Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskulega amma og fóstra. Nú ert þú horfin burt úr þessum heimi en ég veit að á æðra sviði bíður þín eilífð fögur. Mig setur hljóða, minningarn- ar streyma fram hver af annarri, þær væru jafnvel efni í heila bók. En þegar ég lít yfir lífsins daga, þá hefði ég hvergi getað ímyndað mér betri stað en hjá þér og afa. Þið áttuð stóran barnahóp, þá er ég ekki að tala um 5–6 börn, nei, þau voru sex- tán og ykkur munaði ekki um að taka við mér líka, aðeins mánaðargamalli. Mér fannst alltaf svo gaman að hlusta á þig segja frá ferðinni með Akraborginni þegar þið sóttuð mig, í svo snælduvitlausu veðri, að þið máttuð hafa ykkur öll við að halda vöggunni. Og þegar þú vafðir mig í faðminn þinn á kvöldin þegar við HELGA ÁSGRÍMSDÓTTIR ✝ Helga Ásgríms-dóttir fæddist á Stóra-Ási í Reyk- holtsdal í Borgar- firði 5. mars 1912. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 12. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 23. apríl. vorum búnar að fara með bænirnar, þá fann ég hvergi betra skjól, því þú varst svo mild, blíð og góð. Oft fór ég með afa að keyra í búð- irnar, en hann vann við bakaríið, og þá fékk ég auðvitað stærsta snúð- inn með mesta súkku- laðinu. Þú varst vön að segja þegar ég kom heim: „Jæja, varstu nú með afa þínum?“ Það sást ekki í andlitið á mér fyrir súkkulaði. Aldrei skorti mig neitt hjá ykkur, og allra síst hlýju, kær- leika eða tryggð, þú ert fyrirmyndin mín, elsku amma. Svo man ég alltaf eftir orðunum þínum þegar ég var orðin unglingur, farin að vera lengur úti og fara á sveitaböll eða eitthvað, þá var alltaf viðkvæðið hjá þér: „Þú veist muninn á réttu og röngu, Dóra mín, og átt að geta tekið ábyrgð á þínum gjörðum.“ Þessi orð notaði ég líka á minn ungling og mun gera áfram. Afa misstum við árið 1977, þá vorum við orðnar einar eftir heima, börnin ykkar farin að heiman, en við áttum yndislegar stundir saman, töl- uðum fram eftir kvöldi og stundum voru vinkonur mínar þar, því þær litu á þig sem ömmu líka. Eða horfð- um á sjónvarpið auðvitað. Með malt og prins. Átján ára eignaðist ég dótt- ur, Guðrúnu Björk, og bjuggum við hjá þér fyrsta árið, þér fannst það nú ekki mikið að passa hana á meðan ég var í vinnu, þú þá orðin 66 ára. Hjá þér lærði hún sínar fyrstu bænir, og alltaf komstu inn til hennar á kvöldin til að signa hana. Þegar ég flutti norður í land hefði ég viljað taka þig með, en þú hélst nú ekki, nú skyldi ég bara lifa mínu lífi. Eftir að þú fórst inn á sjúkrahúsið og Guðrún Björk fór í skóla á Akranesi kom hún nánast til þín á hverjum degi og þeg- ar hún kom í helgarfrí norður hafði hún áhyggjur af því hvort það kæmi einhver til þín þessa tvo daga, svona voruð þið nánar. Og svo hann Guðjón Páll, sem fannst nú skrýtið að fá ekki að trilla með þig í kagganum þínum eftir ganginum, en svo kallaði hann hjólastólinn þinn. Bergrós Helga, yngsta dóttir mín, byrjaði alltaf á því að kyssa þig, fara úr skóm og sokk- um og leggjast í rúmið þitt, svo eitt sinn er við komum lást þú fyrir og þá sagði hún: „Hvar á ég að vera?