Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNRÉTTINDASAMTÖK for- dæmdu í gær samþykkt héraðs- þingsins í Norðvesturlandamæra- héraðinu í Pakistan á frumvarpi er gerir íslömsk sharia-lög að æðstu löggjöf héraðsins. Er þetta í fyrsta sinn í 56 ára sögu Pakistans sem sharia-löggjöf, er byggist á strangri túlkun á Kóraninum, er samþykkt þar. Frumvarpið um að sharia yrðu æðstu lög héraðsins, sem er við landamærin að Afganistan, var samþykkt á héraðsþinginu, þar sem íslamistar hafa meirihluta og sitja í héraðsstjórn, á mánudaginn, og veittu andstæðingar stjórnar- innar frumvarpinu einróma stuðn- ing. Þeir sem andvígir eru löggjöf- inni óttast að hún muni leiða til svipaðra stjórnarhátta og tíðkuð- ust í valdatíð talibana í Afganistan. En Zafar Azam, dómsmálaráð- herra í héraðsstjórninni, tjáði breska ríkisútvarpinu, BBC, að talibanarnir hafi verið „allt öðru vísi [en við] – þeir voru ómennt- aðir byltingarmenn. Við beitum þó lýðræðislegum aðferðum.“ Bankavextir verða bannaðir Samkvæmt frumvarpinu verða mennta-, dóms- og efnahagsmál héraðsins mótuð í samræmi við ísl- amskar grundvallarreglur. Það þýðir í raun m.a. að vextir í bönk- um verða aflagðir, meira verður kennt um Kóraninn í skólum og réttarkerfið verður byggt á strangri túlkun á Kóraninum. Stofnað verður dyggða- og last- aráðuneyti, en andstæðingar frum- varpsins segja það ráðuneyti sam- bærilegt við hið alræmda ráðuneyti í stjórn talibana er stuðla átti að dygðugu líferni og koma í veg fyrir lesti. Talibana- stjórnin notaði þetta ráðuneyti í raun eins og trúarbragðalögreglu og bannaði konum að vinna, ganga í skóla og að láta sjá sig á al- mannafæri, auk þess að framfylgja grimmilegri refsilöggjöf sem m.a. kvað á um aflimun sem refsingu fyrir þjófnaði. En höfundar laganna í Norð- vesturlandamærahéraðinu í Pak- istan segjast einungis vilja sam- félag laust við illsku og spillingu. Með lögunum vilji þeir draga úr klámfengi og stuðla að velsæmi. Eftir áratuga óstjórn, mútuþægni og snarhækkandi glæpatíðni eru fáir mótfallnir því. Almenningur var ánægður með að frumvarpið skyldi lagt fram. „Þetta er best fyrir þá fátæku,“ hafði BBC eftir ónafngreindum manni. „Sem músl- ímar ættum við öll að vera fylgj- andi þessu.“ Framkvæmdastjóri mannrétt- indaráðs Pakistans, Afrasiab Khattak, segir sharia-lögin í Norð- vesturlandamærahéraðinu færa landið allt nær trúareinræði. Sak- aði hann Muttahida Majlis-e-Amal (MMA), eða bandalag róttækra flokka strangtrúaðra, sem er í meirihluta á héraðsþinginu, um að vera að reyna að koma á svipuðu stjórnarfyrirkomulagi og tíðkaðist í Afganistan í valdatíð talibana. Síðan MMA komst til valda í héraðinu í október hefur það gert ýmsar breytingar. Samþykkt hafa verið lög sem banna að karlkyns læknar skoði konur og körlum er bannað að þjálfa íþróttakonur. Þá hefur opinberum starfsmönnum verið gert að biðja fimm sinnum á dag og sala á tónlist og mynd- böndum hefur verið bönnuð. Einróma stuðningur við sharia- lögin í Norðvesturlandamærahér- aðinu er til marks um djúpstæðara vandamál í pakistönskum stjórn- málum, segja fréttaskýrendur. Veraldlega sinnaðir flokkar á hér- aðsþinginu drógu til baka breyt- ingatillögur sínar, þ.