Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 17 Fyrirlestraröð Kvennahlaups ÍSÍ og samstarfsaðila Ísland á iði Undirstöðuatriði þjálfunar Miðvikudagurinn 4. júní, kl. 20-21.30. Fundarsalur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð). • Hvernig er skynsamlegast að undirbúa sig fyrir þjálfun ef maður hefur ekki hreyft sig í langan tíma? • Hvað felst í orðinu undirstöðuatriði? • Hvernig markmið er gott að setja sér til að breyta um lífsstíl? • Er hægt að stytta sér leið, virka skyndilausnir? Þessum spurningum verður svarað í kvöld. Fyrirlesari: Ásgerður Guðmundsdóttir, íþróttakennari og sjúkraþjálfari. Umsjón: Anna R. Möller, formaður undirbúningsnefndar Kvennahlaups ÍSÍ í Garðabæ. Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 21. júní á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar um gönguhópa, fræðslufyrirlestra, myndir o.fl. á www.sjova.is. Félag íslenskra sjúkraþjálfara EF börnin í 4. bekk SK í Flataskóla í Garðabæ fengju að ráða yrði skóla- lóðin við fyrirhugaðan skóla á Sjá- landi útbúin tívolíi, sundlaug með stórum rennibrautum, hjóla- brettapalli og go-kart bílabraut. Krakkarnir í 7. BS í Garðaskóla ósk- uðu frekar eftir því að allir nem- endur fengju fartölvur og lazy-boy stóla til að sitja í. Fullorðna fólkið vill hins vegar samstarf við fyrirtæki og atvinnulíf og að skólabyggingin verði sveigjanleg. Ofangreint er meðal niðurstaðna mismunandi ráðgjafahópa sem fengnir voru til að koma fram með hugmyndir um hvernig nýr skóli, sem reisa á í bryggjuhverfinu á Sjá- landi í Arnarnesvogi, eigi að vera en stefnt er að því að fyrsti hluti hans verði tilbúinn haustið 2005. Í und- irbúningi að hönnun skólans var stuðst við svokallaða Design Down Process-aðferð sem felur í sér að kallaðir eru til einstaklingar úr ýms- um áttum samfélagsins til að ræða væntanlega stafsemi skólans og hvernig skólabyggingin ætti að vera. Fyrir utan fagaðila á sviði skóla- mála og áhugasama borgara voru ráðgjafahópar níu ára nemenda í Flataskóla og tólf ára nemenda í Garðaskóla fengnir til að segja sitt álit á því hvernig draumaskólinn þeirra væri og hvað væri gott og hvað mætti lagfæra í þeirra eigin skóla. Það var ráðgjafafyrirtækið Alta, sem hefur m.a. staðið fyrir íbúaþingum í Garðabæ og víðar, sem fundaði með börnunum og liggja nið- urstöður þeirrar vinnu nú fyrir. Bíósalur og gæludýr til heimaláns Meðal þeirra atriða sem voru of- arlega í huga níu ára barnanna í 4. SK í Flataskóla voru skólalóðin, maturinn, gæludýr, frímínútur og námsefnið. Þannig vildu níu ára börnin bæta um betur við hefð- bundna aðstöðu á skólalóð þannig að á draumalóðinni yrði heilt ævintýra- land þar sem meðal annars mætti finna tívolí, gervigrasvöll og sérstakt svæði fyrir snjókast á veturna. Eng- ar athugasemdir voru gerðar um skipulag Flataskóla en fengju þau að ráða yrði bæði stór salur og bíósalur í draumaskólanum. Almennt voru börnin ánægð með bekkjarstofurnar sínar en vildu gjarnan fá meira pláss fyrir hvern og einn og góðar tölvur handa öllum sem væru útbúnar ADSL tengingu og MSN skilaboðakerfi. Þá fannst þeim sjónvarp eiga heima í skóla- stofunni. Matur fékk talsverða athygli hjá börnunum sem vildu sjá ísskáp, ör- bylgjuofn og brauðrist í hverri skólastofu. Þá vildu þau mötuneyti með kokki sem útbyggi heitar mál- tíðir á staðnum og var stungið upp á hamborgara, pizzum og nammi á matseðilinn þótt vissulega við- urkenndu flestir að slíkt mataræði ætti ekki við alla daga. Þá söknuðu mörg barnanna að ekki væru dýr í skólanum, bæði gæludýr sem jafnvel mætti fá lánuð heim og hestar þannig að bjóða mætti upp á reiðkennslu í skólanum. Hvað varðar skólastarfið þá vildu börnin sjá styttri skóla, lengra sum- arfrí, langar frímínútur og marga útitíma. Í draumaskólanum gætu börnin ráðið hvaða fög þau stunduðu og þar voru tölvutímar og heim- ilisfræði ofarlega á vinsældalist- anum. Einhverjir lögðu til að hafa aðskilda stelpubekki og strákabekki en sú tillaga hlaut þó misjafnar und- irtektir. Vilja fá að sleppa við erfið fög Tólf ára börnin í 7. BS í Garða- skóla höfðu öllu meiri skoðanir á skólabyggingunni sinni