Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 9 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur fást í 4 lengdum Kvartbuxurnar komnar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. • ÚTILÍF - Glæsibæ • ÚTILÍF - Smáralind • Músik og sport - Hafnarfirði • Maraþon - Kringlunni • Jói Útherji - Ármúla 36 • Leiksport - Hólagarði • K-sport - Keflavík • Sportbúð Grafarvogs - Hverafold • Sportver - Akureyri • Skagfirðingabúð - Sauðárkróki • Sportbær - Selfossi • Axel Ó - Vestmannaeyjum • Tákn - Húsavík • Hákon Sófusson - Eskifirði Aðeins þessa daga í eftirfarandi verslunum á meðan byrgðirnar af boltunum endast: TÓ e hf - he ild ve rs lu n Vikuna 4.–11. júní Flestir boltanna eru bláir, en ekki hvítir eins og á myndinni Verslun fyrir konur, Mjódd, sími 557 5900 Nýjar kvartbuxur og síðar buxur frá Jensen, bolir og margt fleira Mikið úrval og frábært verð Verið velkomnar Kays verslun, Austurhrauni Gbæ, sími 555 2866 Lokað á laugardögum í sumar. Rýmingarsala á sumarvörum Fatnaður - Gjafavara - Snyrtivörur - Fæðubótarefni - Garðvörur - Verkfæri - Skartgripir - Ljós - Golfvörur - Leikföng - o.fl. FORNLEIFAUPPGRÖFTUR á veg- um Fornleifastofnunar Íslands er hafinn að nýju í Skálholti, en í sum- ar halda 10 manns áfram að moka ofan af húsunum sem hrundu í Suð- urlandsskjálftanum 1784 og hefur rannsóknarsvæðið verið tvöfaldað miðað við svæðið í fyrra. Í fyrra komu í ljós ótrúlega vel varðveittar minjar herbergja, með- al annars skóla og svefnstofu skóla- pilta, híbýla biskups og ganga frá 18. öld. Einn merkasti fundur sum- arsins var rennustokkur undir gólfi í skólanum. Hann er einnig frá 18. öld og er líklegt að hann hafi verið einhverskonar miðstöðvarhitun. Ekki er vitað til að slíkt hafi áður fundist á Íslandi. Í þeim vist- arverum sem upp voru grafnar kom mikið af munum í ljós, m.a. kínverskt postulín, tóbakspípur frá Skotlandi, brot úr leirílátum frá Norður-Evrópu, brot úr ýmsum glerílátum og fjölmargir aðrir munir. Orri Vésteinsson, fornleifafræð- ingur, segir að á svæði sumarsins séu einkum tvær húsalengjur, sem voru herbergi biskups. Eins sé ætl- unin að skoða aðeins í kring og leita að öskuhaugi auk þess sem gerðar verði rannsóknir á gróðurfars- og jarðvegssögunni, en rannsóknir á sögu landnýtingar eru gerðar í samstarfi við Ian Simpson í háskól- anum í Stirling í Skotlandi. Ný sýning Fyrir utan rannsóknirnar verður sett upp ný sýning í kjallara Skál- holtskirkju, þar sem gestir fá nán- ari upplýsingar um fornleifarann- sóknir í Skálholti og hvernig þær geta aukið til muna skilning fólks á sögu biskupssetursins, einkum síð- ustu aldirnar, aðstæðum á Íslandi um það leyti sem biskupssetur lagð- ist af í Skálholti, hvernig þau um- skipti urðu í reynd og hvernig bisk- upssetrið varð að venjulegu sveitabýli. Gert er ráð fyrir að rannsóknin gefi mikilvæga nýja sýn á íslenska efnismenningu á síðari öldum, ekki hvað síst lífshætti efri stétta á tímum þegar gagngerar breytingar urðu í menningarlífi landsmanna. Rannsóknin stendur til 18. júlí. Ljósmynd/Gavin Lucas Fornleifafræðingarnir beina nú sjónum sínum einkum að tveimur húsalengjum, sem voru herbergi biskups. Tíu manns starfa við fornleifauppgröft sem hafinn er að nýju í Skálholti Rann- sóknar- svæðið tvöfaldað TENGLAR ..................................................... Hægt verður að fylgjast með gangi rannsóknanna og sjá myndir frá vett- vangi á vefsíðu Fornleifastofnunar: http://www.instarch.is/skalholt.htm. MARKÚS Örn Antonsson út- varpsstjóri ætlar að óska eftir frekari leiðbeiningum frá starfsmannaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins hvernig opinberar stofnanir geta í framtíðinni átt í viðskiptum við ráðningarfyrirtæki varð- andi auglýsingar á lausum störfum og úrvinnslu um- sókna. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að útvarpsstjóri hafi ekki aflað nauðsynlegra gagna sem lágu til grundvall- ar ráðningu dagskrárstjóra. Ráðningarfyrirtækinu Mannafli var falið að meta hæfi umsækjenda og boða í viðtöl. Það telur umboðsmað- ur að hafi ekki verið í sam- ræmi við lögbundið hlutverk útvarpsstjóra og almennar reglur stjórnsýsluréttar. Markús segir ráðningar- skrifstofur hafa annast aug- lýsingar og úrvinnslu gagna fyrir margar opinberar stofn- anir. Í niðurstöðu umboðsmanns segir Markús að megi ráða að einhver annar en hann hafi tekið endanlega ákvörðun um ráðningu dagskrárstjórans. Það sé ekki rétt. Hann tók ákvörðunina eftir að Mannafl hafi mælt með Jóhanni Haukssyni, útvarpsráð einnig og framkvæmdastjóri út- varpsins. Framkvæmdastjórar hafa umboð útvarpsstjóra „Varðandi aðfinnslur um að ég hafi ekki komið að und- irbúningi þessa máls með ráðningarfyrirtækinu þá er því svo farið hér, að fram- kvæmdastjórar útvarps og sjónvarps hafa umboð frá út- varpsstjóra til að annast ýmis stjórnsýslustörf innan stofn- unarinnar og þar á meðal ráðningarmál. Í þessu tilviki var það framkvæmdastjóri útvarpsins sem hafði samráð við Mannafl um alla undir- búningsþætti þessa máls, meðal annars ákvörðun um hvaða umsækjendur skyldu teknir í viðtöl,“ segir Markús. Hann segir að þetta umboð framkvæmdastjóranna hafi verið formlega tilkynnt bréf- lega í nóvember 1997, þar á meðal til stjórna starfs- mannafélaga Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri ósammála umboðs- manni Alþingis Óskar eftir leiðbein- ingum fjármála- ráðuneytis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.