á m. ákvæði um réttindi kvenna, rétt áður en þeir lýstu sig fylgjandi frumvarp- inu í óbreyttri mynd. „Við erum fylgjandi frumvarp- inu vegna þess að við erum músl- ímar og enginn múslími getur ver- ið andvígur íslömskum lögum,“ sagði Abdul Akbar Khan, formað- ur Pakistanska alþýðuflokksins, og formenn annarra stjórnarand- stöðuflokka tóku í sama streng. En ekki eru allir sannfærðir um að trú sé hin eiginlega ástæða. Á pakistanska þinginu í Islamabad er MMA í lykilaðstöðu til að höggva á hnútinn sem hefur lamað þingið. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þurfa allir flokkar nú á stuðningi MMA að halda,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Þeir geta tryggt [Pervez] Musharraf [forseta] áframhaldandi setu, bæði á forsetastólnum og sem yfirmaður hersins, og þeir eru líka í aðstöðu til að neyða Musharraf til að samþykkja ein- hvers konar sharia-löggjöf í land- inu öllu og komið honum í klípu svona rétt áður en hann heldur til Bandaríkjanna.“ Musharraf í vanda Musharraf leggur upp í ferð til fjögurra landa 16. júní, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands, og verður hápunktur ferðarinnar fundur hans með George W. Bush Bandaríkjafor- seta í Camp David 24. júní. En áður en hann leggur af stað verður stjórn hans að koma fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið. Meirihluti stjórnarinnar á þinginu tryggir að frumvarpið verður samþykkt, en stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir muni gera hvað þeir geti til að verða Musharraf fjötur um fót er hann leggur frumvarpið fram 7. júní. Stjórnarandstöðuflokkarnir, Múslímabandalag Pakistans-Naw- az (PPP) og MMA, leggja nú hart að Musharraf að hætta að gegna bæði forsetaembættinu og vera yf- irmaður hersins, og er það meg- inatriðið í tilraunum þeirra til að draga úr stjórnarskrárbundnum völdum sem hann veitti sjálfum sér í ágúst. Það gerði hann nokkr- um vikum áður en hann afnam herforingjastjórn sína, sem setið hafði í þrjú ár, og lét kjósa til þings. Undanfarinn hálfan mánuð hafa fulltrúar stjórnarinnar verið að reyna að ná samkomulagi við MMA og fá bandalagið til að slaka á kröfum. Hefur MMA krafist þess að sharia-löggjöf verði framfylgt í landinu öllu gegn því að bandalag- ið styðji áfram veru Musharrafs á forsetastóli og láti af kröfum um að hann hætti sem yfirmaður hers- ins. „Musharraf er á milli steins og sleggju. Hann kúventi í utanrík- ismálum og skipaði sér við hlið Bandaríkjamanna í baráttunni við talibanastjórnina [í Afganistan] og hefur lagt allan sinn pólitíska höf- uðstól að veði með því að styðja herför [Bandaríkjanna] gegn hryðjuverkastarfsemi,“ sagði vest- ræni stjórnarerindrekinn. „Hvern- ig á hann að geta mætt í Camp David ef hann hefur leyft að Pak- istan taki fyrsta skrefið í átt að því sem margir myndu kalla taliban- væðingu?