðföt sem þau höfðu búið til sjálf og skreytt. Morgunblaðið/Kristinn Vorhátíð í Öldukoti hafi skráin verið gefin út í sama upplagi og í ár og rokið út. Netföngum fjölgar Færst hefur í vöxt að notendur Símaskrárinnar óski eftir bann- merki og eru þeir nú um 90 þúsund eða rétt um 30% allra notenda. Bannmerkin eiga að koma í veg fyrir að notendur séu ónáðaðir af fyrirtækjum sem stunda beina markaðssetningu en að sögn Heið- rúnar hefur borið á því að fyrirtæki virði ekki þessar merkingar sem þau eigi þó að gera lögum sam- kvæmt. Netföngum í Símaskránni hefur einnig fjölgað mikið. Þau eru nú lið- lega 30 þúsund og segist Anton bú- ast við því að þeim eigi enn eftir að fjölga mikið. SÍMASKRÁIN fyrir árið 2003 er komin út. Þetta umfangsmesta prentverk sem unnið er í landinu árlega kemur nú út í 230 þúsund eintökum og er þar að finna yfir 300 þúsund símanúmer frá við- skiptavinum allra símafyrirtækja. Síminn gefur símaskrána út og er ritstjóri hennar Anton Örn Kjærne- sted. Að sögn Heiðrúnar Jóns- dóttur, upplýsingafulltrúa Símans, virðist notkun á Símaskránni ekk- ert hafa minnkað að ráði þrátt fyrir að sífellt fleiri nýti sér Netið til þess að leita að símanúmerum. Síma- skráin sé enn í fullri notkun og ekk- ert bendi til þess að útgáfu hennar verði hætt í núverandi mynd. Hún bendir á að samkvæmt könnun Gallup í september í fyrra noti 93% þjóðarinnar Símaskrána og það ár Morgunblaðið/Sverrir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans, og Anton Örn Kjærnested, ritstjóri símaskrárinnar, kynna nýju símaskrána. 90 þúsund bann- merki í símaskránni VERÐI ákveðið að veita allt að 90% lán til íbúðakaupa, mun það hafa örvandi áhrif á fasteignamarkaðinn, líkur eru á að vextir myndu hækka, en jafnframt gæti svo hátt veðsetn- ingarhlutfall haft í för með sér, að áhvílandi lán á íbúð færu yfir verð- mæti viðkomandi eignar ef verð- bólga eykst. Mjög mikilvægt er að innleiða þessar breytingar í þrepum og með fyrirvara svo fasteignamark- aðurinn nái að aðlagast þessum breytingum. Þetta er mat fasteigna- sala er spurðir voru álits á veitingu 90% lána til íbúðakaupa eins og til- lögur Árna Magnússonar, félags- málaráðherra, kveða á um og hug- myndir um hækkun hámarkslána í 18 milljónir króna. Mun valda byltingu á fasteignamarkaði Jón Guðmundsson, fasteignasali hjá Fasteignamarkaðinum, segir að 90% lán til íbúðakaupa myndu örva fasteignamarkaðinn. „Ég tel að ef farið verður að lána 90% út á fasteignakaup eins og þekkist t.d. á Norðurlöndunum þá muni það valda byltingu á fasteigna- markaði. Eftir því sem fleirum er gert kleift að kaupa fasteignir þá leiðir af sjálfu sér að eftirspurnin eykst og það leiðir þá ef að líkum lætur til hækkunar á fasteigna- verði,“ segir hann. Þó muni ekki allir hafa aðgang að hámarksláni þar sem greiðslumat hvers og eins skæri út um hversu mikilli greiðslubyrði við- komandi gæti staðið undir. Það drægi úr eftirspurn eftir hæstu lán- unum. Jón segir að einnig megi gera ráð fyrir að aukin eftirspurn eftir lánsfé muni leiða af sér einhverja hækkun á vöxtum. Það skipti höfuðmáli að þetta sé gert á löngum tíma og í nokkrum þrepum. Á meðan er hægt að sjá hvernig markaðurinn bregst við hverjum breytingum. Hann segir fasteignasala hljóta að fagna þessu enda hafa þeir lagt áherslu á að hámarkslán til íbúða- kaupa fylgi vísitölu fasteigna, sem ekki hefur náðst í gegn. Nú líti út fyrir að hámarkslán nánast tvöfald- ist frá því sem sé í dag. Það kom einnig skýrt fram í máli Jóns að hann telur allt of lítið gert af því með skipulögðum hætti af hálfu lánastofnana að greiða fyrir kaupum á atvinnuhúsnæði. „Stjórnvöld mættu einnig láta sig það varða að lánsfé fáist til kaupa á atvinnuhús- næði með viðráðanlegum kjörum og tryggja með því farsælli afkomu at- vinnufyrirtækja í landinu,“ segir hann. Ávílandi lán gætu farið yfir söluverð eignanna Ingileifur Einarsson, fasteignasali á fasteignasölunni Ásbyrgi, telur að ef lánshlutfall vegna íbúðakaupa er 90% geti sú staða komið upp að áhvílandi lán muni fara upp undir eða jafnvel yfir söluverð eignanna, ef verð á fasteignamarkaði lækkar eða