Morgunblaðið - 20.06.2003, Page 40

Morgunblaðið - 20.06.2003, Page 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingvi GunnarEbenhardsson fæddist á Akureyri 11. júní 1921. Hann andaðist á líknar- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss, Landakoti 10. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónína Anna Magn- úsdóttir, f. 20. apríl 1895, d. 15. október 1980, og Ebenhard Jónsson, f. 10. maí 1896, d. 2. júlí 1983. Fósturfaðir Ingva var Hermann Árnason, f. 15. september 1901, d. 4. september 1978. Systkini Ingva sammæðra eru: Friðbjörn Hermannsson, f. 25. febrúar 1927, d. 20. apríl 1995; Árni Baldvin Hermannsson, f. 3. janúar 1930; og Sigríður Hermannsdóttir, f. 23. mars 1934. Systkini Ingva samfeðra eru: Ásta Ebenhardsdóttir, f. 26. júlí 1923; Unnur Ebenhardsdótt- ir, 2. apríl 1925; og Ebba Eben- hardsdóttir, f. 10. mars 1927. Hinn 29. nóvember 1958 1963; þeirra börn eru Hjörtur Ingvi, f. 7. september 1987, og Sigurlaug Guðrún, f. 16. júní 1993. Ingvi ólst upp í Svarfaðardal og á Dalvík. Að loknum unglinga- skóla vann hann við fiskverkun og sjómennsku. Ingvi stundaði nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni og síðar Samvinnuskól- ann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk prófi 1946. Eftir það settist Ingvi að á Selfossi og starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga til 1958. Það ár var hann skipaður aðal- bókari og skrifstofustjóri við embætti Sýslumannsins á Sel- fossi, þar sem hann starfaði óslit- ið allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1991. Ingvi var hreppstjóri Selfosshrepps frá 1958 til 1978, þegar Selfoss hlaut kaupstaðarréttindi. Hann sat sem fulltrúi framsóknarmanna í bæj- arstjórn Selfoss frá 1978–1986, þar af í fjögur ár sem forseti bæj- arstjórnar og forseti bæjarráðs. Ingvi gegndi ýmsum öðrum fé- lags- og trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Bridgefélags Sel- foss og Stangaveiðifélags Selfoss og sat lengi í sýslunefnd Árnes- sýslu. Útför Ingva Ebenhardssonar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. kvæntist Ingvi eigin- konu sinni, Emmu Guðrúnu Carlsson, f. 16. október 1922, d. 18. október 1985. Foreldrar Emmu voru Johan Olav Hin- rik Carlsson sem var danskur að ætt, f. 23. júní 1896, d. 1981, og kona hans Guðrún Gunnlaugsdóttir frá Selfossi, f. 25. júlí 1893, d. 1967. Emma Guðrún var fædd á Íslandi, en ólst upp í Kaupmannahöfn og bjó þar þangað til hún fluttist á Selfoss eftir að hún kynntist Ingva. Börn Ingva og Emmu eru: 1) Guðrún Erla Ingvadóttir, sér- kennari, f. 22. desember 1958, gift Heiðari Pétri Guðjónssyni húsasmíðameistara, f. 24. júlí 1960; þeirra börn eru Emma Guðrún, f. 27. júní 1990, og Sæ- unn Sif, f. 27. september 1993. 2) Jónína Ingvadóttir, deildarstjóri, f. 31. maí 1962, gift Jóhanni Hjartarsyni héraðsdómslögmanni og stórmeistara, f. 8. febrúar Í dag er tengdafaðir minn, Ingvi Ebenhardsson, kvaddur hinstu kveðju. Ingvi fæddist á Akureyri 1922. Fyrstu árin ólst hann upp á Há- nefsstöðum í Svarfaðardal hjá föð- urforeldrum sínum, Jóni Stefáns- syni og Júlíönu Hallgrímsdóttur, en síðar hjá móður sinni og fóstur- föður á Sæbakka á Dalvík. Ingvi átti góða og ástríka æsku í fögru umhverfi sem hann minntist ætíð með þakklátum huga. Á þeim tíma sem Ingvi var að alast upp bjó allur