Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag er komið að kveðjustund tengda- föður míns Axel Ó. Lárusson. Það er alltaf erfitt að setjast niður og ætla sér að skrifa minningu um mann sem hefur átt stóran þátt í mótun á lífi manns og fjölskyldunnar. Á unga aldri kynntist ég Sigrúnu og kom inn á heimili Ax- els og Döddu, Axel var sú manngerð sem ekki vildi hafa sig mikið í frammi, heldur var hann þessi hæg- láti, prúði og tryggi vinur sem maður gat alltaf leitað til. Axel var ekki mjög mannblendinn og vildi ekki láta hampa sér, en tók þó ríkan þátt í félagslífi á sínum yngri árum. Og er kom að fjölskyldunni var hann oftar en ekki miðdepill í um- ræðunni. Axels vil ég minnast sem trausts og góðs félaga í gegnum öll þau ár sem ég hef þekkt hann. Að endingu vil ég þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig, Sigrúnu, Karen, Anitu og Sigurð tengdason gegnum tíðina. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði Ársæll. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur. Þó að þú hafir verið veikur allt þitt líf og hafir komist nálægt dauða áður þá kom þetta mjög óvænt. Ég mun aldrei gleyma símtalinu sem ég fékk frá pabba. Ég vissi að það væri eitthvað að þegar hann hringdi, því að við vor- um búin að ákveða að tala saman daginn eftir og ég heyrði á röddinni hans að hann kveið fyrir að segja mér frá fréttunum. Svo sagði hann; Karen haltu þér, afi er dáinn. Afi, þetta er svo erfitt því að ég er svo langt í burtu frá ykkur. Ég hef ekki séð þig í eitt og hálft ár og núna mun ég sjá þig í kistu. Nú þarft þú aldrei að þjást aftur. Mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín rosa- lega. Ég má vera þakklát fyrir hversu góðar minningar ég hef um þig. Þú og amma hafið alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég á eftir að sakna þess að heyra hversu þú ljómaðir í hvert skipti sem ég hringdi í ykkur eða sá ykkur. Mér leið alltaf svo vel að sjá hversu stoltur afi þú varst. Eg mun alltaf minnast þess þegar þú varst alltaf að tala um þegar ég var lítil stelpa í Svíþjóð að kenna þér að kaupa ís á sænsku. Ég hafði sagt við þig; afi þú átt að biðja um glass. Þú varst líka alltaf að minnast á þegar við vorum stopp á umferðarljósum og ég hafði sagt; stopp, tilbúinn og áfram. Ég var alltaf að vonast til að þú og amma gætuð komið að heim- sækja mig í New York eða þegar ég var í Baltimore. Ég var alltaf að finna frábæra staði til að fara í sunnudags brunch þar sem voru jazzbönd að spila jazz fyrir gestina. Ég var alltaf að vonast til að geta tekið þig á þessa staði þar sem þú ert svo mikill jazz- aðdáandi. Ég man líka þegar ég fór að kynna mér klassískan jazz til að geta gefið þér og ömmu góðan jazz- geisladisk í jólagjöf. Þá fór ég fyrst að kunna meta jazz. Nú er ég orðin jazz-aðdáandi. Jæja afi minn, nú getur þú hvílt í friði og verið með mömmu þinni, pabba, Sigrúnu mömmu og Stínu, systur. Vertu óhræddur að koma að heimsækja mig hinum megin frá. Ástar- og saknaðarkveðjur, Karen. Í dag er kvaddur hinstu kveðju minn elsti æskuvinur. Kynni okkar AXEL LÁRUSSON ✝ Óskar Axel Lár-usson fæddist í Fredriksund í Dan- mörku 15. júlí 1934. Hann lést laugar- daginn 24. maí síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni 3. júní. hófust er við vorum að stíga fyrstu sporin út í lífið, eða áður en við tókum þau fyrstu á skólabekk. Áttum við eftir að kynnast góðum félögum er bjuggu við Fjólugötuna, en stutt var frá Skothúsvegin- um yfir á Fjólugötuna. Axel bjó ungdómsárin á Fjólugötu 3 hjá afa og ömmu, þeim öðlings- hjónum Óskari Lárus- syni og Önnu Sigurjóns- dóttur. Var það sem mitt annað heimili, enda höfðingslund á þeim bæ. Á þessum slóðum þekktu allir alla. Það má með sanni segja að blóm- inn af Reykvíkingum hafi átt sín hí- býli þar, hlýtt og elskulegt fólk. Við vinirnir áttum ógleymanlegar stund- ir í leik og var fótbolti iðkaður á „Thor Jensen“-túninu, er nú nefnist Hallargarðurinn. Strax í æsku stóð hugur Axels að skóverslun, og var það hans ævistarf þar til yfir lauk. Ættir átti hann að rekja til Lárusar G. Lúðvígssonar, er