Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 31
verandi framkvæmdastjóra sem hefur lagt kapp á að drýgja þær sem best. Þetta á sinn þátt í því hversu margir gestir koma í Borgarleik- húsið, eða á annað hundrað þúsund manns á ári. Þótt það fólk sem kaup- ir aðgöngumiða að sýningum LR sé ekki nema um helmingur þessa fjölda, hefur félagið samt óbeinar tekjur af þessum gestum: á árs- fundum, tónleikum, fyrirlestrum o.s.frv. – með leigutekjum. Fátækraleikhús? Fulltrúar borgarinnar bentu snemma á að ekki yrði staðið fast á því ákvæði í samstarfssamningnum að félagið setti upp sjö sýningar á ári. Það lá og fyrir að hægt yrði að upp- fylla þann kvóta með ódýrum hætti ef illa áraði. Eldri félagar komu t.d. fram með tillögur í þá veru, en nú- verandi stjórnendur höfnuðu þeim með öllu án frekari umræðu, hvað þá röksemda. Ekki hefur verið gripið til neinna ráða af því tagi. Þvert á móti var verkefnafjöldi LR aukinn í átta á þessu leikári, einu fleira en kveður á í samstarfssamningi. Slíkt væri gott og blessað, ef félagið hefði efni á því. Stjórnendur hafa ekki séð ástæðu til að spara framleiðslumagnið, fyrr en núna. Áform leikhússtjóra fyrir næsta leikár eru að fækka verkefnum í fimm! Það á semsagt nú, seint og um síðir; þegar búið er að eyða eignum félagsins, ofbjóða öllu velsæmi með uppsögnum, lítilsvirða sögu félagsins og eldri félagsmenn; að reyna að skrimta af næsta vetur með því að setja upp fimm ódýrar sýningar með lámarksáhöfn. Menn hafa jafnvel tal- að um fátækraleikhús! Ekki er það þó fátækara en svo að Reykjavík- urborg greiðir til þess styrki sem nema röskum fjörutíu milljónum fyr- ir hverja uppsetningu. Og húsnæði, sem jafnað verður til þess besta sem gerist í heiminum í dag, hefur það til afnota og útleigu, algjörlega án end- urgjalds. Þetta hrun Leikfélags Reykjavík- ur er mikið áfall fyrir leiklistarlífið. Fyrir eldri listamenn og annað starfsfólk sem hefur sumt helgað fé- laginu alla starfsævina er þessi nið- urlæging þyngri en tárum taki. Fyrir ungt leiklistarfólk sem er að byrja að hasla sér völl þýðir þessi öfugþróun að tækifæri til þess að stunda leiklist við bestu skilyrði skerðast stórlega. Atvinnuleikhús á Íslandi hefur aldrei tekið annan eins afturkipp. Höfundur er leikari og félagi í LR. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 31 Halldór Meyer - sími 864 0108 halldor@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Heimilisfang: Fellsmúli 9 Stærð eignar: 91 fm Byggingarár: 1964 Brunab.mat: 10,3 millj. Áhvílandi: millj. Verð: 11,9 millj. Stór 3ja herbergja íbúð í nýlega málaðri blokk við Fellsmúla. Tvö svefnherbergi, stofa, baðherbergi og eldhús. Sameig- inleg geymsla, hjólageymsla og þvotta- hús. Íbúðin er í upprunalegu ástandi og hentar þeim sem vilja gera upp íbúðir eftir sínu höfði. Halldór G. Meyer, fasteignamiðlari RE/MAX, tekur á móti gestum frá kl. 14-17 OPIÐ HÚS - FELLSMÚLI 9 www.hofdi.is Vorum að fá í sölu þetta iðnaðarhús sem er til afhendingar strax, fullbúið að utan með malbikaðri lóð, og tilbúið til innréttinga að innan með milliveggjum. Möguleiki er á hagstæðri 85% fjármögnun. 4 x 4 metra innkeyrsluhurð er á hverju bili. Verð á 100 fm plássum er aðeins 6,6 millj. Eigum stærri pláss. Allar nánari upplýsingar á skrifstofum okkar. Í dag sýnum við þessar glæsilegu íbúðir í bryggju- hverfinu. Íbúðunum fylgir sérstæði í bílageymslu. Íbúðirnar eru til afhendingar strax fullbúnar án gólfefna. Möguleiki er á 85 % fjármögnun. Sölumenn Höfða verða á staðnum með allar upplýsingar á reiðum höndum. Íbúð 301 179 fm Verð 21,9 millj. Íbúð 202 100 fm Verð 14,9 millj. Íbúð 203 100 fm Verð 14,9 millj. Íbúð 204 132 fm Verð 18,2 millj. Íbúð 205 88 fm Verð 13,9 millj. Í dag býðst þér og þínum að skoða þetta glæsilega 152 fm parhús sem er á tveimur hæðum og með innbyggðum bílsúr. Parket og flísar eru á gólfum. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Á efri hæð er forstofa, gestasnyrting, eldhús og stofur. Á neðri hæð er baðherbergi, tvö svefnherbergi, fataherbergi, sjónvarpshol og geymsla. Húsið er til afhendingar strax. Áhv. húsbréf 5,6 millj. Verð 20,3 millj. Ásmundur sölumaður á Höfða verður á staðnum í dag. Opið hús í dag á milli 15 og 17 Naustabryggja 1 – 7 Opið hús í dag á milli 15 og 17 Vættaborgir 20 Lónsbraut 6 í Hafnarfirði Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Smáralind - 1. hæð Sími 565 8000 Opið í Smáralind í dag á milli kl. 12-18 OPIÐ HÚS Þúfubarð 17 - Hafnarfirði Í dag milli kl. 16:00 - 18:00 býðst fólki að skoða bjarta og skemmtilega 69 fm, 2ja. herb. íbúð á fyrstu hæð. Parket er á gólfum. Sérþvottahús í íbúð. Verð 9,9 millj. Það verður heitt kaffi á könnunni! ALLIR VELKOMNIR. Nesvegur 55, efri hæð. Sérstaklega glæsileg 115 fm íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur, 2-3 herbergi og tvö baðherbergi. Mikil lofthæð í íbúð. Arinn í stofum. