Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞÓRUNN Indíana Lúthersdóttir dúxaðiaf náttúrufræðabraut frá Verk-menntaskólanum á Akureyri með 8,4í meðaleinkunn. „Ég hef alltaf átt auðvelt með að læra og einkunnir á prófum fara eftir því hversu mikinn tíma ég hef til að undirbúa mig,“ segir Þórunn Indíana en hún lauk stúdentsprófi á þremur árum. Þar að auki var hún í 50–100% vinnu með náminu til að framfleyta sér. Í haust ætlar hún að taka sér hvíld frá námi en hugurinn leitar til útlanda. „Mig langar til þess að læra til fulls þau tungu- mál sem ég hef lært í skólanum. Sérstaklega langar mig að læra dönsku og svo jafnvel þýsku síðar.“ Þórunni Indíönu finnst námið í VMA vera góður grunnur fyrir framtíðina og segir kenn- arana hafa reynst sér sérlega vel. Hún telur einkunnir ekki endilega segja allt sem segja þarf um hversu góður skóli er heldur einnig hvernig stuðningur er við hvern og einn nem- anda en í þeim efnum segir hún VMA vera til fyrirmyndar. Skynsemi og skipulagning Laufey Helga Guðmundsdóttir hlaut hæstu einkunn til stúdentsprófs við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var á náttúrufræðabraut og fékk 9,35 í meðaleinkunn. Laufey sat ekki með auðar hendur í vetur en auk þess að standa sig vel í námi var hún gjaldkeri nemendafélags Kvennaskólans. Aðspurð hvað liggur að baki góðum námsárangri segir hún skynsemi og skipulagningu ráða mestu um. Hún hefur ákveðnar skoðanir á framhaldsskólanáminu: „Framhaldsskólinn kennir manni mest að sitja, þegja og mæta. Þó að það sé að mörgu leyti gott veit ég ekki hversu lengi þessi menntun endist manni.“ Laufey stefnir á lögfræðinám annaðhvort í Háskólanum í Reykjavík eða Háskóla Íslands og hlakkar til að stunda nám sem er innan hennar áhugasviðs. Skiptir máli fyrir sjálfsmyndina Herdís Anna Jónasdóttir dúxaði frá Mennta- skólanum á Ísafirði með 9,04 í meðaleinkunn. Hún var á mála- og samfélagsbraut og tónlist- arbraut. Herdís Anna hefur víða stigið niður fæti og segist hafa haft einna minnstan tíma fyrir námið. Samhliða skólanum hefur hún lagt stund á píanó- og söngnám auk þess sem hún hefur ver- ið virk í leiklistarlífi menntaskólans og bæj- arins. Í haust ætlar hún að nema söng við Listaháskóla Íslands. Herdís Anna telur mikilvægt að kennarar geri kröfur til nemenda og að metnaður og dugnaður liggi til grundvallar góðum náms- árangri. „Góður námsárangur skiptir miklu máli fyrir sjálfsmyndina og það er mikilvægt að öllum geti liðið vel í skólanum.“ Hún er Framhaldsskólanemendur verðlaunaðir fyrir „Að læra jafnt og þ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Herdís Anna Jónasdóttir „Það er mikilvægt að kennarar geri kröfur til nemenda.“ Fríða Bjarnadóttir „Gott félagslíf er mjög mikilvægt svo að nemendur geti lyft sér upp.“ Morgunblaðið/ Þórunn I. Lúthersdóttir. „ til þess að læra til fulls þau t mál sem ég hef lært í skólan Sumarið er komið og framhaldsskólarnir hafa flestir slitið starfi s skólum eru veitt verðlaun fyrir besta námsárangur til stúdentspr ræddi við fjóra verðlaunahafa um framtíðina og gildi góðs námsár Á myndinni má sjá stjórntæki fyrstu tölvunnar sem kom til landsins. Ritvélin við hlið tölvunnar var notuð sem prentari. Á myndinni eru frá vinstri: Þórhallur Einarsson, Ragnar Ingimarsson, Helgi Sigvaldason, Oddur Benediktsson og Magnús Magnússon. FUNDURINN Í EVIAN Fundir G8-hópsins eru árlegurviðburður og oft eru þeir um-deildir. Upphaflega sátu þessa fundi fulltrúar sjö helstu iðn- ríkja heims og nýttu þá til að bera saman bækur sínar og samræma stefnu í efnahagsmálum þegar þörf var á. Undanfarin ár hefur forseti Rússlands einnig setið fundi iðnríkja- leiðtoganna og þjóðarleiðtogarnir því orðnir átta á fundunum. Fundur þeirra í Evian í Frakk- landi, sem lauk í gær, sýndi að mörgu leyti fram á hversu mikilvægar þess- ar samkomur geta verið. Hann var hins vegar jafnframt að mörgu leyti tákn þess hversu gallaðar fundir sem þessir eru. Einn helsti kostur leiðtoga- fundanna er sá að þeir skuli yfir höf- uð vera haldnir. Þarna koma saman helstu leiðtogar þeirra ríkja sem mest áhrif hafa jafnt á þróun efna- hagsmála sem stjórnmála í heimin- um. Síðastliðna mánuði hefur andað köldu á milli forseta Bandaríkjanna annars vegar og leiðtoga Frakklands, Þýskalands og Rússlands hins vegar vegna stríðsins í Írak. Í Evian urðu þeir hins vegar allir að setjast niður og ræða sameiginleg hagsmunamál. Er líklegt að forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hefðu