Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Fi 5/5 kl. 20 Fö 6/6 kl. 20 - UPPSELT ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Níu verk keppa til úrslita Lau 7/6 kl. 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 6/6 kl. 20, Fö 13/6 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15. júní kl. 21, Hótel Borgarnes fim 19. júní kl. 21, Félagsh. Valhöll Eskifirði lau 19. júní kl. 21, Félagsheimilið - Herðubreið Seyðisfirði Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is TVÖ HÚS eftir Lorca í kvöld mið. 4. júní kl. 20 aukasýning fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning! AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is MIÐVIKUDAGURINN 4. JÚNÍ Kl. 20.00 Trúlega Bergman (II) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (fyrri hluti). Fyrirlesarar: Árni Svanur Daníelsson: Bílferð með Bergman og Allen Halldór Hauksson: Bach og Bergman - um tónlist í kvikmyndum Ingmars Bergmans. Pétur Pétursson: Þáttur kristinnar trú- ar í listsköpun Ingmars Bergmans. Þorkell Ágúst Óttarsson: Sjöunda innsiglið sem dómsdags- mynd meðal dómsdagsmynda. Kr. 500. FIMMTUDAGURINN 5. JÚNÍ Kl. 20.00 Trúlega Bergman (III) Málþing um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans (seinni hluti). Maaret Koskinen, einn fremsti Bergmanfræðingur heims, flytur fyrirlest- urinn In the Beginning was the Word: From the Private Archive of Ingmar Bergman. Að loknum fyrirlestrinum verða almennar umræður. Kr. 500. FÖSTUDAGURINN 6. JÚNÍ Kl. 21.00 Passíusálmar 15 íslensk ljóðskáld flytja ljóð í anda Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Skáldin eru Andri Snær Magnason, Baldur Óskarsson, Hjörtur Pálsson, Ingibjörg Haralds- dóttir, Ísak Harðarson, Jón Bjarman, Kristján Þórður Hrafnsson, Kristján Valur Ingólfsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Matthías Johannessen, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Tónlist: Matthías M.D. Hemstock. Umsjón: Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Kr. 500. Kirkjulistahátíð 2003 29. maí-9. júní Boy George hefur hætt við að halda þrenna tónleika í Bodrum í suðausturhluta Tyrklands en söngvarinn yfirgaf landið hálftíma eftir að hann kom þangað í morgun. Ástæða skyndilegra sinnaskipta hans og brottfarar hans mun vera sú að fjölmiðlar hafi ekki sinnt beiðni hans um að hann yrði ekki myndaður við komuna til Istanbul. Ljósmyndarar biðu er hann kom út af flugvellinum og því fór hann beint að söluborði British Airways og keypti þar miða til baka til Bret- lands. Ný mynd Jims Carreys, þar sem hann leikur dauðlegan mann sem fær að leysa Guð almáttugan af, hefur haft slæmar afleiðingar fyrir suma. Þannig er að í myndinni kemur fyrir símanúmer Guðs, en í stað þess að nota gervinúmer not- uðu framleiðendur myndarinnar al- vörunúmer og eru a.m.k. tveir ein- staklingar og ein útvarpsstöð í Bandaríkjunum sem nota sama númer, hver í sínu fylkinu. Dawn Jenkins í Flórída segist dauðþreytt á að fá 15–20 símtöl á klukkustund þar sem spurt er hvort Guð sé við og hyggur á málssókn. … Mad- onna virðist vera sérlega andlega sinnuð þessa dagana. Nýverið gaf hún trúarsöfnuði, sem kenndur er við Kabbalah og er sagður af- sprengi af gyðingdómi, nær 400 milljónir króna fyrir húsakynni undir söfnuðinn á besta stað í Lundúnum. Þau hjónin Madonna og Guy Ritchie eru sögð hafa leit- að í Kabbalah-trúarbrögðin til að auðvelda sér barnseign. FÓLK Ífréttum FRAMTÍÐARHETJURNAR í Mat- rix endurhlaðið (Matrix Reloaded) héldu toppsætinu á íslenska bíó- listanum þriðju vikuna í röð. Hafa nú rúmlega 33.000 manns séð þessa framhaldsmynd í þríleiknum um Matrix og væntanlega bíða margir spenntir eftir þriðju mynd- inni, sem frumsýnd verður í nóv- ember. Aðsóknin er enn mikil á myndina hérlendis, öfugt við í