Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 19 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) brást á þriðjudag ókvæða við ásökunum breska blaðsins Financial Times þess efnis að hún hefði látið hjá líða að taka á spillingu sem átt hefði sér stað innan Euro- stat, tölfræði- stofnunar ESB. Blaðið fullyrðir að Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar- innar, og þrír aðr- ir stjórnarmenn hafi vitað meira en þeir létu uppi um meint fjársvikamál innan stofnunarinnar sem varðar 900.000 evrur, rúmar 78 milljónir króna. „Það er ekkert í greininni,“ sagði Prodi fréttamönnum á þriðjudag og talsmaður hans Reijo Kemppinen bætti við að greinin væri „tómt bull“. Ásakanir blaðsins eru sérlega vand- ræðalegar fyrir framkvæmdastjórn- ina sem hefur gefið sig út fyrir að vera stofnun sem hefur „ekkert um- burðarlyndi“ gagnvart misferli. Financial Times vísar í umræddri grein til sjónvarpsviðtals við Yves Franchet, fyrrum forstjóra Euro- stat, þar sem hann fullyrðir að Prodi hafi verið hafður með í ráðum er meint misferli innan stofnunarinnar var fyrst rannsakað. Franchet sagði í viðtalinu að varaforseti fram- kvæmdastjórnarinnar, Neil Kinnock, og þau Michaele Schreyer, sem fer með málefni er varða fjárlög ESB, og Pedro Solbes, sem fer með peninga- mál, hafi einnig verið meðvituð um gang mála innan Eurostat. Klúður fremur en samsæri Allir fyrrnefndir framkvæmda- stjórnarliðar mættu fyrir nefnd Evr- ópuþingsins sem hefur umsjón með fjármálaáætlunum ESB á þriðjudag til að verja gjörðir sínar. Þar neituðu þau öll að hafa vitað um meint mis- ferli innan Eurostat fyrr en í maí á síðasta ári, þrátt fyrir að rannsókn málsins innan ESB hefði hafist þremur árum fyrr. Að sögn Herbert Boesch sem fer fyrir fjármálanefndinni eiga fulltrúar framkvæmdastjórnarinnar enn margt óútskýrt. „Ég verð að segja að mér sýnist litlar breytingar hafa orð- ið frá því Santer fór fyrir fram- kvæmdastjórninni,“ sagði Boesch og vísaði þar til þess tíma er Jacques Santer fór fyrir framkvæmdastjórn- inni, en hún sagði öll af sér árið 1999 eftir að uppvíst varð um spillingu inn- an hennar. Að því er fram kemur í leiðara Fin- ancial Times á miðvikudag virðast yf- irlýsingar þremenninganna fyrir Evrópuþinginu benda til þess að framkvæmdastjórn ESB hafi fremur orðið uppvís að klúðri en samsæri eða yfirhylmingum í þessu máli. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur verið sökuð um vanrækslu Prodi bregst illa við ásökunum Brussel. AP, AFP. Romano Prodi LEIÐTOGI aðskilnaðarsinna Téts- níu, Aslan Maskhadov, stefnir ekki lengur að fullu sjálfstæði landsins. Þess í stað vill hann taka upp viðræður við rússnesk yfirvöld til að binda enda á stríðið í landinu sem varað hefur í fjögur ár. Leið- togi tétsneskra Rússlandssinna, Akhmad Kadyr- ov, vísaði yfirlýs- ingu Maskhadovs hins vegar á bug og sagði hana mál- inu óviðkomandi í ljósi þess að skæruliðar væru enn í stríði og að enn félli fólk beggja vegna landa- mæranna. Vill samkomulag við Rússa Talsmaður Maskhadovs tjáði fréttamönnum á miðvikudag að hann hefði nú gert sér ljóst að fullt sjálf- stæði íslamskrar Tétsníu væri úti- lokað. „Ég get dregið þá ályktun af samræðum mínum við Maskhadov að áform um aðskilnað [Tétsníu] frá Rússlandi eru út úr myndinni. Hann vill komast að samkomulagi,“ sagði hann. Kadyrov hefur hins vegar útilokað viðræður við Maskhadov. „Að hvers konar samkomulagi er hægt að kom- ast við glæpa- og hryðjuverkamann sem ber ábyrgð á þeirri ógæfu sem dunið hefur yfir tétsnesku þjóðina?“ sagði hann. Hann sagði jafnframt að eina samkomulagið sem komist verði að við Maskhadov er að hann leggi niður vopn og gefi sig fram við rúss- nesk stjórnvöld. Leiðtogi aðskilnaðar- sinna í Tétsníu Segir fullt sjálfstæði útilokað Aslan Maskhadov www.nowfoods.com Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Vínrauðir leðurjakkar kr. 19.990 Stuttkápur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.