Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 13. júní 1993: „Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur samið um kaup á nýjum togara frá Spáni, sem verður afhentur í júlí-ágúst næstkomandi. Af því tilefni bauð fyrirtækið út 115 milljóna króna hlutafé fyr- ir skömmu. Starfsfólk fyr- irtækisins hefur að und- anförnu og af eigin frumkvæði sameinazt um að kaupa hluti í félaginu að því er fram kemur í frétt hér í blaðinu. Lág- markskaup eru kr. 25.000 en ýmsir kaupa stærri hluti.“ . . . . . . . . . . 12. júní 1983: „Fáa stjórn- málamenn í útlöndum hafa vinstrisinnar hér á landi og annars staðar lagt jafnmikla fæð á undanfarin ár og Marg- aret Thatcher, forsætisráð- herra Breta. Þrátt fyrir þenn- an mikla andróður vann Íhaldsflokkurinn undir forystu hennar ótvíræðan sigur í þing- kosningunum á fimmtudaginn. Vígi breskra vinstrisinna, Verkamannaflokkurinn, stendur brotið og foringjalaust að kosningunum loknum. Ný- liðinn í breskum stjórnmálum, Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra, vann á meðal kjósenda en fékk sárafáa þing- menn kjörna vegna ein- menningskjördæmanna, þar sem sá fær allt í sinn hlut sem fyrstur kemur í mark. Kosningabaráttan í Bretlandi var stutt en áköf. Íhaldsflokk- urinn barðist til sigurs með vísan til verka sinna í stjórn undanfarin fjögur ár. Hann setti ekki fram langan lof- orðalista eða háði baráttuna á hugmyndafræðilegum for- sendum heldur vísaði til ábyrgðar og trausts sem er einkenni raunsærra stjórn- málamanna er bregðast við hverjum vanda þegar hann rís án þess að fara undan í flæm- ingi eða á svig við hugsjónir sínar. Í formála að kosn- ingastefnuskrá Íhaldsflokks- ins komst Margaret Thatcher meðal annars svo að orði: „Okkur er skylt að vernda þá þjóðfélagsborgara sem standa höllustum færi, en margir þeirra hafa lagt drjúgan skerf til þess arfs sem við nú njót- um. Við erum stolt yfir því hvernig við höfum varið ellilíf- eyrisþega og hina opinberu sjúkraþjónustu fyrir áföllum vegna efnahagsþrenginganna. Aðeins með verðmætasköpun getum við áfram hlúð sem skyldi að öldruðum, sjúkum og öryrkjum. Efnahagsframfarir veita þeim sem mesta þörf hafa fyrir aðstoð besta trygg- ingu fyrir því að þeir fái hana.““ . . . . . . . . . . 17. júní 1973: „Í dag er þjóðhá- tíðardagur Íslendinga, 17. júní. Tæpir þrír áratugir eru nú liðnir síðan þjóðin öðlaðist að nýju fullt og óskorað sjálf- stæði og lýst var yfir stofnun íslenzka lýðveldisins. Þessum lokaáfanga í langri sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar verður í dag fagnað um land allt með hefðbundnum hætti. En þjóðhátíðardagurinn er ekki einvörðungu dagur minninga um baráttu liðinna tíma. Hann á jafnframt að gegna öðru og ekki síður veigamiklu hlut- verki. Þjóðhátíðardagurinn á þannig að vera Íslendingum hvatning til þess að standa vörð um öll þau málefni, smá og stór, er varða sjálfstæði þjóðarinnar á líðandi stund og í næstu framtíð.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ÁLEFNI varnarliðsins í Keflavík eru í uppnámi samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem fram hafa komið til þessa um bréfaskipti og viðræður íslenskra og banda- rískra ráðamanna um bókunina við varnarsamninginn frá 1951. Innan bandaríska stjórnkerfisins hafa lengi verið kröf- ur um að Bandaríkjamenn fari brott með þær F-15-orrustuþoturnar sem eftir eru en þeim hef- ur fækkað mjög á síðasta áratug, en íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að loftvarnir séu forsenda þess að varnir Íslands séu tryggðar, eins og fram hefur komið í máli Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra. Doktor Michael T. Corgan, aðstoðarprófessor við alþjóðastjórnmáladeild Boston University, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, laugardag, þar sem