Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Um kalda haustnótt í fjarlægri borg sit ég einn við gamalt borð, horfi á auðan tölvuskjá og hugsa með mér hvernig ég fái fullþakkað Dóra frænda þær sam- verustundir sem nú eru taldar. Eftir nokkra umhugsun set ég saman þessi orð: Veröldin hættir um hríð hringferð sinni um markmið sín og hugurinn leitar heim og yfir höfin og til Reykjavíkur því að Dóri frændi er dáinn. Sjálfkrafa birtast úr barns- minninu ótal myndir, kvikar og lif- andi og það er sem ég sitji með kex- köku í annarri hendinni en leikfanga- bíl í hinni og hlusti á Dóra frænda skeggræða við Baldur afa í brúnum leðursófum. Minningarnar eru ótal fleiri og fljótlega er ég kominn heim í Boga- hlíðina og í eldhúsvaskinn eitthvert barnssumarið: Útsýnið er gott af þriðju hæðinni til að telja bílana á Miklubrautinni er ég sit í stúkusætinu í eldhúsvaskin- um heima. Mikið er að gera enda há- degi og þótt ég hafi ekki ennþá skilið orðið, eða samsetningu þess, veit ég að það felur í sér þunga og stöðuga umferð og þá er vissara að hafa skrifblokkina við höndina og æfa sig því hver veit nema einn daginn muni ég vita jafnmikið um bílana og Dóri frændi. Eftir langa og stranga at- hugun fer mér að leiðast í vaskinum en jafnvel seta í slíkum sætum vekur leiða ef of lengi er setið og þá er gott að eiga úrræði. Litlir strákar hafa sjaldan dáið úrræðalausir og skömmu síðar leikur vindurinn um andlitið þegar ég á fleygiferð hjóla sem leið liggur austur Grænuhlíðina HALLDÓR GUNNAR STEINSSON ✝ Halldór GunnarSteinsson fædd- ist á Spena í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu hinn 5. ágúst 1920. Hann lést á öldrun- ardeild Landspítal- ans í Fossvogi hinn 18. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 28. maí. og yfir holtin framhjá gráa húsinu við Kringl- una. Eftir nokkrar áhættusamar beygjur og brekkur er stígurinn að kjötbúðinni á enda og pönnukökurnar hennar ömmu í Akur- gerðinu skammt undan og ef heppnin er með ferðalanginum er Dóri frændi í heimsókn og hvíta kexboxið hans afa á eldhúsborðinu. Meiri eftirvænting ríkir þó í huga ferðalangsins eft- ir að heyra afa og Dóra ræða saman heldur en að sporð- renna tuttugu pönnukökum, því að þeir eru svo skemmtilegir. Spenn- andi umræðuefni eru rædd og brotin til mergjar og víða er komið við. Aldrei var þó nóg um að vera í ver- öldinni svo að ekki væri pláss fyrir samanburð á amerískum og japönsk- um bifreiðum og/eða fyrir stjórnmál og Framsóknarflokkinn. Þótt sér- fræðikunnátta eða innsæi áralangr- ar ástundunar væri ekki í farteskinu fékk ferðalangurinn að taka þátt í umræðum og alltaf var barngóður Dóri frændi tilbúinn að hlusta og segja ungum manni sögur. Þannig er Dóri frændi í barns- minninu og þannig var hann þegar ég sá hann síðast þegar við drukkum saman kaffi haustið sem leið. „Alltaf er dauðinn jafn skammur og naum- ur“ segir í Einræðum Starkaðar Einars Benediktssonar og þegar ég set saman þessi fátæklegu orð finnst mér sem Dóri frændi sé ekki farinn heldur verði hann heima í Austur- brún bíðandi með sandköku og Neskaffi næst þegar ég kem í heim- sókn. Dóri frændi, sem var alltaf op- inn fyrir því að sýna ungum huga myndirnar af bílunum sínum vel bónuðum í sveitasólskini liðinna daga, hefur skilið við ævi vinnusemi og festu. Ævi sem var mörkuð ákveðni og vilja sem varð ekki bug- aður þrátt fyrir að lítill strákur í sveit þyrfti að segja bless við systk- ini sín og standa sig í heiminum á stuttum níu vetra fótum. Ævi mótuð af lífssýn þess sem leggur mæli- kvarða á veröldina út frá sjónarmið- um sveitarinnar. Lífssýn sem mikil gæfa var að nema af og sem e.t.v. bráðum má bara finna í sögum hins hreina tóns þar sem ekki má tala illa um gamlar kýr. Allir þeir sem hafa haft gæfu til að kynnast slíkri lífssýn hljóta að geyma og varðveita hana innra með sér og oftar en ekki reyn- ist hún gott veganesti í hröðum erli samtímans. Nú þegar lífið heldur áfram og eft- ir sinni braut munu minningarnar um Dóra frænda auðga heiminn hon- um fátækari. Minningar frá löngum bíltúrum í bláum Bronco-jeppa, ell- egar þjóðfélagsádeilum í stofunni í Akurgerðinu, munu varðveitast í komandi safni daganna. Minningar sem spanna allt barnsminnið alveg frá því að ég fékk fyrst að horfa í gegnum kíkinn hans Dóra, óstuddur og út um gluggann af fimmtu hæð- inni í Austurbrún. Um leið og ég sé á eftir góðum dreng vil ég senda systrum hans, Fjólu og Herdísi Steinsdætrum, mínar innilegustu samúðarkveðjur með hlýjum kveðjum heim og yfir höfin. Mig langar til að ljúka minningu um Halldór Steinsson frænda með niðurlagi upphafserindis ljóðabókar Einars Benediktssonar, Stefja- hreimur: Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran – endurheimt í hafið. Guð geymi þig, Dóri frændi. Baldur Arnarson, Brisbane. