Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURRÍSK börn liggja hér á götu í Salzburg til að mótmæla breytingartillögum stjórnarinnar á eftirlaunakerfi landsmanna í stærsta verkfalli landsins síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Verkföll hafa undanfarið valdið usla víðar í Evrópu. Þannig lömuðust lestar- og flugsamgöngur í Frakklandi í gær og tugir þúsunda mótmæltu á götum úti í helstu borgum landsins en þetta er annað verk- fall ríkisstarfsmanna á minna en mánuði vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda á eft- irlaunakerfi þeirra. Á Ítalíu varð að hætta við 285 flug Alitalia í gær vegna fjögurra daga verk- falls starfsmanna sem mótmæla sparnaðaraðgerðum flugfélags- ins. EPA Verkföll víðs vegar í Evrópu LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja heimsins lýstu í gær yfir stuðningi við það markmið að íraskt samfélag verði þróað í átt til frelsis og lýð- ræðis. „Sameiginlegt markmið okk- ar er að fullvalda, stöðugt og lýð- ræðislegt Írak verði til; ríki sem á friðsamleg samskipti við nágranna sína og sem tekið hefur stór skref á veginum til framfara,“ sagði í loka- yfirlýsingu fundar leiðtoganna í Evian í Frakklandi. Á fundinum í Evian ræddust þeir Jacques Chirac Frakklandsforseti og George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, við í fyrsta skipti frá lok- um Íraksstríðsins og virtist fara vel á með þeim. Athygli vakti hins veg- ar á fréttamannafundi í gær að Chirac gerði lýðum ljóst að hann teldi enn að hernaðarárás Banda- ríkjanna á Írak hefði verið ólögmæt; jafnvel þó að Frakkland hafi eftir stríð tekið þá ákvörðun að leggja blessun sína yfir ályktun í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna sem veitir Bandaríkjamönnum og Bret- um umfangsmikil völd til að stjórna Írak. Tilgangslausir fundir? Nokkrir fjölmiðlar á Vesturlönd- um veltu því í gær fyrir sér til hvers fundurinn í Evian hefði verið hald- inn; en þó að leiðtogarnir átta hafi samþykkt ýmsar ályktanir þótti mörgum heldur lítið kjöt á bein- unum. „Fáir þátttakendanna [á fundinum] sýndu mikinn áhuga á verkefninu. George W. Bush Banda- ríkjaforseti var ekki í Evian nema rétt sólarhring en hann hefur eytt jafn miklum tíma í forsetaflugvél sinni í þessari viku,“ sagði m.a. í leiðara breska blaðsins Financial Times í gær. Tók leiðarahöfundur þó fram að miðað við hversu stirð samskipti sumra aðildarríkjanna eru nú um stundir væri það e.t.v. ekki svo slæmt að menn hittust til að láta taka af sér myndir saman. Reuters Leiðtogarnir voru duglegir að veifa til ljósmyndara á fundi sínum. Styðja lýðræð- isþróun í Írak Evian. AFP. manna á alþjóðavettvangi sé í húfi. Hið sama eigi við um traust banda- rísku þjóðarinnar til leiðtoga sinna. Robert Byrd, starfsbróðir hans frá Vestur-Virginíu, sagði í þingræðu á dögunum að vera kynni að „banda- ríska þjóðin [hefði] verið blekkt til að styðja innrás í fullvalda ríki, þvert á alþjóðalög og á röngum forsendum.