hann gagnrýnir Bandaríkjamenn. Corg- an hefur fylgst náið með samskiptum Íslands og Bandaríkjanna allt frá því að hann gegndi her- þjónustu hér fyrir rúmum 20 árum. Doktors- verkefni hans snerist um samskipti Íslands og Bandaríkjanna og á liðnu ári kom út bók eftir hann undir heitinu Iceland and Its Alliances, Security for a Small State (Ísland og bandalög þess, öryggi smáríkis) þar sem hann fjallar með- al annars um aðlögun Íslands að vestrænu varnarstarfi. Í grein sinni gefur Corgan til kynna að láti Bandaríkjamenn verða af því að fara brott með orrustuþoturnar og þar með þyrlusveitina séu þeir að ganga bak orða sinna. Hann vísar í aðfaraorð varnarsamningsins frá 1951 og segir að þar hafi verið kveðið á um að varnarliðið ætti að þjóna hagsmunum beggja, bæði Íslendinga og Bandaríkjamanna. Íslenskir stjórnmálamenn hafi hver á fætur öðrum lagt trúverðugleika sinn og pólitíska framtíð að veði með málflutningi sín- um í þágu varnarsamstarfsins, en nú muni Bandaríkjamenn staðfesta orð þeirra, sem mest gagnrýndu það á þeirri forsendu að Bandaríkin myndu aldrei standa við samninginn heldur væru aðeins að hugsa um sína hagsmuni. „Umheimurinn fylgist stöðugt með því, sem við gerum,“ skrifar Corgan. „Hernaðaraðgerðir okkar í Afganistan og Írak hafa sýnt að það borg- ar sig ekki að vera óvinur Bandaríkjamanna. Að- gerðir okkar á Íslandi sýna að ef til vill borgar það sig ekki heldur að vera vinur Bandaríkja- manna.“ Um þessar mundir er mikið fjallað um breytta heimsmynd og stöðu Bandaríkjanna í alþjóða- stjórnmálum. Bandaríkjamenn virðast í auknum mæli vera farnir að skera sig úr og skilgreina hagsmuni sína með öðrum hætti en önnur ríki í heiminum og á það meira að segja við um þá, sem hingað til hafa átt samleið og hafa talist til helstu bandamanna þeirra. Ágreiningurinn um Írak er sennilega augljósasta birtingarmynd þessarar nýju stöðu. Um þetta er fjallað í nýrri bók eftir Robert Kagan sem ber heitið Of Paradise and Power, America and Europe in the New World Order (Af paradís og valdi, Bandaríkin og Evr- ópa í nýrri heimsmynd). Bók þessi er ekki mikil að sjá, en hún hefur vakið nokkurt umtal. Stórveldi óttast reglur og höft, smáríki stjórn- leysið „Það er kominn tími til að hætta að láta eins og Evrópumenn og Bandaríkjamenn deili sameiginlegri heimssýn eða að þeir búi yfir höfuð í sama heimi,“ hefur Kagan mál sitt. „Afstaða Banda- ríkjamanna annars vegar og Evrópumanna hins vegar til hinnar mikilvægu spurningar um vald – skilvirkni valds, siðferði valds, æskileika valds – verður ólíkari og ólíkari. Evrópa er að snúa sér frá valdinu, eða svo að það sé orðað með öðrum hætti, er hún á leið handan við valdið inn í heim laga og reglna, milliríkjasamninga og samstarfs. Hún er á leið inn í friðarparadísina, sem tekur við af sögunni, og hlutfallslega velsæld, sem kalla má innleiðingu hins „ævarandi friðar“, sem Imman- uel Kant talaði um. Á sama tíma eru Bandaríkja- menn áfram fastir í sögunni, beita valdi í stjórn- lausri veröld í anda Hobbes þar sem ekki er hægt að reiða sig á alþjóðalög og reglur og raunveru- legt öryggi og útbreiðsla frjálslyndrar stjórn- skipunar veltur enn á því að hafa og nota hern- aðarmátt.“ Kagan segir í bók sinni að í raun sé ekkert óeðlilegt við það hvernig málum sé komið. Ekki sé langt síðan hlutverkaskipanin hafi verið á hinn veginn. Þá var Evrópa í því hlutverki, sem Bandaríkin eru núna. Ríki Evrópu höfðu valdið og gerðu það, sem þeim sýndist, en bandarískir forvígismenn báru við alþjóðalögum og for- dæmdu einhliða aðgerðir hins sterka. Bretar, Frakkar og Rússar voru risaveldin og Banda- ríkjamenn gátu þá og þegar átt von á því að verða fyrir barðinu á þeim. Á nítjándu öld hafi Banda- ríkjamenn til dæmis verið helstu talsmenn þess að þjóðaréttur tæki til úthafanna, en Bretar með sinn öfluga sjóher voru helstu andstæðingar þess sjónarmiðs. „Í stjórnlausum heimi óttast smá- veldi alltaf að þau verði fórnarlömbin,“ segir hann. „Stórveldin óttast hins vegar oft reglurnar, sem hefta þau, meira en stjórnleysið. Í stjórn- lausum heimi treysta þau á valdið til að veita þeim öryggi og velmegun.