Bandaríkjunum, þar sem hún dal- aði um 62% í aðsókn frá helginni á undan. Þrjár nýjar myndir eru inni á topp 20, Einkenni (Identity), Allt að verða vitlaust (Bringing Down the House) og Í trúnaði (Confi- dence). Einkenni, sem er spennumynd í leikstjórn James Mangold, fór beint í annað sætið. „Hún var frumsýnd miðvikudaginn 28. maí og þrátt fyrir sólskinsblíðuna gekk hún mjög vel. Myndin hefur spurst mjög vel út hjá breiðum aldurs- hópi og fengið mjög góða dóma. Vel valdir leikarar eru í hverju hlutverki þar sem John Cusack, Amanda Peet og Ray Liotta eru mest áberandi. Myndin hélt sér mjög vel eftir helgina og skilar já- kvætt umtal sér því,“ segir Jón Gunnar Geirdal hjá Norðurljósum. Alls hafa um 3.700 manns séð Einkenni en um 300 færri fóru á Allt að verða vitlaust, sem er í þriðja sæti listans. Þessi gam- anmynd er með Queen Latifah og Steve Martin í aðalhlutverkum en leikstjóri er Adam Shankman. Myndin naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum en menningarlegir kynþáttaárekstrar mynda meg- ininntak grínsins. Rómantíska gamanmyndin Hvernig á að losna við gaur á 10 dögum (How to Lose a Guy in 10 Days) heldur fjórða sætinu og strákagrínið Af gamla skólanum (Old School) með Luke Wilson, Will Ferrell og Vince Vaughn fer úr öðru sæti í það fimmta. Sjötta sætið skipar síðan Í trún- aði (Confidence) eftir James Foley. Um 800 manns hafa lagt leið sína á þessa spennumynd, sem skartar Dustin Hoffman og Andy Garcia meðal annarra. Neo, Trinity og Morpheus á toppnum þriðju vikuna í röð Keanu Reeves leikur ofurhetjuna Neo í Matrix. Matrix heldur toppnum                                    !" $  ! %    !"         &# &      "  "  ' (! )                     ! "   # $ % & '( *  +  ,-  ." /  0  & !   ,$  1"  2-3  2 /-  1 - 0 4 %   & " ,                 * ! ! + , ! - . *, */ 0 1 2 3 ** *. *- *2 ,/ *1 )#  . * * + , * . - 2 *- , . + , + 2 *+ ,* - 0 #$% $ &  ' ( )*  +        , *-   4 (5 6 5 7#5 6 (5 89#: ;:5    5  9  9;:5 < 5 ;: 7#    ;: 4 (##5 6 5 7#  5 6 ( );#  ;: 4 (##5 6 5 89#: ;:  ;: 7#  5 6 ( );#5 89#: ;:  9;:  9;:5 < 5 ;: 7#    9;:5  9;:5     7#   ;: 4 (##5 89#: ;:  ;: 4 (##5 6 5    5 #  9;:  9;:5 ;: 7#    9;:5 7#  <  <   9;: 89#: ;:   (>=  89#: ;:  ;: 4 (## JÓEL Pálsson saxófónleikari hefur fengið sérlega góða dóma hjá vefritinu Allaboutjazz.com fyrir plöt- una Septett, sem kom út hjá Eddu/Ómi fyrir jólin. Ennfremur valdi ristjóri vefritsins, sem þykir vera eitt helsta vefritið í djassheiminum, Septett eina af plötum aprílmánaðar. Um er að ræða tvo lofsamlega dóma, sem birst hafa á vefnum. Í þeim báðum er ferlill Jóels rakinn í stuttu máli og athygli vakin á því að hann hafi stundað nám við hinn virta skóla Berklee College of Music í Boston. Í öðrum dómnum segir að Septett taki stórt skref í þá átt að koma Íslandi á kortið fyrir alvöru í djass- heiminum. Tónlistin er sögð eiga sér rætur á kunnuglegum slóðum en vera jafnframt framandi. Gagnrýnandinn á einnig von á því að Jóel ávinni sér hlustendahóp, sem nái langt út fyrir landsteinana með þessari plötu. Í hinum dómnum gerist gagnrýnandi svo stórorður að segja Septett vera Birth of the Cool 21. aldarinnar en svo nefnist ein frægasta plata Miles Davis og jafn- framt tímamótaverk, sem kom honum á kortið á sín- um tíma. Ennfremur minnist hann á leik Sigurðs Flosasonar og Eyþórs Gunnarssonar og segist vonast eftir meiru af því sama frá Jóel og félögum í framtíð- inni. Platan Septett eftir Jóel Pálsson lofuð hjá virtu vefriti Kemur Íslandi á kortið Morgunblaðið/Jón Svavarsson Septett er þriðja plata Jóels Pálssonar saxófónleikara en áður hefur hann gefið út Prím og Klif. TENGLAR ................................................................................. www.allaboutjazz.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.