Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARBÆR stóð fyrir könnun um hve margir 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri séu án sumarstarfs. Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur, sviðsstjóra þjónustu- sviða Akureyrarbæjar, létu á milli 125 og 130 ungmenni skrá sig en það er um 25% aukning frá fyrra ári. „Verið var að ganga frá umsókn til atvinnuleysistryggingarsjóðs um stuðning við átaksverkefni sem við höfum fullan hug á að fara í, til þess að skapa sem flest störf. Það mun fara eftir því hvernig þeirri umsókn verður tekið hvað hægt verður að gera fyrir þá unglinga sem eru at- vinnulausir.“ Áður en könnunin fór fram var Akureyrarbær búinn að ráða um 300 manns 17 ára og eldri til sumarstarfa og afleysinga. Fyrirhugað er að leysa vanda þeirra sem eru enn án atvinnu að einhverju leyti með til- boði um 6 vikna vinnu. „Það er ekki öruggt að allir fái vinnu sem vilja, en við erum að vinna í þessum málum og teljum það mjög alvarlegt að ungt fólk og fleiri gangi um atvinnulaus- ir.“ Sigríður sagði einnig að aðsókn að vinnuskólanum væri heldur meiri en áður. „Það virðist sem árgangarnir séu að skila sér mjög vel til okkar en allir fá vinnu sem óska þess.“ Könnun á atvinnuhorfum í sumar Um 130 ungmenni eru án atvinnu Morgunblaðið/Kristján Aðsókn að vinnuskólanum er held- ur meiri en áður og fá allir vinnu. www.islandia.is/~heilsuhorn MULTIDOPHILUS Ómissandi fyrir meltinguna PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. FERÐAFÉLAGIÐ Hörgur efnir til kvöldgöngu á Staðarhnjúk í Möðru- vallafjalli á sumarsólstöðum á morg- un, 21. júní. Mæting við Möðruvelli 3 í Hörgárdal kl. 20. Hnjúkurinn er 820 m hár og gangan á flestra færi. Nokkuð bratt þó upp síðasta spölinn. Þá verður árleg Jónsmessuvaka að eyðibýlinu Baugaseli í Barkárdal að kvöldi 23. júní þar sem dvalið verður við söng og gleði fram yfir miðnætti. Menn hittast við Bug í Hörgárdal kl. 21 og sameinast þar í jeppa. Algengt er að menn fari einn- ig ríðandi eða gangandi þessa 7 km fram Barkárdal, en þeir þurfa að leggja af stað aðeins fyrr. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Fólki er ráðlagt að hafa með sér nesti. Gengið og vak- að um helgina Fyrsta söngvaka sumarsins á vegum Minjasafnsins á Akureyri verður í Minjasafnskirkjunni í kvöld kl. 20.30, en á söngvökum er farið í söngferðalag um íslenska tónlist- arsögu. Í boði eru dróttkvæði, ver- aldleg þjóðlög og danskvæði, trúar- legur söngur, tvísöngur, rímnalög og stemmur og síðast en ekki síst ljúfir söngvar frá nítjándu og tuttugustu öld. Flytjendur eru Íris Ólöf Sigur- jónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson og er miðaverð 1.000 kr. Í DAG TRYGGVI Gíslason, fráfarandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, vék að nemendagörð- unum nýju í ræðu sinni á skólahátíð MA 17. júní. Edduhótelið er þar til húsa. „Með nýju nemendagörðunum verður unnt að bjóða nemendum af höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu að stunda nám í hollu skóla- umhverfi í skólabænum Akureyri og er samvinna skólanna tveggja byggð á því að laða fleiri nemendur til Akureyrar. Auk þess hefur menntaskólinn sett sér það mark- mið að verða skóli fyrir Íslendinga sem búsettir eru erlendis, s.s. börn sendiráðsstarfsmanna, starfs- manna alþjóðlegra stofnana og starfsmanna við íslensk fyrirtæki erlendis, en þessu fólki fer fjölg- andi með auknum samskiptum þjóða.