átt fund saman í bráð ef G8-fundurinn hefði ekki verið skráður í dagbækur þeirra? Varla. Vissulega er ágreiningur enn til stað- ar. Hins vegar hefur verið stigið skref á í þá átt að koma samskiptum í viðunandi horf á nýjan leik. Það má jafnvel færa rök fyrir því að í nokkrum málaflokkum hafi verið tekin mikilvæg skref í rétta átt. Leið- togarnir voru sammála um að þrýsta á Íran og Norður-Kóreu vegna kjarn- orkuáætlana ríkjanna. Þá náðist sam- staða um að standa sameiginlega að uppbyggingu Íraks að stríðinu loknu. Einnig lögðu þeir ríka áherslu á mik- ilvægi þess að hægt yrði að standa við markmið þau og tímasetningar sem sett voru við upphaf Doha-samninga- lotunnar um aukið frelsi í alþjóðavið- skiptum. Engu að síður má velta því fyrir sér hversu miklum tilgangi fundir sem þessir þjóna. Óneitanlega eru þau ríki sem þarna koma saman stór og voldug. Það vekur hins vegar athygli að ríki á borð við Kína skuli ekki eiga fasta aðild að þessum hópi. Kína er fjölmennasta ríki veraldar og kín- verska hagkerfið er stærra en hag- kerfi flestra þeirra ríkja sem sitja fund iðnríkjanna. Frakkar buðu vissulega Hu Jintao til fundarins og hitti hann leiðtogana á mánudag. Bandaríski dálkahöfundurinn Nicholas D. Kristof bendir hins vegar réttilega á í The New York Times í gær að í flestum þeim hagsmunamál- um sem leiðtogarnir ræða á G8-fund- unum séu Kínverjar lykilþjóð. Það á jafnt við um þegar reynt verður að finna lausn á Norður-Kóreudeilunni sem því hvernig draga eigi úr gróður- húsaáhrifum og loftslagsbreytingum. Fundir G8-hópsins eru oft gagn- rýndir fyrir að vera innihaldslitlar fjölmiðlasamkomur. Ef þeir yrðu á ný fundir þeirra ríkja sem mestu ráða um þróun mála í heiminum gæti vægi þeirra aukist á nýjan leik. BÖRN OG BÆKUR Barna- og unglingabækur eru van-metin grein bókmennta og þó verður seint gert of mikið úr mikil- vægi þeirra. Áhugi barna á lestri markast ekki síst af þeim bókmennt- um, sem völ er á handa þeim. Það sést sennilega best á þeirri sprengingu, sem orðið hefur í lestri með tilkomu bókanna um Harry Potter. Börn og unglingar, sem áður tóku sér vart bók í hönd, fara létt með að gleypa í sig nokkur hundruð síðna doðranta um ævintýri Potters og félaga hans í skóla galdra og seiða og hafa ekki fyrr lagt þá frá sér en þau biðja um meira. Galdurinn er að gera heim bókarinnar spennandi og eftirsókn- arverðan. Aðdráttarafl bókarinnar þegar fram í sækir byggist að miklu leyti á fyrstu viðkynningu. Vel heppnaðar barnabækur eru alltaf ánægju- og fagnaðarefni. Yfir- leitt leynir sér ekki á viðtökum yngstu lesendanna (og hlustendanna) hvernig til hefur tekist. Bókin Engill í Vesturbænum eftir Kristínu Steins- dóttur vakti athygli um leið og hún kom út á liðnu ári og á þessu ári hefur hún verið hlaðin viðurkenningum. Í upphafi árs hlaut hún árleg barna- bókaverðlaun Fræðsluráðs Reykja- víkur fyrir bestu frumsömdu barna- bókina og í vor hlaut Kristín ásamt Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur, sem myndlýsti bókina, og Sigrúnu Sig- valdadóttur, sem sá um grafíska hönnun hennar, Vorvinda, viður- kenningu IBBY á Íslandi. Þriðja við- urkenningin, sem Engill í Vestur- bænum fær, er hin Norrænu barnabókaverðlaun, sem veitt voru í vikunni. Þau verðlaun hafa verið veitt frá árinu 1985 og hafa einu sinni áður verið veitt Íslendingi er þau komu í hlut Guðrúnar Helgadóttur árið 1992 fyrir bókina Undan illgresinu. Barna- og unglingabækur eiga það skilið að eftir þeim sé tekið, en það hefur verið haft til marks um það að þeim er skipað skör neðar en öðrum bókmenntum að bókmenntaverðlaun Nóbels hafi aldrei verið veitt höfundi barna- og unglingabóka. Í því sam- bandi er nærtækast að benda á Astr- id Lindgren, sem var afkastamikill rithöfundur, sem setti sterkan svip á fjölda kynslóða með skáldskap sínum og á að vissu marki þátt í því að breyta viðhorfi til barnauppeldis til aukins frjálsræðis og meiri virðingar fyrir einstaklingseðli þeirra en áður var. Margir eru þeirrar hyggju að það hafi eingöngu verið vegna for- dóma í garð barna- og unglingabóka, sem hún hlaut ekki náð fyrir augum sænsku akademíunnar. Mikilvægi lestrar í nútímaþjóð- félagi er gríðarlegt. Með honum opn- ast framandi heimar og námur fróð- leiks. Sá sem ekki hefur aðgang að þessum brunni þekkingar er illa staddur. Bækur á borð við Engil í Vesturbænum eiga þátt í því að gera lesturinn að tilhlökkunarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.