Morgunblaðið - 20.06.2003, Page 46

Morgunblaðið - 20.06.2003, Page 46
DAGBÓK 46 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Venus HF og Thekla og út fara Skógafoss og Mánafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er væntanlegt Ludvig Andersen og út fara Tsefey, Orlik, Sherelye, Gemini og Olshana. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 er smíða- og handavinnustofan op- in. Púttvöllur opinn. .) Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og opin handavinnu- stofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 er handavinnustofan op- in, kl. 9–12 appliker- ing, kl. 10–13 er versl- unin opin. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnu- stofa. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 er verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Biljarð- ur kl. 13.30 og brids kl. 13. Púttæfingar á Hrafnistuvelli kl. 14 og 16. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Sími 588 2111. Dagsferð 4. júlí, Rangárvellir: Komið að Odda, í Sögusetrið á Hvolsvelli o.fl. Súpa og brauð á Hvolsvelli. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir, laus sæti. Norðurland 6.– 10.júlí – 5 daga ferð: Akureyri, Grímsey, Svarfaðardalur, Dal- vík, Ólafsfjörður, o.fl. Leiðsögn: Þórunn Lár- usdóttir. Þeir sem hafa skráð sig þurfa að greiða inn á ferðina f. helgi. Nokkur sæti laus. Gerðuberg, félags- starf. Í dag kl. 9–16.30 eru vinnustofur opnar. Frá hádegi er spilasal- ur opinn. Miðvikudag- inn 25. júní verður Jónsmessufagnaður í Skíðaskálanum í Hveradölum. Ólafur B. Ólafsson harmonikku- leikari stjórnar skemmtun. Kaffihlað- borð. Dregnir út vinn- ingar o.fl. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 13.30. Skráning hafin í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Klukkan 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Klukk- an 9 baðþjónusta, fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi (út júní), kl. 10 pútt. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 58–60. Hársnyrting og fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Klukk- an 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í aðal- sal. Vitatorg. Klukkan 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla og opin vinnu- stofa, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12.30 opin vinnustofa, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugar- dögum. SÍBS-félagar í Reykja- vík og nágrenni. Árleg Jónsmessuferð verður farin um Reykjanes sunnudaginn 22. júní. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu í gær. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður næst mánudag 23. júní kl. 10 í Safamýri og kl. 14 á Njálsgötu. Minningarkort Minningarkort Hjartaverndar fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópa- vogur: Kópavogs Apó- tek, Hamraborg 11. Hafnarfjörður: Lyfja, Setbergi. Sparisjóður- inn, Strandgötu 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankinn Hafn- argötu 55–57. Í dag er föstudagur 20. júní, 171. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lúk. 12,32).     Davíð Oddsson forsætis-ráðherra sagði á þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna á Seltjarnar- nesi í september 2001 að tóbaksvarnarfrumvarpið, sem þá hafði nýlega verið samþykkt, gengi of langt í tóbaksvörnum. Síðan þá hefur margt breyst í þá átt að fólki, sem kýs að kveikja sér í sígarettu, er gert erfitt fyrir. Stundum vilja andstæðingar reyk- inga ganga svo langt að skerða tjáningarfrelsið og eignarréttinn til að fram- fylgja markmiðum sínum. T.d. má ekki fjalla um tób- akstegundir á Íslandi í fjölmiðlum öðruvísi „en að vara sérstaklega við skað- semi þeirra“.     