Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 39 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Frumleiki og listhneigð eru einkennandi fyrir þig. Mundu að frelsi er mik- ilvægt, því þarft þú að sýna sjálfstæði og þá mun allt samstarf ganga betur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Langanir þínar eru sterkar í dag. Þú kýst skemmtun og unað. Gerðu hlutina á þinn máta. Gangi þér vel. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sýndu þolinmæði gagnvart öðrum í dag, það gæti komið þér til góða síðar. Það er ekki tímabært að setja fram kröf- ur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að gefa ekki lof- orð sem þú getur ekki staðið við. Stolt þitt og kæruleysi gætu knúið þig til óraun- hæfra skuldbindinga. Hafðu því varann á. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vinur þinn gæti fengið þig til þess að eyða óhóflega. Þessi eyðslusemi er óþörf, þú þarft ekki að heilla einhvern ef það færir þér óhamingju. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki heimilisverkin sitja á hakanum. Reyndu að leysa þau verk af hendi sem þú forðast dags daglega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samræður um viðkvæm mál- efni ganga ekki sem skyldi í dag. Temdu þér virðingu fyr- ir sjónarmiðum annarra því þau samrýmast ekki alltaf þínum eigin. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Stilltu eyðslu þinni í hóf. Það er langt í næsta útborg- unardag og því þarft þú að sýna stillingu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Spennandi tilboð gætu borist þér til eyrna í dag. Mundu þó að kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er kjörinn dagur til þess að njóta lista og iðka djúpar samræður. Þú skalt ekki hræðast nýjar hug- myndir heldur taka þeim opnum örmum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Auknar skyldur gætu verið lagðar á herðar þínar í dag. Þú hefur val, ekki láta þröngva þér til þess að gera eitthvað sem þú gætir síðar séð eftir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki láta sannfæra þig um að gera eitthvað gegn vilja þín- um. Stattu fast á þínu, press- an mun hverfa eftir fáeina daga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Mikil spenna hefur magnast upp vegna hugmynda um aukna velferð líkama þíns. Þetta er frábært! Hugsaðu vel um líkamann, þú átt að- eins einn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VERNDI ÞIG ENGLAR Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. Steingrímur Thorsteinsson. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 4. júní, er sjötugur Sigmundur Friðriksson, vélvirki, Skólabraut 2, Grindavík. Hann verður að heiman. 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 4. júní, er áttræður Árni Skarphéðinsson, Spít- alastíg 3, Hvammstanga. Árni er í dag staddur í sum- arbústað að Indriðastöðum í Skorradal. Norska sigurlið opna flokksins á Norð- urlandamótinu var skipað fjórum þaulvönum lands- liðsmönnum (Helgemo, Aa, Furunes og Austberg) og einum „nýliða“ – Erik Rynning að nafni. Rynning er 57 ára viðskiptajöfur, sem tilheyrði liðinu á við- skiptalegum forsendum frekar en spilalegum. Hann var í stuttu máli kostari sveitarinnar. Ekki svo að skilja að Rynnings sé slæm- ur spilari. Hann spilaði mest við Helgemo og þeir voru í miðjum flokki í svo- kölluðum butler-sam- anburði mótsins, en þá eru borið saman á öllum borð- um. Í fyrri viðureign Ís- lands og Noregs varð Rynn- ings sagnhafi í sex hjörtum í suður í þessu spili: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á753 ♥ G1072 ♦ 1052 ♣G2 Vestur Austur ♠ KG864 ♠ D102 ♥ 864 ♥ D9 ♦ KG6 ♦ D9843 ♣96 ♣1087 Suður ♠ 9 ♥ ÁK53 ♦ Á7 ♣ÁKD543 Rynnings og Helgemo voru í NS gegn Jóni Bald- urssyni og Þorláki Jóns- syni: Vestur Norður Austur Suður Þorlákur