Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 51
leikkonu á svæðinu en ég endaði bara á að gera þetta sjálf. Ég þurfti að fara út í einu sinni og átti að vera hífð upp úr strax. En svo fékk ég svo rosalegt „kikk“ út úr því að hoppa út í ána þannig að þau spurðu hvort ég vildi ekki bara fara aftur út í og ég var til í það,“ segir hún en tekur skýrt fram að björg- unarlið hafi verið til taks. Hvítá er ekki notuð venju- lega til árbaða og varð Álfrún vör við það. „Þetta varð kalt eftir nokkur skipti og varð þá alltaf kaldara og kaldara. Fyrst var svo mikil adrenalín- spenna í gangi að ég fann ekki fyrir kuldanum. Svo var manni orðið ansi kalt í lokin og ég held ég hafi verið skjálfandi í tvo klukkutíma eftir að ég kom upp úr. En þetta var rosaleg mann- dómsvígsla. Ég kom upp úr ánni ný manneskja,“ segir Álfrún. Leikstjórar myndbandsins eru Íslend- ingar búsettir í Los Angeles, Sigurður Kjart- ansson og Stefán Árni, en Pegasus hafði yfirum- sjón með tökum fyrir hönd framleiðanda. Sigurður og Stefán voru eitt sinn í hljómsveitinni Gus Gus og gerðu mynd- bandið við lagið „Ladyshave“, sem Álfrún lék einmitt í. Hvað skyldi vera fram undan hjá Álfrúnu? „Ég kláraði skól- ann fyrir tveimur mánuðum og þetta er mitt fyrsta verkefni eftir að ég kláraði. Núna er ég að leita mér að verkefnum hérna úti og heima,“ segir Álfrún, sem ætlar að hafa bækistöð í London um sinn. „Sjá hvort ég dett í lukkupottinn.“ EFLAUST hafa einhverjir rekið upp stór augu þegar þeir litu nýtt myndband bandarísku rokksveitarinnar Live augum en það er tekið upp á Íslandi. Myndbandið, sem er við lagið „Heaven“ af plötunni Birds of Pray, er í spilun á tónlistarsjón- varpsstöðinni VH1 og víðar. Ekki aðeins er myndbandið tekið upp hér á landi heldur leika tveir íslenskir leikarar í því, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Björn Thors. Álfrún er í aðalhlutverki í myndbandinu en hún hefur ný- lokið leiklistarnámi við Webber Douglas Accademy of Dramatic Art í London þar sem hún hefur búið í tvö ár. Myndbandið segir litla ástar- sögu og kemur hljómsveitin ekki við sögu í því. „Þetta er ástarsaga við ána, svolítið byggt á Pilti og stúlku. Þau eru aðskilin af ánni, svo hoppa þau út í og sameinast í ánni,“ útskýrir Álfrún. „Strákurinn í myndbandinu er mystísk fígúra, milli draums og veruleika, meira í bakgrunninum,“ segir hún. Myndbandið var tekið upp í byrjun maí við Hvítá og er Gullfoss í stóru hlutverki. „Það var flogið með mig til Íslands með nokkurra daga fyrirvara og ég var þar í þrjá daga. Tökurnar tóku tvo heila daga. Við keyrðum eldsnemma á morgnana upp að Gullfossi og heim seint á kvöldin,“ segir Álfrún og hafði gaman af. „Þetta var rosalega skemmtilegt, nema hvað að við misstum af kosningunum,“ segir Álfrún, sem var samt búin að gæta þess að kjósa utan kjörstaðar í þingkosningunum 10. maí. Álfrún lét sig ekki muna um að bleyta sig aðeins fyrir hlut- verkið. „Ég þurfti að hoppa út í Hvítá. Ég var með áhættu- Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikur í íslensku myndbandi með hljómsveitinni Live Álfrún Helga Örnólfsdóttir er búsett í London en hún kom til Íslands fyrir skömmu til að leika í myndbandi fyrir bandaríska hljómsveit. Hoppaði út í Hvítá Hljómsveitin Live hefur selt plötur í milljónatali. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 8 og 10. Cremaster 1, 2 & 3 Sýndar kl. 4. Cremaster 4 & 5 Sýndar kl. 6.10. YFIR 12.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Martröðin er raunveruleg! FRUMSÝNING Ertu myrkfælin? Þú ættir að vera það. Mögnuð hrollvekja! www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Frábær njósnamynd fyrir alla fjölskylduna með hinum vinsæla Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle POWE RSÝn ING kl. 1 0. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAN DSINS kl. 2 . Ísl. tal. Tilboð 100 FRUMSÝNINGFRUMSÝNING YFIR 12.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og POWERSÝNING kl. 10. B.i. 12 ára Toppmyndin sem rústaði samkeppninni í Bandaríkjunum síðustu helgi Svalasta mynd sumarsins er komin. kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 100 100 kr 100 kr BANDARÍKJAMENN sýndu hjónunum Vikt- oríu og David Beckham lítinn áhuga þegar þau dvöldu í landinu í þrjár vikur. Bandarískir fjöl- miðlar segja að fáir hafi veitt þeim eftirtekt og halda því fram að kynningarför þeirra hafi misheppnast. Dagblaðið The New York Post birti meðal annars frétt um hjónin þar sem þau voru hvött til þess að halda sig fjarri Bandaríkjunum eftir að þau höfðu kom- ið fram við opinbera viðburði þar í landi. Blaðið segir að hjón- unum hafi ekki tekist að vekja athygli á sér og þau séu jafn óþekkt og þau voru áður en þau komu. Viktoría var vinsæl ásamt Kryddpíunum í Bandaríkjunum þegar þær voru á hátindi frægðar sinnar en býr nú við litlar vinsældir þar í landi. Þá eru fáir Bandaríkjamenn sem þekkja Beckham, leikmann Manchester United, þar sem knattspyrna er ekki beint á meðal vinsælustu íþróttagreina þar í landi. USA Today bætir um betur og segir að áhuginn á þeim sé svo lítill að þau fái að ganga óáreitt um götur bandarískra borga. „Margir frægir einstaklingar óska þess að geta geng- ið um götur án þess að fólk þekki það, en því eru Beckham- hjónin, sem eru fræg um heim allan, ekki vön,“ segir USA Today. Þá er haft eftir Bobby Zarem, auglýsingastjóra í New York, að hjónunum hafi mistekist hrapallega ef ætlun þeirra hafi verið að vekja á sér athygli. Það hafi þeim ekki tekist. „Þau hurfu áður en fólk fékk að vita hver þau voru,“ segir Zarem. Enn fremur stóð til að Beckham-hjónin kæmu fram í þætti Jay Leno en þau voru afboðuð um leið og frægari kostur bauðst. Þó var ekki um að ræða frægari einstakling heldur en leikarann Willam H. Macy en Leno þótti hann víst betri kostur. Bresk dagblöð sögðu í upphafi ferðar hjónanna til Banda- ríkjanna að þau ættu að vera stjörnur kvöldsins þegar bandarísk MTV-verðlaunahátíð færi fram. Bandarískir áhorf- endur fengu hins vegar ekki tækifæri til þess að sjá þau því atriði þeirra var klippt út og einungis sýnt í evrópsku útgáf- unni. Viktoría og David Beckham klædd- ust Dolce og Gabbana á MTV- verðlaunahátíðinni. Bandaríkjaraunir Beckham-hjóna Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.