Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég keyri á eftir bíl sem ekið er löturhægt er ég oftast sannfærð um að viðkomandi ökumaður sé gamall karl með hatt. Enda hefur mér verið sagt að gamlir karlar með hatt séu slæmir ökumenn – sér- staklega ef þeir eru með engan hatt því þá hafa þeir gleymt hon- um heima. Og er ég kemst loksins framúr bílnum, ofurhæga, stelst ég gjarn- an til að líta til ökumannsins sem tafði umferðina. En viti menn! Sjaldnast er það gamall karl með hatt! Reyndar man ég aðeins eftir einu skipti, svona í fljótu bragði, þar sem gam- all karl með hatt, truflaði umferðina. En þrátt fyrir það lifir goðsögnin um gamla karlinn ágætu lífi. Enda er þetta goðsögn, þ.e. útbreidd skoðun eða hugmynd sem oft er lítill fótur fyrir. Goðsagnir hafa það semsé sam- eiginlegt að vera lífseigar og þrátt fyrir ítrekaðar sannanir um hið gagnstæða getur verið erfitt að kveða þær niður. Þannig hefur t.d. verið lífseig sú goðsögn að kjörnar fegurðardrottningar geti ómögulega verið neinar mannvits- brekkur. Hvernig ætti s.s. að vera hægt að draga vel gefna stúlku á sundbol upp á svið til að láta aðra dæma um það hvort hún sé falleg- ust eða ekki? En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. A.m.k. hefur hinum ný- krýndu fegurðardísum hér á landi tekist að grafa undan goðsögninni svo um munar. Þær eru nefnilega ekki bara fegurðardrottningar heldur líka dúxar. „Hvar endar þetta eiginlega?“ spurði einn karlmaður mig um daginn; kannski svolítið óttasleg- inn enda enn ein goðsögnin um konur við það að falla. (T.d. held ég að goðsögnin um að konur sem vinni utan veggja heimilisins geti ekki um leið verið góðar mæður sé á ansi hálum ís … eða það vona ég.) En auðvitað eru líka til ýmsar goðsagnir um karlmenn. Til dæm- is goðsögnin um að karlmenn geti ekki skipt um bleiu á ungbörnum, baðað þau eða klætt þau í föt án þess að þau snúi á röngunni, þ.e. fötin. Ennfremur goðsögnin um að karlmenn sem kjósi að „vera heimavinnandi“ til að sinna börn- unum séu „ekki í lagi“. Já, ég gæti sennilega fyllt heila síða af goðsögnum um karlmenn. Ég er þó á því að margar þeirra séu, eins og goðsagnirnar um kon- urnar, að hrynja, t.d. goðsögnin um að karlmenn geti engan veg- inn sinnt heimilisstörfunum; þrif- ið og vaskað upp. Ég hef séð mörg dæmi þess að þeir sinni slíkum störfum býsna vel og oft mun bet- ur en „bestu húsmæður“. (Mér til mikillar ánægju.) En hvaðan koma goðsagnirnar og hvers vegna lifa þær svona góðu lífi? Ég get mér þess t.d. til að sumar þeirra hafi á einhverjum tímapunkti átt sér stoð í raun- veruleikanum. T.d. hafi karlmenn fyrr á tímum, áður en konurnar fjölmenntu út á vinnumarkaðinn, ekki verið sérlega lagnir við hús- verkin enda gerðu hin hefð- bundnu hlutverkaskipti kynjanna ráð fyrir því að konurnar ynnu heima en karlarnir úti. Með breyttum tímum, þar sem hlut- verk kynjanna, eru að verða óljós- ari, hefur goðsögnin um karlmenn og húsverk hins vegar orðið líf- seigari en sjálfur raunveruleik- inn. Kannski vegna þess að það sé einhver vilji til staðar til að við- halda goðsögninni; t.d. meðal karlmanna, sem ekki eru viljugir til húsverka eða meðal kvenna sem ekki vilja sjá að