Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 43 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. X-ið 977 SG DV Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 9. B.i. 12.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 Ef þú ert svikahrappur, gættu að því hvern þú prettar! Frábær glæpaþriller! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 16 Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. ÁHUGAMENN um djass, blús og heimstónlist hafa ástæðu til að kæt- ast þessa dagana því fram undan er tónlistarhátíðin Viking Blue North Festival. Um er að ræða röð tónleika á Ólafsfirði, í Stykkishólmi og í Reykjavík þar sem boðið verður upp á margt það áhugaverðasta í inn- lendri tónlist auk þess sem erlend bönd koma og spila fyrir landann. Í Reykjavík og Stykkishólmi verður spilað næstu helgi, dagana 5. til 8. júní, en á Ólafsfirði fer hátíðin fram 26. til 29. júní. Það er Ólafur Þórðarson, oft kenndur við Ríó Tríó, sem á veg og vanda að hátíðinni en hann starf- rækir umboðsskrifstofuna Þúsund- þjalir sem að sögn Ólafs mótar grunninn að rekstri hátíðarinnar: „Þetta er fjórða árið í röð sem hátíð- in er haldin á Ólafsfirði en nú bætist við dagskrá í Reykjavík og Stykk- ishólmi,“ segir Ólafur. „Þetta hefur verið hálfgerð tilraunastarfsemi hingað til, gengið alveg ótrúlega vel og komið út úr þessu mjög skemmti- legir hlutir.“ Þannig hafa íslensku hljómsveitirnar kynnst meðlimum erlendu sveitanna og þannig átt kost á að spila erlendis, s.s. hljóm- sveitin Jagúar sem spilaði í Noregi. Blús og meiri blús Í Mekka Sport, Dugguvogi 24 í Reykjavík, verður sannkölluð blús- veisla 5. til 8. júní. Þar leika tvö bönd á kvöldi, meðal annars hinir dönsku Lightnin’ Moe sem eru hátt skrifaðir í blúsheimi Evrópu, og hin- ir norsku Spoonfull of Blues, en hana skipa meðal annars framá- menn í norska blúsbransanum. Einnig má nefna Blúsmenn Andreu Gylfadóttur og þá KK og Magnús Eiríksson auk þess að sá merkilegi viðburður á sér stað að Mojo tekur höndum saman við Pál Rósinkranz. „Þetta verður dúndurfjörugur blús á Mekka Sport. Þetta eru bönd sem geta ekki annað en tjúttað,“ segir Ólafur. Í Stykkishólmi verða sömu sveitir auk þess að fleiri sveitir bætast við, meðal annars framlög heimamanna, að sögn Ólafs: „Sem dæmi tekur kirkjukórinn í Stykkishólmi þátt í þessu með meiri háttar gospel- tónleikum og stofnuð hefur verið sérstök hljómsveit vegna hátíð- arinnar sem mun taka þátt. Þar fá menn einnig að hlýða á Guitar Isl- ancio.“ Í lok mánaðarins verður há- tíðin haldin í Ólafsfirði en þar verð- ur áherslan lögð á söngkonur. Þar stíga á svið söngvarar á borð við Andreu Gylfadóttur, Ellen Krist- jánsdóttur, Sigrúnu Evu Ármanns- dóttur og fjölda annarra. Undir spila Óskar Einarsson, Agnar Már Sigmundsson, Róbert Þórhallsson og Halldór Gunnlaugur Hauksson. Ólafur segir vinsældir hátíð- arinnar aukast ár frá ári. Íslenskar hljómsveitir sem spila djass, blús, heimstónlist og skylda tónlist fá að njóta sín. „Þarna er margt mjög spennandi. T.d. kemur í Stykkishólmi fram ungt band sem heitir Hrafnaspark sem er djangó-band og þeir allra flottustu sem komið hafa upp á Ís- landi hingað til,“ segir Ólafur sem hefur mikla trú á bandinu og segir spennandi að gefa þessu unga fólki tækifæri. Allt í allt eru vel yfir 150 manns sem koma fram á hátíðinni í fjölda hljómsveita en til að mynda verður í Stykkishólmi starfræktur svokall- aður Blúsbátur þar sem band verður haft um borð í útsýnisbáti Sæferða, sem siglir um eyjasvæðið, og spiluð lifandi tónlist. Einnig munu Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson starfrækja tónlistarvinnustofu þar, þar sem áhugamenn fá kennslu og vinna saman að því að búa til tónlist sem síðan verður spiluð fyrir þá sem hlýða vilja. Fyrir þá sem vilja sökkva sér í há- tíðina er boðið upp á sérstök helg- arkort sem veita aðgang að öllum viðburðum helgarinnar með rífleg- um afslætti. Nánari útlistun á dagskrá má finna á hlekk á slóðinni www.1000th.is. Djass-, blús- og heimstónlistarhátíð haldin fjórða árið í röð Margt góðra tónlistarmanna munu troða upp á Viking Blue North Music Festival: hinir dönsku Lightnin’ Moe, Blúsmenn Andreu og Guitar Islancio. Tónlistarveisla í Reykjavík, Stykkishólmi og Ólafsfirði BANDARÍSKIR kettir hafa ástæðu til að gleðjast því loks er búið að ýta úr vör sjónvarpsþáttum sem sér- staklega eru gerðir fyrir ketti. Ákveðið var að ráðast í gerð þáttar sem höfðaði til þessa áhorfendahóps þar sem rannsóknir leiddu í ljós að þriðjungur katta hefur gaman af sjónvarpsglápi. Þátturinn, sem heit- ir Meow TV, og sýndur er á Oxygen- sjónvarpsstöðinni hennar Opruh Winfrey, er sérhannaður fyrir ketti – en ekki endilega eigendur þeirra – og meðal þess sem boðið verður upp á verða myndir af fiskum og íkorn- um auk þátta um katta-jóga. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.