Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 26

Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 26
LANDIÐ 26 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKAUP hf. opnaði nýja og mjög breytta verslun í fyrrum húsakynn- um verslunarinnar Grund á Flúðum á dögunum undir merkinu STRAX. Þetta fyrirtæki rekur 27 verslanir víðs vegar um landið og hér bætist ein við. Að sögn Gísla Gíslasonar, rekstr- arstjóra hjá Samkaupum hf., verður lögð áhersla á að vera með á boð- stólum almenna matvöru og einnig sérstakar vörur fyrir ferðafólk. Or- lofshús eru yfir 200 í sveitarfélaginu og mikil umferð ferðafólks. Ís og pylsur eru einnig að sjálfsögðu til sölu og byggð verður kaffitería vestan við húsið þar sem aðalinn- gangur er nú. Lögð verður mikil áhersla á að vera með fjölbreytt úr- val af margs konar grænmeti á lág- marksverði enda verslunin í því sveitarfélagi sem framleitt er mest og fjölbreyttast af grænmeti. Sam- kaup hf. er nú þriðja stærsta versl- unarkeðjan á matvörumarkaði hér á landi með 16% hlutdeild á mark- aðinum. Afgreiðslutími í sumar er mjög rúmur, opið er á virkum dög- um frá kl. 9 til 22, laugardögum kl. 10 til 22 og sunnudögum kl. 10 til 20. Verslunarstjóri er Agnes Böðv- arsdóttir. Olíufélagið hf. verður með sjálfs- afgreiðslu á bensíni og olíu og verð- ur afgreiðslan færð til frá því sem nú er norður fyrir húsið. Þau Sólveig Ólafsdóttir og Sig- urgeir Ó. Sigmundsson hófu versl- unarrekstur á Grund árið 1967 en eftir lát Sigurgeirs 1997 hefur Sól- veig annast reksturinn ein en ákvað að selja verslunarhúsnæðið nú. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Frá vinstri: Sólveig Ólafsdóttir fyrrverandi verslunareigandi, Guðjón Stef- ánsson framkvæmdastjóri hjá Samkaupum hf., Agnes Böðvardóttir versl- unarstjóri og Gísli Gíslason rekstrarstjóri. Samkaup hefja versl- unarrekstur á Flúðum Hrunamannahreppur ÞAÐ var „bongóblíða“ á þjóðhátíð- ardaginn á Húsavík og hátíðahöldin vel sótt. Skrúðganga var farin frá íþróttavelli að Borgarhólsskóla þar sem fjölbreytt hátíðardagskrá fór fram. Hátíðarræðu flutti Ágúst Óskars- son, formaður Verslunarmanna- félags Húsavíkur, og fjallkona var Sandra Kristinsdóttir. Vinsælasta atriðið hjá yngri kynslóðinni virtist vera að fá að skella sér á hestbak. Félagar úr Hestamannafélaginu Grana mættu með hesta sína að venju og teymdu undir börnunum. Hátíðahöldunum lauk síðan að kveldi þjóðhátíðardagsins með fjöl- skyldudansleik með diskó- hljómsveitinni The Hefners. Íþróttafélagið Völsungur og skátafélagið Víkingur sáu um há- tíðahöld þjóðhátíðardagsins að þessu sinni. „Bongó- blíða“ á þjóðhátíð- ardaginn Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fjölmenn skrúðganga var á Húsavík á lýðveldisdaginn og veðrið gott. BORGFIRÐINGAHÁTÍÐ, sem hófst föstudaginn 13. júní, lauk með 17. júní-hátíðahöldum en þetta var í fjórða sinn sem hún var haldin. Að venju var dagskrá hátíðarinnar fjöl- breytt og við hæfi allrar fjölskyld- unnar. Má t.d. nefna ljósmynda- maraþon, baðstofukvöld, Brákar- hlaup, markaðstorg, leiktæki, tónleika, leiksýningar o.fl. Á sunnudagsmorgninum var öll- um landsmönnum boðið til morgun- verðar í Skallagrímsgarði þar sem fyrirtæki í matvælaiðnaði gáfu af- urðir sínar og foreldrar verðandi 10. bekkinga unnu í fjáröflunarskyni fyrir ferðasjóð barna sinna. Um 800 manns mættu í morgunverðinn og voru þeirra á meðal útlendingar sem þökkuðu fyrir sig með því að gefa rauðvínsflösku. Flaskan sú var boðin upp og andvirðið lagt í ferðasjóðinn. Yfir morgunkaffinu spilaði Steinunn Pálsdóttir á harmoniku og séra Þor- björn Hlynur Árnason predikaði í útimessu. Framkvæmdastjóri Borgfirðinga- hátíðar var Margrét Björk Björns- dóttir og sagði hún að hátíðin hefði gengið mjög vel í alla staði og verið skemmtileg. Í öllum Borgarfirði hefði verið margt um manninn og mikið um að vera. 800 manns mættu í morgunverðinn Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Börnin skemmtu sér í leiktækjum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Biðröð myndaðist við morgunverðarborðið þegar flest var. OPNUÐ hefur verið sýning á völd- um gripum frá Þjóðminjasafni Ís- lands á Skriðuklaustri. Á henni eru til sýnis altarisklæði frá Hofi í Vopnafirði, betur þekkt sem álf- konudúkurinn frá Bustarfelli. Sagan segir að sýslumannskonu á Bustar- felli hafi verið gefinn dúkurinn af álf- konu sem hún hjálpaði í barnsnauð. Einnig eru á sýningunni brjóstnæla fundin á Skriðuklaustri, hurðar- hringur