Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Höfðabakki - til leigu mjög hagstæð leiga Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. 1. hæð 266 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m 312 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m 920 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m 2. hæð 1.040 fm - Skrifst. o.fl. 266 fm - Skrifst. o.fl. Til sölu jarðirnar Grænamýri og Grófarsel á Norður-Héraði Jarðirnar eru samliggjandi og er ræktað land þeirra samanlagt 38 ha. Engin íbúðarhús eru á jörðunum, en gömul fjárhús og hlaða á Grófarseli og stór fjárhús á Grænumýri ásamt hlöðu og skemmu. Jarðirnar voru áður hluti jarðarinnar Sleðbrjótssels og eiga sam- eiginlegan afrétt með henni. Gæsaveiði er í heimalandi og rjúpna- veiði á afrétti. Glæsilegt útsýni til Dyrfjalla. Tilvalið fyrir veiði- og útivistarfólk. Um 45 km til Egilsstaða. Jarðirnar seljast hvort sem er saman eða sitt í hvoru lagi. Verð aðeins 9,5 milljónir kr. Upplýsingar veita Friðbjörn eða Guðrún hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands í síma 580 7905. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Falleg þriggja herbergja íbúð, um 90 fm, á annarri hæð í góðu fjölbýlis- húsi. Íbúðin er rúmgóð og vel skipu- lögð. Góðar suðursvalir. Hús og sameign í góðu ásigkomulagi. Góð bílastæði austan við húsið. Verð 12,8 millj. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17. SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG KAPLASKJÓLSVEGUR 39 OPIÐ HÚS Í DAG OPIÐ HÚS Bergstaðastræti 62 Vandað 204 fm parhús teiknað af Ingimundi Sveinssyni. Húsið er byggt 1978. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur, fjögur herbergi og fleira. Sér bíla- stæði. Glæsilegt útsýni. Eign í sérflokki. V. 31 m. 3145 HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) MILLI KL. 13-15. OPIÐ HÚS - Breiðvangur 9 - 3. hæð til vinstri Heimilisfang: Breiðvangur 9 Stærð eignar: 118,5 fm Stærð bílskúrs: 36 fm Brunabótamat: 12,3 millj Byggingarár: 1976 Áhvílandi: 7,1 millj Verð: 13,4 millj. Sérlega falleg 4 herbergja íbúð á 3. hæð. Forstofa með góðum skáp- um, eldhús með snyrtilegri innrétt- ingu og borðkrók, opin og björt stofa ásamt borðstofu , 3 rúmgóð svefn- hergi og baðherbergi flísalagt hólf í gólf. Parket á gólfum og suður svalir með stórkostlegu útsýni. Gunnar Már Borg fasteignamiðlari RE/MAX tekur á móti gestum milli kl. 16-18. Gunnar Már Borg Sigurðsson Sími 520 9309/690 9988 gunnar@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali ÍSLENDINGAR hafa á síðustu áratugum gert í því að sýna það og sanna að þeir séu fullgildir í sam- félagi þjóðanna eftir að hafa verið einangraðir frá umheiminum um margra alda skeið. Hverri einustu nýjung á sviði fjarskiptamála, sam- göngutækja og raftækja hefur ver- ið fagnað af miklum móð og finnst varla það heimili á Íslandi sem ekki skartar nokkrum tölvum, farsím- um, risasjónvörpum, matvinnslu- vélum og guð má vita hvað, þökk sé Landsvirkjun. Fyrir utan hvert heimili standa bílar í röðum og liggur við að húsmæður velji sér farartæki í stíl við handtöskuna þegar þær bregða sér af bæ. Tísku- straumum er fylgt, hvað sem það kostar, því Íslendingurinn vill síst af öllu hafa það orð á sér að hann sé púkalegur, fylgist ekki með tísk- unni. Þessi nýjungagirni okkar er síð- ur en svo slæm því hún gerir það að verkum að við erum til í að prófa hér um bil hvað sem er, að minnsta kosti einu sinni. Sennilega var það þessi nýjungagirni sem upphaflega rak okkur af stað til þess að prófa að rækta garða við hús á Íslandi og nú, þegar nýja- brumið er farið af ræktuninni sem slíkri, rekur nýjungagirnin okkur til þess að prófa nýjar, áhugaverð- ar og skemmtilegar plöntur í görð- unum okkar. Á síðustu árum hafa ræktendur brugðist við áhuga garðeigenda á nýjum tegundum með því að bjóða upp á tegundir sem hafa óhefð- bundið vaxtarform, annan blaðlit en þennan venjulega græna, plöntur með áberandi lit á berki, hitakærari plöntur sem er hægt að rækta í hlýjum og skjólgóðum görðum og svo mætti lengi telja. Plöntur með óhefðbundið vaxt- arform eru til dæmis hengi-bauna- tré og hengi-gullregn. Þegar þær komu fyrst í sölu í gróðrarstöðinni sem ég starfa í, þótti einum göml- um, íhaldssömum viðskiptavini þessar plöntur minna sig á hár- kollur á kústskafti og kærði hann sig ekki um slík umhverfisslys í sínum garði. Hangandi greinarnar eru ágræddar á háan stofn af við- komandi tegund. Stofn- inn hækkar ekki með tímanum en hann þykkn- ar og greinarnar síkka. Þegar þessar plöntur eru klipptar þá er aðeins tek- ið neðan af greinunum til að koma í veg fyrir að þær fari alveg niður á jörð og eins getur þurft að grisja greinar innan úr krónu plantnanna til að tryggja áframhald- andi blómgun. Hengi- baunatréð hefur sýnt það og sannað að það er vel harðgert við íslenskar aðstæður, það þarf ekki vetrarskýlingu og getur staðið á talsvert vindasömum stöð- um. Nýju blöðin eru oft ljósgul að lit á vorin en það kemur ekki að sök, plantan er með sambýli á rót- unum við bakteríur sem vinna nitur úr andrúmsloftinu og það tekur bakt- eríurnar oft smá tíma að komast í gang á vorin. Þegar þær eru orðnar sprækar grænka blöð plöntunnar því hún þiggur nitur frá bakteríunum og bakteríurnar fá í staðinn næringu frá plöntunni. Hengi- gullregnið aftur á móti þarf fremur skjólgóðan stað, ekki síst vegna þess að blómklasarnir verða agalega druslulegir ef þeir lemjast lengi til í roki. Báðar þessar tegundir þurfa sólríkan stað til að blómgunin verði sem best. Allt er vænt sem vel er grænt en VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 491 Spennandi garðplöntur Hengi-baunatré, Caragana arborescens ‘Pendula’.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.