“ Kagan segir að þessi ágreiningur birtist á okk- ar tímum í deilunni um einhliða aðgerðir. „Evrópumenn telja almennt að andstaða þeirra við einhliða aðgerðir Bandaríkjamanna beri vitni skuldbindingu þeirra við grundvallaratriði heimsreglu ... En Evrópumenn eru ekki jafn vilj- ugir til að gangast við annarri staðreynd: and- staða þeirra við einhliða aðgerðir markast einnig af eiginhagsmunum. Þar sem Evrópumenn skortir getuna til að grípa til einhliða hernaðar- aðgerða, hvort sem það á við um einstök ríki eða saman sem „Evrópa“, er eðlilegt að þeir leggist gegn því að leyfa öðrum það sem þeir geta ekki gert sjálfir. Fyrir Evrópumenn fylgir því raun- veruleg umbun og lítill tilkostnaður að höfða til þess að aðgerðir skuli vera „marghliða“ og á grundvelli þjóðaréttar.“ Reyna að stjórna risanum með því að höfða til sam- visku hans Kagan segir að annað gildi um Bandaríkja- menn. Reyndar sýni skoðanakannanir að Bandaríkjamenn styðji samstarf við aðra og þeir vilji fara fram með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. En um leið hafi Banda- ríkjamenn meiru að tapa ef þeir gefi frá sér möguleikann á einhliða aðgerðum í heimi þar sem þeir eru í raun einráðir. Um leið sé skilj- anlegt að Evrópa óttist vald Bandaríkjamanna og reyni að hefta getu þeirra til að fara sínu fram í gegnum stofnanir á borð við Sameinuðu þjóð- irnar. Hann bendir á að það sé hins vegar merki- legt að ríki Evrópu reyni ekki að skáka valdi Bandaríkjanna með því að efla eigin herstyrk eins og ýmsir hafi spáð heldur reyni þau að hemja Bandaríkjamenn án þess að beita valdi. Þau reyni að stjórna risanum með því að höfða til samvisku hans. Kagan segir að Bandaríkjamenn verði að gera sér grein fyrir því að þeir geti ekki reitt sig á Evrópu í framtíðinni eins og þeir hafi áður gert. Þeir ættu ekki að láta eftirsjá eftir hinum óvenju- legu kringumstæðum kalda stríðsins afvegaleiða sig varðandi eðli sambands þeirra við Evrópu- veldin að kalda stríðinu loknu. „Geta Bandaríkin búið sig undir og brugðist við hinum hernaðarlegu vandamálum víða um heim án mikillar hjálpar frá Evrópu?“ spyr Kag- an. „Hið einfalda svar er að þau gera það nú þeg- ar. Bandaríkjamenn hafa viðhaldið hernaðarlegu jafnvægi í Asíu án hjálpar frá Evrópu. Í hinum ýmsu neyðartilvikum í Mið-Austurlöndum og Persaflóa undanfarinn áratug hefur aðstoð frá Evrópu aðeins verið til málamynda þótt hún hafi verið boðin af ákafa. Hvað sem Evrópa getur eða getur ekki boðið hvað varðar móralskan og póli- tískan stuðning, þá hefur hún haft lítið að bjóða Bandaríkjunum í hernaðarlegu tilliti frá enda- lokum kalda stríðsins – nema vitaskuld það sem mikilvægast er í hernaðarlegu tilliti, frið í Evrópu.“ Nauðsyn tvö- falds siðgæðis? Kagan segir að hætt- an, sem fylgi ágrein- ingnum milli Banda- ríkjanna og Evrópu, sé fólgin í hinni siðferðilegu spennu, sem fylgi nú- verandi stöðu í alþjóðamálum. „Vandinn er sá að Bandaríkjamenn þurfa oft að hegða sér í sam- ræmi við reglur þeirrar heimsmyndar, sem Hobbes setti fram, jafnvel þótt það brjóti gegn póstmódernískum normum Evrópu. Þeir verða að neita að lúta ákveðnum alþjóðalögum og -reglum, sem gætu hamið getu þeirra til að berj- ast af skilvirkni í frumskógi Roberts Coopers [sem heldur því fram að eitt gildi í Evrópu en utan hennar gildi lögmál frumskógarins]. Þeir verða að styðja afvopnun, en ekki alltaf gagnvart sjálfum sér. Þeir verða að búa við tvöfalt siðgæði. Og stundum þurfa þeir að grípa einhliða til að- gerða, ekki vegna ástríðu fyrir því að fara ein- hliða fram heldur vegna þess að veikburða Evrópa er stödd handan valdsins og Bandaríkja- menn eiga ekki annars kost en að gera hlutina einhliða.