Sigurður Hólm Gunn-arsson, ritstjóri Skoð- unar, fjallar um hugmynd um bann við reykingum inni á heimilum í nýjum pistli: „Gro Harlem Brundtland, aðalfram- kvæmdastjóri WHO og fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs, hefur lagt það til að bannað verði að reykja inni á heimilum þar sem börn búa. Hefur hún fengið afar misjöfn við- brögð við þessari skoðun sinni. Þetta er áhugavert því ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að vernda eigi börn fyrir reykingum foreldra þeirra. Margir eru eflaust þeirrar skoðunar að til- laga Brundtlands feli í sér alltof mikla forræðis- hyggju, en ég er því ein- faldlega ekki sammála. Óbeinar reykingar eru hættulegar og foreldrar hafa ekki rétt á því að vera með börn sín í skað- legu umhverfi.     Menn eru sammála þvíað foreldrar sýna mikla vanrækslu t.d. með því að búa börnum sínum umhverfi þar sem mikil hætta er á slysum. For- eldrar sem hafa börn sín í heilsuspillandi umhverfi (t.d. slæmu húsnæði) eru vart taldir hæfir o.s.frv. Sama hlýtur því að eiga við um foreldra sem reykja ofan í börnin sín dag hvern. Fullorðið fólk getur að sjálfsögðu ákveðið að reykja og stofnað heilsu sinni í hættu. Um það deili ég ekki. Það hefur hins vegar engan rétt á því að misþyrma börnum sínum með óbeinum reykingum. Foreldrar og forráða- menn geta einfaldlega ekki tekið slíka ákvörðun fyrir börnin sín. Foreldrar eru nefnilega verndarar barna sinna, ekki eig- endur,“ segir Sigurður.     Samkvæmt íslenskutóbaksvarnarlögunum skulu þeir sem bera ábyrgð á barni stuðla að því að það njóti réttar „til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra“. Hins vegar er hægt að réttlæta ýmis af- skipti ríkisvaldsins af at- höfnum einstaklinga með sömu rökum. Og þótt tak- markið sé göfugt er leiðin hættuleg einstaklings- frelsinu. STAKSTEINAR Tóbaksvarnir og einstaklingsfrelsið Víkverji skrifar... ÍMORGUNBLAÐINU í gær komfram að aldrei hafi fleiri útskrifazt frá Háskóla Íslands en í ár. Næst- komandi laugardag verða 779 kandí- datar brautskráðir frá skólanum. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Vegna mikillar fjölgunar brautskráninga í júní-útskrift Háskóla Íslands hefur umræða skapast um það hvort leita þurfi að stærra húsnæði en Laugar- dalshöll til þess að hýsa athöfnina. Búast má við að húsfyllir verði á laugardag. Á síðustu árum hefur nokkuð verið kvartað yfir þrengslum og hita og eru þess dæmi að fólk hafi fallið í yfirlið.“ x x x VÍKVERJA finnst það hreint ekkiaugljósasta lausnin á vandanum að finna flugskýli eða fótboltahöll undir útskriftarathöfn Háskólans – en stærra húsnæði en Laugardals- höll er væntanlega af þeirri tegund. Slíkt myndi e.t.v. leysa þann vanda, sem snýr að yfirliðum og hita, en ekki hitt að útskriftarathöfnin er ein- faldlega orðin alltof löng og leiðinleg fyrir gestina. Aðstandendur kandí- data koma auðvitað fyrst og fremst til að fylgjast með útskrift „síns“ kandídats og hafa kannski líka gam- an af að sjá til nánustu vina hans og samnemenda, ef þeim er til að dreifa, en þeir hafa engan áhuga á að fylgj- ast með öllum hinum 778 trítla til rektors að sækja skírteinið sitt. x x x VÍKVERJI útskrifaðist á sínumtíma úr erlendum háskóla, sem var talsvert minni en Háskóli Íslands er nú, með um 5.000 stúdenta, og þar voru haldnar fjórar útskriftar- athafnir. Hver athöfn varð styttri fyrir vikið, andrúmsloftið varð per- sónulegra, háskólinn gat haldið út- skriftina í eigin húsnæði. Sennilega þýddi þetta þó aðeins meiri vinnu fyrir rektor, sem þurfti að skrifa fjórar útgáfur af ræðunni sinni, og háskólabókavörðinn, sem spilaði Gaudeamus igitur á orgel við allar athafnirnar. x x x STJÓRNENDUR Háskólans ættuað huga að því að skipta útskrift- arathöfninni upp með þessum hætti. Nóg eiga þeir af hæfilega stóru hús- næði, sem hæfir virðulegri útskrift- arathöfn betur en íþróttahöll eða flugskýli, t.d. einhvern salinn í Há- skólabíói eða jafnvel gamla Hátíða- salinn. Ekki ætti háskólarektor held- ur að verða í vandræðum með að semja svo