og gagn- rýndu að merkingar á skólastofum væru órökréttar, of fá klósett væru í skólanum og hann væri almennt ekki nægilega hreinn og vistlegur. Þau vildu að draumaskólinn yrði bjartur og einhverjir lögðu til að í honum væri glertengibygging og sundlaug og heitir pottar í sól- stofum. Krakkarnir sögðust ekki fara mik- ið út í frímínútur en vildu þó gjarnan sjá hjólabrettagarð á skólalóðinni. Þá vildu þau að hver bekkur hefði sína föstu skólastofu sem væri útbú- in hægindastólum, góðum tölvum, sessum og sjónvarpi og var meinilla við að þurfa að skipta um stofur fyrir mismunandi fög. Þau vildu stærra og vistlegra mötuneyti og lögðu áherslu á ódýran og hollan mat, þótt gera mætti undantekningu á því síð- arnefnda á föstudögum að þeirra mati. Þegar spurt var um skólastarfið óskuðu börnin eindregið eftir því að fá skólabíl sem sæi um að keyra þau til og frá skóla, enda mætti með því koma í veg fyrir að nokkur kæmi of seint í skólann. Líkt og fjórðubekk- ingarnir vildu börnin gjarnan styttri skóladag og lengra sumarfrí. Skipt- ar skoðanir voru á námsefninu en krakkarnir voru sammála um að það væru of mörg próf og of seint á önn- inni og vildu gjarnan fá möguleika á því að sleppa erfiðum fögum í sam- vinnu við kennara. Traustir skápar voru líka ofarlega á óskalista þannig að geyma mætti þungar bækur í skólanum auk þess sem þau vildu fá möguleika á því að sinna heimalærdómi í skólanum þannig að hægt væri að leita til kennara þegar þörf væri á aðstoð. Nokkrum strákanna fannst þó ekk- ert síðri tilhugsun að vera heima í fjarnámi á eigin tölvu. Þá var rætt um góða tóm- stundaaðstöðu eftir skólatíma og einhver lagði til að „banna hrekkju- svín.“ Loks vildu stelpurnar frekar skólabúninga en strákarnir og sáu kost við það að þurfa ekki að velta því fyrir sér í hverju þær ættu að fara í skólann. Tómstundum sinnt innan vébanda skólans Í samráðshópi fullorðinna sátu m.a nokkrir bæjarfulltrúar, fagfólk og arkitektar skólans og leitaði hann álits ýmissa aðila þar fyrir utan. Eitt helsta áhersluatriði hópsins var fjöl- breytni í kennsluháttum þannig að nemendur fengju tækifæri til að nýta styrkleika sína og hæfileika. Þá var lögð áhersla á samstarf foreldra, kennara og nemenda við stefnu- mörkun skólans. Mikilvægt þótti að tryggja góða aðkomu að skólanum, ekki síst með tilliti til gönguleiða barna að honum. Hópurinn vildi einnig leita leiða til að efla samstarf skólans við fyr- irtæki og atvinnulíf bæjarins og tryggja að nemendur gætu sinnt tónlistarnámi, íþróttum og öðrum tómstundum innan vébanda skólans. Hópurinn taldi staðsetningu skól- ans við Arnarnesvog bjóða upp á fjölmörg tækifæri til að nýta náttúr- una og komu fram með hugmyndir um tengsl skólans við fjöruna, læk- inn og hraunið. Þá var lögð áhersla á að skóla- byggingin væri hönnuð þannig að aðstaða á borð við íþróttasvæði, skólasafn, sal og sérgreinastofur nýttist almenningi utan hefðbundins skólatíma. Sömuleiðis þótti það lyk- ilatriði í hönnun byggingarinnar að hún væri sveigjanleg svo að ódýrt væri að breyta skipulagi hennar, t.d. svo að hún gæti rúmað fleiri nem- endur og eldri ef upphaflegar grunn- forsendur breyttust. Sérstakir ráðgjafahópar koma með tillögur að fyrirkomulagi nýs skóla á Sjálandi Stelpurnar í 7. BS í Garðaskóla gátu alveg hugsað sér skólabúninga því þá væri minna mál að ákveða á morgnana í hverju þær ættu að fara í skólann. Skólalóð krakkanna í 4. SK er ævintýri líkust þar sem finna má sundlaug með rennibraut, tívolítæki og trampólín svo eitthvað sé nefnt. Tívolí á skólalóðinni og fartölvur fyrir alla Garðabær ÞESSA dagana eru lífsglaðir grunnskólakrakkar að halda á vit sumarævintýra að lokinni prófatörn. Það er því mikið um alls kyns hátíðarhöld og lokahóf í skól- unum um þessar mundir. Krakkarnir í 7. bekk B í Rimaskóla gerðu sér glaðan dag á mánudag eftir að síðasta prófinu, dönskunni, var aflokið. Af því tilefni fóru þeir í ratleik á skólalóðinni, skreyttu tertu og skemmtu sér ásamt kennara, foreldrum og systkinum. Morgunblaðið/Kristinn Ratleikur og terta í skólalok Grafarvogur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.