karlar komist til valda í helsta vígi þeirra hingað til – þ.e. á heimilinu. (Ég hef reyndar nokkra karlmenn grunaða um að lauma af og til svörtum sokkum með hvíta tauinu til að halda lífi í þeirri goðsögn að karlmenn kunni ekki að þvo.) Umræddar goðsagnir sem og aðrar goðsagnir bera þó sennilega líka keim af fordómum, hræðslu, tillitsleysi og jafnvel óskhyggju og öfund. Goðsögnin um ökuhæfni eldri karla með hatt er t.d. varla neitt annað en fordómar og kannski svolítil óþolinmæði og til- litsleysi í garð gamalla manna – sem vilja ferðast á sínum hraða. Svipaða sögu mætti segja af öðrum goðsögnum, s.s. um dúxinn sem hlýtur að vera „nörd“ og vís- indamanninn sem „er örugglega mjög viðutan“. Að ógleymdum geðsjúklingnum sem hlýtur að vera skrítinn í útliti, í skítugum fötum, ætíð sorgmæddur á svip og líklegur til ýmissa óhæfuverka. Innst inni vitum við þó vonandi velflest að síðarnefnda dæmið eru fyrst og fremst fordómar í garð þess sem við þekkjum ekki eða óttumst. Það sama á við um marg- ar aðrar goðsagnir. Og áfram mætti telja goðsagn- irnar. T.d. um hamingjusömu hór- una eða um súlumeyjarnar sem stunda framhaldsnám í tannlækn- ingum. Ég hef oft heyrt ofan- greindar fullyrðingar, aðallega frá karlmönnum, en engan hef ég heyrt staðfesta að þeir hafi hitt slíka vændiskonu eða súlumeyju. Mér dettur því helst í hug að goð- sagnir í þessa veru lýsi einfald- lega óskhyggju manna og þar með sé komin réttlæting fyrir því að vændi og nektardansstaðir þrífist; vændiskonur hafi m.ö.o. skv. goðsögnunum dreymt um það alla ævi að selja sig og kven- kyns tannlæknanemar telji það arðbærara og skemmtilegra að dansa í kringum súlur en bora í tennur. Goðsagnir geta margar hverjar verið ósköp meinlausar, eins og t.d. goðsögnin um heimsku ljósk- una, (ég hef a.m.k. ekki hlotið var- anlegan skaða af) en aðrar eru án efa varasamari, eins og t.d. goð- sagnir um einkenni sjúkdóma á borð við geðveiki. Það hlýtur því að vera æskilegt að staldra við öðru hvoru og rýna í þær goð- sagnir sem í gangi eru; kanna hvort ekki sé rétt að kveða þær niður. Eins og t.d. goðsögnina um gamla karlinn með hattinn. Gamli karlinn með hattinn „Goðsagnir bera þó sennilega einnig keim af fordómum, hræðslu og jafnvel óskhyggju og öfund…“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Jón Finnur Jó-hannesson fædd- ist á Siglufirði 24. september 1951. Hann lést á heimili sínu 28. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Jóhannes Þórðar- son fyrrv. yfirlög- regluþjónn, f. á Siglu- firði 29.9. 1919, og Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir húsmóðir, f. í Þverárdal í Ból- staðarhlíðarhreppi 11.3. 1921. Systir Jóns Finns er Soffía Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 11.5. 1957, gift Ólafi K. Ólafs, f. 11.5. 1957. Þeirra börn eru: Halldóra Sigurlaug, f. 23.6. 1985 og Magnea Jónína, f. 14.11. 1989. Foreldrar Jóhannesar voru Þórður Guðni Jó- hannesson trésmíðameistari, f. í Sævarlandi í Laxárdal ytri, Skaga- firði, 13.7. 1890, d. 15.3. 1978, og Þórunn Ólafsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 14.4. 1884, d. 28.11. 1972. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði, f. á Ytri- Löngumýri í Blöndudal 17.7. 