verðbólgan fer upp, eins gerst hefur á Norðurlöndunum og víðar. „Það þarf ekki annað til en einhverja verðbólgu og lægð á markaðinum og þá eru þessi 10% farin,“ segir hann. Eins og Jón tekur Ingileifur fram að það sé mjög mikilvægt að innleiða þessar tillögur í áföngum. Snöggar og ófyrirséðar breytingar séu ekki til góðs. „Þetta mun örva markaðinn fyrir fasteignir á verðbilinu 14 til 20 millj- ónir króna,“ segir Ingileifur. Hann reiknar með að fasteignaverð muni hækkar þegar framboð á íbúða- lánum eykst. Slíkt hafi alltaf gerst. Hins vegar muni kaupendur geta fjármagnað stærri hluta hjá Íbúða- lánasjóði og það minnki ásókn í við- bótarlán hjá bönkunum. Markaðurinn á að ráða Magnús Einarsson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir hækkun lána til íbúðakaupa í 90% í anda þeirra breytinga sem hann hafði reiknað með. Hins vegar telur hann eðlilegra að eitt skref hækkana sé tekið í einu og síðan fylgst með breytingum á fasteignamarkaðnum. Eðlilegast sé að markaðurinn ráði ferðinni og þegar hann aðlagist hærra lánshlutfalli og hámarksláni myndi næsta skref verða tekið. Það kæmi frekar í veg fyrir þenslu. ,,Þetta er mjög vandmeðfarið. Aukin kaupgeta kemur yfirleitt út í verðlagið og það má frekar búast við að íbúðaverð hækki í kjölfar svona breytinga og valdi þenslu. En þetta myndi einnig örva markaðinn,“ segir Magnús. Hækkun lána Íbúðalánasjóðs til húsnæðiskaupa í 90% myndi örva fasteignamarkaðinn að mati fasteignasala Mikilvægt að innleiða breytinguna í áföngum HALLDÓR J. Kristjánsson, for- maður Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja, segir að samtökin hafi þegar óskað eftir fundi með Árna Magnússyni, félagsmálaráð- herra, til að kynna sjónarmið sam- takanna varðandi hækkun hús- næðislána Íbúðalánasjóðs. Halldór segir æskilegt að íbúða- lánakerfið verði markaðsvætt. „Það eru margar leiðir til þess, sem ríkið getur farið, en jafnframt stutt við stjórnmálaleg markmið sem við skiljum að víðtæk sátt er um varð- andi kaup á eigin húsnæði.“ Slík markmið geta falið í sér aðstoð við ungt fólk til að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Slík aðstoð eigi hinsvegar ekki að ná til allra óháð eignastöðu eða tekjum. Því þurfi að huga sér- staklega að því hvert hámark íbúðalána eigi að vera. „Við teljum aukningu á mark- aðshlutdeild ríkisins í þessari fjár- málaþjónustu við einstaklinga ekki rétta leið,“ segir Halldór. Það er skref í öfuga átt eftir einkavæðingu bankanna að auka umsvif ríkisins með öðrum hætti á fjármálamark- aði, að mati hans. „Það er gagn- stætt þeirri þróun sem á sér stað um alla álfuna þar sem ríki eru að draga sig út af þessum markaði sem og öðrum sem snúa að fjár- málaþjónustu við einstaklinga.“ Bankarnir hafa ítrekað bent á kosti þess að færa íbúðalán til bankakerfisins og kosti þess fyrir einstaklinga að geta sótt heildar- fjármálaþjónustu í sína banka- stofnun. Bakstuðningur ríkisins getur engu að síður komið til, t.d. í gegnum skattakerfið, til að ná markmiðum um hagstæð lán til fyrstu íbúðakaupa, með hóflegu hámarki. Hann segir að huga þurfi vel að alþjóðlegri þróun. „Ríkisábyrgð vegna fjármála- þjónustu hefur verið mikið til um- fjöllunar í Evrópu þar sem lagst hefur verið gegn því að beita rík- isábyrgðum í sambandi við hús- næðislán sem eru almennt á frjáls- um markaði. Settar hafa verið ákveðnar skorður um heimild ríkja til að beita ríkisábyrgðum til stuðn- ings fjármálaþjónustu sem rekin er í samkeppni við aðila á mark- aði,“ segir Halldór. „Annar stuðningur hefur ekki verið heimilaður en við tekju- tengda aðstoð byggða á félagsleg- um markmiðum fyrst og fremst. Í þeim kerfum eru ekki há hámörk á lánum.“ Hann telur því að mörgu að huga áður en þessar breytingar verði innleiddar og samtökin telji því rétt að kynna sín sjónarmið með viðræðum við stjórnvöld, m.a. um markaðsvæðingu Íbúðalána- sjóðs. Það sem sérstaklega þarf að huga að eru hámörk lána og hugs- anlega að afmarka hærra veðhlut- fall (80-90%) við lægri fjárhæðir. Halldór J. Kristjánsson Æskilegt að markaðsvæða íbúðalánakerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.