Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 17
hvaða blóðfrumugerðir stofnfrumur þroskast. „Mikill árangur hefur náðst hvað varðar ytri þættina t.d. er vel þekkt að vaxtarþátturinn erythrop- oietin, eða Epo, stýrir stofnfrumun- um í átt til rauðfrumuþroska meðan annar vaxtarþáttur, GM-CSF, stýrir þeim í átt til hvítfrumuþroska. All- margir slíkir vaxtarþættir hafa verið einangraðir og ytri áhrif á stofn- frumuþroska því orðin vel þekkt. Hins vegar er minna vitað hvaða innri ferlar fara af stað þegar stofnfruma þroskast í aðra frumugerð, þótt þekk- ingin á því fari vaxandi. Hvaða gen eru t.d. ræst þegar stofnfruma ákveður að verða rauðfruma? Við vit- um að Epo er lykilþáttur í að koma stofnfrumunni þá þroskaleið og því hafa vísindamenn m.a. reynt að skil- greina hvaða gen vaxtarþátturinn virkjar í frumunni. Annað ferli sem vísindamenn hafa lagt mikla áherslu á að skýra er hvaða þættir stjórna því að stofnfruma endurnýjar sjálfa sig. Þetta hefur reynst þrautin þyngri en nú eru loks að koma fram vísbend- ingar sem varpa ljósi á það.“ Stofnfrumur úr naflastreng Í Blóðbankanum hefur verið unnið með blóðmyndandi stofnfrumur frá 1995 en þá einangruðu Kristján Orri, dr. Leifur Þorsteinsson, líffræðingur í Blóðbankanum, og dr. Sveinn Guð- mundsson, forstöðulæknir Blóðbank- ans, þær úr fylgju- og naflastrengs- blóði í samstarfi við prófessor Ásgeir Haraldsson á Barnaspítala Hrings- ins. „Það vill svo til að þar er hlutfall stofnfrumna frekar hátt, t.d. í sam- anburði við blóð fullorðinna þar sem stofnfrumurnar greinast varla,“ segir Kristbjörn Orri. „Einnig má nefna að fylgju og naflastreng er að öllu jöfnu hent og því kjörinn efniviður til að einangra þessar frumur úr. Þessar frumur, ásamt stofnfrumum úr bein- merg, höfum við síðan notað til ým- issa rannsókna m.a. í M.Sc.-verkefni mínu sem fjallaði um eitilfrumu- þroskun og í M.Sc.-verkefni Ólafs E. Sigurjónssonar, sem nú er í doktors- námi í Noregi, en það fjallaði um megakarýócýtaþroska.“ Undanfarin 3 ár hefur Kristbjörn Orri unnið að doktorsverkefni við læknadeild HÍ þar sem markmiðið var að einangra gen sem hugsanlega gegna hlutverki í þroska blóðmynd- andi stofnfrumna yfir í ákveðna gerð hvítfrumna. „Þetta verkefni hef ég unnið undir handleiðslu dr. Þórunnar Rafnar, forstöðumanns krabba- meinsrannsókna hjá UVS, og dr. Tor- steins Egeland, yfirlæknis á Ríkis- spítalanum í Ósló. Einnig koma að verkefninu Vilhelmína Haraldsdóttir blóðsjúkdómalæknir, dr. Eiríkur Steingrímsson, prófessor við lækna- deild HÍ, dr. Sveinn Guðmundsson og dr. Leifur Þorsteinsson. Í þessu verk- efni höfum við notað bæði blóðmynd- andi stofnfrumur úr naflastrengs- blóði og stofnfrumulínur og náð að skilgreina fjöldann allan af genum sem hugsanlega gætu haft hlutverki að gegna í þroska þessara ákveðnu hvítfrumna. Frekari athugun á virkni valinna gena hefur síðan verið í gangi. Í samstarfi við dr. Jonathan Keller á National Cancer Institute í Maryland í Bandaríkjunum völdum við einnig eitt gen sem okkur fannst sérstak- lega áhugavert og ákváðum að skoða það í músamódeli, en við sáum strax að mannaútgáfa gensins á sér tvífara í músum, sem bendir til að það sé mjög vel varðveitt milli tegunda. Ég hef því verið með annan fótinn hjá Keller þar sem við bjuggum til gena- ferju sem gerir okkur kleift að slá út þetta tiltekna gen í músum og þar með kanna áhrif þess beint á þroska stofnfrumna. Genið er þá slegið út í músafósturstofnfrumum og þær not- aðar til að búa til mýs sem eru án gensins. Ég vona að fyrstu niðurstöð- ur úr þeirri rannsókn komi um eða eftir næstu áramót. Það er því ekki hægt að segja annað en að stofn- frumurannsóknir á Íslandi séu á mik- illi siglingu og ekki annað að merkja en áhuginn sé enn frekar að aukast,“ segir Kristbjörn Orri Guðmundsson. Brjóstakrabbamein Dr. Þórarni Guðjónssyni