“ og þú breiddir auðvitað út faðminn. Ég gæti skrifað miklu meira, elsku amma, en ég mun geyma í hjarta mínu allar okkar stundir. Ég og börnin mín blessa og þakka þér liðna daga, þakka þér alla ástúð þína og allar fórnir okkur í hag. Elskulega amma, ég veit að nú hvílirðu í friði hjá afa, sonum þínum og dætrum sem farið hafa á undan og við sjáumst síðar. Elsu frænku vil ég þakka fyrir alla þá alúð og um- hyggju sem hún veitti og sýndi ömmu, einnig starfsstúlkum E-deildar Sjúkrahúss Akraness sem sýndu henni svo mikinn hlýleika og frábæra umönnun þau ár sem hún dvaldi þar. Innilegar þakkir. Dóra Sveinbjörnsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar, nú er ferð hennar í gegnum jarðlífið á enda. Minning- arnar eru margar og hugur okkar fyllist gleði og hlýju þegar þær eru rifjaðar upp. Okkar fyrstu minning- ar um ömmu eru frá því að við vorum lítil og vorum ásamt foreldrum okk- ar að koma í heimsókn til hennar á Akranes, umhana veifandi í dyrun- um á Suðurgötunni ásamt fjölda barnabarna sem búsett voru á Akra- nesi, við vorum að renna í hlað eftir margra klukkutíma ferðalag frá Ak- ureyri. Já, hún amma tók alltaf svo fagn- andi á móti okkur, búin að elda þessa dýrindis máltíð sem var í uppáhaldi hjá okkur krökkunum, en það voru rauðar pylsur. Það var alltaf heilt ævintýri að vera á Akranesi hjá ömmu, Eitt af því sem var svo afskaplega spenn- andi var að fara út á skeljasand, þá var bara klifrað yfir girðinguna í bakgarði ömmu, við vitum að amma var oft á tíðum með áhyggjur af þessu uppátæki okkar barnanna. Sandkassinn í garðinum hjá henni var af þvílíkri stærð að hægt var að byggja heilu borgirnar, og amma átti öll þau verkfæri sem til þurfti. Þegar foreldrar okkar létust minnkaði samband okkar við ömmu afskaplega mikið vegna þess hve langt var á milli okkar, og hún elsku amma var svo afskaplega hrædd við að ferðast, en henni tókst með ótrú- legum viljastyrk að setjast upp í bíl og koma norður á jarðarför móður okkar, var það mikill styrkur að fá hana til okkar á þessum erfiða tíma. Ömmu bíða hlýjar móttökur hand- an þessa lífs þar sem foreldrar okkar ásamt svo mörgum öðrum taka á móti henni með bros á vör. Við kveðjum ömmu með þakklæti og virðingu. Megi hún hvíla í friði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hörður, Sóley, Halldór, Ása Magnúsarbörn og Rannveig Harðardóttir. Elsku amma mín, það er sárt að þurfa að kveðja þig, en núna eru þjáningar þínar á enda og yfir þér ríkir friður og ró, núna ertu komin til þinna ástvina. Það er svo margt sem mig langar að segja og þakka þér fyrir, þú lýstir upp veginn fyrir mig, þú varst frá- bær amma og minn besti vinur. Það var alltaf svo gott að koma til þín upp á Suðurgötu, við sátum við eldhús- borðið þitt og þú sagðir mér margar sögur úr þinni æsku og þegar þú og afi byrjuðuð að búa, þið eignuðust 16 börn og tókuð dótturdóttur ykkar í fóstur. Þú hafðir frá svo mörgu skemmti- legu að segja, líf þitt var ekki inn- antómt, þú sast ekki auðum höndum enda kallaði ég þig alltaf ofurömmu því mér fannst þú vera ofurkona. Ég leit alltaf upp til þín, þú varst fyr- irmynd mín, það stóð aldrei á þér að hjálpa öðrum og leiðbeina, mörgum sinnum leitaði ég ráða hjá þér og fékk alltaf góð ráð. Á mínum yngri árum gisti ég oft hjá þér þegar þér leið eitthvað illa eða leiddist og þú kenndir mér margar fallegar bænir enda varst þú mjög trúuð. Ég byrj- aði að fara í