Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 33
hvers vegna hann lagði það fyrir sig að reyna að skilja hegðun náttúr- unnar betur. Það er óbærilegt að hugsa út í það að pabbi skyldi verða bráðkvaddur einn í vinnuferð á hótelherbergi ein- hvers staðar í München. En ég er þakklátur fyrir þær samverustundir sem við áttum og vona að nú hafi pabbi fengið svörin sem hann helg- aði líf sitt að finna lausn á. Guð blessi þig, elsku pabbi minn. Hrafn. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, pabbi minn, og algjörlega ótíma- bært. Þú náðir ekki einu sinni að verða fimmtugur. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur og komir ekki aftur. Ég sé þig svo ljóslifandi fyrir mér og röddin þín hljómar í eyrum mér. Það er sárt að fá aldrei að sjá þig eða heyra í þér aftur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt gott samtal við þig áður en þú lagðir af stað í hina örlagaríku ferð. Við vorum búin að tala óvenju- lega mikið saman vikuna áður og kvöldið áður en þú fórst út hringdir þú í mig. Þú talaðir um hvað þú vær- ir stoltur af mér, sem þú gerðir reyndar mjög oft, og að þér þætti vænt um mig. Það er mjög dýrmætt og gott að hafa kvatt þig svona vel þó mig hafi auðvitað ekki grunað að þetta væri okkar síðasta samtal. Mig óraði ekki fyrir því að þegar ég ósk- aði þér góðrar ferðar þá værir þú á leið í ferðina löngu. En ég vona inni- lega að ferðin hafi verið góð, pabbi minn. Ég veit að amma, afi og Ósk frænka hafa tekið vel á móti þér og að þið hafið það notalegt saman. Ég kveð þig að sinni elsku pabbi, Guð geymi þig. Þín dóttir, Ósk. Þökk sé þér látnum, vinur vor og bróðir, viðkvæmnisljóðum kvaddur hinsta sinni! Snortnir af djúpri hryggð vér stöndum hljóðir, hetjan vor góða, yfir kistu þinni. Sviplega enti ævi þinnar saga. – Alúðar þakkir fyrir liðna daga! (Jón Trausti.) Með þessum ljóðlínum viljum við systurnar kveðja okkar elskulega bróður sem varð bráðkvaddur er- lendis, langt um aldur fram, aðeins 49 ára gamall. Það sem helst einkenndi hann var hversu ljúfur, kurteis og þægilegur maður hann var. Þótt á stundum hann gæti verið ákveðinn og stað- fastur var prúðmennska hans ávallt í fyrirrúmi. Þá var það öllum ljóst er þekktu Guðmund að þar fór vel menntaður vísindamaður.Hann var orðinn læs 4 ára og sýndi því fljótt góða námshæfileika. Vorum við systurnar því snemma stoltar af yngsta systkininu, okkar eina bróð- ur. Þrátt fyrir þann mikla tíma sem Guðmundur helgaði vísindunum var hann listhneigður maður sem naut þess að hlusta á sígilda tónlist, lesa góðar bækur og átti til að velta fyrir sér og virða umhverfi sitt frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þá var Guð- mundur vel að sér í greinum eins og heimspeki. Litli bróðir okkar var maður sem kunni að meta það fal- lega í umhverfi sínu. Það sem kemur ef til vill helst upp í hugann er þó hversu umhyggju- samur Guðmundur var við foreldra okkar. Hann tók virkan þátt í að hugsa um þau og móðursystur okkar á þeirra efri árum og gerði það af mikilli og sérstakri alúð og hlýju. Það verður undarlegt að halda áfram, nú þegar hann er ekki lengur með okkur. Þótt góðar minningar ylji okkur um hjartarætur er sökn- uðurinn og sorgin mikil. Við kveðjum nú í hinsta sinn okk- ar kæra bróður. Minningin um hann mun lifa með okkur alla tíð og við þökkum honum fyrir þær góðu stundir sem hann gaf okkur, allt frá barnæsku. Við viljum biðja Guð að styrkja börn bróður okkar, Hrafn, Ósk og Bjarna í sorginni. Blessuð sé minn- ing hans. Margrét, Sigríður og Sigrún. Kær mágur minn, Guðmundur Gísli Bjarnason eðlisfræðingur, varð bráðkvaddur í Þýskalandi hinn 23. maí síðastliðinn, aðeins 49 ára að aldri. Nú, á þessum björtu og fögru vordögum, eru þessi tíðindi þungt áfall aðstandendum hans. Engan ór- aði fyrir að lát hans ætti