1891, d. 27.7. 1983, og Finney Regin- baldsdóttir húsfreyja, f. á Látrum í Aðalvík 22.6. 1897, d. 7.12. 1988. Jón Finnur kvæntist 1987 Guð- rúnu Helgu Hjartardóttur, f. 25.12. 1961. Þau skildu. Hinn 29.11. 1997 kvæntist Jón Finnur eftirlifandi eiginkonu sinni Ólafíu Margréti Guðmundsdóttur ljósmóður, f. 28.3. 1955. Dóttir þeirra er Margrét Finney, f. 12.12. 1997. Synir Jóns Finns eru: a) Jóhann- es Már, f. 30.9 1974, móðir hans er Þóra Hansdóttir, f. 26.7. 1954. Unnusta hans er Halldóra Íris Sig- urgeirsdóttir, f. 14.12. 1972. Dóttir þeirra er Eydís Ósk, f. 10.3. 1999. b) Kjartan Orri, f. 20.6. 1978. Móðir hans er Þorgerður Heiðrún Hlöðversdóttir, f. 3.8. 1955. Sonur Ólafíu Margrétar er Guðmundur Óli Gunnarsson, f. 2.7 1980. Jón Finnur útskrifaðist frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1968, varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1972, lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðn- skólanum Siglufirði 1976 og varð rafiðnfræðingur frá Tækniskóla Íslands 1978. Jón Finnur var meðal annars rafvirki hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, rak rafmagnsverkstæði á Suðureyri og stofnaði fyrirtækin Tækniprent og Prentrás, þar sem hann vann við silkiprentun og prentrásagerð. Þau fyrirtæki seldi hann vegna heilsubrests en starf- aði samt við silkiprentun eins og heilsa hans leyfði. Hann átti og rak silkiprentfyrirtækið Sáldprent ehf. er hann lést. Útför Jóns Finns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Ef þú kveikir ljósið fyrir aðra skín það á sjálfan þig.“ Þessi orð koma upp í hugann þegar hugsað er til Jóns Finns Jóhannessonar, sem í dag er kvaddur með sárum söknuði. Það eru u.þ.b. níu ár síðan Jón Finnur var kynntur fyrir fjölskyldu okkar í 40 ára brúðkaupsafmæli verðandi tengdaforeldra. Þá sáum við í fyrsta sinn manninn sem kveikt hafði glampa í augunum á Ólafíu systur okkar. Þau höfðu kynnst fyrr um vorið í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem þau höfðu svo sem ekki verið neinir fastagestir, en höfðu bæði fengið yfir sig gífurlega löngun til að fara þangað að skemmta sér einmitt þetta kvöld. Eftir að hafa verið kynnt hvort fyrir öðru af bláókunnugum manni þótti þeim fljótlega báðum sem þau hefðu alltaf þekkst og síðan voru þau óaðskiljanleg. Jón Finnur var hár og grannur og hafði bjart yfirbragð. Glaður var hann, glettinn og hlýr í viðmóti, þol- inmóður, talaði aldrei styggðaryrði til nokkurs manns og allir áttu sér einhverjar málsbætur. Hann tók málstað þeirra sem áttu undir högg að sækja og minna máttu sín og var einstaklega hjálpsamur, gladdist ef hann gat lagt einhverjum lið. Hann var rökfastur og hafði skýrar og af- dráttarlausar skoðanir á ýmsum mál- efnum, t.d. pólitík, og var gaman að heyra hann rökræða við menn og konur sem ekki voru sömu skoðunar, alltaf án æsings og hávaða, hvernig svo sem hinum gekk að hemja skap sitt. Já, það var einstaklega gott að vera nálægt honum Jóni Finni, og hann tók okkur alltaf vel þegar við „kikkuðum“ heim til þeirra, eins og hann kallaði það. Við komumst fljótt að því að hann spilaði á gítar og eig- um við margar minningar um hann með