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Sérinngangur. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) MILLI 12.oo-13.oo. V. 19,8 m. 3147 Opið hús Eignir óskast BARÐASTAÐIR 19 - 3.h.h. Glæsileg 116 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðinni fylgir 28 fm bílskúr. Íbúðin skiptist m.a. í mjög stóra stofu og þrjú herbergi. Stórar svalir. Glæsilegt útsýni. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUIDAG) FRÁ KL. 13.oo-15.oo. (Herdís) V. 16,9 m. 3399 Snorrabraut 56 Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 3ja herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og tvö herbergi. Mjög breiðar hurðir eru í íbúðinni og engir þröskuldar. Stór afgirt timburverönd til suðurs. Íbúðin verður til sýnis í dag sunnu- dag frá 13-16 (Sigurlína) V. 13,9 m. 3394 Frostaskjól - vandað Vorum að fá í einkasölu vandað nýlegt 336 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara. Innbyggður bílskúr. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur, fimm herbergi og tvö baðherbergi. Arinn. Mjög fallegur gróinn garður. V. 33,8 m. 3156 Lóð undir fjölbýlishús óskast Traustur byggingarverktaki hefur beðið okkur að útvega lóð undir fjölbýlishús. Æskileg staðsetning: Reykjavíkur og Kópa- vogur. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Garðabæ óskast Traustur kaupandi óskar eftir 150-200 fm einbýlishúsi á einni hæð í Garðabæ. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Sérhæð eða hæð og ris óskast Höfum kaupanda að 150-180 fm sér- hæð eða hæð og risi. Æskileg staðsetning: Vesturbær, Garðastræti, Túngata eða Þingholtin. Einbýli í Hlíðunum óskast Fjársterkur kaupandi hefur beðið okkur að út- vega einbýlishús við Stigahlíð, Hörgshlíð eða Háuhlíð. Ekki er nauðsynlegt að rýma húsið fyrr en eftir 1-2 ár. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Þingholtunum óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega gott einbýlishús í Þingholtunum eða nágrenni. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús/raðhús á Seltjarnarnesi óskast Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi eða raðhúsi á Seltjarnarnesi. Lágmarksstærð 150 fm. Uppl. veitir Magnea Sverrisdóttir. Suðurhlíðar Kópavogs Höfum verið beðin að útvega einbýlishús í suður- hlíðum Kópavogs. Útsýni er skilyrði. Verð má vera allt að 40 mkr. Uppl. veitir Óskar Rúnar Harðarson. Seltjarnarnes - útsýni Höfum verið beðin að útvega einbýlishús á Sel- tjarnarnesi. Útsýni er skilyrði. Verð má vera allt að 40 mkr. Uppl. veitir Óskar Rúnar Harðarson. Hlíðar/Norðurmýri Ákveðnir kaupendur leita að íbúð í hlíðunum eða Norð- urmýri á verðbilinu 16-19 mkr. Uppl. veitir Óskar Rúnar Harðarson. Korpúlfsstaðir ákveðinn kaupandi óskar eftir 4-5 herb. íbúð í lyftuhúsi ná- lægt Korpúlfsstöðum. Uppl. veitir Óskar Rúnar Harðarson. Grafarholt ákveðinn kaupandi óskar eftir 2-3 herb. íbúð í Grafarholtil. Uppl. veitir Óskar Rúnar Harðarson. Opið hús Opið hús irlitningu um atvinnulýðræði í braut- skráningarræðu sem vitnað var til í Morgunblaðinu 2. júní: „Munduð þið einhvern tímann láta starfsmenn fyrirtækisins kjósa um fram- kvæmdastjóra eða forstjóra, líkt og gert er í gamla fyrirkomulaginu gagnvart rektorum? Þá á rektor vald sitt undir undirmönnum sínum og þetta er ekki rekstrarform sem sam- ræmist nútímalegum vinnubrögð- um.“ Sannast sagna finnst mér þessar yfirlýsingar rektoranna tveggja, annars vegar árás á réttindi launa- fólks og hins vegar lítilsvirðandi tal um lýðræði, bera vott um afturhalds- söm sjónarmið en ekki þá víðsýni og framfarahyggju sem ég held að við flest væntum að heyra frá mennta- stofnunum sem vilja láta taka sig al- varlega. Afturhaldssöm sjónarmið Í mínum huga er ekkert nútíma- legt við þá forstjóra- og valdboðs- hyggju sem Guðfinna S. Bjarnadótt- ir talar fyrir. Þá er mikilvægt að heyra Runólf Ágústsson útlista fyrir okkur hvaða réttindi hann vill hafa af opinberum starfsmönnum. Eru það lífeyrisréttindi eða veikindaréttur, eða atvinnuöryggið, sem er þó minna nú í háskólaumhverfinu en áður var? Að lokum vil ég leggja áherslu á að brýnt er að fram fari kröftug um- ræða um greiðslufyrirkomulag til menntastofnana í landinu. Sú rík- isstjórn sem hér ræður hefur sýnt að hún er mjög höll undir sjónarmið rektoranna tveggja. Hins vegar hef ég efasemdir um að fyrir þeim kerf- isbreytingum sem þeir hvetja til sé meirihlutavilji í landinu. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.