“ Byrd var sá þingmaður sem gekk einna lengst í gagnrýni sinni vegna herfararinnar og fer nú fyrir þeim sem fullyrða að bandarískir ráða- menn hafi blekkt bæði þjóð og þing til að kalla fram stuðning við herförina gegn stjórn Saddams forseta. Þeir George Bush Bandaríkjafor- seti, Colin Powell utanríkisráðherra og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa ítrekað lýst yfir því á undanliðnum dögum að fullyrðingar um gereyðingarvopnaeign Íraka hafi verið byggðar á traustum upplýsing- um. Þær hafi ekki verið oftúlkaðar eða nýttar í áróðursskyni. Blair hefur þráfaldlega sagt að hann sé þess full- viss að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Andvígir rannsókn Breski forsætisráðherann sætir hins vegar vaxandi þrýstingi. Tals- maður Blair sagði í gær að stjórnvöld teldu enga þörf á því að efna til op- ráðamanna um meint gereyðingar- vopn Íraka og þær upplýsingar sem þau ummæli hefðu verið byggð á. Warner kvaðst þeirrar hyggju að gereyðingarvopn myndu að lokum finnast í Írak. Vísaði hann til þess að fundist hefðu í landinu flutningabílar sem virtust hafa verið nýttir sem fær- anlegar rannsóknarstofur vegna þró- unar sýklavopna. Warner gat þess einnig að einungis hefði um þriðjung- ur þeirra staða verið skoðaður þar sem grunur léki á að Írakar hefðu geymt eða þróað gereyðingarvopn. Paul Bremer, yfirmaður hernáms- stjórnar Bandaríkjamanna í Írak, tók í sama streng á mánudag. Kvaðst hann telja að einungis væri spurning um tíma hvenær gereyðingarvopn fyndust í landinu. Rökstuddi Bremer þessa ályktun sína með því að vísa til þess að Saddam Hussein Íraksforseti hefði tæpast kallað refsiaðgerðir og hörmungar yfir þjóð sína árum saman hefði hann ekki haft neitt að fela. Þjóðin blekkt? Sumir bandarískir þingmenn hafa hins vegar lýst yfir áhyggjum sökum þess að ekki hafi tekist að færa sönn- ur á gereyðingarvopnaeign Íraka. Bob Graham, öldungadeildarþing- maður frá Flórída, hefur m.a. vísað til þess að trúverðugleiki Bandaríkja- BANDARÍKJAÞING hyggst rann- saka forsendur þær sem lágu leyni- þjónustuskýrslum til grundvallar um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka. Upplýsingar um að Írakar réðu yfir slíkum vopnabúnaði voru nýttar til að réttlæta herför Breta og Bandaríkja- manna gegn stjórn Saddams Huss- eins í Írak. Bresk stjórnvöld lýstu yfir því í gær að þau væru andvíg því að slík rannsókn færi fram í Bretlandi en fram til þessa hafa gereyðingarvopn ekki fundist í Írak. John Warner, öldungadeildarþing- maður, sagði að tvær þingnefndir hygðust brátt efna til yfirheyrslna til að kanna hvort leyniþjónustustofnan- ir Bandaríkjanna hefðu hugsanlega brugðist eða hvort bandarískir ráða- menn hefðu jafnvel oftúlkað þær upp- lýsingar sem fyrir lágu til að réttlæta hernaðinn í Írak. Í máli Warners kom fram að leyniþjónustunefnd öldunga- deildarinnar og hermálanefnd hennar hygðust standa fyrir yfirheyrslum þessum. CIA heitir aðstoð Warner sagði í viðtali við CNN- sjónvarpsstöðina að bandaríska leyni- þjónustan, CIA, hefði heitið því að að- stoða þingheim við rannsóknina. Sagði Warner að CIA myndi leggja fram allar yfirlýsingar bandarískra inberrar rannsóknar á yfirlýsingum forsætisráðherrans fyrir herförina og þeim upplýsingum sem þær hefðu verið byggðar á. Kvað hann fjarri lagi að breskar leyniþjónustustofnanir hefðu sætt pólitískum þrýstingi í því skyni að leggja fram sannanir sem réttlætt gætu herförina. Í skýrslu sem bresk stjórnvöld birtu í september í fyrra sagði m.a. að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum sem Saddam Hussein gæti beitt með 45 mínútna fyrirvara. Athygli vakti