tókst að rækta frumulínu úr brjóstavef á með- an hann var við læknadeild Kaup- mannahafnarháskóla, en þar varði hann doktorsritgerð sína á síðasta ári. Þessi frumulína reyndist hafa eig- inleika líka stofnfrumum. Hún getur gefið af sér frumur að mismunandi út- liti og gerð og hefur þannig hæfileika til að þróast í tvær mismunandi áttir. Hér heima hefur Þórarni og Öglu Friðriksdóttur tekist að búa til aðra frumulínu, sem virðist hafa svipaða eiginleika. Þar sem þær breytingar, sem leiða til krabbameinsmyndunar, virðast verða snemma á lífsferli frumu er vonast til að þessar rann- sóknir geti varpað ljósi á hvað fer úr- skeiðis í þroskun frumunnar við myndun krabbameina. Þórarni hefur þannig tekist að komast nær raun- verulegri stofnfrumu í brjóstkirtlum en áður hefur tekist. Stofnfrumur til lækninga Stofnfrumumeðferð sjúklinga mun hefjast hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi á þessu ári. Hingað til hafa Íslendingar þurft að sækja slíka með- ferð til útlanda, að meðaltali fjórir sjúklingar á ári. Meðferðinni er beitt gegn ýmsum illkynja blóðsjúkdómum eins og mergfrumuæxlum, bráðu hvítblæði, eitilfrumukrabbameini og föstum æxlum. Stofnfrumumeðferð fer þannig fram, að blóðfrumumyndandi stofn- frumum er safnað úr blóði sjúklings, þær varðveittar og gefnar sjúklingn- um aftur eftir lyfjameðferð. Stofn- frumunum er því hlíft við lyfjameð- ferðinni og þær koma blóðmyndun í gang aftur eftir meðferðina. Aðferðin er eingöngu notuð í mjög alvarlegum tilfellum eða þegar sjúkdómur tekur sig upp að nýju eftir fyrri meðferð. num fleygir fram rsv@mbl.is Í fyrirlestri sínum skýrði James Thomson stofnfrumutæknina með þessari teikn- ingu. Fósturstofnfrumur eru teknar úr fósturvísum. Fimm til sjö dögum eftir frjóvgun nær fósturvísirinn kímblöðrustigi. Innri frumumassi fósturvísisins er þá fjarlægður og ósérhæfðum stofnfrumunum fjölgað í ræktun. Vísindamenn geta stýrt þessum frumum til sérhæfingar og vonast til að geta nýtt þær til lækninga áýmsum sjúkdómum, t.d. Parkinsons-sjúkdómi og hjartasjúkdómum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 17 Almennur borgarafundur verður haldinn í Vetrargarðinum í Smáralind mánudaginn 16. júní og hefst hann kl. 17:17. Þar fer fram kynning á fræðslu- og forvarnaverkefninu Þjóð gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum, sem er langtíma- verkefni Landlæknisembættisins í samvinnu við heilsugæsluna, félagsþjónustuna, skóla, presta og lögreglu um land allt auk Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Fundarstjóri: Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á geðdeild LSH. F ít o n / S ÍA – F I0 0 7 3 3 1 – U p p s e tn in g : w w w .p o o l- x .d e L jó s m y n d : T . H o h e n a c k e r Borgarafundur í Smáralind Allir velkomnir. Dagskrá: • Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir setur fundinn. • Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flytur ávarp. • Högni Óskarsson geðlæknir, formaður fagráðs um þunglyndi og sjálfsvígsforvarnir, greinir frá verkefninu og markmiðum. • KK flytur fáein lög. • Ellý A. Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík. • Einar Már Guðmundsson rithöfundur les úr verkum sínum. • Óttar Guðmundsson yfirlæknir flytur lokaorð. • Kl. 18.00 stendur VÍS fyrir uppboði á fornbíl, Mercedes Benz árgerð 1958. Andvirði hans rennur óskipt til verkefnisins. • Einn af hverjum fjórum veikist af þunglyndi einhvern tíma á ævinni. • Fjórir af hverjum fimm sem taka eigið líf hafa glímt við þunglyndi. • Þunglyndi er sjúkdómur sem batnar við meðferð. 16. júní 2003 kl . 17:17 Eftirfarandi sveitarfélög styrkja einnig verkefnið: Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjanesbær og Reykjavíkurborg. Vátryggingafélag Íslands hf. er aðalstyrktaraðili verkefnisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.