eftir að bera svo brátt að. Guðmundur fékk strax sem ungur drengur áhuga á eðlisfræði og stjarnvísindum. Hann var skarp- greindur, mikill námsmaður og fær vísindamaður sem hafði brennandi áhuga á sinni fræðigrein en einnig á til dæmis bókmenntum og hljómlist. Í viðmóti var hann ljúfur og þægi- legur, viðkvæmur í lund en þó ákveðinn. Þessir eðliskostir ein- kenndu hann alla tíð. Með láti hans er horfinn héðan vænn maður og góður vinur. Ég votta börnum hans innilegustu samúð mína. Sigurður H. Richter. Elsku Gummi. Nú þegar komið er að kveðjustund rifjast margt upp fyrir mér og mig langar að þakka þér fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman. Fyrstu minningarnar tengjast Skaftahlíðinni þar sem þú byrjaðir þinn búskap með Völu í hluta af íbúðinni hjá Ósk frænku. Þið fluttust síðan til Bandaríkjanna þegar þú fórst í framhaldsnám og það var mikil upplifun fyrir mig á fermingaraldri að fá að dvelja hjá ykkur í Boulder í Colorado í þrjá mánuði þar sem ég passaði Hrafn og Ósk. Þá kynntist ég þér vel. Ljós- myndin sem þú tókst fyrir mig af hvirfilvindinum er svo sérstök og minnir mig á þessa tíma. Seinna meir þegar ég fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna hringdir þú oft í mig til að athuga hvernig mér liði. Ég var svo stolt af því að eiga frænda sem var svo „sprenglærður“ eins og þú varst. Amma sagði mér oft að hún hefði þurft að rífa af þér skóla- bækurnar og reka þig út til þess að leika þér. Ég er ánægð með að hafa haft svo gott samband við þig, Elínu og Bjarna, og þau skipti sem ég passaði hann. Síðustu jólin sem afi lifði komuð þið og hélduð jólin heima hjá mér og þú færðir mér risastóra körfu með allskonar góðgæti í. Elsku Gummi, nú þegar þú ert farinn þá lifa góðu minningarnar og ég lofa þér því að halda góðu sam- bandi við þá sem þú elskaðir mest, Hrafn, Ósk og Bjarna. Megi góður Guð styrkja þau á erfiðum tímum. Guð geymi þig. Þín frænka Sjöfn. Guðmundur G. Bjarnason hóf störf á Mengunarvarnasviði Holl- ustuvernd ríkisins síðla vors 2001. Hann starfaði mest við vöktun um- hverfis og sinnti verkefnum tengd- um loftgæðavöktun, vatnsgæða- vöktun, líkanagerð og rannsóknum á útfjólublárri geislun og áhrifum hennar. Við samstarfsmennirnir komust fljótt að því að Guðmundur var víðfróður og vel að sér í hvers- konar vísindum og heimspeki. Hann sinnti verkefnum sínum á mengun- arvarnasviði af alúð og mikilli hug- kvæmni og fann ósjaldan snjallar lausnir á erfiðum viðfangsefnum. Hann ræddi við alla eins og jafn- ingja er hann talaði um fræðin sín og hafði lag á því að skýra flókna hluti á einfaldan máta, en það gætti aldrei neinnar óþolinmæði hjá honum þó hann þyrfti að útskýra frá grunni af hverju hitt og þetta gerðist svona en ekki öðruvísi. Guðmundur var sérfróður um lofthjúp jarðar, veðurfar og áhrif mannsins þar á, en hann lauk dokt- orsnámi í eðlisfræði með áherslu á lofthjúpsfræði við háskólann í Boulder í Colorado-fylki Bandaríkj- anna. Hann var afar fróður um eðl- isfræði lofthjúps jarðar, veðurfar og áhrif mannsins þar á. Reyndar kynntist Guðmundur mjög mörgum heimsþekktum fræðimönnum í sín- um fræðum er hann bjó í Boulder. Þar vann Guðmundur m.a. að verk- efnum fyrir Bandarísku geimvís- indastofnunina, NASA um skeið og hann vann einnig við fyrstu Cray of- urtölvuna í Ameríku. Honum fannst það lýsa löngum starfsaldri sínum þegar hann fann eitt sinn gömlu vinnutölvuna sína í glerbúri á Smithsonian-safninu í New York. Rannsóknir hans á úrkomu á Vatnajökli og áhrifum útfjólublárrar geislunar voru honum oft ofarlega í huga. Hann sagði okkur frá uppfinn- ingunni sinni sem hann fékk verð- laun fyrir árið 2002, en það var sam- kvæmt hans lýsingum ákaflega einfalt tæki sem nemur skýjafar og hreyfingar á skýjum og kemur til með að nýtast afar vel við veðurfars- rannsóknir