sendiferðir út í Einars- búð fyrir þig þegar ég var 9 ára og það sem er svo minnisstætt er að það varð alltaf að kaupa eitthvað með kaffinu, því það gæti einhver litið inn og þá var allt týnt út úr skápunum. Ég man líka hvað jólakaka var í miklu uppáhaldi hjá þér. Þú sagðir alltaf að krummi myndi láta þig vita þegar ég væri að koma, hann myndi ekki þagna í fimm mínutur og að hann myndi fylgja mér yfir í Ein- arsbúð og til baka svo mér væri al- veg óhætt. Þú varst mikil félagsvera, þér leið alltaf best helst með fullt hús en börn voru í miklu uppáhaldi hjá þér þú ljómaðir öll þegar börn voru ann- ars vegar. Ég man hvað ég varð taugaóstyrk þegar þú baðst mig að lita hárið á þér í fyrsta skipti, þú sagðir hlæjandi, elsku Eyrún mín, í versta falli verð ég að hringja á hár- greiðslustofu í fyrramálið. Það varð sem betur fer ekki svo slæmt. Þú varst ekki gefin fyrir grá hár þau voru, að þinni sögn, fyrir gamalt fólk. Það ríkti svo mikil gleði og hlýja í kríngum þig. Þú mjaðmagrindar- brotnaðir 1993 og fékkst heimilis- hjálp en ekki varstu ánægð að þurfa að láta í minni pokann, að geta ekki gert þetta sjálf, en þú varst svo glöð að fá frábæra heimilishjálp, hana Dísu Guðnadóttur, hún reyndist þér vel. Þú lést mig fá lykil svo ég gæti bara komið inn, því þér var ekki vel við að hafa ólæst, það var svo 1995 að ég var að koma til þín að ég greip þig í dyrunum, þá varst þú lærbrotin, amma mín, eftir það fórstu ekki heim. Þér leið alltaf vel á E-deildinni og þar var hugsað vel um þig. Þú hringdir oft til mín upp á síðkastið, það þótti mér gaman. Það var sárt að horfa á þig hvað þú varst mikið kval- in nóttina áður en þú kvaddir þetta líf er ég sat hjá þér. Það var svo margt sem fór um huga minn þá, minningarnar eru margar um þig, amma mín, að ég get talið endalaust upp og væri ég þá hugsanlega komin á þriðja bindi í bók. Ég kveð þig núna, amma mín, og þakka þér fyrir samveruna. Þín dótturdóttir Eyrún Sigurðard. ✝ Guðmundur GísliBjarnason fædd- ist í Reykjavík 10. janúar 1954 og ólst upp í Skaftahlíð 42. Hann varð bráð- kvaddur í München í Þýskalandi 23. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Bjarni Guðmundsson vörubifreiðastjóri, f. 15.10. 1908, d. 26.4. 2001, og Ragna Gísladóttir hús- freyja, f. 9.2. 1912, d. 3.9. 1999. Systur Guðmundar eru Margrét B. Rich- ter læknaritari, f. 3.8. 1944, maki Sigurður H. Richter; Sigríður Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Brimborg, f. 31.12. 1946, maki Ró- bert Jónsson, og Sigrún Ósk Bjarnadóttir ferðafræðingur, f. 20.3. 1950. Fyrri eiginkona Guðmundar var Valgerður Jakobsdóttir líffræð- ingur, f. 6.9. 1953. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hrafn Guðmundsson eðlisfræðingur, f. 24.5. 1972, sam- býliskona Elínborg Björk Harðar- dóttir hjúkrunarfræðingur. 2) Ósk Guðmundsdóttir flugumferðar- stjóri, f. 4.8. 