Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 54

Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KURT Russell er mættur til leiks í dramatískum trylli sem gerist í Los Angeles í apríl 1991, nokkrum dög- um áður en fjórir hvítir lögreglu- menn eru sýknaðir af drápinu á Rodney King í L.A.-uppþotinu mikla. Russell leikur Eldon Perry, reynda leynilöggu, þekkta fyrir mik- ið skap og harðar vinnuaðferðir. Hann leysir nú stórt ferfalt morðmál, og sýnir um leið nýliðanum Bobby Keough hvernig lífið gengur fyrir sig í grimmum raunveruleika götunnar. Yfirmenn Perrys eru þó ekki alls- kostar sáttir við hvernig hann fær „réttlætinu“ framgengt á sinn eigin hátt þannig að um leið og hann eltir morðingja í hættuhverfum Engla- borgarinnar verður hann að berjast við eigin djöfla sem eiga það til að vera verri en hættulegustu morð- ingjar. Innri djöflar og ytri Háskólabíó og Sambíóin frumsýna kvik- myndina Dökkblár (Dark Blue). Leik- stjórn: Ron Shelton. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Scott Speedman, Michael Michele, Brendan Gleeson, Ving Rham- es og Kurupt. Hasar í hættuhverfum L.A. HEIMSKUR, heimsk- ari, mynd Farelli- bræðra frá 1994, hlaut kannski ekki náð fyrir augum gagnrýnenda. Þrátt fyrir það er hún án efa ein af stærstu „költ“ grínmyndunum, og nú er komin fram- haldsmynd, sem reynd- ar á að gerast á undan þeirri upprunalegu. Árið er 1986 og þeir Harry og Lloyd hittast í gaggó. Þeir reyna hvað þeir geta að komast úr sérkennsludeildinni til þess að fá að vera með venjulegum krökkum. Á vegi þeirra verður skóla- stjóri nokkur, hrikalega illgjarn, og svo nokkrir aðrir krakkar, álíka gáfu- legir og þeir sjálfir. Leikararnir þykja standa sig ágæt- lega og skemmtilegt er víst að sjá hversu ótrúlega líkir þeir eru fyrir- rennurum sínum, Jim Carrey og Jeff Daniels. En ætli þeir séu jafnfyndnir? Klikkað gaggólið Alltaf jafn gáfulegir. Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri frumsýna grínmynd- ina Heimskur, heimskarari (Dumb, Dumberer). Leikstjórn: Troy Miller. Aðal- hlutverk: Eric Christian Olsen, Christmas Derek Richardson, Luis Guzmán, Eugene Levy, Rachel Nichols og Mimi Rogers. KVIKMYNDALEIKARINN Hume Cronyn er látinn, 91 árs að aldri. Cronyn var kanadískur að uppruna og átti að baki rúmlega hálfrar aldar leikferil og lék í á sjötta tug kvikmynda og sjónvarpsmynda. Fyrsta stóra hlutverk hans var í mynd Hitchcocks Shadow of a Doubt frá 1943. Sama ár lék hann í The Cross of Lorraine en ári síðar var hann tilnefndur til sinna fyrstu og einu Óskarsverðlauna, fyrir auka- hlutverk í mynd Freds Zinnem- anns The Seventh Cross. Í þeirri mynd lék Cronyn í fyrsta sinn á móti eiginkonu sinni, Óskars- verðlaunahafanum Jessicu Tandy, en þau voru ein kunnustu og lang- lífustu leikarahjón sem sögur fara af í Hollywood. Saman léku þau í fjölda mynda og leikrita á löngum leikferli sínum en það var þó kannski ekki fyrr en í ellinni sem einstakur samleikur þeirra vakti fyrst verulega athygli en það var í myndunum Cocoon (1985) og Batt- eries Not Included (1987). Tandy hlaut síðan Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Driving Miss Daisy en fjórum ár- um síðar missti Cronyn ástkæra eiginkonu sína. Hann lét það þó ekki á sig fá og hélt áfram að leika í myndum, þ.á m. dramanu Marvin’s Room þar sem hann lék dauðvona afa Leonardos DiCapr- ios og í sjónvarpsendurgerðinni á 12 Angry Men … Kvikmyndagerð vísindasýrusögunnar Hitchhiker’s Guide To The Galaxy eftir Dougl- as Adams er enn í burðarliðnum en búist hafði verið við að ekkert yrði úr myndinni eftir fráfall Adams árið 2001. Hann hafði þá verið að vinna að handriti með leikstjóra Austin Powers- myndanna Jay Roach og lét Roach þau orð falla eftir andlát Adams að myndin væri varanlega komin í salt eftir 10 ára undirbún- ing. Nú hafa hins vegar breskir framleiðendur ættleitt verkefnið og fengið leikstjóra Ali G- þáttanna, Garth Jennings, til að gera mynd eftir bókinni. FÓLK Ífréttum ELÍSA er ung og einstæð tveggja barna móðir. Stóri draumur hennar í líf- inu er að opna hár- greiðslustofu ásamt Lúlú, bestu vinkonu sinni, í góðu hverfi í höfuðborginni Monte- video. Einhvern veg- inn virðist eina leiðin fyrir þær til að fjár- magna stofuna vera að selja sig. Og Elísa blessunin, sem hefur aldrei átt láni að fagna þegar karlmenn eru annars vegar, verður fljótt ástfangin af hór- mangara nokkrum, Placido að nafni, sem starfar víða. Þannig komast þær vinkonur inn í vítahring, vinna langt að heiman í hörmulegum hverfum, algerlega varnarlausar. Elísa gerir sér fljótt grein fyrir að hún getur engum treyst nema sjálfri sér. Að láta drauminn rætast Háskólabíó frumsýnir úrúgvæsku kvikmyndina Gjálífi (En La Puta Vida). Leikstjórn: Beatriz Flores Silva. Að- alhlutverk: Mariana Santagelo, Josep Lin- uesa, Andrea Fantoni, Rodrigo Speranza, Ag- ustin Abreu og Fermi Herrero. Vongóðar vinkonur á leið út á hálan ís. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 5.50 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 6, 8, 10 og miðnætursýning kl 12. HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! FRUMSÝNING HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára  Kvikmyndir.comX-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 2 vik ur á to ppnu m í US A! Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! YFIR 17.000 GESTIR! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 8.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. FRUMSÝNING Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.