“ MA verði skóli fyrir Íslendinga sem búsettir eru erlendis SS BYGGIR er að hefja fram- kvæmdir við byggingu um 50 íbúða í tveggja hæða raðhúsum og fjölbýlis- húsum á svæði neðan Glerárkirkju. Nokkur töf hefur orðið á því að hægt hafi verið að hefja framkvæmdir, m.a. vegna deilna um skipulag svæð- isins. Tillögur að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi svæðisins voru auglýstar í apríl sl. og bárust nokkrar athugasemdir við þær. Guð- mundur Jóhannsson, formaður um- hverfisráðs, sagði að verulega hefði verið komið til móts við hagsmuna- aðila þarna en athugasemdir bárust m.a. frá fulltrúum Glerárkirkju og leikskólans Krógabóls í kjallara kirkjunnar. Íbúar og húseigendur við Linda- síðu sendu mótmæli til bæjarstjórn- ar gegn fyrirhuguðum bygginga- framkvæmdum og skoruðu m.a. á bæjaryfirvöld að hætta við fram- kvæmdirnar og skoða frekar vand- lega nýtingu svæðisins til útivistar en höfðu ekki erindi sem erfiði. Guð- mundur sagði að það hefði legið ljóst fyrir lengi að þarna yrðu byggðar íbúðir en að byggingamagnið verði mun minna en upphaflega var gert ráð fyrir og íbúðirnar færri. Hann sagði að þétting byggðar væri mjög hagkvæm fyrir bæjarfélagið, bæði út af vegalengdum og nýtingu mann- virkja eins og skóla. Í deiliskipulagi svæðisins er jafnframt gert ráð fyrir 8 íbúðum í einnar hæðar raðhúsum við Arnarsíðu og verða þær lóðir auglýstar lausar til umsóknar fljót- lega að sögn Guðmundar. Framkvæmdir að hefjast við byggingu 50 íbúða Minna byggt neðan Glerár- kirkju en fyrst var ráðgert Morgunblaðið/Kristján Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, og Benedikt Hjaltason verktaki fara yfir stöðuna áður en jarðvegsvinnan hófst í vikunni. NÝTT og endurbætt Edduhótel var formlega opnað á Akureyri þjóðhá- tíðardaginn 17. júní. Tekin voru í notkun 78 herbergi af 120 herbergj- um í nýrri heimavist MA og VMA og eru þau öll með baði, síma og sjón- varpi. Í eldri hluta hótelsins, í gömlu heimavist MA, eru 84 herbergi og á næsta ári bætast við 42 herbergi í nýju gistiálmunni. Þar með verður hótelið það fjórða stærsta á landinu með samtals 204 herbergi og eykst gistirými á Akureyri því um 30%. Það er sjálfseignarstofnunin Lundur sem á húsnæði heimavistar- innar en leigir það Hótel Eddu til rekstrar. Hótel Edda er hótelkeðja með 15 sumarhótelum víðs vegar um landið, sem eru rekin af Flugleiða- hótelum hf. Kári Kárason, fram- kvæmdastjóri Flugleiðahótela, sagði við opnunina á Akureyri að með stækkun hótelsins opnuðust nýir möguleikar fyrir bæinn sem ferða- mannabæ, þar sem nokkur skortur hafi verið á gistirými um sumartím- ann. Nokkur fjölgun hafi orðið á gistirými í nágrenni Akureyrar und- anfarin ár að sögn Kára en ekki inn- an bæjarfélagsins. Hótel Edda hefur verið starfrækt í heimavist MA í 42 ár, eða frá 1961 þegar Edduhótelin voru opnuð. Hót- elið er starfrækt í um tvo og hálfan mánuð á ári, frá miðjum júní til ágústloka. Í veitingasal hótelsins verður boðið upp á morgunverð og hlaðborð á kvöldin með fjölbreyttu úrvali rétta. Í tengslum við gesta- móttökuna er rekið lítið kaffihús sem er opið allan daginn. Alls starfa 40– 50 manns við hótelið og er áætluð velta þess á annað hundrað milljónir króna á árinu. Nýtt og endurbætt Edduhótel formlega opnað Gistirými í bænum eykst um 30% Morgunblaðið/Kristján Björg Ágústsdóttir, hótelstjóri Hótel Eddu á Akureyri, lengst til vinstri, sýnir gestum eitt af nýju herbergjunum við opnunina 17. júní. LISTASUMAR 2003 var formlega sett í Ketilhúsinu í gær og er þetta í ellefta skipti sem þessi 10 vikna listahátíð er haldin á Akureyri. Nokkrir listamenn komu fram við þetta tækifæri; Jón Laxdal mynd- listarmaður opnaði t.d. sýningu sína „Tilraun um prentað mál“ og Jóhann Friðgeir Valdimarsson ten- ór, Michael Jón Clark og Sif Ragn- hildardóttir sungu. Þá las bæjar- listamaðurinn Jóhann Árelíuz úr væntanlegri bók sinni. Á myndinni eru, frá vinstri, lista- mennirnir Jón Laxdal og Aðal- heiður S. Eysteinsdóttir, Hannes Sigurðsson forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri og Þröstur Ás- mundsson fyrrverandi formaður menningarmálanefndar bæjarins. Til hægri sést í eitt listaverka Jóns. Morgunblaðið/Kristján Listasumar hafið í 11. sinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.