Helgemo Jón Rynning -- -- Pass 1 lauf 1 spaði Dobl * 2 spaðar 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Dobl Helgemos á einum spaða er neikvætt og lofar minnst fjórlit í hjarta, svo það lá ljóst fyrir strax í upp- hafi að suður myndi ekki spila minna en hálflslemmu. Þorlákur fann hvassasta útspilið gegn slemmunni, eða lítinn tígul. Rynnings drap drottningu Jóns og spilaði svo ÁK í hjarta. Þeg- ar drottningin kom önnur mátti leggja upp þrettán slagi. Rynnings var vissu- lega heppinn að fá drottn- inguna niður, en hann spil- aði eigi að síður með líkum. Eftir útspilið varð hann að treysta á 3-2 legu í hjarta, og gat þá valið á milli þess að svína fyrir drottninguna í austur, eða toppa hjartað og reyna síðan að henda tígli niður í lauf ef drottningin skilaði sér ekki. Síðari leiðin er mun betri, því þá vinnst spilið bæði þegar drottn- ingin kemur önnur hvorum megin sem er, og ef sami mótherji á drottninguna eina eftir og a.m.k. þrílit í laufi. Eina tapstaðan er sú þegar austur er með drottn- ingu þriðju í trompi og tvílit í laufi. Í þeirri legu hefði út- spil Þorláks uppskorið ríku- lega. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Ungir Valsmenn söfnuðu 7.500 kr. og gáfu í minningarsjóð Guðrúnar Helgu Arnarsdóttur hjá KRAFTI – stuðnings- félagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Valur Snær Gottskálksson, Daníel Ingi Gottskálksson, Gunnlaugur Berg Sverrisson, Ingunn Har- aldsdóttir, Unnur Björk Elíasdóttir, Jón Konráð Guðbergs- son og Elín Metta Jensen héldu tombólu. Með þeim á mynd- inni er fjölskylda Guðrúnar Helgu, Geir Sveinsson, Arnar Sveinn og Ragnheiður Katrín Rós. Á myndina vantar Jón Konráð og Elínu. KRAFTUR þakkar þessum dugmiklu ungu Valsmönnum stuðninginn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 Be7 8. O-O a6 9. Kh1 b5 10. f4 Db6 11. Rf3 c4 12. Bc2 a5 13. f5 Rf8 14. Rg5 h6 15. Rh3 a4 16. Ref4 Ra5 17. Df3 Bd7 18. fxe6 fxe6 Staðan kom upp í Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk fyrir skömmu. Guðni Stefán Pét- ursson (2060) hafði hvítt gegn Ágústi Braga Björnssyni (1650). 19. Rxd5! exd5 20. Df7+ Kd8 21. Dxg7 Bxh3 22. gxh3 Kc8 23. Dxh8 Kb7 24. Dxh6 og svart- ur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Dagur Arn- grímsson 6 vinninga af 7 mögulegum. 2.-5. Guð- mundur Kjartansson, Guðni Stefán Pétursson, Ólafur Kjartansson og Hilmar Þorsteinsson 5 v. 6.-7. Sigurður Páll Stein- dórsson og Harpa Ing- ólfsdóttir 4½ v. 8.-10. Birkir Örn Hreinsson, Sverrir Þorgeirsson og Atli Freyr Kristjánsson 4 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA       FRÉTTIR Fyrirlestur og málstofa með Michéle Riot-Sarcey á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum og sagnfræðiskorar Há- skóla Íslands verður á morgun, fimmtudaginn 5. júní í stofu 101 í Lögbergi, kl. 12–13. Fyrirlesari er Michéle Riot-Sarcey, prófessor við Ecole des Hautes-Etudes í París. Hún mun í fyrirlestri sínum huga að sambandinu milli sjálfsveru og valds eins og Foucault gerir grein fyrir því í nokkrum verkum sínum, einkum í síðustu fyrirlestrum sínum, en þeir hafa verið gefnir út á bók undir heit- inu „Túlkunarfræði sjálfsverunnar“. Fyrirlesari mælir á frönsku en Torfi Tulinius prófessor mun þýða fyr- irlesturinn, fyrirspurnir og svör. Fræðslugöngur UMSB Nefnd um alhliða hreyfingu og útivist innan Ungmennasambands Borgarfjarðar stendur fyrir kvöldgöngum um hér- aðið í samstarfi við við Veiði- málastofnun – Vesturlandsdeild. Einnig er óskað eftir því að veiði- félög viðkomandi svæða taki þátt í þessu verkefni. Í sumar verður farið á eftirfarandi svæði: á morgun, fimmtudaginn 5. júní kl. 20, Anda- kílsá og virkjunin, 19. júní kl. 20, Perlur Norðurár, 3. júlí kl. 20, Hít- ará, 17. júlí kl. 20, Flóka, 31. júlí kl 20 Hreðavatn, 14. ágúst