frá Stafafelli og bollasteinn frá Gautlöndum. Sýningin ber yfirskriftina Í skuggsjá fortíðar og er samstarfs- verkefni Þjóðminjasafns Íslands, Landsvirkjunar og Gunnarsstofn- unar. Hún er opin alla daga frá kl. 10-18 í allt sumar. Álfkonudúkurinn frá Bustarfelli Álfkonudúkurinn frá Bustafelli. Skriðuklaustur Sýning á völdum þjóðminjum á Skriðuklaustri VERSLUNIN Tákn hefur opnað verslun á hafnarstéttinni á Húsavík, í hluta húsnæðis sem Útgerðarfélag- ið Langanes hf. á. Húsnæðið var áð- ur í eigu KÞ og hefur Bjarni Aðal- geirsson útgerðarmaður verið að láta gera það upp með miklum myndarskap undanfarin misseri. Húsið er á milli Gamla Bauks og Hvalamiðstöðvarinnar og gegnt bryggjulægi hvalaskoðunarbátanna og því mikil umferð ferðamanna þarna. Eigendur Tákns eru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Þráinn Gunnarsson. Í versluninni eru þau m.a. með til sölu útivistarfatnað frá 66°N og ullar- og prjónavörur frá Icewear, auk ýmissa minjagripa. Að sögn Ingibjargar hefur versl- uninni verið vel tekið til þessa, sér- staklega af ferðamönnum. Þau hjón- in hyggjast reka þessa verslun yfir ferðamannatímann en verslunin Tákn sem er á Garðarsbrautinni verður rekin áfram í óbreyttri mynd. Tákn opnar verslun Húsavík Í LOK maímánaðar gaf séra Guðjón Skarphéðinsson, prestur á Staða- stað, saman ung brúðhjón í kirkjunni á Búðum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þau komu sérstaklega frá Þýska- landi til að láta pússa sig þar saman. Og eins og venjulega er saga á bak við slíka ákvörðun. Brúðguminn sem ennþá á erfitt með að vísa til fyrrum kærustu sinnar sem nýbakaðrar eig- inkonu brosir við þegar hann er spurður að því hvers vegna þau hafi valið einmitt Búðir fyrir giftinguna. Christoph Kalthoff segir að hann og Urte kona hans hafi þrisvar áður komið til Íslands og þeim hafi alltaf fundist jafnmikið til landsins koma. Í fyrstu ferðinni voru þau á leið til New York og bauðst að stoppa hér í sjö daga. Þau keyptu sér rútupassa og þeyttust þvers og kruss um landið. Næstsíðasta daginn tóku þau rútuna vestur á Snæfellsnes og gengu niður að Búðum í grenjandi rigningu, en þrátt fyrir slagveðrið fannst þeim staðurinn dásamlegur. Ekki spillti fyrir að á Búðum voru menn að vinna við endurbætur á gamla hótelinu og buðu þeim upp á heitt kaffi og húsa- skjól og keyrðu þau síðan aftur í rút- una, sem þau hefðu sennilega ella misst af. Þau voru bæðu sammála um það að Búðir væru hinn fullkomni staður til að gifta sig á, svo að þegar þau ákváðu loks að ganga í það heil- aga kom bara einn staður til greina. Þau tilkynntu fjölskyldunni um ákvörðun sína og áttu svo sem ekki von á því að þau myndi koma með þeim til Íslands en reyndin varð önn- ur. Gestir víða að úr heiminum Foreldrar Urte komu frá Spáni þar sem þau búa, systir hennar frá Namibíu í Afríku og frænka hennar frá Svíþjóð. Hinir gestirnir komu frá Þýskalandi. Veislan var haldin á Gistiheimilinu Brekkubæ að Helln- um, þar sem hin nýbökuðu hjón eyddu brúðkaupsnóttinni en næsta dag héldu þau í fjögurra daga brúð- kaupsferð um Vestfirði og í fram- haldi af því í tveggja vikna brúð- kaupsferð til Maldíveyja í Indlandshafi. Fullkominn staður fyrir brúðkaup Hellnum, Snæfellsnesi Urte og Christoph Kalthoff töldu Búðir hinn fullkomna stað til að gifta sig á og létu verða af því. Þýsk hjón gengu í hjónaband á Búðum ♦ ♦ ♦ DAGANA 10.–12. júní sl. var haldið sveinspróf í húsasmíði í húsnæði tréiðnadeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki. Próf- dómarar voru Guðmundur S. Jóhannsson og Hólm- steinn Snæ- dal. Sjö nem- endur, brautskráðir frá FNV, þreyttu prófið að þessu sinni, en þetta er í annað sinn sem sveinspróf í húsa- smíði er haldið í FNV. Próftakendur voru: Emil Dan Brynjólfsson, Grétar Þór Steinþórs- son, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guð- mundur Þór Elíasson, Hákon Ingi Sveinbjörnsson, Ingvar Daði Jó- hannsson og Óskar Már Atlason. Allir stóðu próftakarnir sig með sérstökum ágætum. Meðaleinkunn nemenda í verklegum hluta prófsins var 8,64. Athygli vakti árangur Ingv- ars Daða Jóhannssonar, en hann fékk einkunnina 9,8 fyrir smíði sveinsstykkisins, sem mun vera hæsta einkunn sem prófdómararnir hafa gefið fyrir verklegan hluta sveinsprófsins. Prófdómarar lýstu yfir ánægju sinni með árangur nem- anna. Sveinspróf í húsasmíði Ingvar Daði Jó- hannsson við sveinsstykki sitt. Sauðárkrókur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.