“ Kagan bætir því síðan við að ef til vill gæti slík hegðun af hálfu Bandaríkjamanna verið hinum siðmenntaða heimi til meiri hagsbóta, að SH Í ERLENDRI EIGU? Ekki er ólíklegt að einhverjumbregði við þau tíðindi, semfram komu á forsíðu Morgun- blaðsins í gær, að viðræður standi yf- ir um sölu fjórðungs hlutar í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna til erlendra aðila. Uppbygging sjálf- stæðra sölufyrirtækja í íslenzkri eigu til þess að selja fiskafurðir okkar var sterkur þáttur í viðleitni Íslendinga á 20. öldinni til þess að standa á eigin fótum. Þar skiptu mestu samgöngu- fyrirtæki, bæði skipafélög og flug- félög, sem tryggðu samgöngur okkar við umheiminn og hins vegar fisk- sölufyrirtækin. Bæði Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og SÍF eiga sér merkilega sögu og bæði fyrirtækin hafa náð ótrúleg- um árangri í að byggja upp markað fyrir íslenzkar fiskafurðir. Það er ekki nóg að veiða fiskinn og vinna úr honum. Það þarf líka að selja hann. Líklegt má telja, að einhverjir líti svo á, að það sé varasamt fyrir okkur Íslendinga að hleypa útlendingum inn í fisksölufyrirtæki okkar og að það eigi að forðast svo sem kostur er. Á hinn bóginn er það staðreynd, að við Íslendingar höfum ekki einungis haft frjálsar hendur um að byggja upp fisksölufyrirtæki í öðrum lönd- um. Við höfum líka haft frelsi til þess að kaupa upp fisksölufyrirtæki í öðr- um löndum. Við getum tæpast búizt við því, að geta haft slíkt frelsi án þess að gagnkvæmni ríki og að ann- arra þjóða menn hafi sama frelsi hér og við höfum þar. Fyrir nokkrum árum hvarf Morgunblaðið frá andstöðu við er- lendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarútvegi á þeirri forsendu, að ís- lenzk sjávarútvegsfyrirtæki væru orðin umsvifamikil í fjárfestingum í sjávarútvegi annars staðar. Sú fjár- festing væri nauðsynleg til þess að þau gætu vaxið. Við gætum ekki búizt við því, að hafa slíkt frelsi til lengdar nema við heimiluðum á móti erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarút- vegi. Þegar við metum hugsanleg kaup erlendra aðila á stórum hlut í SH hlýtur það mat að byggjast á sömu rökum um gagnkvæmni og þegar um útgerðarfyrirtæki er að ræða. Í þessu eru að sjálfsögðu mörg álitamál. Það er t.d. alveg ljóst að ef erlendir aðilar eignuðust ráðandi hlut í Flugleiðum mundu allt önnur sjónarmið ráða, ef erfiðleikar kæmu upp í rekstri félagsins, en nú. Eig- endur og stjórnendur Flugleiða hafa alltaf lagt áherzlu á að veita íslenzku samfélagi góða þjónustu, raunar frá- bæra þjónustu. Erlendir eigendur Flugleiða mundu ekki hugsa sig um tvisvar að fækka mjög verulega ferð- um á milli Íslands og annarra landa, ef þeir teldu það nauðsynlegt. Þeir mundu ekki telja sig hafa sömu skyldur við landsmenn og íslenzkir eigendur telja. Hið sama á við um skipafélögin, sem einnig veita íslenzkum atvinnu- vegum frábæra þjónustu. Erlendir eigendur íslenzku skipafélaganna mundu ekki láta sömu sjónarmið ráða. Auðvitað er hægt að velta því fyrir sér, hvort erfiðleikar á fiskmörkuð- um gætu leitt til þess að stóru fisk- sölufyrirtækin hér tækju ákvarðanir, sem gengju gegn íslenzkum þjóðar- hagsmunum, ef um umtalsverða er- lenda eignaraðild væri að ræða í öðru fyrirtækinu eða báðum. Í ljósi breyttra viðhorfa og nýrra aðstæðna verður hins vegar ekki séð, hvernig hægt er að agnúast út í sölu á hlutabréfum í íslenzku fisksölufyrir- tæki til erlendra aðila. Við verðum að taka þátt í nýrri viðskiptaveröld með þeim kostum og göllum sem því fylgja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.