þorri manna við kröpp kjör og að- gangur að menntun var langt frá því að vera jafnsjálfsagður og nú tíðkast. Hugur Ingva stóð engu að síður til náms enda gæddur góðum gáfum. Þótt efnin væru ekki mikil heima fyrir lét hann ekkert aftra sér í þeim ásetningi sínum að afla sér menntunar, þótt fjarri væri heimahögum. Með dugnaði og harðfylgi náði hann að láta þann draum rætast með því að stunda sjómennsku á vertíðarbátum, þar til hann hafði safnað nægu fé til að fjármagna námið. Ingvi lagði stund á nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og síðar við Samvinnuskólann í Reykjavík. Á námsárunum kynntist Ingvi þeim merka manni Agli Thoraren- sen, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Árnesinga, sem útvegaði honum vinnu á Selfossi í námsleyfum. Þetta urðu afdrifarík spor, því Ingvi festi strax rætur á Selfossi, settist þar að og starfaði alla sína starfsævi. Hann hugsaði þó ætíð með hlýju til heimahaganna og lagði sig fram við að halda góðu sambandi við fjölskyldu sína og frændgarð fyrir norðan á Dalvík og Akureyri, sem þar hefur búið allt fram á þennan dag. Sjálfsagt hefur vistin í Sam- vinnuskólanum haft áhrif á póli- tískar skoðanir Ingva enda sveif þar andi Framsóknarflokksins og Jónasar frá Hriflu yfir vötnum. Í þeim efnum tjaldaði Ingvi ekki til einnar nætur frekar en öðrum og fylgdi hann Framsóknarflokknum að málum alla ævi og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Árið 1958 tók Ingvi við starfi að- albókara og skrifstofustjóra hjá embætti sýslumannsins á Selfossi og vann þar allan sinn starfsaldur eftir það, eða í meira en þrjá ára- tugi. Ingvi var embættismaður af gamla skólanum sem gekk til starfa sinna af mikilli nákvæmni og sam- viskusemi. Ingvi þótti t.d. tölu- glöggur með afbrigðum. Hann var mjög bóngóður við þá sem þurftu á þjónustu embættisins að halda og reyndi að leysa vanda þeirra sem til hans leituðu eins og kostur var og þótti vera eins við alla. Hann var einnig síðasti hreppstjóri Selfoss- hrepps. Því embætti fylgdu ýmsar skyldur á borð við aðstoð við gerð skattframtala fyrir þá sem þess óskuðu. Stundum var stofan á Víði- völlunum eins og læknabiðstofa, þegar saman var kominn fjöldi fólks sem beið eftir aðstoð við framtalsgerðina. Eftir að Ingvi hafði búið á Sel- fossi um skeið kynntist hann Emmu Guðrúnu Carlsson sem þangað var komin í heimsókn til að vitja skyldmenna sinna. Þótt Emma væri uppalin í Danmörku var hún hálfíslensk og rakti ættir sínar til frumbýlinganna á Selfoss- bæjunum. Þeir sem urðu vitni að kynnum Ingva og Emmu hafa borið að þar hafi farið ást við fyrstu sýn og varð strax ljóst að heimsóknin á Selfoss yrði lengri en í fyrstu var ætlað. Ingvi og Emma giftu sig árið 1958 og reistu sér hús á Víðivöllum 18 á Selfossi. Þar bjuggu þau upp frá því á meðan bæði lifðu. Emma var mikil dama og heimsborgari, enda alin upp á miklu menningar- heimili í stórborginni Kaupmanna- höfn. Hún hafði gaman af ferðalög- um og kveikti áhuga á þeim hjá eiginmanni sínum. Ferðuðust þau Ingvi reglulega til Danmerkur til að heimsækja skyldmenni hennar þar og síðar til sólarlanda þegar ferðir þangað komust í tísku. Sólar- landaferðirnar gerðu og Emmu gott, enda þjáðist hún lengi af liða- gigt sem olli henni miklum erfið- leikum sem hún bætti upp með léttri lund sem aldrei brást. Emma náði