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BIRNU AÐALHEIÐAR ÁRDAL JÓNSDÓTTUR, Torfastöðum 1, Grafningi, fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 30. maí kl. 11.00. Jarðsett verður á Úlfljótsvatni. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameins- félagið. Steingrímur Gíslason, Birgir Árdal Gíslason, Margrét Jónsdóttir, Árný Valgerður Steingrímsdóttir, Friðgeir Jónsson, Jensína Sæunn Steingrímsdóttir, Ægir Stefán Hilmarsson, Aðalheiður Jóna Steingrímsdóttir, Björn Magnússon, Gísli Steingrímsson, Marlín Aldís Stefánsdóttir, Kristín Rósa Steingrímsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson, Sigurður Þór Steingrímsson, Guðbjörg Bergsveinsdóttir, Bergur Geir Guðmundsson, Sigrún Óskarsdóttir, ömmubörn og langömmubarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN PÁLSSON fyrrverandi aðalbókari, Aðallandi 1, Reykjavík, er lést á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 21. maí, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 30. maí kl. 13.30. Helga Þórðardóttir, Bolli Björnsson, Constanze Björnsson, Björn Vignir Björnsson, Guðrún Nikulásdóttir, Þóra Ragnheiður Björnsdóttir, Ágúst Kr. Björnsson, Hildigunnur Guðmundsdóttir, Þórunn Gyða Björnsdóttir, Stefán S. Stefánsson, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og systir, ELÍSABET VESTDAL-ABÈLA, Breiðabólsstöðum, Álftanesi, sem lést í Annecy, Frakklandi, miðvikudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju laugardaginn 31. maí kl. 11.00. Roger Abèla, Pierre, Marianne, Frèdèric, Christine og barnabörn, Jóhannes Vestdal. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Heiðardal, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 27. maí. Erna Hrólfsdóttir, Jón Örn Ámundason, Birna Hrólfsdóttir, Einar Sveinsson, Ásta Sigríður Hrólfsdóttir, Agnar Fr. Svanbjörnsson, Hrefna Hrólfsdóttir, Hjörtur Örn Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR INGIMUNDARSON, Bæjarholti 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 27. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Hanna Friðjónsdóttir, Hulda Scoles, Dave Scoles, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Adolf Ö. Kristjánsson, Friðjón Ólafsson, Erna Herbertsdóttir, Gunnar Ólafsson, afabörn og langafabörn. Þú varst sannarlega ekki allra Laufey. Ég man það þegar ég kynntist þér fyrst fyrir tæpum 14 árum þegar ég og son- ardóttir þín og alnafna felldum hugi saman. Þú tókst mér strax með fyr- irvara, þú vildir reyna þennan unga dreng og sjá hvort honum tækist að komast inn fyrir og verða hluti af fjölskyldunni. Í alllangan tíma kall- aðirðu mig „þú þarna“, síðan breytt- ist það í „þú þarna Þórir“ þó þú viss- VALGERÐUR LAUF- EY EINARSDÓTTIR ✝ Valgerður Lauf-ey Einarsdóttir fæddist á Fjarðar- strönd í Seyðisfirði 12. júní 1920. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi þriðju- daginn 20. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 28. maí. ir mætavel hvert mitt rétta nafn var. Ég lét sem ekkert væri og tók þessu með jafnaðar- geði, enda kom á dag- inn þegar ég var búinn að fá samþykki þitt að þú taldir mig ávallt sem einn af fjölskyld- unni. Upp frá þessu bárum við alltaf virð- ingu hvort fyrir öðru og traust þitt á mér óx með hverju ári, svo mikið að þú treystir mér til að hjálpa þér með öll smá viðvik hér og þar í íbúðinni þinni. Ég get fyrir hönd fjölskyldu minnar sagt að þín verður sárt sakn- að í fjölskylduboðum eins og um jól og páska. Það hefur alltaf verið ákveðin tilhlökkun að fá þig til okkar á þessum tímum þar sem fjölskylda Einars og Sillu hefur komið saman. Fjöldi mynda hefur verið tekinn við þessi tækifæri þó þér væri aldrei vel við myndatökur. Þessar myndir munu nú gefa börnum okkar Lauf- eyjar, Einari, Kolbrúnu og Sillu tækifæri til að muna þig eins og þú varst. Þú hefur alltaf verið við hesta- heilsu og því komu skyndileg veik- indi þín okkur í opna skjöldu. Þó er ég feginn þín vegna að veikindin stóðu stutt yfir, það vill enginn vera ósjálfbjarga og upp á aðra kominn með alla skapaða hluti. Nú þegar þrautir þínar eru leyst- ar ertu komin til fundar við Sigurð, eiginmann þinn, sem lést fyrir u.þ.b. 45 árum og einnig við dóttur þína, Hrafnhildi, sem lést langt fyrir aldur fram. Þér verður vel tekið hvar sem þú ferð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Þór Marteinsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.