gítarinn í hendi, t.d. í Árbæj- arkirkju fyrir rúmu ári þegar yngsta systirin gifti sig og við hinar æfðum í laumi sérstakan brúðkaupssöng og þegar hann spilaði fyrir hana Möggu litlu dóttur sína. Tengdaforeldrum sínum sýndi hann einstaka elskusemi og umhyggju. Börnum sýndi hann mikla hlýju og þolinmæði og hann umgekkst þau eins og jafningja sína. Ein af minningunum er samvera um áramótin, þegar hluti af fjölskyld- unni kom saman í Hlíð. Sérstök ára- mótabrenna hafði verið undirbúin og þetta var flottasta og stemmnings- fyllsta áramótabrenna sem sumir hafa upplifað. Þó var hún eflaust sú minnsta. Ennþá fleiri myndir renna í gegn- um hugann, við eigum eftir að ylja okkur og gleðjast við minningarnar, þótt sárt svíði í dag. Það var oft erfitt að fylgjast með þjáningum Jóns Finns, sem á annan áratug hafði ver- ið meira og minna óvinnufær vegna bakveiki. Þegar verkirnir voru hvað verstir bættist svefnleysi við. Maður getur ekki gert sér í hugarlund hvernig svona aðstæður færu með mann sjálfan, en ekki var hann að kvarta. „Þetta er bara svona,“ sagði hann og brosti við. Þó endaði með því að hann gat ekki meir. Við grátum í dag, en getum þó ekki annað en glaðst við þá tilhugsun að nú finni hann ekki lengur til. Kæri vinur: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum góðan Guð að styrkja Ólafíu og börnin þeirra, foreldra hans og fjölskylduna alla. Guð blessi minningu Jóns Finns Jóhannessonar. Guðmundur, Aðalheiður, Jóhanna, Ingunn, Sigrún og Kristín. Þar sem ég sat við símann við vinnu mína á skrifstofu VÍS í Ármúla 3 í hádeginu miðvikudaginn 28. maí sl. var hringt. Viðmælandinn kynnti sig sem prest. Það fyrsta sem mér datt í hug var hvort búið væri að setja einhverjar vátryggingakvaðir á sóknarpresta þjóðkirkjunnar eða þá hvort nýi kirkjumálaráðherrann væri búinn að einkavæða prédikunarstól- ana og ölturun og prestarnir farnir að stofna einkahlutafélög um hempur og fermingar. Allt þetta fannst mér líklegra en að hann flytti mér þá harmafregn að þú hefðir þá um morguninn yfirgefið þessa jarðvist. Það voru ekki liðnir tveir sólar- hringar frá því við áttum tal saman í síma. Tilefni þess var liðlega tuttugu ára gömul ljósmynd sem ég rakst á. Hún var af öldnum manni sem sat við hverfistein og tekin vestur í Súg- andafirði. Myndinni fylgdi smá saga og þar sem ég ekki mundi eftir þess- um manni ákvað ég að slá á þráðinn til þín og fá að vita meir. Það stóð ekki á því. Þú mundir strax hvað kon- an hans hét. „Hún Sigga á Sólbakka. Ég er nú hræddur um það, vinur minn,“ en varst ekki alveg klár á því hvað maðurinn hennar hét; þig minnti að hann héti Guðmundur. „Ég skal komast að því og láta þig vita.“ Auðvitað var þetta rétt hjá þér en þar sem þú varst ekki 100% viss, bara 99%, vildirðu ekki láta hafa það eftir þér. Svo sagðir þú mér frá því þegar traktorinn þeirra fór ekki í gang einn daginn. Þá var ekki nema eitt að gera en það var að hringja í rafvirkjann og biðja hann að líta á málið. Þetta var ekki merkileg bilun, sagðir þú. Það var bara ein sellan í rafgeyminum ónýt og ekkert annað að gera en tengja framhjá henni. Það gerðist ekki annað en traktorinn fór í gang en nú var hann 10 volt í staðinn