Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!! "
# $
#
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ARNAR Eggert Thoroddsen gagn-
rýnandi var ekki hrifinn af tónleik-
um með The Incredible Stringband
2003, föstudagskvöldið 30. maí í Ís-
lensku óperunni. Hann er greini-
lega ekki aðdáandi. En hvernig
gæti hann nú verið það? Ég fletti
honum upp í þjóðskrá, maðurinn
fæddist 1974, þegar The Incredible
Stringband gerði sínar síðustu plöt-
ur. Engin furða, að honum finnst
Clive Palmer eins og 300 ára gam-
all. En síðan hvenær er aldur einn
og sér sakarefni, hvort sem við er-
um að tala um tónlist eða um ann-
að?
Aðalmálið er, að Arnar Eggert
skemmti sér greinilega ekki. Tón-
listasmekkur manna er misjafn og
Arnar Eggert hefur rétt á að hafa
sinn smekk og hann má líka skrifa
um það eins og hann vill. En af
hverju segir hann hvergi í greininni
sinni frá fagnaðarlátum áhorfenda?
Tók hann ekki eftir því hvað við
vorum að klappa og hrósa og flauta
og jafnvel öskra? Sá hann ekki
sælusvip á andlitum fólks? Ég veit
ekki nákvæmlega hversu margir
voru þarna, en ég held það hafi ver-
ið vel yfir 300 manns, og það fór
ekki milli mála hvort þeir voru
hrifnir af því sem í boði var. Arnar
Eggert var líklega eini maðurinn
sem lét sér leiðast þarna.
En hann er gagnrýnandi, svo
hann verður að gagnrýna. Við hin,
við skemmtum okkur konunglega
og vorum yfir okkur hrifin af tón-
listinni. Við 300+ erum bara svo
vitlausir!
KARÓLÍNA GEIRSDÓTTIR
(aðdáandi síðan 1969),
Reykjavegi 52,
270 Mosfellsbæ.
The Incredible
Stringband, leiðin-
legir tónleikar??
Frá Karólínu Geirsdóttur
SAMSTARF Norðurlanda hefur
lengi verið hið ágætasta og nauð-
synlegt er að kynna löndin inn-
byrðis. Líklega
vita Finnar tölu-
vert meira um
Ísland heldur en
Íslendingar um
Finnland, en það
er reyndar svo
að enn á Dan-
mörk sterk tök í
huga margra Ís-
lendinga og
þangað er mjög
oft stefnt á
ferðalögunum útfyrir landsteina.
En vissulega mætti líka horfa
meira til annarra Norðurlanda og
síðast en ekki síst til Finnlands,
sem er mjög áhugavert land. Finn-
ar hugsa með hlýhug og velvilja til
Frónar og hafa mikinn áhuga á að
heimsækja landið, enda vita Finn-
ar margt um Ísland og hér birtist
annað slagið efni um landið í fjöl-
miðlum. Vitneskja Frónbúa er oft
óljós um Finnland og byggist oft á
furðulegum upplýsingum Íslend-
inga sem hafa aðeins haft stutt
kynni af landinu, en við sem erum
búsett hér í landinu getum miðlað
af þekkingu okkar eftir margra
ára kynni af landi og þjóð. Reynd-
ar hef ég í huga að koma á fram-
færi slíkri ýtarlegri kynningu, í
máli og myndum, á síðum Morg-
unblaðsins þótt síðar verði. Fyrir
mörgum árum kynnti ég með fjöl-
mörgum greinum finnska myndlist
á síðum menningarblaðs Morgun-
blaðsins og hefði ég einnig áhuga á
að kynna umhverfið og fólkið hér,
sem er hið vinsamlegasta. En þótt
ég stefni að slíkri kynningu vil ég
nefna nokkur atriði strax: Á sumr-
in eru Finnar vissulega í sólskins-
skapi, enda lifnar allt við í hinu
gullfallega finnska umhverfi og
hefur veðursældin hér mikið að
segja með 20 til 30°C hita allt heila
sumarið. Fólkið nýtur útiverunnar
við strendur finnsku vatnanna sem
skarta sínu fegursta á þessum árs-
tíma.
Við strandlengjur finnsku
vatnanna er um hálf milljón
finnskra sumarbústaða sem er til
vitnis um löngun fólksins til að
njóta umhverfisins og útiveru við
finnsku vötnin. Einnig eru þús-
undir manna á siglingu um vötnin
á seglskútum og listisnekkjum.
Skipulagðar eru óteljandi menn-
ingarviðburðir með tónleikum og
allskonar viðburðum þvert og
endilangt um allt landið. Já, Finn-
land er sannkölluð sumarparadís.
Það má segja að þeir Íslend-
ingar sem búa erlendis séu oft
einskonar sendiherrar Íslands er-
lendis. Með ánægju tek ég að mér
að kynna Ísland fyrir Finnum og
Finnland fyrir Íslendingum.
Það tilheyrir auðvitað hinum
raunverulegu sendiherrum að sjá
um slíkar kynningar. En oft eru
þeir kallaðir heim er þeir hafa
loksins komist vel inn í málin, þar
sem þeir starfa, svo ekki sé nú tal-
að um ef þeir tilheyra „vitlausum“
flokki. Vonandi fær Jón Baldvin,
sendiherra Íslands í Helsinki, að
vera í friði hér í Finnlandi þó að
hann sé ekki í „réttum stjórnmála-
flokki“.
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON,
myndlistarkennari,
Suður-Finnlandi.
Finnland og
Ísland
Frá Björgvini Björgvinssyni
Björgvin
Björgvinsson