aldrei fullkomnu valdi á ís- lenskunni eins og títt er með þá sem hafa dönsku að móðurmáli, en það gerði þó minnst til. Hún var hluti af stórmerkilegu samfélagi Selfyssinga af dönskum uppruna sem e.t.v. þarfnast meiri athygli, en allmargir Danir sem unnu við upp- setningu og starfrækslu Mjólkur- bús Flóamanna á sínum tíma sett- ust t.d. að á Selfossi. Það var því oft talaður skemmtilegur kokkteill af íslensku og dönsku í kaffiboð- unum á Víðivöllum. Það var Ingva mikið áfall þegar Emma veiktist af krabbameini og lést árið 1985 eftir erfiða sjúkdómslegu. Ingvi var maður afar hlédrægur að eðlisfari og skipti sjaldan skapi. Aldrei heyrði ég hann hækka róm- inn og hygg að þannig sé farið um flesta sem kynntust honum. Hann sóttist ekki eftir metorðum og gekk hljóðlega og átakalaust til starfa sinna sem hann rækti af mikilli samviskusemi. Hann var sjálfum sér nægur og virtist ekki þurfa að sækja margt til annarra, honum virtist standa mun nær að gera öðr- um greiða en að leita eftir þeim sjálfur. Ekki var þó því að skipta að hann treysti ekki öðru fólki eða væri þjakaður af áhyggjum eða tor- tryggni. Ég man t.d. eftir því hvað hann tók því létt þegar hann fór í erfiða hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum. Það var eins og aðgerðin væri ekkert mál, enda hresstist hann allur við eftir hana og náði góðum bata. Þrátt fyrir hlédrægnina var Ingvi mjög virkur maður að mörgu leyti. Þannig fylgdist hann vel með öllum fréttum, sérstaklega þó af pólitík og íþróttum enda greinar af sama meiði, og fann sér alltaf eitt- hvað til að dunda við innan húss eða utan. Undir niðri var Ingvi einnig kappsamur og metnaðarfull- ur hvort sem var í starfi eða leik. Þannig keppti hann með góðum ár- angri í fótbolta og frjálsum íþrótt- um á yngri árum og síðar í brids. Ingvi hélt sér afar vel líkamlega, enda hreyfði hann sig reglulega og stundaði m.a. sundferðir af miklu kappi. Þá hafði hann gaman af stangaveiði í ám og vötnum. Þrátt fyrir að Ingvi væri manna ólíklegastur til að trana sér fram og sækjast eftir vegtyllum eða at- hygli annarra höguðu örlögin því engu að síður svo að hann var kall- aður til margháttaðra trúnaðar- starfa á opinberum vettvangi. Þannig var hann leiðtogi framsókn- armanna í bæjarstjórn Selfoss í tvö kjörtímabil á árunum 1978–1986. Eitt sinn hafði Ingvi á orði við mig í gríni að um tíma hefði hann verið hættur að þora að gerast félags- maður í frjálsum félagasamtökum vegna þess, að það hefði oftast end- að þannig að hann hefði verið kom- inn í stjórn eða orðinn formaður í viðkomandi félagi áður en hann vissi af. Ingvi var mikill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um velferð dætra sinna tveggja. Veikindi Emmu urðu einnig til þess að hann tók meiri ábyrgð á uppeldi þeirra og rekstri heimilisins almennt. Seinni árin var fátt sem veitti Ingva meiri ánægju en samneyti við barnabörnin fjögur, enda ríkti gagnkvæm vinátta og trúnaðar- traust á milli þeirra allra. Ekkert vakti meiri eftirvæntingu en heim- sóknir til afa á Selfossi og var oft glatt á hjalla þegar fjölskyldan kom saman á Víðivöllunum á stórhátíð- um. Það var gaman að renna í hlað og mæta Ingva skælbrosandi, enda var það oftast þannig að hann var búinn að hrifsa yngstu fjölskyldu- meðlimina úr aftursætinu og hlaupa með þá inn í hús áður en hann gaf