“ Flokkar strangtrúaðra í lykilaðstöðu í Pakistan AP Konur sem sitja á héraðsþinginu í Norðvesturlandamærahéraðinu fyrir flokkabandalag trúaðra tárfelldu af gleði þegar sharia-lögin voru samþykkt. Peshawar í Pakistan. AFP. Fylgjendur strangrar sharia-löggjafar íslams í Pakistan segjast vilja vinna gegn klámvæðingu og stuðla að velsæmi. En einróma samþykkt héraðsþings í norðurhluta Pakistans á þessum ströngu lögum er til marks um djúpstæðari vanda í pakistönskum stjórnmálum. LEIÐTOGAR hinna ýmsu trúar- og stjórn- málahópa í Írak hafa brugðist illa við þeirri ákvörðun hernámsstjórnar Bandaríkjamanna í landinu að falla frá boðuðu þjóðþingi sem ætlað var að kjósa bráðabirgðastjórn. Nú liggur fyrir að hernámsstjórnin hyggst skipa þá stjórn. Skýrt var frá því um liðna helgi að bráða- birgðastjórn yrði mynduð í Írak innan sex vikna. Af þeim sökum hefði verið afráðið að efna ekki til ráðstefnu þeirrar um pólitíska framtíð landsins sem bandaríska hernáms- stjórnin hafði boðað að haldin yrði. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði á mánudag að fyrir bráðabirgðastjórn- inni myndi fara „stjórnarráð“. Ráðið myndi til- nefna menn sem síðar tækju við ráðherraemb- ættum. Víðtæku samráði við Íraka var heitið en Bandaríkjamenn hyggjast á hinn bóginn skipa „stjórnarráðið“. Í því verða 25–30 fulltrúar. Þeim er ætlað að vera hernáms- stjórninni til ráðgjafar um flest þau mál er landsmenn varða. Ráðið mun ennfremur til- nefna ráðgjafa sem starfa munu í ráðuneytum Íraks með fulltrúum hernámsstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að vegur Íraka innan ráðu- neytanna vaxi í áföngum þannig að ráðgjaf- arnir geti að lokum stýrt þessum stjórnarskrif- stofum. „Stjórnarráðinu“ verður einnig falið að stýra vinnu vegna nýrrar stjórnarskrár. Gert er ráð fyrir að hún verði rædd á sérstakri ráðstefnu. Sú ráðstefna mun hefjast eftir einn til tvo mán- uði. Stjórnarskráin verður síðan staðfest af „stjórnarráðinu“ og lögð fram í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Við hyggjumst vinna eins hratt og kostur er,“ sagði bandaríski embættismaðurinn og bætti við að hernámsstjórnin teldi mikilvægt að hraða pólitísku umbreytingaskeiði í Írak. Hann tók þó fram að bráðabirgðastjórnin yrði ekki fullveðja stjórnvald, „loka-ákvörðunar- valdið“ yrði í höndum hernámsliðsins þar til lýðræðislega kjörin írösk stjórn gæti tekið við völdum í landinu. Íraskir leiðtogar hafa brugðist illa við tíð- indum þessum og vændu þeir á mánudag her- námsstjórnina um svik. „Við höfum efasemdir um að þessi áætlun komi að tilætluðum not- um,“ sagði talsmaður Íraska þjóðarráðsins, eins stærsta hóps íraskra útlaga. Sagði hann að sjö hópar fyrrum stjórnarandstæðinga, Kúrda og sjíta vildu að komið yrði á fót hið fyrsta bráðabirgðastjórn Íraka sem hefði skil- greind völd á vettvangi þjóðmála. Þess í stað væri ætlun Bandaríkjamanna sú að koma upp „ráðgjafarráði“ fyrir Paul Bremer, sem fer fyrir bandarísku hernámsstjórninni í Írak. Talsmaður Æðstaráðs íslömsku byltingar- innar í Írak, eins stærsta hóps sjíta, sem eru í meirihluta í landinu, tók í sama streng og lýsti yfir „þungum áhyggjum“ sökum þessara áforma Bandaríkjamanna. Bráðabirgðastjórn í Írak innan sex vikna Reuters Klerkar úr röðum súnníta og sjíta í Bagdad tóku í gær saman höndum og efndu til mótmæla gegn bandaríska hernáminu og handtöku klerks úr röðum sjíta. Þúsundir manna tóku þátt í göngunni. Íraskir trúar- og stjórnmálaleiðtogar væna hernámsstjórnina um að svíkja gefin loforð Bagdad. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.