1977, sambýlismaður stundaði hann rannsóknir og kennslustörf við veðurfræðideild Stokkhólmsháskóla. Guðmundur kom heim til Íslands 1989. Í fyrstu stundaði hann rannsóknir á efna- og eðlisfræði efri hluta lofthjúps jarðar við Raunvísindastofnun Há- skólans, en í lok 1990 hóf hann vís- indastörf í háloftaeðlisfræði í sam- vinnu við Háskólann og Veður- stofu Íslands. Að auki stundaði hann kennslu við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ og þýðingar á tölvu- forritum við Þýðingastöð IBM og Orðabókar Háskólans. Á árunum 1995-97 starfaði hann við rannsóknir á Haf- og lofthjúps- fræðistofunni Halo. Árið 1997 var hann annar stofn- enda Iris ehf, rannsóknastofu í um- hverfisfræðum og vann þar við lofthjúpsrannsóknir. Guðmundur hóf störf sem sérfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins árið 2001 og síðar hjá arftaka hennar Um- hverfisstofnun. Guðmundur fékk ýmsar viður- kenningar fyrir sín störf og má nefna NASA Public Service Achievement Award árið 1983 í tengslum við ósonrannsóknir og verðlaun í hugmyndasamkeppni Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís- lands og Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins árið 2001 fyrir hug- mynd að aðferð til skýjahulu- mælinga. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Valur Páll Kárason viðskiptafræðingur. Síðari eiginkona Guð- mundar var Elín Páls- dóttir íslenskufræð- ingur, f. 31.10. 1954. Þau skildu. Barn þeirra er Bjarni Guð- mundsson, f. 1.7. 1996. Guðmundur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1974. Hann lauk síðan B.S. prófi í eðlisfræði við Háskóla Íslands 1978 ásamt því að stunda kennslu í stærðfræði og eðlisfræði við Menntaskólann við Sund veturinn 1977-78. Guðmundur fékk Ful- bright-styrk til framhaldsnáms við Coloradoháskólann í Boulder í Bandaríkjunum 1978 og lauk dokt- orsprófi í efna- og eðlisfræði loft- hjúps jarðar 1987. Með námi starf- aði hann sem rannsóknamaður við Coloradoháskóla og síðar CIRES (Cooperative Institute for Re- search in the Environmental Sciences) í Boulder og að námi loknu sem sérfræðingur við CIRES og NOAA (National Oceanograph- ic and Atmospheric Administra- tion) í Boulder. Veturinn 1988-89 Það er erfitt að ímynda sér að pabbi skuli vera allur. Ég sé hann ljóslifandi í minningunni og á allt eins von á því að hann hringi í mig til að spjalla um öll heimsins mál. Það er svo margt ósagt og ógert. Jú, það átti að vera dagur eftir þennan dag. Ég hef svo sem áður þurft að kveðja pabba óvænt og skyndilega þegar hann og mamma slitu sam- vistum og óravegalengdir milli Ís- lands og Bandaríkjanna skildu okk- ur að. Það voru þó reglulegar bréfaskriftir og stöku Íslandsheim- sóknir hans sem glöddu lítið hjarta á Íslandi. Ég átti kláran og duglegan pabba í Ameríku sem var að gera merkilega hluti og var alltaf spenn- andi þegar hann kom í heimsókn. Þegar við vorum öll saman í Boulder man ég að það var heilt ævintýri að heimsækja pabba í skólann, fullt af dóti og fallegum myndum að skoða fyrir forvitinn krakka. Og löngu bíl- ferðirnar sem við fjölskyldan fórum um fylki Bandaríkjanna til að skoða merkisstaði eins og Grand Canyon og Rocky Mountains! Þá fannst mér lífið leika við okkur. Ég skildi þá ekki hversu flókið það getur verið. Þegar pabbi flutti loks heim var mikið vatn runnið til sjávar. Erfitt var að vinna upp glataðan tíma og endurreisa samband okkar sem feðga. En ég veit að það var alltaf hans einlæga ósk að bæta sam- bandið við okkur Ósk og held ég að það hafi verið meginástæða þess að hann flutti aftur heim til Íslands. En það var eins og það væri eitthvað sem kæmi í veg fyrir að