sér tíma til að kasta kveðju á hina fullorðnu. Síðustu þrjú árin bjó Ingvi í þjónustuíbúð í Árskógum 6 í Reykjavík þar sem hægara var að leita til barna og barnabarna. Þar kunni hann afar vel við sig og eign- aðist hann marga góða vini í hópi nágranna sinna sem gjarnan styttu sér stundir með því að spila brids. Síðustu mánuðirnir voru erfiðir því að glíman við krabbameinið er óvægin. Ingvi hélt þó reisn sinni til síðustu stundar og ætlaði sér sigur í baráttunni, þótt það gengi ekki eftir. Að leiðarlokum færi ég tengda- föður mínum alúðarþakkir fyrir trausta samfylgd á lærdómsríkri vegferð um leið og ég votta þeim mörgu ættingjum og vinum samúð, sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans. Jóhann Hjartarson. Nú ert þú farinn, afi minn, farinn til ömmu, sem þú saknaðir alltaf svo mikið. Þegar ég fékk fréttirnar af andláti þínu varð mér hugsað til þess að ég var ekki bara að missa afa minn, ég var einnig að missa besta vin minn, vin sem var alltaf til staðar þegar ég þarfnaðist hans. Þrátt fyrir að vera búinn að missa þig frá þessu jarðlífi mun ég ætíð búa að minningunum um þig, öllum veiðidögunum við Hlíðarvatn og Iðu og heimsóknunum til þín á Sel- fossi og seinna í Árskógana. Ég man líka eftir öllum jólunum sem við áttum saman á Víðivöllunum og auðvitað þegar þú komst til okkar. Við vorum líka alltaf mjög duglegir að fara í sund saman og fylgjast með íþróttum. Ég veit að þú varst aldrei maður sem vildir láta mikið á þér bera, vannst þín góðverk í hljóði og varst alltaf tilbúinn að hjálpa án endur- gjalds. Þegar allt kemur til alls eru það þó svona menn sem mesta virð- ingu hljóta og minning þín mun lifa í hjarta allra þeirra sem voru svo heppnir að kynnast þér og njóta góðs af þeirri einstöku mannúð sem þú hafðir að bjóða. Þinn Hjörtur Ingvi. INGVI GUNNAR EBENHARDSSON Faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Langholtsvegi 59, Reykjavík, sem andaðist á hjartadeild Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 12. júní, verður jarðsunginn frá Áskrirkju mánudaginn 23. júní kl. 13.30. Björk Sigurðardóttir, Einar Hilmar Jónmundsson, Sigurður Einarsson, Eyrún Einarsdóttir, Carlos Cardoza. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓLAFS OLGEIRSSONAR, Arnarási 6, Garðabæ, fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstu- daginn 20. júní kl. 15.00. Helga Jörundsdóttir. Ingibjörg Ólafsdóttir, Gísli G. Jóhansson, María Kolbrún Ólafsdóttir, Kristjón Hafberg Ólafsson, Elín G. Kristjánsdóttir, Ólafur Björnsson, Kristján Hafberg Kristjónsson. Útför elskulegrar móður okkar, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR CORTES, verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, föstu- daginn 20. júní, kl. 15.00. Erla Cortes, Kristín Björg Gunnarsdóttir, Guðrún Cortes, Gunnar J. Árnason, Soffía Karlsdóttir, Kristinn H. Árnason, Snorri Ö. Árnason, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Torfi Magnússon, Gunnar Cortes Heimisson og barnabarnabörnin. Jarðarför SIGRÍÐAR HERDÍSAR HELGADÓTTUR, Hafnarbraut 26, Höfn, fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 21. júní kl. 14.00. Heimir Þór Gíslason, Helga Nína Heimisdóttir, Hrafn Margeir Heimisson, Sigurþór Albert Heimisson, Gísli Björn Heimisson og aðrir ættingjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.