sem eins og fjórar ræður. Ef hægt væri að halda útskriftina á háskólasvæðinu væri sömuleiðis orðið mögulegt að bjóða kandídötum og aðstandendum þeirra til móttöku í hinum ýmsu háskólabyggingum eftir útskriftarathöfnina, sem var gert í háskóla Víkverja ytra og jók enn á hátíðleik og persónulegan brag út- skriftardagsins. Þá þegar var mikill munur á þeirri útskrift og færi- bandavinnunni, sem Víkverja fannst útskrift hans úr Háskóla Íslands fá- einum árum áður vera. Morgunblaðið/Kristinn Hiti, yfirlið, leiðindi í marga klukkutíma – er ekki tímabært að breyta til? LÁRÉTT 1 kroppur, 4 syfjuð, 7 stundum, 8 sálir, 9 kven- dýr, 11 hleyp, 13 kon- ungsflokkur, 14 bæjar- nafn, 15 úrskurður, 17 skýlaus, 20 stubb, 22 bíll, 23 úrkomu, 24 kaka, 25 sól. LÓÐRÉTT 1 gerir við, 2 gamansöm, 3 vítt, 4 úrþvætti, 5 ól, 6 lyftiduftið, 10 spöng, 12 lík, 13 skar, 15 fljót, 16 tré, 18 goð, 19 hirsla, 20 hagga, 21 úrgangsfiskur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 pörupilts, 8 ruddi, 9 ljóst, 10 níu, 11 rúðan, 13 rósir, 15 skans, 18 sussa, 21 áll, 22 liður, 23 órögu, 24 munnharpa. Lóðrétt: 2 önduð, 3 urinn, 4 iglur, 5 tjóns, 6 ýrur, 7 stór, 12 ann, 14 ólu, 15 sæll, 16 auðnu, 17 sárin, 18 slóra, 19 skörp, 20 akur. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Prýðileg grein Í MORGUNBLAÐINU 14. júní sl. birtist prýðisgrein, „Bandaríkjamenn og varn- arsamningurinn“, eftir Michael T. Corgan prófess- or. Ég held að óhætt sé að segja að sú grein lýsi grundvallaratriðum sem varða samskipti Íslands og Bandaríkjanna almennt séð. Það er ósk okkar allra að stöðugleiki milli landanna haldist óbreyttur. Vilhjálmur Alfreðsson. Ánægja og gleði með Birgittu ÁSDÍS hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri ánægju sinni yfir framgöngu Birgittu Hauk- dal, sem söng í Hafnarfirði 17. júní sl. Að sögn Ásdísar náði Birgitta vel til ungviðisins sem tók henni fagnandi; kunnu börnin flesta textana og sungu hástöfum með. Fossvogskirkjugarður til fyrirmyndar HÚSMÓÐIR í Vesturbæn- um hafði samband og vildi lýsa þeirri skoðun sinni að Fossvogskirkjugarður væri til fyrirmyndar. Að hennar sögn er það lítið mál að láta lagfæra, séu einhver vandamál fyrir hendi. Tapað/fundið Taska með upptökuvél tapaðist SVÖRT taska með lítilli Sony-myndbandsupptöku- vél o.fl. týndist í miðbæ Reykjavíkur 17. júní sl. Skilvís finnandi hringi í síma 551 9725. Góð fundar- laun í boði. Hálsmen tapaðist HJARTALAGA hálsmen, formað úr semelíusteinum, tapaðist á Akureyri eða ná- grenni um hvítasunnu- helgina. Menið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi vinsamlegast samband í síma 568 4193 eða 820 4193. Fundarlaun. Dýrahald Yndislegir norskir skógarkettir NORSKA skógarketti vantar gott heimili til að búa á. Þeir eru hreinrækt- aðir og tilbúnir til þess að flytjast frá móður sinni. Þeim gengur vel að alast upp með börnum og eru góðir félagar. Frekari upp- lýsingar í síma 567 8008 eða 896 2202. Sesar vantar heimili SESAR er tveggja ára köttur, geldur og eyrna- merktur. Vegna breyttra heimilisaðstæðna vantar hann nýtt heimili hið snar- asta. Sesar er afskaplega fallegur og góður. Með hon- um fylgir heilsufarsbók. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 899 9894. Pjakk og Pílu vantar góð heimili PJAKKUR og Píla eru tveir fjörugir og skemmti- legir hvolpar. Þau fást gef- ins á góð heimili þar sem hundavinir búa. Upplýsing- ar í síma 566 6094, 864 2994 eða 693 2552. Kettling vantar heimili ÁTTA vikna blíðan og góð- an kettling vantar heimili. Kettlingurinn er svartur með hvíta blesu á nefinu og hvítar loppur, auk þess er hann kassavanur. Upplýs- ingar í síma 865 9510. Læða fannst STEINGRÁ, nokkurra mánaða gömul læða fannst í Heimunum. Upplýsingar í síma 861 3716. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ingó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.