hann stigi skrefið til fulls. Kannski var þetta of hár þröskuldur fyrir pabba sem var alltaf svolítill einfari í sér. Þrátt fyr- ir það eru margar góðar stundir í minningunni. Samband okkar var mestmegnis símleiðis og voru síð- ustu samskipti okkar þannig, langt símtal milli landa kvöldið áður en hann kvaddi þennan heim. Ekki vissi ég þá að þetta símtal yrði mér svo dýrmætt í dag, en þá hafði ég mestar áhyggjur yfir því hversu dýrt væri að tala svona lengi! En honum lá svo mikið á hjarta eins og svo oft áður. Það var aldrei nein lognmolla í kringum pabba og pældi hann alltaf mikið í því sem var að gerast, hvort sem það var eitthvað persónulegt eða heimsmálin al- mennt. Hann hafði þörf fyrir að finna svör líkt og hann var vanur að gera sem vísindamaður, skoða og greina allt í þaula. Þannig náðum við oft saman og á ég eftir að sakna mik- ið samræðnanna við hann um lífið og tilveruna. Við áttum margt sameig- inlegt. Það var gott að leita til hans þegar leysa þurfti erfið vandamál í skólanum. Það var aðdáunarvert hversu mikið innsæi hann hafði. Hann reyndist mér ómetanleg stoð í gegnum mastersnámið og miðlaði til mín af þeirri miklu reynslu sem hon- um hafði áskotnast í námi. Ég fann það líka hvað hann var ánægður að geta hjálpað mér. Það var honum mikils virði. Hann gerði miklar kröf- ur til mín og oft kannski heldur miklar, en það endurspeglar bara hversu vænt honum þótti um mig. Hann var líka stoltur af mér þegar ég útskrifaðist. Síðastliðin ár unnum við saman að ýmsum spennandi verkefnum. Þeim verður erfitt að ljúka án hans. Pabbi einblíndi ekki eingöngu á raunvísindi. Hann hafði mikinn áhuga á góðum bókmenntum og hvatti mig til að lesa eitthvað fyrir utan kennslubækurnar. Pabbi var mikill tónlistarunnandi. Á yngri ár- um hlustaði hann mestmegnis á rokk og popp eins og flestir jafn- aldrar hans og jafnvel kántrí og reggí. Ég man alltaf eftir fyrstu kassettunni sem pabbi sendi mér frá Bandaríkjunum þegar ég var 14 ára gamall. Það var „The Final Cut“ með Pink Floyd og hef ég alltaf ver- ið mikill aðdáandi þeirra síðan. Þeir voru ófáir diskarnir sem pabbi gaf mér eftir það. Á síðari tímum hlust- aði hann mikið á klassík. Hann talaði oft um það að ég þyrfti að fara að kynna mér heim þeirrar tónlistar og daginn áður en hann lagði af stað í þessa örlagaríku ferð til München gaf hann mér safn klassískra diska sem við ætluðum að hlusta á saman þegar tími gæfist. Ég veit að ég mun alltaf hugsa til hans þegar ég hlusta á þessa diska. Hringmyrkvinn um daginn leiddi hugann að einni mögnuðustu lífs- reynslu sem hann sagðist hafa upp- lifað, en það var sólmyrkvi sem varð í Bandaríkjunum 26. febrúar 1979. Til að verða vitni að atburðinum keyrði pabbi ásamt nokkrum skóla- félögum um 1000 km leið norður af Colorado, en áfangastaðurinn var víðáttumikil slétta. Það var eins og slökkt væri á peru þegar almyrkv- inn skall á. Allt varð hljótt, fuglar hættu að syngja, fólk hætti að tala og sjóndeildarhringurinn varð eins og logandi eldur. Þegar hann lýsti þessu sá maður spenninginn og glampann í augum hans. Þarna hafði hann upplifað eitt af undrum náttúr- unnar og ef til vill skildi maður betur GUÐMUNDUR GÍSLI BJARNASON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.