reisti af stórhug Bankastræti 5, stærstu og virtustu skóverslun landsins. Þangað lá leið vinar míns, fyrst við ýmiss konar snattstörf, en ekki leið á löngu þar til hann gerðist afgreiðslumaður í herradeildinni og sómdi sér vel með heiðursmanninum Ingólfi Ísólfssyni, ásamt fleira góðu fólki er þar starfaði um áratugi. Þar voru heiðursmenn við stjórnvölinn og ekki vantaði snyrtimennskuna í þessari glæsi- verslun. Eru mér ógleymanleg þau kynni er ég átti við allt starfsfólkið. Axel naut vinsælda fyrir glaðlega og lipra framkomu. Hann var snyrti- menni fram í fingurgóma. Lundin var létt og ekkert mátti hann aumt sjá, sannur vinur. Síðar festi hann kaup á verslun frænda síns Sigurðar H. Lúðvígssonar að Laugavegi 11, því merka húsi. Nefndi hann verslunina Axel Ó. og hélt því nafni þar til hann hætti rekstri. Árið 1954 gekk hann að eiga Sigurbjörgu Axelsdóttur er reyndist honum stoð og stytta í gegn- um lífsins ólgusjó, jafnt sem húsmóð- ir og við allt er við kom rekstrinum. Sönn dugnaðarkona. Það urðu mikil umskipti í lífi þeirra er þau ákváðu að flytja búferlum til Vestmannaeyja árið 1959. Þar hafði verið starfrækt skóverslun um áratugaskeið í hjarta Eyjanna. Þau hjónin yfirtóku hana og gekk reksturinn vel, Axel var smekkmaður í innkaupum og fór ófá- ar ferðir erlendis. Fjölskyldan fór ekki varhluta af því er gaus 1973. Misstu sitt einbýlishús. Við vinirnir létum ekki okkar eftir liggja við björgun á búslóð og vörubirgðum. Þar studdi vel við móðir Sigurbjarg- ar, Guðrún, er nú býr við háan aldur, forsjál og dugleg. Ekki var viðstaðan á meginlandinu löng. Þau drifu sig aftur og reistu sér glæsilegt einbýlis- hús og skóverslun fór fljótlega í gang. Er mér til efs að margir hafi verið svo snöggir til verka. Aðdáun- arvert. Hin seinni ár átti Axel við van- heilsu að stríða er tók mikið á. Dáðist ég að baráttu hans. Harkan var mikil. Nú er komið að leiðarlokum. Kveð ég kæran vin minn Axel. Minningin um góðan dreng gleymist ei. Í Guðs friði. Votta ég aðstandend- um mína dýpstu samúð. Magnús J. Tulinius. Mig langar að minnast vinar míns Axels Ó. Lárussonar í örfáum orðum, en við Axel vorum nágrannar og vinir í yfir 30 ár. Elsku vinur, þá ert þú kominn heim í dýrð Guðs og öll þín veikindi og áhyggjur að baki. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig að vini í öll þessi ár og ég veit að þú hefur átt góða heimkomu. Það er svo gott að mega eiga þá trú og traust, eins og stendur í 23. sálmi Davíðs, að hann leiðir þig að vötnunum þar sem þú mátt næðis njóta. Ég get svo lítið sagt við þig nú þar sem við ræddum svo lengi saman tveir úti á Álftanesi fyrir um mánuði, en ég mun ávallt geyma minningu þína í hjarta mínu. Elsku Dadda, börn, barnabörn og aðrir vandamenn, Guð blessi ykkur og varðveiti í sorg ykkar. Friðrik Ing. Óskarsson. Af lífi og sál, lagði Axel Ó. Lár- usson sig í það sem hann tók sér fyrir hendur og með meitlaðri rökfimi og útsjónarsemi lagði hann verkefnum lið hvort sem það var á sviði atvinnu eða félagsmála. Eitt var honum þó í blóð borið umfram annað, skókaup- mennskan, þar sem ættliður eftir ættlið hefur rutt brautina í skógerð og skóverslun allt frá ofanverðri næstsíðustu öld. Fimm ættliðir í skó- verslun á Íslandi er einsdæmi. Það virðist ekkert fara á milli mála að menn af þessari ætt vita hvað þeir vilja og fylgja því eftir með góðu og illu ef ekki vill betur. Í hálfa öld, frá því um 1950, ráku Axel Ó. og Sigurbjörg Axelsdóttir kona hans skóverslun í Vestmanna- eyjum og Reykjavík. Þau voru stór- tæk eins og forfeðurnir sem um skeið ráku stærstu skóverslun Norður- landa á Íslandi,en aðalsmerki þeirra í skóversluninni var gæðavara á góðu verði, því einhvernveginn lá það allt- af ljóst fyrir án þess að um væri talað að þeim fannst hagsmunum sínum best borgið með hagsmuni kúnnans í fyrirrúmi. Í kaupbæti fylgdi síðan að það var ákveðin athöfn að versla við skóverslun Axels Ó., spjallið og mannlífstakturinn sem var ræktaður í versluninni varð hluti af því að versla við þau hjón og börn þeirra. Fólk þurfti stundum að máta fleiri en eitt par