Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 53
www.icelandair.is Alltaf ódýrast á Netinu Engin óþekkt á Hinsegin dögum UNDIRBÚNINGUR stendur nú hvað hæst fyrir Gay Pride-gönguna sem í ár ratar á laugardaginn 9. ágúst. Í tengslum við hátíðahöldin setja Hinsegin-leikhús og CMS-leikhúsið í New York upp söngleikinn Engin óþekkt (Ain’t Misbehavin’) eftir Fats Waller. Leikstjórn og leikarar verksins koma allir frá New York, utan Andreu Gylfadóttur sem fer með aðalkvenhlutverkið á móti Seth Sharp sem flytur aðalkarlhlutverkið. Verkið Engin óþekkt segir frá lífinu í Harlem upp úr 1930 á blómatíma í menningu banda- rískra blökkumanna eftir fyrra stríð og fram að krepp- unni miklu. Harlem varð menningarmiðstöð og þang- að þyrptist fólk í leit að tækifærum og ævintýrum. Sýningin á söngleiknum opnar hátíðardagskrá Hinsegin daga föstudaginn 8. ágúst og verða alls haldn- ar 10 sýningar og tengir sýn- ingin saman Hinsegin daga og Menningarnótt í Reykjavík. Heimir segir von á góðri dag- skrá á Hinsegin dögum en Gay pride-gangan sjálf verður glæsilegri með hverju árinu sem líður. Að þessu sinni verður þó sú breyting á að hátíðartónleikar sem eru í lok göng- unnar og hingað til hafa verið haldnir á Ingólfstorgi verða fluttir í Lækjargötu þar eð aðsóknin að viðburðinum er orðin slík að mann- fjöldinn rúmast ekki lengur á Ingólfstorgi. Von er á breska plötusnúðnum Fabio White sem skemmta mun á næturklúbbnum Spotlight en hann er með vinsælli skífuþeyturum í heimalandi sínu. Í ár fagna Samtökin 78 einnig aldarfjórðungs af- mæli sínu og af því til- efni hefur verið skipu- lögð sérstök hátíðardagskrá út ár- ið. Þannig verður í október haldin kvik- myndahátíð tileinkuð kvikmyndum með samkynhneigðu við- fangsefni. Í september mun Bergþóra Jóns- dóttir taka Gerhard Schuil tali þar sem rætt verður um líf hans með tón- list og spilar hann á píanóið inn á milli þess að ræða um hlut- verk tónlistar í lífi sínu. Að auki verð- ur verkið Pabba- strákur eftir Hávar Sigurjónsson sýnt um svipað leyti og fyrirlestrar og mál- þing haldin í tengslum við dag- skrá afmælisársins. Loks má geta þess að þau Andrea og Seth munu hita upp fyrir hátíðina á Caffé Kúlture í Hverfisgötu föstudaginn 20. júní næstkomandi. Þar flytja þau í fé- lagi við píanóleikara ýmis lög, meðal annars valin lög úr söngleiknum. Verk Fats Wellers sýnt í tengslum við gleðigönguna í ágúst Í Harlem-sveiflu: Þau Andrea Gylfadótt- ir og Seth Sharp taka hér lagið á kynningarkvöldi á Hinsegin dög- um sem haldið var nýverið á Spotlight. menn vilja fara í samanburðarleik, en Snaith skýrir það með því að það sé ódýrara (og auðveldara) að setja sam- an tónlist í tölvum en með hljóð- nemum og mixerborðum. Start Breaking My Heart fékk góðar viðtökur gagnrýnenda og Snaith segir að það hafi staðið sér fyrir þrifum að vissu leyti; þegar hann byrjaði á nýrri plötu hafi hann verið fastur í því að reyna að gera eins, að reyna að þóknast þeim sem lofað höfðu hina plötuna í hástert. Líkt og með Start Breaking My Heart kom hann upp hljóðveri heima hjá sér, en nú í Lundúnum þar sem hann er við doktorsnám í stærðfræði. Næsta árið tók hann upp talsvert af hugmyndum en segist hafa verið óánægður með allt saman, fannst sú naumhyggjulega raftónlist sem var allsráðandi í kringum hann ómögu- leg. „Á tónleikaferð um Evrópu hitti ég helst fólk sem var fast í því að hlusta á raftónlist frá ákveðnum ár- um, t.d. 1998 til 2000, eða á ákveðnum merkjum og mér fannst ég alls ekki eiga samleið með því – ef þetta fólk væri hrifið af því sem ég væri að gera væri ég á rangri hillu, því ég hef alltaf haft gaman af alls konar tónlist.“ Eftir þessa hugljómun tók vinnan að ganga betur enda var hljóðaspjald- ið orðið stærra, til viðbótar við tölvu- hljóð og hljóma komu klukkuspil, raf- gítarar, hljómborð og söngrödd og hljóðsmali var svo notaður til að sækja hljóð og hljóma á skífur annarra, stór- sveitakraft og frumskógartrommur. „Ég hef engan áhuga á rafeinda- og tölvutækni en nota þau tól vegna þess að ég er fátækur námsmaður og hef ekki efni á að nota annað,“ segir hann, „og það er helsta skýring á því hvers vegna ég er að semja og taka upp raf- tónlist. Ég hlusta þannig nánast ekk- ert á raftónlist sjálfur og ef ég er að slappa af eða skemmta mér set ég á fóninn gamalt og nýtt hiphop, sýru- rokk, súrt popp og garage. Mér finnst raftónlistaráheyrendur alla jafna allt of lokaðir og fordómafullir gagnvart annarri tónlist. Naumhyggjan er góð útaf fyrir sig en mér finnst eins og menn sitji fastir í henni og allt verði að vera fallegt og fíngert. Ég vil vera há- vær og með hamagang,“ segir Snaith og fer ekki dult með dálæti sitt á Brian Wilson og The Beach Boys ekki síður en My Bloody Valentine sem hann segir fyrst og fremst hafa verið laglínusveit þó hennar sé kannski helst minnst fyrir gítarbrim. „Það er aldrei of mikið af laglínum.“ Kanadíski tónlistarmaðurinn Dan Snaith sem kallar sig Manitoba. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 53 KRINGLAN Kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12 AKUREYRI Kl. 10. Bi. 12 KEFLAVÍK Kl. 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12 Bein t á to ppin n í US A! KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi. 12 POWERSÝNINGKL. 10.15.Í SAMBÍÓUNUMÁLFABAKKA . . .Í Í FRUMSÝNING EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.15. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 9.05, 10.15 og 11.20. Bi. 12 Svalasta mynd sumarsins er komin.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi Toppmyndin sem rústaði samkeppninni í Bandaríkjunum síðustu helgi KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI Kl. 2, 4, 6, 8 og 10. ÞESSI FRÁBÆRA GRÍNMYND ER FRÁ FRAMLEIÐANDAN- UM JERRY BRUCKHEIMER SEM HEFUR GERT SMELL- INA ARMAGEDDON, PEARL HARBOR, THE ROCK OG CONAIR. KANGAROO JACK KEMUR ÞÉR Í SVAKA STUÐ! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 3.45. Tilboðkr. 500 KEFLAVÍK Sýnd kl. 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. KRINGLAN Kl. 3.40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.