fyrir 12 volt. Þarna er hógværðinni þinni best lýst. En að sjálfsögðu hafðir þú glatt þessi öldnu hjón með því að bregðast skjótt við og koma til hjálp- ar þar sem á bjátaði en það var þér eðlislægt. Þú bættir því reyndar við að veturinn eftir hefðir þú farið á gönguskíðum út í dal og sagðir frá því eins og það hefði eingöngu verið þér til heilsubótar. En í leiðinni tókstu að þér að fóðra kýrnar því hjónin á Sólbakka voru um nírætt og eitthvað farin að heilsu og þú sást að þarna var aðstoðar þörf. Þarna í símanum ræddum við einnig heilsu þína. Þú sagðir mér þá að hún væri ekki góð og svefnleysið væri farið að plaga þig talsvert. Við ræddum um þjáninguna og það var í fyrsta skiptið sem þú talaðir um það hvernig sú líkamlega leiðir af sér andlega þjáningu. Þú spurðir um mína og sagðir: „Ég þekki þig, vinur. Þú leynir mig engu.“ Þú varst ekki ánægður með þá lausn sem þú varst nýbúinn að prófa. Daginn eftir fékk ég að vita að það sem þú varst að kljást við var aukaverkun sem átti að líða hjá en ég náði ekki að koma þeim upplýsingum til þín. Þegar við hittumst fyrst var það lengra aftur en minni okkar nær því mæður okkar lágu saman á fæðing- ardeild Sjúkrahúss Siglufjarðar. Þetta var á haustmánuðum 1951. Milli okkar voru ekki nema þrjár vik- ur og eftir að við uxum úr grasi og tókum út vöxtinn varðst þú átta sentimetrum hærri. Af árgangi ’51 á Siglufirði barst þú höfuð og herðar yfir allan hópinn og mig minnir að ég hafi komist næst þér á lengdina. En á voginni hafði ég betur. Ég kynntist þér ekki að ráði fyrr en við hófum nám við Menntaskólann á Akureyri því við vorum upp aldir hvor í sínum borgarhlutanum á Sigló. Við urðum báðir ári á eftir jafnöldr- um okkar því þú varðst að hverfa heim á fyrsta vetri vegna veikinda en ég tafðist fyrir slugs. Eftir að menntaskólaárunum lauk réðum við okkur til starfa hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri við Súganda- fjörð. Það var skemmtilegur tími og oft rifjuðum við upp eitt og annað sem á dagana dreif og svo hafðir þú heilmiklu við að bæta því þú dvaldir þar mun lengur en ég. Mér er í minni einn fyrsti vinnu- dagurinn okkar: Við rákumst á tvo karla við skurðgröft. Annar þeirra var ofan í skurðinum en hinn stóð klofvega yfir honum og hallaði sér fram á hakann meðan hinn mokaði. Það sem vakti athygli okkar var stærðin á þeim sem á bakkanum stóð en hann var sjónarmun hærri en þú og svo þykkt gleraugnanna á þeim sem ofan í var en þau voru einhver þau þykkustu sem við höfðum séð. Þeim manni áttum við eftir að kynn- ast betur en þetta var hann „Dóri gamli“, eins og við kölluðum hann en hann var þá ekki mikið eldri en við vorum í gær. Við unnum með Dóra í tækjasalnum þar sem við pökkuðum frosnum fiski en Dóri sá um að stimpla og hefta kassana og henda til okkar. „Hérna, vinirnir mínir,“ sagði hann þegar sendingin kom. Fjögur hefti þurfti í hvern kassa og þá var nú ekki annarri tækni til að dreifa en hægri fætinum á Dóra því hann þurfti að stíga fjórum sinnum á ped- alann til að hefta botninn á hverjum kassa með þeirri natni og nákvæmni sem hann réð við sjónarinnar vegna. JÓN FINNUR JÓHANNESSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.