að íhaldsmenn, sem studdu þá ákvörðun Blair að taka þátt í hernaðinum í Írak, tóku í gær að hvetja stjórnvöld til þess að skýra mál sitt. Sagði talsmað- ur flokksins í gær að ekki væri unnt að útiloka að íhaldsmenn kæmu til með að styðja kröfuna um opinbera rannsókn á því hvort ráðamenn hefðu þrýst á bresku leyniþjónustuna. Tony Wright, samflokksmaður for- sætisráðherrans og formaður stjórn- sýslunefndar þingsins, sagði í gær að „næstum óhjákvæmilegt“ væri að rannsókn færi fram. Fyrir þingi ligg- ur nú ályktunartillaga þess efnis að stjórnvöldum beri að birta upplýsing- ar þær sem lágu til grundvallar skýrslunni er birt var í september. Að þingsályktunartillögunni standa rúm- lega 50 þingmenn Verkamanna- flokksins. Rannsaka fullyrðingar um gereyðingarvopn Íraka Breska stjórnin vill ekki fara að dæmi öldungadeildar Bandaríkjaþings Washington. Lundúnum. AFP. Í UTAH í Bandaríkjunum er nú leit- að að sjálfboðaliðum í aftökusveitir til að framfylgja í júní dauðadómum yfir tveimur morðingjum er farið hafa fram á að verða skotnir. Í þremur af þeim 38 ríkjum Bandaríkjanna þar sem dauðarefs- ingum er beitt, Utah, Idaho og Oklahóma, er aftökusveit einn kost- urinn, auk eiturgjafar í æð og aftöku með rafmagni. Einungis í Utah fá dauðamennirnir sjálfir að ákveða með hvaða hætti þeir eru líflátnir. Það eru þeir Michael Kell, yfir- lýstur kynþáttahatari sem dæmdur var til dauða fyrir að myrða þel- dökkan fanga 1994, og Roberto Arguelles, sem játaði á sig að hafa misþyrmt kynferðislega og síðan myrt þrjár táningsstúlkur og 42 ára konu 1992, sem hafa farið fram á að verða teknir af lífi með þessum hætti. Andstæðingar dauðarefsinga segja að það flokkist undir grimmi- legar og óvenjulegar refsingar að skjóta dauðamenn og stangist því á við stjórnarskrána. Fimm manns eru í hvorri aftöku- sveit og er leitað sjálfboðaliða úr röðum lögreglumanna í þeim byggð- um þar sem Kell og Arguelles frömdu glæpi sína. Skytturnar verða ekki nafngreindar og verður bannað að ræða opinberlega um af- tökurnar. Einhver þeirra mun skjóta púðurskoti og því verður ógerningur að segja til um hverjir hafi banað dauðamönnunum. Leita sjálfboðaliða í aftökusveitir Salt Lake City. AP. BANDARÍSK yfirvöld brutu á réttindum hundraða innflytj- enda sem handteknir voru í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001, samkvæmt nýútkominni skýrslu dóms- málaráðuneytisins um meðferð yfirvalda á þeim sem hnepptir voru í varðhald vegna gruns um aðild að hryðjuverkunum. Alls voru 762 innflytjendur, flestir af arabísku bergi brotnir eða frá Suður-Asíu, teknir höndum víðs vegar um landið og var þeim að meðaltali haldið í þrjá mánuði á meðan Alrík- islögreglan (FBI) hreinsaði þá af grun um aðild að hryðjuverk- um. Þeir áttu ekki kost á að vera látnir lausir gegn trygg- ingu, og oft liðu vikur áður en þeir fengu símtöl og samtöl við lögfræðinga. Þá kemur fram að þeim var haldið í klefum sem voru upplýstir allan sólarhring- inn og þeir voru færðir til í hand- og fótajárnum og mitt- iskeðjum. Þá máttu sumir þola líkamlegt ofbeldi fangavarða og svívirðingar. Allir höfðu þeir brotið lög um innflytjendur á einhvern hátt. Rannsóknin eftir 11. september Yfirvöld brutu á innflytj- endum Washington Post.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.