kl. 20, Grímsá, 28. ágúst kl. 19.30, Langá og 11. september kl 19.30 Reykjadalsá. Öllum frjálst að taka þátt í göng- unum og með í för verða að jafnaði staðkunnugir sem geta fært okkur sannleikann um viðkomandi svæði. Gefinn verður út lítill bæklingur með upplýsingum um svæðin sem gengið er um í sumar. Í bókinni verður einnig gert ráð fyrir að hægt verði að kvitta fyrir þátttöku í hverri göngu. Í haust eftir göngurnar átta verður hægt að senda inn kvitt- anablaðið og munu verða dregnir út þátttakendur sem fá útivistartengd verðlaun. Hafnarfjarðarbær býður til gönguferðar í tilefni af alþjóðlegum degi umhverfisins, á morgun, fimmtudaginn 5. júní, um strand- lengjuna frá Balaklöpp og inn í Fjörð. Spáð verður í umhverfismál, náttúru- og búsetuminjar. Lagt verður af stað frá Bala kl.19 undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar, ferðin tekur 2–3 tíma. Á MORGUN Nælon og jarðarber með sauma– og hönnunarnámskeið Nælon og jarðarber halda vikulöng sauma- og hönnunarnámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 12–16 ára, í allt sumar, fyr- ir hádegi. Auk þess er boðið upp á fullorðinsnámskeið á kvöldin. Kenn- arar eru kennaramenntaður hönn- uður og klæðskerameistari. Nánari upplýsingar og skráning: noj- @ismennt.is Á NÆSTUNNI Breytt form borga á 20. öld Í dag, miðvikudaginn 4. júní, mun Jeremy W.R. Whitehand, prófessor í borg- arlandfræði við University of Birm- ingham í Englandi, halda fyrirlestur á vegum Borgarfræðaseturs um breytt form borga á tuttugustu öld. Fyrirlesturinn er haldinn í Lög- bergi, stofu 101, og hefst kl. 12.10. Í fyrirlestri sínum mun prófessor Whitehand fjalla um eðli og mik- ilvægi borgarlandslagsins í nýlegum rannsóknum. Lýst verður mik- ilvægri hugmyndafræði er varðar sögulega þróun og framtíðarþróun borgarlandslagsins. Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabb- fund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag, mið- vikudaginn 4. júní, kl. 17. Kaffi á könnunni. Inntökupróf í læknadeild – skrán- ingu að ljúka Síðustu forvöð fyrir skráningu í inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands, sjúkraþjálf- unarskor og læknisfræðiskor. Inn- tökupróf í læknadeild Háskóla Ís- lands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík dagana 23. og 24. júní nk. Þátttakendur þurfa að skrá sig til inntökuprófsins fyrir 5. júní 2003. Skráning fer fram í Nemendaskrá Háskóla Íslands á sérstöku eyðu- blaði sem þar liggur frammi en það er einnig að finna á Háskólavefnum, ásamt öllum upplýsingum um fyr- irkomulag prófsins. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Nánari upplýsingar um inntöku- prófið og dæmi um prófspurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands, www.hi.is/nam/ laek. Allar nánari upplýsingar veitir Stefán B. Sigurðsson, varadeild- arforseti læknadeildar, stefsig@hi- .is. Í DAG LEIÐRÉTT Misskilningur Monika Pálsdóttir, Torfufelli 27, skrifaði pistil í Bréf til blaðsins 31. maí síðastliðinn. Þar var villa í texta bréfsins. Hún talaði um að hún væri þess fullviss, að Íslendingar ættu eftir að sigra í Evróvisjón, en ekki að Íslendingar ættu erfitt með að sigra. Bílum víxlað Í Morgunblaðinu á mánudag var ranglega sagt að jeppa hefði verið ekið suður Langatanga og lent á fólksbíl sem var á leið vestur Boga- tanga á laugardag. Hið rétta er að jeppinn var á leið vestur Bogatanga og fólksbíllinn suður Langatanga. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Verkfall í 26 daga, ekki 26 vikur Í forsíðufrétt í gær um vinnudeilur í Færeyjum var ranglega sagt að 12.000 manns hefðu verið í verkfalli í 26 vikur. Að sjálfsögðu átti þarna að standa 26 daga og er beðist velvirð- ingar á mistökunum sem ekki voru sök fréttaritara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.