Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ÍKLEGA eru fáir sem hafa farið í gegnum jafnmargar kosningabaráttur á síðastliðnu ári og Dagný Jónsdóttir, nýbakaður þingmað- ur Framsóknar- flokksins. Í febrúar 2002 tók hún þátt í kosningabaráttu Röskvu í Háskóla Íslands, en þá var hún fráfarandi framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Að því loknu hellti hún sér í baráttu sveit- arstjórnarkosninganna fyrir Fram- sóknarflokkinn, og svo tók við kosn- ingabarátta um formannssæti Sambands ungra framsóknarmanna í júní, hvar hún var kosin formaður. Prófkjör innan Framsóknarflokksins tók við frá nóvember og fram í janúar og svo baráttan fyrir alþingiskosning- arnar. „Stjórnmálin hafa tekið allan minn tíma undanfarið eitt og hálft ár, fimm kosningabaráttur á rúmu ári er fullmikið fyrir minn smekk, þrátt fyr- ir að þetta sé ofboðslega gaman,“ seg- ir Dagný sem er 27 ára, íslenskunemi og þingmaður. Dagný er fædd í Vík í Mýrdal en flutti sex ára til Eskifjarðar. Sextán ára flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og hóf nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún út- skrifaðist þaðan 1996 og hóf þá nám við Háskóla Íslands í jarðfræði og síð- an í íslensku. Þýddi ekki að sitja og kvarta „Ég er búin að starfa í Framsókn- arflokknum í ellefu ár. Ég ólst upp á frekar pólitísku heimili. Pabbi var í sveitarstjórn fyrir Framsóknarflokk- inn á Eskifirði og mamma er í flokkn- um. Það var mikil pólitísk umræða á heimilinu en Framsóknarflokknum var aldrei haldið að okkur,“ segir Dagný sem á einn yngri bróður og tvær eldri systur. „Ég stefndi ekki sérstaklega á stjórnmálin. Ég kom suður og fór í Kvennaskólann en leiddist svo ógur- lega að ég fór á fundi hjá ungum framsóknarmönnum til að létta mér lífið og hef starfað þar síðan,“ segir Dagný og bætir við: „Núna segja vin- konurnar og skólafélagarnir að það hafi alltaf legið fyrir að ég yrði þing- maður, þó ég hafi ekki vitað það sjálf.“ Dagný segist hafa hugleitt framboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning- ar í Reykjavík en hætt við. Hins vegar hafi verið skorað á hana og hún ákveðið að fara í prófkjör. „Ég var alltaf að tala um hvað það vantaði mikið ungt fólk í framboð og að það ætti að gefa ungu fólki tækifæri. Ég sá að það þýddi ekkert að sitja og kvarta og kveina, ég yrði að skella mér í slaginn. Ég áttaði mig svo eig- inlega ekki á því að þingmennskan væri orðin að veruleika fyrr en þjóð- söngurinn var sunginn við þingsetn- inguna. Það er skrýtin tilfinning og henni fylgir mikil ábyrgð. Vonandi stenst maður væntingarnar sem gerðar eru til manns,“ segir Dagný. Menntamálin mikilvæg Önnur áherslumál fylgja nýrri kyn- slóð að mati Dagnýjar og hún telur spennandi að fylgjast með þróun um- ræðunnar á komandi þingi. „Ég heyri það mikið á mínum jafnöldrum að fólk er mjög ánægt með að ungt fólk sé komið þarna inn. Auðvitað komum við með önnur mál inn á þing og sjáum sömu málin frá ólíkum hliðum. Ég vona að þetta hafi þau áhrif að ungt fólk fái meiri áhuga á stjórnmálum.“ Dagný segist ætla að leggja sér- staka áherslu á menntamál og byggðamál á komandi þingi. „Við lögðum mikla áherslu á menntamál í kosningabaráttunni, bæði lánamál auk þess sem við stöndum föst gegn skólagjöldum. Svo er ég fulltrúi norð- austurkjördæmis þótt ég sé að sjálf- sögðu að vinna fyrir alla. Stjórnvöld eiga að gera fólki kleift að búa þar sem það vill, en ekki stjórna búset- unni“. Dagný er að hætta sem formaður Sambands ungra framsóknarmanna um þessa helgi og segir að það fari ekki saman að vera þingmaður og for- maður ungliðahreyfingar sem oft heldur uppi gagnrýni á flokkinn. „Ég finn það strax að þetta gengur ekki upp, þetta gefur strax færi á hags- munaárekstrum. Sérstaklega er þetta viðkvæmt þegar maður er í stjórn með nauman meirihluta. Þá verður maður að vera heill og fylgja flokknum. Ég veit það munu koma mál þar sem maður verður að bíta á jaxlinn og fylgja flokknum. En það er styrkur þingflokksins að ræða málin og komast að sameiginlegri niður- stöðu. Maður getur ekki alltaf haft sitt fram,“ segir Dagný að lokum. Verðum stundum að bíta á jaxlinn Nýjum kynslóðum fylgja nýjar áherslur. Í síðustu alþingiskosningum urðu kynslóðaskipti á Alþingi. Aldrei hafa jafnmargir þingmenn undir 27 ára aldri sest á þing í einu, eða þrír. Fimm nýju þingmannanna eru þrjátíu ára eða yngri og fjórtán eru yngri en 40 ára. Ragna Sara Jónsdóttir og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari kynntust þeim fimm yngstu. Þjóðin yngir upp „Stjórnvöld eiga að gera fólki kleift að búa þar sem það vill, en ekki stjórna bú- setunni.“ Dagný „Ég er ekki alinn upp á pólitísku heimili en afar mínir og ömmur voru mjög ákveðið alþýðubandalagsfólk og kratar.“ Sigurður Kári „Menn eiga að fara í stjórnmál af hugsjón og þrá til að breyta og bæta, en um leið og fólk verður of tengt kerfinu og hagsmunahópum á það að hætta.“ Ágúst Ólafur „Það eru algild sann- indi að menntun skilar sér margfalt aftur í þjóðarbúið og það á ekki að vera baggi einstaklingsins að fara í nám.“ Katrín „Það var eiginlega ekki fyrr en ég flutti jómfrúræðuna að ég upplifði mig sem þingmann.“ Birkir Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.