og veðurspár. Guðmundur var vel liðinn og hans verður sárt saknað sem vísinda- manns og sérfræðings á heimsmæli- kvarða, og einnig sem vinnufélaga og vinar. Góðar minningar um góðan félaga munu lifa áfram í hugum okk- ar samstarfsfólks hans. Við vottum aðstandendum inni- lega samúð og kveðjum kæran sam- starfsmann. Fyrir hönd starfsmanna á Holl- ustuvernd og Umhverfisstofnun. Albert S. Sigurðsson. Látinn er fyrir aldur fram dr. Guðmundur G. Bjarnason eðlisfræð- ingur. Skyldmenni harma skjótlegt fráfall ástvinar, vinir væns drengs sem er horfinn sjónum óvænt. Sökn- uður ræður ríkjum í hugum þeirra sem þekktu hann. Sár er sá sökn- uður, en þjóðin sér líka á bak snjöll- um vísindamanni sem margt átti ógert. Guðmundur var fjölhæfur vís- indamaður og verður ekki greint frá verkum hans í stuttu máli. En þess skal minnst að hann var helsti sér- fræðingur Íslendinga á fræðasviði sem mjög hefur verið til umræðu í heiminum síðustu áratugi. Er hér átt við fræðin um eðli og þróun ósons í lofthjúpi jarðar, en mjög hef- ur verið óttast að þynning ósonlags af mannavöldum kynni að hafa af- drifaríkar afleiðingar í för með sér. Guðmundur hafði numið hjá heims- frægum vísindamönnum á þessu sviði í Bandaríkjunum og var allra manna hæfastur til að rannsaka fá- gæt gögn sem af sérstökum ástæð- um höfðu safnast upp hér á Íslandi. Allt frá alþjóðlegu jarðeðlisfræði- ári árið 1957 hafði Veðurstofa Ís- lands haldið áfram mælingum á ósoni og urðu mælingar þessar um síðir taldar fágætur fengur sem er- lendir vísindamenn tóku að renna hýru auga til. Var það sökum full- vissu um að í upplýsingum þessum mundu leynast vísbendingar um náttúru ósons í lofthjúpi og breyt- ingar síðustu áratugi. Skemmst er frá að segja að fjölhliða rannsókna- hópur íslenskra vísindamanna var myndaður undir fræðilegri forystu Guðmundar. Niðurstöður rannsókn- anna um þróun ósonlagsins yfir Ís- landi þóttu mjög markverðar. Guð- mundur lét kné fylgja kviði og hélt áfram farsælum rannsóknum sínum á þessu sviði. Vöktu verk hans at- hygli á alþjóðlegum vettvangi. Hér er tæpt á verkum Guðmund- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 33 LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS B. ÓLAFS. Ingibjörg Lúðvíksdóttir og fjölskylda. Okkar kæri ástvinur, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Fyrir hönd annarra vandamanna, Þóra Ása Guðjohnsen, Halldór Gísli Sigurþórsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir, Gústaf Adólf Hjaltason Ingibjörg Þórdís Sigurþórsdóttir, Sigurður Kristinn Erlingsson, Guðrún Margeirsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR JÓNASDÓTTUR frá Efri Kvíhólma, Faxabraut 30, Keflavík. Sérstakar þakkir eru til hjúkrunarfólks í Víði- hlíð, Grindavík, fyrir framúrskarandi umönnun og hlýhug. Júlía Sigurgeirsdóttir, Jóhann Sveinsson, Heiðar Baldursson, Ragnheiður Sigurðardóttir, ömmubörn og langömmubörn. Lokað Lokað verður í dag milli kl. 13.00 og 16.00 vegna jarðarfarar. Ásgeir Einarsson ehf., Garðabæ. Lokað Umhverfisstofnun verður lokuð í dag frá kl. 13.00 vegna jarðar- farar GUÐMUNDAR G. BJARNASONAR. Umhverfisstofnun. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ást- kærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, PÁLS GUNNARSSONAR, Skólavegi 84, Fáskrúðsfirði. Valbjörn Pálsson, Auðbjörg Gunnarsdóttir, Anna Björg Pálsdóttir, Ingólfur Sveinsson, Gunnar Björgvin Pálsson, Hildur Þorsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG EIRÍKSDÓTTIR, Hringbraut 70, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 6. júní kl. 14.00. Ágústa Erlendsdóttir, Birgir Scheving, Þóra Erlendsdóttir, Hreiðar Jósteinsson, Einar Erlendsson, Nansy Erlendsson, Eiríkur Erlendsson, Sigurður Erlendsson, Ólöf Olsen og ömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.