til þess að finna þægilegu skóna, en á þeirri stundu sem menn voru komnir inn fyrir þröskuldinn hjá Axel Ó. þá leið þeim vel, svona eins og manni á að líða í góðum skóm, því enginn gengur lengra með nokkr- um manni en skórnir hans. Axel gat verið skemmtilega þver ef því var að skipta, en það átti við um ákveðna þætti lífskúnstarinnar, svo sem stjórnmál og íþróttir. Hann var rammur sjálfstæðismaður, einsýnn Þórari í íþróttunum í Eyjum, þar sem hann lagði mikið liðsafl og þol. Einu sinni fór ég sem blaðamaður með Ax- el til Þýskalands til þess að skoða skóverksmiðju sem hann verslaði mikið við. Hann lagði sig svo fram sem skókaupmaður að það var eins og hvert einasta skópar verksmiðj- unnar væri frá hans eigin hendi og enn í dag, 20 árum síðar, á ég skó úr túrnum sem halda karakter sínum og getu. Það gustaði ekki af Axel eins og sagt er, en hann var eins og fjalla- tindarnir, á sínum stað og það var hægt að ganga að honum vísum og treysta á hann. Það sem Axel sagði, það stóðst og ríflega það. Það er í rauninni guðdómlegt hvað þessi fjölskylda hefur ræktað skó- fatnað landsmanna, nú síðast á heimsmarkaði með X-18 og UN Ice- land. Óskar sonur Sigurbjargar og Axels hefur verið frumkvöðull syst- kinanna í skóbransanum, byltinga- maður þar sem genin eru þó alveg á klárum sjó, en flest systkinin hafa tekið virkan þátt í skóversluninni bæði heima og heiman. Axel sá hlutina oft í svolítið öðru ljósi en aðrir samferðamenn, bæði al- vöruna og það spaugilega og hann lumaði ósjaldan á hnyttnum innskot- um sem fóru beint í mark. Honum fannst gaman að skora, enda keppn- ismaður fram í fingurgóma og ekki latti Dadda kona hans kempuna, kynnti sífellt undir, stundum svolítið mæðuleg en alltaf með leiftrandi bros undir niðri og fullfermi af húmor. Axel Ó. tók kóssinn allt of fljótt til annarra veralda, en eitt er víst, hann er vel skóaður á göngustíg almætt- isins og skilur eftir lager af góðum skoðunum, góðum minningum, góð- um sólstöfum inn í lífsins leik fram- tíðarinnar, þar sem aldrei er ein bár- an stök og alltaf skiptast á skin og skúrir og hvort tveggja skiptir máli. Góður Guð varðveiti Döddu, börn- in þeirra og barnabörn og aðra ætt- ingja og vini, varðveiti minningu þessa mæta manns sem lagði sig fram af lífi og sál. Árni Johnsen. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA HALLSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 30. maí. Berta Kristinsdóttir, Ragnar Bernburg, Nína Kristinsdóttir, Helgi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og dóttir, KRISTRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Heiðarási 4, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00. Viggó E. Magnússon, Margrét Hrönn Viggósdóttir, Kristinn Á. Kristinsson, Berglind Viggósdóttir, Sæunn Svanhvít Viggósdóttir, barnabörn og Margrét Sigurðardóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR ÁGÚSTSSON, Miðleiti 5, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, mánudaginn 2. júní. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 10. júní kl. 13.30. Steinunn Björk Birgisdóttir, Ágúst Birgisson, Jóhanna Hermansen, Kristín Birgisdóttir, Heiðar Sigurðsson, Sigurbjörn Birgisson, Helga Sigurðardóttir, Helgi Birgisson, Barbara Linda Birgisdóttir og barnabörn. Systir mín, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Lækjarbotnum, Nestúni 15, Hellu, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, sunnudag- inn 1. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Brynjólfur Jónsson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA SVAVA HELGADÓTTIR, Dalbraut 27, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. maí, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 6. júní kl. 13.30. Hallur Ólafur Karlsson, Gyða Þorgeirsdóttir, Helgi Vigfús Karlsson, Lárus Jón Karlsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN GUÐMUNDSSON, Blöndubakka 3, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 1. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía Lóa Valentínusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.