Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 15 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, vikuferð, 23. júní. Flug, gisting og skattar. Almennt verð kr. 52.450 Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Mallorca þann 23. júní á einstökum kjörum. Þú bókar núna flug og gistingu, í 1 eða 2 vikur og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir. Mallorca er einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Spáni og hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta við frábæran aðbúnað í sólinni. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, vikuferð. Flug, gisting og skattar Almennt verð kr. 41.960. Stökktu til Mallorca 23. júní frá kr. 39.962 Síðustu sætin AUNG San Suu Kyi, foringi stjórn- arandstöðunnar í Burma og friðar- verðlaunahafi Nóbels, er enn í haldi herforingjastjórnarinnar í landinu þrátt fyrir háværar kröfur alþjóða- samfélagsins, m.a. frá Sameinuðu þjóðunum og George W. Bush Bandaríkjaforseta um að hún verði tafarlaust látin laus. Bush hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist hafa „miklar áhyggjur“ af því að Suu Kyi og flokksmeðlimir hennar séu í haldi. „Yfirvöld eiga að láta Aung San Suu Kyi og stuðningsmenn hennar laus tafarlaust og leyfa að skrifstofur flokksins verði opnaðar á nýjan leik,“ sagði Bush. Kann að hafa særst Suu Kyi var á föstudag færð í varðhald, „sér til verndar“ sam- kvæmt upplýsingum herforingja- stjórnarinnar, eftir að átök höfðu blossað upp á milli stuðningsmanna hennar og meðlima úr stuðnings- hópi stjórnarinnar í norðurhluta landsins. Stjórnin segir fjóra hafa fallið og 50 særst en andófsmenn telja að mannfallið hafi verið allt að 70 manns. Þeir óttast að Suu Kyi hafi fengið alvarleg höfuðmeiðsl í átök- unum en ráðamenn vísa því á bug og segja hana ómeidda. Þeir vilja ekki gefa upp hvar hún er eða hversu lengi hún á að vera í haldi en segja það vera tímabundið. Þá hefur háskólum í landinu verið lokað án skýringa en yfirvöld segja það ekki tengjast máli Suu Kyi. Margir óttast að hneppa eigi hana í stofufangelsi á nýjan leik en hún var leyst úr 19 mánaða fangelsi í fyrra. Atburðirnir eru taldir hafa slæm áhrif á tilraunir til að sætta stjórnarandstöðuna og herfor- ingjana sem hafa stjórnað landinu síðan 1988 en árið 1990 hindruðu þeir flokk Suu Kyi í að taka við völdum eftir að hann hafði sigrað í lýðræðislegum kosningum. Bush forseti vill Suu Kyi leysta úr haldi tafarlaust EPA Öryggisvörður við sendiráð Burma í Islamabad í Pakistan. Ekki er vitað hvar Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstæðinga, er í haldi og yf- irvöld vilja ekkert láta uppi, segja einungis að hún sé á „öruggum stað.“ Yangon. AP. AFP. Ekkert gefið upp um afdrif andstöðuleiðtogans www.fotur.net alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.